Morgunblaðið - 05.06.1918, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 05.06.1918, Qupperneq 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Auðvitað kæmi þetta ekki til, nema engin leiðrétting þessara mála fengist. Óyndisúrræði er þetta — ekki fyrir oss lækna, heldur fyrir almenn- ing og landsstjórn. Stjórn Lf. Isl. hefir þegar gert ráðstafanir til þess, að vita vilja héraðslækna í þessu efni. Það er að vísu bezt, að komast hjá illindum í lengstu lög. En ef til þessa kæmi, er fljótséð hver verð- ur að lúta í lægra haldi. — Og það er ekki læknastéttin I Lœknajilaq Islands atti að qeta síð um pað. (Læknablaðið). (Grein þessi er rituð af stjórn Læknafélags íslands, en hana skipa þeir prófessorarnir Guðm. Magnús- son, Guðm. Hannesson og Sæm. Bjarnhéðinsson.) Frá Samverjanum. Þegar Samverjinn hætti matgjöf- um i páskavikunni, tók hann frá 500 kr. til að kaupa fyrir mjólk banda fátækum sjúklingum. Hafa 33 sjúklingar notið þessara mjólkur- gjafa síðan, sumir stuttan tíma, sumir altaf, eftir ástæðum. En nú eru þessar 500 krónur á förum, svo að mjólkurgjafirnar verða að hætta um næstu mánaðamót, ef Samverjanum berast ekki nýjar gjafir. Það fer nóg atvinna um þessar mundir, satt er það, en fátækir sjúkl- ingar njóta hennar ekki; jafnvel þótt einhver vandamaður sumra þeirra hafi atvinnu eru þarfirnar svo margar, að 'erfitt verðnr að kaupa mjólk, sem mörgum sjúkling er þó nauðsynleg, ef vel á að vera. Þess veqna leyjum vér oss enn á ný að spyrja styrktarmenn Samverjans hér i ba, hvott peir hafi ekki eitthvað afl'óqu til pessara mjólkurgjaja. Reykjavík 25. maí 1918. I stjórnarnefnd Samverjans Sigurbj. A. Gislason. Páll Jónsson. Flosi Sigurðsson. Júl. Arnason. Oss undirrituðum, sem gefið höf- um fálækum sjúklingum meðmæli til Samverjans, er fullkunnugt um að mjólkurgjafir hans til sjúklinga hafa komið þeim mjög vel, og telj- um þvi æskilegt að Samverjinn geti haldið gjöfunum áfram. Reykjavík 23. maí 1918. Matth. Einarsson. Ol. Þorsteinsson Sæm. Bjarnhjeðinsson. Jón Hj. Sigurðss. Þ. J. Thoroddsen Þ. A. Björnsd. Sesselja Olafsdóttir Konráð R. Konráðsson. Um heiibrigöismál. Eftir Þorfinn Kristjánsson. Húsakynnin. Eflaust rekur ein- hverja minni til þess, að eg reit fyrir 3 árum síðan grein í Isafold er eg nefndi »Húsakynni alþýðu«. Leitaðist eg við að sýna fram á, hversu léleg mörg af þeim húsa- kynnum voru, er alþýða manna átti við að búa. Færði egrökfyrir þvi, að þar væri brotið í bág við heil- brigðisreglugerð bæjarins og bygg- ingarsamþykt, og ennfremur að bæjarstjórn, heilbrigðisnefnd og heil- brigðisfulltrúi hefðu vanrækt skyldu sína, með lélegu eftirliti. Þessu hefir heldur ekki verið mót- mælt. Síðan áminst grein var rituð, hefir ástandið ekki batnað á nokkurn hátt, mér vitanlega, heldur þvert á móti. Stríðið hefir orsakað kyrstöðu í byggingum, með þvi að bæði er efniviðurinn dýr, og örðugt að fá hann; viðgerðir á eldri byggingum hafa engar verið, eða síst svo að nokkru nemi. Ekki hefir þó lát orðið á innflutningi til bæjarins, og húsnæðiseklan og þrengslin keyra fram úr hófi. Eg þarf ekki að verða langorður um íbúðirnar. Þær hafa engum stakkaskiftum tekið til batnaðar. Eg þarf naumast að taka það fram, að eg á ekki eingöngu við kjallaraíbúðirnar. Eg á yfir höfuð við allar minni ibúðir, x—2 her- bergja íbúðir, þar með taldar lofti- búðir (undir súð). En þó er mér allra verst við kjallarana, tel þá einna skaðlegasta, og er ekki einn með þá skoðun. Flestir þeir, sem ritað hafa um þessi mál á Norðurlöndum, og sem eg hefi eg hefi átt kost á að heyra til eða lesa eftir, eru óvinir kjall- aranna, og vinna drengilega að þvi, að útrýma þeim. Er þegar komið svo langt í Danmörku sumstaðar, að kjallarar eru bannaðir til íbúðar. Það gladdi mig mikið að heyra það. Eg vona, að enn verði ekki marga tugi ára að biða þess hér á landi, að kjallaraíbúðirnar fari sömu leið og nú er byrjað á í Danmörku. Dýrtíðin og umbaturnar. Menn kenna heimsstyrjöldinni um það, að ekkert hefir verið aðhafst i þessu máli, örðugt sé að fá efnið og svo dýrt sé það, að ekki sé viðlit að býggja- Það er rétt að báðar þessar ástæð- ur eru þröskuldur á veginum. En þegar eg hóf umræður um þetta mál fyrst, voru engar verulegar hindr- anir á vegi þess til umbóta. En það var tekið gamla lagið, að »láta slarka*. Og þvi er nú eins og er. Lka er það nú svo, að heil- brigðisreglugerðin er eldri en stríðið, og fyr mun hafa verið hægt að reka sig á misfellur i þessu efni en 1913. Breytingin til hins verra, mun ekki hafa komið svo alt í einu. Hefði því verið fylgt fyrirmælum heilbrigðisreglugerðar i þessu efni, og bæjarstjórnin verið vakandi í mál- inu, bæði að því er snertir eldri ibúðir og nýrri, þyrfti ástandið al- drei að hafa orðið eins ilt og það er nú. Með öðrum orðum, það er hirðu-, áhuga- og skilningsleysi i þessu máli að kenna, ástandið, sem nú er. Ef nú bæjarstj. þegar á árinu 191S. hefði brugðið eins við, og skylda hennar var, þá mundi betra nú. Og athygli hennar var þá vakin, með fyrnefndri grein minni. Eg ávíti harðast það eftirlitsleysi, sem verið hefir einkum þar sem svo er skipað fyrir í heilbrigðissam- þyktinni, að árlega skuli fara fram skoðun á ibúðum manna, á svæði því, er heilbrigðissamþyktin nær yfir. En þar hefir komið fram þetta gamla, að hafa lögin, en framfylgja þeim ekki. I umræðum um þetta mál manna á milli, hefi eg ávalt orðið þess var, að umbætur séu ómögulegar, það sé ekki hægt að framfylgja þeim. Lögin skipa fyrir nm, hvernig framkvæma skuli verkið, þrjóskist húseigandi. Og ekki er eg í neinum vafa um, að vel sé - þetta framkvæmanlegt, einungis þegar svo er komið, að öll heilbrigðisnefndin, bæjarstjórn og heilbrigðisfulltrúinn, eru á einu máli um það, að láta einkis ófreistað til að fullnægja lögunum. Og þau eru þar rfareinföld og auðskilin um þetta mál. Þó nú séu örðugir timar til veru- legra umbóta, þá er engin sönnun fyrir þvi, að nokkuð batni í þessu efni eftir stríðið, nema þvi að eins, að heilbrigðisfulltrúa-stöðuna hljóti maður, sem hefir skilning á þessum málum og einbeittan vilja til fram- kvæmda. Lögreglustjóri og heil- brigðisnefnd, þurfa að vera honum samhent. Fyr verður ekkert gert til bóta í þessu máli. Að gera upp húsnaðisástandið. Eg hefi aðallega í þessu máli fundið að kjallaraíbúðunum og viljað láta gera umbætur á þeim svo að við mætti una fyrst um sinn. En hitt hefir lika ætíð fyrir mér vakað, eins og tekið er fram áður, að með timanum þyrfti að útrýma með öllu þeim íbúðum, er á einn eða annan hátt geta verið heilsu manna og Hfi skað- legar. Og kemur þá margt þar til greina. Nú er það svo hér í Rvik, að ' enginn veit með nokkurri vissu hve margar þær íbúðir eru, sem mönnum getur staðið hætta af að vera í. Þvi er nauðsynlegt að fram fari almenn skoðun á ibúðum manna hér í bæn- um, — nauðsynlegt að menn viti með vissu hvernig ástandið er í þessu máli. Mönnum er að vísu vitanlegt að margar ibúðir, einkum verka- og iðnaðar-manna, eru slæmar, en vita ekki tölu þeirra. Setjum nú svo, að ekki væri þessu atriði til að dreifa, þá gæti' verið að þrengsli ættu sér stað, en það er ein hlið málsins. Væri rannsókn þessi nauðsynleg fyrir þá sök eina. En nú vitum vér að hvorttveggja á sér stað: slæmar íbúðir og þrengsli. Því er skoðunin líka enn nauðsyn- legri. Þegar að því kemur að bæjar- stjórnin hugsaði til að bæta ástandið á einu eða annan hátt, þá veit hún ekkert um það eins og nú stendur, hvað mikið hún þarf að byggja. En hefði farið fram talning ibúða og grandgæfileg skoðun á þeim, þá vissi hún nákvæmlega hvernig ástatt væri. Það er auðvitað að þessi skoðun þyrfti að vera nákvæm og fullkomin í alla staði, og undir eftirliti og um- sjá hagfræðings þyrfti hún að vera. Gæti þá maður í samráði við heil- brigðisnefnd og bæjarstjórn samið skýrsfuformið og útbúið erindisbréf þeirra manna sem skoðunina síðan framkvæmdu. Hér skal ekki farið að telja upp alt það, sem um þyrfti að spyrja við slíka rannsókn, enda hafa menn nóg fyrir sér frá öðrum þjóðum í þessu efni, og mundi meiga hafa það til leiðbeiningar. Kostnaðurinn. Eg geri ráð fyrir að mönnum vaxi í augum sá kostn- aður, sem þetta hefði i för með sér fyrir bæinn. En þeim kostnaði þyrfti enginn að láta sér óa við. Það verður að gerast, hvað svo sem það kostar. Hitt, ástandið eins og það er, kostar okkur miklu meira. Það getur orðið okkur óbatanlegt. Eg geri ráð fyrir því, af því bærinn er orðinn stór og umfangs- mikill, og af þvi tíma þarf til þess að vinna úr skýrslunum þegar þær koma, mundi þessi rannsókn taka eitt ár að minsta kosti. Og þó að sá kostnaður yrði 3—6 þúsund krónur, þá er það ekki sú upphæð, sem bæri að horfa í til þessara hluta. Slik rannsókn sem þessi, er hér er minst á, fór fram i Kristjaníu árin 1913—1915 og kostaði hún rúm 11000 kr., auk prentunarkostnaðar. Unnu að verkinu (þ. e. skoðuninni) þar 11 manns, en urðu þó brátt ekki nema 4, því hinir reyndust ó- færir. En þess er þó gætandi, að þeir, sem skýrslurnar sömdu (hag- fræðisstofa' bæjarins) voru á föstum launum fyrir. Mér þykir því vei sennilegt, að þessi kostnaður hér þyrfti ekki að fara fram úr þeirri upphæð er eg nefndi. Eg býst við að ekki þurfi að færa frekari rök fyrir nauðsyninni á þessu, en eg' hefi þegar gert, því að allir vita að ástandið er ilt og að úr því þarf að bæta. En það fyrsta, sem gera þarf, er að fá þá v i s s u, sem með þessari rannsókn fæst. Af því eg tala hér eingöngu um Reykjavíkurbæ, fer eg ekki ítarlegar i málið að sinni, en vona að fá- tækifæri til þess siðar. Þá ætla eg að fara nokkrum orð- um um aðra liði heilbrigðismála hér í bænum. (Frh.) Erfðaréttur hefir verið afnuminn með lögum í Rússlandi. Allar eigir manna^ lausafé sem fasteignir, hverfa í eign> rikisins um leið og þeir falla frá.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.