Morgunblaðið - 09.06.1918, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 09.06.1918, Blaðsíða 7
MORGUTÍBL.VÐIÐ 7 afbátahernaöurin y ;j‘4 Á l'fM <vy/ ■-; 2S' L .'æI^íí'j^éc^jwL' . '/x %a > ■ :£* .. I3IS Þcssar tvær myndir eru gerðar til þtss að sýna hvað kaíbátahernaður- inn sé ómanniiðlegur og grimmur. Og \íst er um það að margir sjómenn hafa fengið að kenna af því. Nú berast hingað fregnir um það, að Þjóðverjar séu farnir að færa út kvíarnar, og séu komnir með kafbáta sina vestur að Ame- ríkuströndum. Munu þeir nota til þess hina nýju og stóru kafbáta sina — »kafbeitiskipin« —sem geta verið úti mánuðum saman. Má vera að siglingum til og frá Banda- ríkjunum stafi af þessu allœikil hættai'jog er þá eigi sýnt bvernig fer um siglingar vorar. BæjarsíiórRaffundur 6. þ. m. Sala á »Arabletti«. Núveraudi eigandi »Arablet?s« hef- ir boðið bæjarstjórn forkaupsrétt að eign s nni, er hann vill selja, en fasteignanefnd, sem "hefir haft erindi bans til umsagnar er vitanlegt, að fyrri eigandi eignarinnar hefir selt hana en þó vitnað í sama afsal, og leggur þvi til að beðið verði um lögreglurannsókn á hendur fyrri eig- anda hennar, út ?f sölunni og var það srmþykt. Mjólkurmálið Erindi var lesið upp frá Mjólkur- félaginu þess efnis, að það afsilar sér rétti til tveggja sölustaða við Laugaveg og beiðist heimiidar á nýj- um mjólkuisölustað við Vitastig. Um erindi þetta urðu miklar um- ræður, sem snerust mest um mjólkur- leysið i bænum, og hve sú mjólk er seld væri kæmi óréttlátlega nið- ur. Fyrir börn og sjúklinga væri oft ekki hægt að fá mjólk keypta, sam- tímis því er gæðingar mannfélags- lns drykkju lyst sína af henni á kaffi- og matsöluhúsum. Ilt hafi áð- ur verið, en hvað verst, síðan að Mjólkurfélagið tók að sér söluna. Frú Bríet sagði að það mundi eitt hið versta okurfélag landsins, og síð- an það tók mjólkursöluna í sínar hendur, hafi hún versnað. Mjólkin væri (sem sagt) vond, lítil og rán- dýr. Félagið hefði það fyrir venju orðið, að setja upp verð á henni i gróandanum og á sumrin, þegar álit- ast mætti að ódýrust væri fram- leiðsla á henni. Jör. Brynjólfsson kom fram með tillögu um það, að útbýta mjólkinni eftir seðlum. Guðm. Asbjarnarson taldi það mjög vafasamt að það kæmi að tilætluðum notum, gæti jafnvel sv« farið að mjólkin hverfi af mark- aðinum, eins og smjörið i fyrra, er ákveðið var að selja það eftir seðl- um. Lauk þessu máli svo, að erindi Mjólkurfélagsins var vísað til heil- brigðisnefndar, og tillaga Jörundar Brynjólfssonar samþykt. Brensluspiritus. Samþykt var tillaga frá Jörundi fitynjólfssyni um að fara fram á Það við stjórnarráðið, að það gefi út ákvæði um að brensluspiritus verði að eins seldur framvegis gegn seðl- um. Orsök til þessa kvað hann vera Þá, að mjög vildu ganga til þurðar birgðir þær er fyrir væru af brenslu- spititus í landinu, og óeðlilega mik- tð væri keypt af honum. En nauð- syn væri fyrir fólk að geta fengið hann, er breudi olíu á »prfmus< til að elda við o. fl. Bœjarqjaldamálið. Sveinn Björnsson skýrði frá þeim breytingum, sem alþingi hafði gert * frumvarpi til bæjargjalda er samið hafði verið og samþykt af bæjar- stjórn i vetur, og taldi sumar þeirra athugaverðar, og einkum þá, er Pét- ur Jónsson hafi komið íram með og þegar hafði verið samþykt við i. um- ræðu. Hún væri sú, að draga skyldi frá þann hluta af tekjum skattgreið- enda er aflað væri í öðru sveitar- félagi, ef greitt væri útsvar af þar. Skoraði hann á þingmann bæjarins, að gera sitt til þess að sú breyting næði ekki fram að ganga. Sig. Jónsson tók því næst til máls og gaf skýrslu, samanburð, á skatt- stigunum hvernig þau hefðu verið, hvernig bæjarstjórn hefði áætlað þau í vetur og síðast hvernig þau yrðu samkvæmt breytingum þeim er al- þingi hefði gert. Taldi hann var- hugavert, hve treyst væri á háu gjald- endurna, sem þó gæti verið valt að treysta á, og ef þeir féllu úr sög- unni yrði að hækka á öllum öðrum gjöldin upp i alt að helming, og efamál að lægstu gjaldendurnir, þeir efnalitlu, þyldu það. Astæða væri og litil til að lækka gjöld á vellaunuð- nm embættismönnum og öðrum er hefðu jafnháar og tryggar tekjur, þeir befðu og til skams tíma haft áðal- gjaldabyrðirnar, að eins 3—4 ár síð- an hiriir háu gjaldendur komu til sögunnar. j'TJör. " Brynjólfsson/ áleit hættuna ekki^svo’«§mikla(fc hvaðjv þetta suerti, þó gætu komið. þau ár er hinir háu gjaldendur hverfa að mestu, mætti þá grípa til þess, að tvöfalda gjöldin, en það mundi hinurn lægri gjald- endum ekki eins tilfinnanlegt sem það, að gjalda að jöfnuði meira en álíta máetti, að þörf krefði. Sveinn Björnsson enti umræður um þettav mál, sagði haun að al- þingi hafi oft Jítið látið sér ant um hag bæjarins, og nú mætti vart ó'átalið vera, hversu því færist með bæjargjaldafrumvarpið en bæjarstjórn hafi verið einhuga um, þvi með að- ferðinni á því máli hafi það gengið nær sjálfstæði bæjarins en gert hafi verið i mörg ár. Þing Finna kemur saman aftnr. Hinn 15. maí kom þing Finna saman i Helsingfors i fyrsta sinn eftir að uppreistin hófst þar. Var þá mikiWum dýrðir þar, eins og nærri má geta. Af fulltrúum jafnaðarmanna kom aðeins einn, þ\í að flestir þeirra höfðu eitthvað verið við uppreistina riðnir. Ráðherrsrnir voru þar allir og sendiherrar þeirra þjóða, sem viðurkent hafa sjálfstæði Finna. Forseti þingsins setti þingið með ræðu og gaf þar stutt yfirlit yfir borgaraptyrjöldina og ámælti upp- reistarmönnunum harðlega fyrir fram- ferði þeirra og grimdarverk. Hann miutist þeirra, sem failið höfðu og þó sérstaklega þingmannanna Aotti Mikkola og Ernst Saari, sem myrt- ir voru. Lauk hann ræðu sinni með því ab þakku öllum þeim, er barist höfðu fyrir sjálfstæf i og frelsi Finnlands og nefndi þar sérstaklega sænsku sjálfboðaliðana. Því næst tók Svinhufvud til máls , og gerði greinfyrir framkomu stjórn- arinnar. Sagði hann að borgarstyrj- öldin hefði átt upptök sín í Rúss- landi og hefðu áhrif Bolzhevikka fallið í góðan jarðveg þar sem var hatur það er magnast hafði meðaí a^þýðu í Finnlaudi út af stéttabar- áttunni. En sem betur fór hefðu þeir, sem börðust fyrir verndun þjóðskipulagsins, borið hærra hlut frá borði. Síðan skýrði Svinhufvud frá stofn- un hersins, hinni ágætu herstjórn Mannerheims og rakti sögu styrjald- arinnar. í sambandi við það tók hann það fram, að þjóðarherinn finski hefi fengið ágæta^ hjálp hjá her- mönnum og borgurum í Svíþjóð, er hefðu talið það drengskaparskyldu sína að hjálpa bræðraþjóðinni í frels- baráttunni. Ennfremur þakkaði hann þá hjálp er Norðurlönd höfðu veitt með því að senda þangað hjúkrun- arlið og sjúkrabifreíðar. Svo mint- ist hann á fórnfýsi finsku þjóðar- innar, sem hafði unnið það til að lifa á berki svo að herinn gæti feng- ið brauð. Þá gat hann þeirrar miklu hjálpar, er Þjóðverjar höfðu veitt Finnum. Og að síðustu mintist hann þeirra er falhð höfðu og út- helt blóði sínu fyrir föðurlandið: »Blessuð sé minning þeirra eins lengi og nokkur neisti frelsisástar býr í finsku hjarta«. Þá mintist hann á afstöðu Finna út á við. Gat hann þess að mörg ríki mundu fús til þess að viður- kenna sjálfstæði landsins undir eins og hægt væri að ná i samband við stjórnir þeirra. England, Banda- ríkin, Italia og Belgia hefðu eigi viljað viðurkenna Finuland að svo komnu. En Finnar hefðu nú þegar ræðismenn á öllum Norðurlöndum og í Þýzkalandi, og Svíar, Danir og Þjóðverjar hefðu sent þangað ræðis- menn. Öllu sambandi við Rúss- land væri slitið, vegna þess að Bolzhewikkar hefðu viðurkent »rauðu stjórnina« i Finnlandi. Þá mintist Svinhufvud á hina miklu f járhagserfiðleika. Stjórnin hefði tekið mikið lán t Finnlands- banka, og erlendis, sérstaklega i Sví- þjóð, hefði hún tekið bráðabirgða- lán. Fé þessu átti að verja til þess að afla landinu lifsnauðsynja og til þess að greiða herkostnað. Þá hefði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.