Morgunblaðið - 05.07.1918, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 05.07.1918, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ þeirra verður langt eða skamt að biða, þá meiga menn treysta því, að höýnin er nóqu stór, og þeir, sem annað segja um það efni, fara með háskalega markleysu, sem kveða verður niður. DómsmálaMtir. Yfirdómnr 1. júlí. Málið: Páll Magnússon, Runólfur Stefánsson og Sigurður Jónsson gega Guðm. Kristjánssyni, P. Þ. J. Gunnarssyni og Þórði Guðmundssyni og vice versa. í héraði var mál þetta rekið sem aðalmál og gagnmál, þar sem aðal- stefnendur, G. Kr. o. fl. kröfðust þess að aðalstefndu, P. M. o. fl., greiddu sér kr. ioi 31.00 fyrir síld o. fl., en þeir töldu á hinn bóginn aðalstefnendur skulda sér kr. SS97>°° og var það krafa þeirra i gagnsök- inni. Viðskiftin, sem málið" reis út af, voru frá árinu 1916, en þá gerðu málsaðiljar með sér samning um að stefndu seldu áfr. alla þá síld, er þeir veiddu á ca. 30 tonna bát, er haldið væri út á Siglufirði og skyldi samningur þessi gilda allan síldar- veiðitimann, er i hönd fór. Stefndu hófu síðan sildveiðina með m.b. »Hurry« og veittu áfr. sildinni mót- töku, þar til 2. ágúst s. á., að þeir tilkyntu stefndu, að þeir veittu ekki frekari síld móttöku og báru það fram sem ástæðu, að skip það, er færa átti þeim tunnur og salt, hefði farið á grunn og vantaði þá þess- vegna hvorttveggja. Þessu mótmæltu stefndu þegar i stað og neituðu að taka uppsögn samningsins gilda. Ennfremur tilkyntu þeir áfr. að sild- inni mundu þeir ráðstafa framvegis á áfr. ábyrgð. Seldu stefndu síldina siðan öðrum, þar til í september, að áfr. tóku aftur við síld stefndu, en þá var síldveiðatíminn nálega á enda. Undirrétturinn komst að þeirri niðurstöðu, að uppsögn samningsins hafi ekki verið lögleg og leit svo á að samningurinn hefði verið i gildi til loka síldveiðartímans, Afrýjendur höfðu og haldið því fram, að síld sú, er stefndu seldu öðrum meðan þeir veittu henni viðtöku, hefði ekki verið samningsleg og því óheimilt að færa þeim hana til skuld- ar. Þessa ástæðu tók undirréttur ekki til greina, þar sem þeir engar sann- anir hefðu fært fyrir þessari staðhæf- ingu sinni, að undanteknum 70 mál- um, er rétturinn taldi að ekki hefðu verið samningsleg. Krötu stefndu um skaðabætur fyrir tafir bátsins og aflatjón tók rétturinn ekki tíl greina. Málinu lauk svo, að áfrýjendur voru dæmdir til að greiða stefndu kr. 2480.50 með 6% ársvöxtum frá 19. okt. 1916, en málskostnað- ur látinn falla niður. Dómi þessutn skutu áfrýjendur til yfirdómsins, en stefndu gagnáfrýj- uðu málinu. Yfirdómurinn áleit og að áfrýj- endur hefðu ekki haft löglega ástæðu til að segja upp samningnum og að þeir hefðu verið skyldir til að kaupa alla sild þá, er Hurry aflaði um þennan síldveiðartíma. Auk þess áleit yfirdómurinn að einnig þau 70 mál, er undirrétturinn sýknaði áfr. af, hefðu verið samningsleg og áfr. ættu því að greiða stefndu einnig mis- mun þann á þessum málum, er staf- aði af því að stefndu fengu miklu minna fyrir síldina en hið samings- bundna verð við áfr. var. Yfirdómurinn dæmdi því áýr. að qteiða kr. 2830.J0 með 6 % árs- vöxtum ýrá 19. okt. 1916 til qreiðslu- daos, en málskostnaður fyrir báðum réttum látinn falla niður. Málið: Stephan Stephensen gegn hreppsnefnd Glæsibæj- arhrepps. Mál þetta var risið út af útsvari er hreppsnefndin hafði gert St. St. að greiða, en sem hann taldi sér ekki skylt. Fógeti úrskurðaði lögtak og þeim úrskurði áfrýjaði St. St. til yfirdómsins. En þar sem hinn lög- boðni áfrýjunarfrestur var liðinn, er yfirdómsstefnan var tekin út, var málinu vísáð frá ex officio og áfr. dæmdur í 30 kr. málskostnað. DA6BOK Gangverð erlendrar rnyntar. Bankar Póatbúi Ðoll.U.S.A.&Ganada 3,35 3,60 Frankl frauskur 59,00 62,00 Sænsk króna ... 112,00 110,00 Norsk króna 103,00 103,00 SterlingBpund ... 15,50 15,70 Mark ... ... 65,00 67,00 Holl. Florin ... 1,55 Stjórnarrá5s-bl e 11 u r i n n var sleginn í gær og fyrradag; annars er varla farið að slá túnbletti hór í bænum enn, því að þeir eru með síð- sprottuasta móti. Um sundlaugarnar var mað- ur að spyrja Morgunblaðið í gær. Það er um þær að segja, að þar er nóg vatn og vel heitt (um 23°) og allir þangað velkomnir að vanda. Kvenfólk hefir aðgang að sundlaugunum kl. 9 —12 árd. F á e i n h ú s eru hór í smíðum, flest að mestu gerð úr högnu grjóti eða steinsteypu. En betur má, ef duga skal. í þessum mánuði þarf, í sein- asta lagi, að byrja á þeim húsum, sem ætlað er að bæta úr húsnæðiseklunni að vetri og taka við þeim fólksfjölda, sem hingað streymir á hverju hausti. Óvenjulega köld hefir tíðin verið undanfarna þrjá daga. Vopnuð seglskip. Hér liggja þessa dagana við hafnarbakkann tvö frönsk seglskip og ferma fisk. Skip þessl eru kútterbygð og rúmlega 150 smálestir að stærð. Þau hafa bæði fallbyssu á þilfarinu og hermenn með- ferðis, sem kann með hana að fara. Brezki botnvörpungurinn, sem slgldi á sker milli Akureyjar og lands um daginn, losnaði sjálfur af því með flóðinu og sigldi til hafs. Veiði í landhelgi. í fyira- morgun barst Fálkanum fregn af því að sunnan, að tveir botnvörpungar væru að ólöglegum veiðum hór suður með sjó. Fór varðskipið þegar á vett- vang og kom að skipunum innan land- helgis. Voru þau bæði brezk, hlaðin fiski. Var haldið með þau til Hafnar- fjarðar og skipstjórar sektaðir þar um 2000 krónur hvor, en aflinn var ekki gerður upptækur. Hóraðslæknirinn liggur sem stendur veikur á spítalanum. V í ð i r er farinn til Bretlands hlað- inn flski. Tíu Þingeyingar komu hing- að til bæjarins í gær landveg að norð- an og höfðu farið Sprengisand. Voru þeir 50 klukkustundir milli bygða og gekk ferðin vel, en þunga sögðu þelr færð á afróttum, sórstaklega sunnan við sandiun. Til Eyrarbakka voru þeir sóttir á bifreiðum. Hjónaefni: Ungfrú Sigurveig Magnúsdóttir og Karl Þ. Þorvaldsson trósmiður. Fyrirspurn. Getur »Morgunblaðið« ekki frætt bæjarmenn um það hvort dula su, sem dregin er upp á Mentaskólanum er eltthvert sórstakt merki hans, eða sé það ekki, hverrar þjóðar fáni það þá er, því að íslenzki fáninn er það ekki og væri þó tilhlýðilegt að hann blaktaði við hún á þeirri stofnun. * * * Morgunblaðið hefir engu að svara öðru en því, að fáni Meutaskélans er alls eigi þeirri stofnun samboðinn og hvergi hæfur eins og flestir munu sóð hafa. Bandaríkin og bandamenn. í neðri deild brezka þingsins lagði Bonar Law fjármálaráðhena nýlega fram frumvarp um nýja fjárveitingu til hernaðarins, 500 miljúnir sterl. punda. Hann minist þá á það, að hin síðasta hernaðarfjárveiting, 7. marz, hefði numið 600 miljónum sterlings punda. Útgjöldm hefðu orðið minni þennan tima heldur en ráð var fyrir gert. Það hefði verið áætlað að þau næmu 6 986.000 sterlings pundum á dag, en þau hefðu ekki numið meiru en 6.848.000 sterlings pund- um. Það mætti þó eigi búast við þvt að slík lækkun stæði lengi. Svo mintist hann á hernaðinn og kvað bandamenn reiðubúna til þess að standast hina miklu sókn Þjóð- verja, er kæmi eftir þetta hlé. En framtíð Englands og alls heimsins væri undir því komin hvað gerðist á næstu vikum. Svo fór hann svofeldum orðum um hjálp Bandaríkjanna: — Það er eigi lengur von á her- sveitum Bandaríkjanna. Þær eru þegar komnar. Bandaríkin eru ekki að búa sig undir það að taka þátt í stríðinu, þau eru þegar komin í það. í »New York Times« er nýlega eftirtektaverð grein, þar sem gefið er yfirlit athafna Bandaríkjanna fyrsta ófriðarárið. I þeirri grein segir meðal annars svo: Englendingar og Frakkar hlíta ekki forustu vorri vegna þess að hug- sýni Wilsons séu þeirra hugsjónir, heldur vegna þess, að þeir mundu deyja hungurdauða ef þeir nytu eigi hjálpar vorrar. Það er ómótmælanleg staðreynd og hryggileg staðreynd, eigi að eins fyrir Breta, heldur allan heiminn, að England gæti alls eigi fengið nein matvæli ef það yrði ósátt við oss á morgun. Skipakostur er nú þannig, að ef vér eigi vildum leyfa það, þá gæti England hvorki fengið kjöt nó korn frá öðrum heimsálfum. Engin þjóð ætti að komast í slíkt öng- þveiti. En svarið við spurningunni um það, hvers vegna Frakkar og Bretar lúta svo fúslega forystu vorri, hlýtur að verða á þessa leið: Þeir gera það ekki vegna þess að þeir trúi á hugsjónir vorar, heldur vegna þess, að það væri sama sem hungurs- dauði fyrir þá, ef þeir yrðu ósáttir við oss. í sambandi við þetta má geta um það, að nefnd sú, er Bretar hafa kosið til þess að ihuga og koma fram með tillögur um endurreisn þjóðarinnar að slríðinu loknu, hefir lýst yfir þvi, að England verði fram- vegis að vera algerlega óháð að- flutningum af kornvöru, kartöflum og mjólkurafurðuœ og hafa miklu meiri kjötframleiðslu heldur en nú. Uppskernhorfnr í Danmörko. Stjórn Danmerkur lét safna skýrsl- um um uppskeruhorfur landsins um miðjan fyrra mánuð. Þá höfðu þurk- ar gengið lengi, en köld veður um nætur. Horfurnar voru þess vegna mjög óglæsilegar i Danmörku (og Noregi og Svíþjóð), bæði um upp- skeru og grasvöxt. En þess er get- ið, að þær hafi verið svipaðar um sama leyti i fyrra, og geti enn ræst nokkuð úr, ef rigning komi bráð- lega.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.