Morgunblaðið - 16.07.1918, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 16.07.1918, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ ríkismanna í Tabriz og síðar fetuðu Bretar í fótspor þeirra og fangelsuðu þýzka konsiilinn i Bushir við Persa- flóa. I nóvember 1915 sendu Rúss- ar her manna til Teheran undir því yfirskyni, að þeir ætluðu að koma i veg fyrir æsingar þær, sem þýzkir erindrekar væri að koma þar af stað. Eftir það hafa rússneskir herir farið um landið þvert og endilangt til þess að geta komið fjaudmönnum sínum Tyrkjum í opna skjöldu. Þegar alt komst í uppnám í Rúss- landi í fyrra, tóku áhrif og vegur Rússa í Persíu að þverra, en aftur á móti fóru áhrif Breta þar vaxandi. Þýzkaland hefir að vísu í friðar- samningnum við Rússa áskilið sér greið verzlunarviðskifti við Norður- Persíu, en þau eru oft og einatt undanfari stjórnmálaafskifta. Og úr- slit heimsstyrjaldarinnar munu að sjálfsögðu ráða mestu um kjör Persiu á komandi áratugum. Þorl. H. Bjarnason. Ferðin austur. Það lá við sjálft að ferð sú, sem forsætisráðherra þegar frá byrjun hafði ráðgert að farin yrði austur yfir fjall með dönsku sendimennina, færist fyrir. Annirnar við nefndar- störfin hafa verið svo miklar, og starfið svo margbrotið, að samninga- umleitanirnar hafa tekið meiri tíma en búist var við. Ferðin gat þvi ekki orðið eins löng og upprunalega var ákveðið, nfl. til Geysis og Gull- foss. En það er vert að taka það fram þegar, að tilganginnm hefir fullkomlega verið náð, sem sé að skemta hinum dönsku gestum vor- um og sýna þeim dálítið af nittúru- fegurð landsins. Því ofar sem kom í MosfelJs- sveitina, því meir þyknaði loft. Sólin var horfin og svartir skýjamekkir hnykluðu sig saman í austri og fóln fjallasýn að mestu. Það var veður- breyting í loftinu, sem og auðsjáan- lega i hugum nefndarmannanna, sem varpað höfðu frá sér öJIutn áhyggj- um hins ábyrgðarmikla starfs síns. Eg þekki aðeins einn bæ á öllu íslandi — og hefi eg þó víðast hvar farið um landið — þar sem altaf sýður á katlinum. Það er hjá Sig- nrði á Kolviðarhóli. Enginn skilur hvernig það má vera í öllu þessu eldiviðarleysi, en það er nú svona samt: það sýður altaf hjá Sigurði. Og þegar bifreiðarnar allar, níu tals- ins, komust loksins heilu og höldnu yfir hinn grýtta og skammariega veg um Svínahraunið og fyrir manni blasti Hóllinn i allri sinni dýrð, þá fanst engum hann geta farið fram hjá án þess að heilsa upp á Sigurð. Fimm mínútum eftir komuna þang- að var kaffið framreitt ásamt kök- um, sem hefðu þótt *fínar« í hvaða kaffigildi sem er í Reykjavík. Dýrtíð og vandræði ná ekki til Sigurðar á Hólnum. Frá Kömbum sást lítið. Mistur huldi Austurfjöllin, en Vestmanna- eyjar sáust aðeins ógreinilega. Var litið staðnæmst þar, en haldið beint að Ölvesárbrú. Þar er að ske breyting á hlutun- um, sem vert er að geta um. Þang- að er nýlega fluttur Daníel Daníels- son kaupmaður. Hann hefir sezt að á Sigtúuum og það mun eigi hafa veriðj tilviljun ein sem réði þvi, að honum og hans ágæta fólki var falið að sjá gestunum fyrir mat. í fæstum orðum: það tókst svo prýðilega, bæðijhvað mat og framreiðslu snert- ir, að dönsku sendimennirnir höfðu orð á því, hvernig slikt mætti vera »i þessari tíð«. En Daníel hefir það sameiginlegt með Sigurði á Hóln- um, að hann kærir sig skollann um »tíðina« og vinnur að því öllum árum að gera Flóann vistlegan ferða- mönnum. • ' Bifreiðarnar héldu að Sogsbrú. Þar biðu hestar með reiðtýgjum og þrátt fyrir hellirigningu var nú hald- ið Grimsnesveginn upp með Sogi, til þess að sýna sendimönnunum hina miklu fossa, sem vakið hafa svo mikið umtal í Danmörku í sam- bandi við fyrirætlanir fossafélagsins ísland. Menn voru votir og slæptir þegar komið var aftur yfir á Gríms- nesveginn en matarlystina og góða skapið hafði enginn mist. Magnús Vigfússon var þar fyrir með smurt brauð, heitt kaffi og bollur, og mega það kallast kræsingar miklar á förn- utn vegi í Grímsnesinu. Það sem gestirnir ekki torguðu, át mýflugan, svo allir fengu sitt, bæði menn og skepnur. Um nóttina gistu þeir I. C. Christ- ensen og Magnús Jónsson á Úlf- Ijótsvatni, á bújörð Magnúsar, þeir Svenn Poulsen og Þorsteinn Þor- steinsson náttuðu sig á Efribrú í Grimsnesi, tveir voru hjá Simoni á Selfossi, en allir hinir gestirnir á Eyrarbakka, ráðherrarnir og dönsku nefndarmennirnir hjá Nielsen faktor. En kl. 1 næsta dag hittust allir á Sigtúnum til morgunverðar. Það var ungmennafélagsskemtun við Olfusárbrú. Fjöldi fóJks úr sveitunum þar i kring og allmargir Reykvikingar. Átti þar fram að fara ræðuhöld, glítna, veðhlaup, kapp- reiðar og dans á eftir, en ekki vanst timí til þess að bíða eftir því. Sam- kvæmt áætlun var ákveðið að koma til bæjarins eigi siðar en kl. 6 — og sú áætlun var haldin. Til ferðarinnar voru notaðar niu bifreiðar. Hafði Steindór Einarsson i Ráðagerði yfirumsjón með þeim, og þess ber að geta, honum og öll- um bifreiðastjórunum til hróss, að allar bifreiðarnar voru i ágætu standi, þær mættu allar stundvislega á fyrir- skipuðum stöðum, en stundvisi hefir eigi verið bezti kostur bifreiðastjór- anna reykvíksku hingað til. í gærkvöldi hafði forætisráðherra inni boð fyrir dönsku sendimenn- ina og þá veizlu sátu allir þeir, er tekið höfðu þátt í ferðinni austur, og nokkrir aðrir, þingforsetar o. fl. Eftir borðhaldið kom söngfélagið »17. júní« að húsi forsætisráðherr- ans og skemti gestunum með söng. Þótti dönsku sendimönnunum mikið koma til þessarar hugulsemi og söng þeirra félaga. Síðusíu sírafreKnir. Khöfn 14. júU. Fjórir menn h?.h "ýkst sf »Asiu- Koleru* i Stokkhólmi. Barst veikin þangað fri Petrogiad. Einn maður hefir dáið úr sóttinni. Hindenburg. Meðan stóð á sókn Þjóðverja hjá Soissons, áttu þeir fund með sér á vígstöðvunum keisarinn, ríkiserfing- inn og Hindenburg. Var þá höfð stór hersýning til virðÍDgar við keis- arann og gekk þá Hindenburg fram fyrir hersvejtirnar og ávarpaði þær með ræðu, þar sem hann hvatti þær i nafni föðurlands og þjóðar að berj- ast til sigurs. Hindenburg er nú kotninn á átt- ræðisaldur, en »eigi er að sjá að elli hann saki«, fremur en Hrólf sterka. Mynd þessi, sem einmitt var tekin af honum meðan hann talaði til her- sveitanna hjá Soissons, ber þess ljós- an vott að maðurinn er enn hinn ernasti, hermannlegur á velli og sem af stáli ger. Ag’ætur raór 60—100 tonn af óvanalega góðum mó, er til sölu seint í n. m. eð. . snemma i september. Upplýsingar gefur Arni Sveinsson Laugaveg 79 Oskjuhlíðarvinnan. í tileíni af skýrslu þeirri er fjár- hagsnefnd neðri deildar alþingis gaf út 8. júíi s.l. viðvíkjandi dýrtíðar- vinnunni i Öskjuhlíð síðastliðinn vet- ur, finn eg ástæðu til að gefa eftir- farandi skýringu, vegna þess að mál- ið snertir mig að nokkru. Eins og kunnugt er og skýrslan ber með sér, yfirleit hr. verkfr. Jón ísleifsson þær vinnuafurðir sem til voru í aprílmán. s.l. og samkvæmt því verðlagi, sem hann pá ákvað (að sumu leyti eftir uppástungum frá tnér) gaf eg fjármálaskrifstofustjóra stjórn- arráðsins skýrslu (eftir beiðni) rétt eftir vinnnlok, eða snemma í mai, með þeiiri vissu að eg færi þar með rétt mál, sem eg líka gerði. Skýrslu fjárhagsnefndar hefi eg ekki séð fyr en í dag, en rek mig þá strax á, að þar kemur verðlag á vinnu- afurðunum í tveimur mismunandi út- gáfum, sú fyrri tileinkuð mér, en hin síðari hr. Jóni Isleifssyni. Þetta kom mér einkennilega fyrir sjónir, af því að eg vissi ekki til, að fleiri útgáfur hefðu skapast af verðlaginu en sú eina sem fram fór í apríl, og mér var kunnugt um, því hefði okkur þá greint á um verðtaxtann mundi eg vitanlega tafarlaust hafa játað hans uppástungur rétthærri og sjálfsagðari. Eg póttist því sjá, að eini maður- inn, sem gæti skýrt þessa ósam- kvæmni væri Jón ísleifsson, og var eg svo heppinn að ná tali af honum stundu síðar en eg las skýrsluna. Sagði hann roér að ástæðan til þessa ruglings væri sú, að hann eftir nánari yfirvegun og upplýsingar frá steinsmiðum í Hafnarfirði, hefði kom- ist á þá skoðun, að hinn fyrri verð- lagsmælikvarði mundi vera fullhár á sumum tegundum, sem um var að ræða, og breytti hann þvi verðinu þannig, að það lækkaði á þremur lið- um skýrslunnar, en hækkaði á tveim- ur, eins og hún ber með sér, og niðurstaðan varð þvi sú, að verðlags- áætlunin í heild sinni lækkar að mun. Þessa skýringu á fyrnefndu ósam- ræmi skýrslunnar áleit eg nauðsyn- legt að gefa, til að útiloka misskiln- ing í þessu efni, og geri eg það hér með, að gefnu leyfi hr. Jóns ísleifs* sonar. Sömuleiðis hefir hann lofað að skýra þetta atriði fyrir formanni fjárhagsnefndar eða einhverjum úr nefndinni. 13. júlí 1918. Jónbjörn Gislason #1»

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.