Morgunblaðið - 16.07.1918, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 16.07.1918, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ »B Söknin sem er í aðsigi. Einn duglegur háseti Það viiðist svo, sem enginn, og allra sizt bandamenn, gangi að því gruflandi að ný sókn af Þjóðverja hálfu sé í aðsigi á vesturvígstöðvun- um. Hitt er mönnum ekki ljóst, hvar henni muni beint á að þessu sinni. Sumir segja hjá Rheims, aðrir hjá Amiens eða sunnan við Noyon. En hvar sem sóknin verð- ur hafin, eru flestir sammála um að hún muni verða enn grimmari held- ur en nokkur önnur sókn í þessum ófriði. Hefir það verið greinilega tekið fram í opinberum hernaðartil- kvnningum brezku stjórnarinnar og þar má einnig sjá það, að sóknin hefir dregist lengur en bandamenn bjuggust við. í þessu sambandi er nógu fróðlegt að athuga srein, sem birtist í »Vossische Zeitung* þegar sókninni hjá Soissons var lokið. Þar segir svo: — Róm var ekki bygð á einum degi. Og það verður alt af að taka það fram, vegna þeirra sem gera sér of miklaj vot ir, að það verður lengi að btða fullnaðarsigurs, þar sem þjóð- herir, er skifta miljónum manna, eigast við. Sem stendur nöfum vér nú náð vissu takmarki í vinstra herarmi í orustum milli Rheims og Marne og herlína vor er trygð hjá Marne. Þá vatð herlinan milli Chateau Thi- erry og Noyon þýðingarmest. Þar sero hún náði lengst norður var hin ákaflega þýðingarmikla járnbrautamið- stöð Soisscns. Með gagnsókn sinni ætlaði Foch fyrir hvern mun að ná þeirri borg aftur, en honum mis- tókst það. Þess vegna er sigurinn hjá Sois- sons helmingi þýðingarmeiri en áður. Þá er Foch hafði skipað fram til víga öllu því varaliði er hann hafði þar um slóðir og það var uppetið, sótti hann nýtt varalið vestur að Norðursjó og austur að Sviss, full- búið með öllum hergögnum og skip- aði því fram hjá Soissons. Þýzka stjómin sýnir það ótvírætt með stjórnsemi sinni, að hún hefir lært mikið af hinum stóru og miklu glappaskotum, sem bandamönnum urðu á í sókn þeirra hjá Somme. Það má búist við því, þá er óvin- irnir sjá þetta, að þeir láti hátt um það, að Þjóðverjar hafi í raun og veru orðið undir í vopnaviðskiftun- nm, vegna þess að þeir hafi ekki náð emhverju takmarki. Og tak- markið segji þeir nú að hafi verið París. Ef vér hefðum tekið Parls, þá hefði það líklega verið Bordeaux og ef vér htfðum tekið Bordeaux, þá hefði það verið Pyrenæafjöll I Stórorustur hljóta að verða lang- vinnar. Það er eigi hægt að vinna fullnaðarsigur á fáum dögum. Þess vegna verðum vér að bíða með þol- inmæði. Hinni miklu sókn mun haldið áfram þegar timi er til þess kominn og þrátt fyrir alt sem á und- an er gengið, mun hún þó koma óvinum vorunj að óvörum. i — vanur sildveiðum getur fengið pláss nú þegar. Upplýsingar á skrifstofu H.f. Eggert Olafsson. M.b. Skaflfellingur fer til Vestmannaeyja og Víkur á morgun síðdegis. Flutningi veitt móttaka til kl. 12 á afgreiðslunni hjá Nic. Bjarnason. MGBOK Gangverð erlendrar myntar. Bonkar Doll.U.S.A.&Canada 3,35 Pósthús 3,60 Franki franskur 59,00 62,00 Soensk króna ... 112,00 110,00 Norsk króna ™ 103,00 103,00 Sterllngspund — 15,50 15,70 Mark ... ... 6500 67,00 Holl. Florin _ 1,55 V Fjölment var í Kollafirði á sunnu- daginn og skemtu menn eér við íþróttir, glímur, stökk 0. fl. Sungið var þar nokkuð og þótti vel takast. Reykvíkingar, sem farið höfðu þangað sjóveg, héldu heimleiðis kl. 8 um kvöldið. Veðrið var ákjósanlegt. Drekinn ísfirzki kom í gærmorgUD, til að fá sér skipshöfn til síldveiða. Engir farþegar. Ekki hafði orðið síldarvart vestra þegar þeir fóru; gæftir vondar og kuldi. Nokkrir bát- ar voru þó farnir út til að leita síld- ar, en enginn heimkominu, þegar þeir fóru. Undanfarin ár hefir orðið sfldarvart á ísafirði 6.—10. júlí. 2000 bróna minningarsjóð hafa börn Bjarna sáluga frá Réykhólum stofnað, og ber hann nafn foreldra þeirra. Sbipulagsskráin er prentuð í nýkomnum Stjórnartíðindum. Skal verja nokkrum hluta vaxtanna til þess að verðlauna bændur í Reyfe- hólasveit fyrir framtakssemi í bú- Skap. pessi höfðinglega gjöf verður Bveitarfélaginu mjög gaguleg, og því betri sem Iengra líður. Saltskip kom hingað f gærmorgun með farm til »Kol og Salt«. það er danskt og heitir Najaden. Kveldúlfs-skipin fara hóðan norður i dag — á síldveiðar. Að austan. Morgunblaðið átti tal við Skarðshlíð undir Eyjafjöllum í gær. Var þaðan sögð góð tfð, en gras- voxtur slæmur. Áll-mikill fiskafli er þar úti fyrir og róa bátar daglega frá Landeyjasandi. Sjómaður tekinn fastur. Hér á höfninni liggur sem stendur danska seglskipið »ValdemarThornö« í fyrradag hvarf þaðan ungnr rnaður, Ingvandt Almstrup að nafni, og tók hann með sér eitthvað af áfengi, sem innsiglað hafði verið af lögreglunni. Ennfremur leikur grunur á því að sögn, að hann hafi gert tilraun til þess að komast i skrifborðskúffu, þar sem töluvert var af peningum. Eftir hvarf mannsins var lögregl- unni gert aðvart og leið eigi á löngu áður en hann fanst. Einn lögreglu- þjónanna frétti það að maðurinn hafði sézt fara um borð í skipið í fyrri- nótt og var þvi gerð gangskör að því að leita hans um borð. Fanst hann brátt hulinn undir seglum í einum svefnklefanum og var fluttur i steininn. Ekki þykir ósennilegt að annar maður hafi verið i vitorði með þessum Almstrup. Málaferli Páfans. Meðan núverandi páfi var erki- biskup f Bologna, hófust málaferli út af arfi, sem honum tæmdist. Ættmenn hans unnu honum ekki arfsins og sóttu erfðatilkall sitt með gegndarlausu ofurkappi. Málið er nýskeð útkljáð og páfanum dæmd- ur arfurinn, sem nemur um 144 þúsundum króna. 3 fæst nokkuð athin- JUlilI um alkunna: MeBtol- og Malt- brjóstsykri i smá dósum í Tóbaksfjúsitw. Selst með nokkrum at- slætti ý stærri kaupum Tóbakshúsið. ^ Winna Boskin kvenmaður getur fengið atvinnu á kaffihúsi A. v. á. Athugasemd. í »Fréttum« 12. júlí er aðfinsla út af grein í MorgunblaðÍDu fyrir ósamræmi. Kemur þetta til af því sem sagt var í niðurlagi greinarinnar um brennivínið. í greininni stendur það sem væri bindindismálinu meiri styrkur, kæm- ist það á, heldur en allar slikar að- finslur út í loftið, en þess er ekki getið í aðfitrsiunni, vegna þess að höfundur hennar hefir ekki skilið það og máske af þvi að hann var of seinn til að koma með hana sjálf- ur, en það var, að auk lóðsins og læknis væri tollþjónum gefið ráðrúm til að leita að tollvöru áður en aðrir geta komið nm borð og samið um kaup á áfengi og að ákvæðið væri tekið í hafnarreglugjörðinaí því augna- miði að fá skipstjórana til þess að sjá um að reglunni væri fylgt. Það er miklu stærra skref í bindindismál- inu; en heiðraður höfundur greinar- innar virðist ekki hafa athugað síð- asta lið uppástungunnar, og þess vegna hin heilaga vandlæting. Að hann sé hálfvolgur i bind- indismálinu sýnir hann bezt með því að reyna að rýra gildi þeirrar uppástungu, að tollþjóni sé með lög- um veitt næði til að rannsaka það, sem rannsaka á í skipum, því væri hann áhugamaður í því efni, mundi hann hafa styrkt málefnið með góðri grein, eða þá fengið flokksbræður sina til að skrifa hafnarstjóra og hafnarnefnd og skora á þá, að koma grein þeirri er stungið var upp á inn i reglugerðina, því það er lögmætt og rétt og yrði hér stærra skref til löghlýðni og framkvæmdar í bind- indismálinu heldnr en heilagar að- finslur um það, þótt brennivín sé nefnt á nafn, eða það, sem daglega sést i blöðum að fram fari hér áfengi áhrærandi, því nú fer það að ganga það langt, að fyrstu orðin sem fram- andi skipstjóri heyrir í ókunnu landi eða hér á höfninni verða: »Ernokk- uð brennivín um borð?« Vonandi verður rúslnan í Fiéttum ekki þess megnug að drepa hngmyndina, því svo margir góðir menn skilja hana, að hún verður studd þrátt fyrir til- raun blaðsins að rýra hana. Sjómaður. -- "■ 111

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.