Morgunblaðið - 19.07.1918, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 19.07.1918, Blaðsíða 2
2 M ORGHJN B LAÐIÐ Skipakostur. —o— (Niðurl.) Eins og þráfaldlega hefir verið skýrt frá áður, ber hvergi nærri sam- an tölum Englendinga og Þjóðverfa, þá er um skipatjón af völdum kaf- bátahernaðarins er að ræða. Og flest- ir hafa hallast að þeirri skoðun, að skýrslur Breta mundu réttari, því að þeir vissu nákvæmlega hve mikið væri skotið niður af skipum og hve stór þau væru, en kafbátaforingjar Þjóðverja yrðu að mestu leyti að fara eftir ágizkun, þá er þeir gerðu skýrslur sínar um stærð þeirra skipa, sem þeir söktu. En það væri öll- um ljóst, að jafnvel þaulvönum sjó- mönnum skjöplaðist mjög þá er þeir ættu að ákveða stærð skipa eftir ágizkun. Út af þessu hefir þýzka fréttastof- an Wolffs Bureau sent út eftirfarandi tilkynningu fyrir skemstu: — Þjóðverjar gefa engar skýrslur um árangur kafbátahernaðarins fyr en þeir hafa fengið fulla vissu fyrir því, að þær séu réttar. Auk þess er mun- urinn á skýrslum Breta og Þjóðverja svo mikill, að það nær eigi neinni átt, að um reikningsskekkju sé að ræða. Auk þess er hægt að rann- saka og staðfesta hverja skýrslu kaf- bátanna um kafskotin skip, á miklu fleiri vegu heldur en hlutleysingjar ætla. Það er svo áreiðanlegt, að því verður eigi i mót mælt, að töl- ur Sir Eric Geddes í Hvitbókum Breta um skipatjónið, ná eigi til hinna svo nefndu »Commissioned Ships«, þ. e. a. s. kaupskipa, sem höfð eru við herflutninga og sigla i þágu hernaðarins, svo sem kolaskipa og »tank«-skipa sem eru í flutning- ,um fyrir herflotann. Það er að einu leyti rétt hjá Englendingum að þeir telja eigi þessi skip með öðrum kaupförum sem sökt er, þvi að þau sigla eigi undir verzlunarfána Breta, heldur undir hinu svo nefnda »Blue Ensign*, eða herfánanum. Að hér sé rétt frá skýrt, má sjá á hinu opin- bera svari brezka flotaráðuneytisins til von Capelle og er það birt í »Times« hinn io. nóvember 1917. Þar segir svo: — Hin einu skip, sem eigi eru talin með i skýrslu Sir Eric Geddes um skipstjón Breta, eru »Commis- sioned Shipst, sem talin eru til brezka herskipaflotans. Ef menn vilja eigi trúa þessu þá verða þeir fyrst að færa sönnur á það að þessi opinbera skýrsla brezka flotaráðuneytisins sé ekki rétt. von Capelle flotaforingi hefir nýlega vak- ið eftirtekt á þessu í þýzka rikis- þinginu. Síðan var Reuter látinn flytja andmæli frá Bretum, þar sem sagt var, að Capelle hefði farið með rangt mál, þvi að skipatjónsskýrslur Breta næðu eigi að eins til matvæla- skipa. En þetta sannar einmitt að framsetning Þjóðverja er rétt, því að hér getur hver maður séð, að Reut- er er að andmæla því, sem aldrei hefir verið sagt. Hér er alls eigi Nýja ■ Vémeúji ^ ; Öémmacfin\fCrouy Mézy^ ’.ovr/vs ^.S^M'fiyCliileSuTniefrj — mqlffifront Þá er nú sókn Þjóðverja hafin, sú er búist hefir verið við nú lengi að undanförnu. Og það æt ar að jætast, sem Bretar höfðu sp,íð, að þetta mundi verða stærsta sóknin. Sóknin, sem Þjóðverjar hófn 21. marz, náði yfir 50 kí'ómetra langan vígvöll. Sóknin hjá S. i sons váðt yfir 30 kíló- metra langan vigvöll og sóknin hjá Noyon yfir enn skemra svæði. — En samkvæmt símfregnum, sem komnar eru frá París, er s.iKt rð bnda- menn verjist sókn Þjóðverja nú á 80 kilómet'a lönt’u svæði. Með því mun senniiega átt við það, að sóknarsvæðið sé eigi iengra. Hitt er ólik- legra, að átt sé við það, að bandamenn veiti viðnám á 80 kíiómetra svæði, en hafi orðið að hörfa undan á ótiltekpu svæði. Samkvæmt siðustu fregnum eru Þjóðverjar komnir suður fyrir Marne hjá Chateau Thierry, en Rheims hafa þeir yeigi náð enn. verið að ræða um nokkur matvæla- skip. Að lokutn eru fullar sannanir fengnar um það, að Bretar telja eigi þau skotin skip, sem sokkið hafa á grynningum, með þeim skipum,.sem kafbátaruir hafa grandað, heldur kalla þeir það strönd. Þau skip eru þvi eigi talin með í skipatjónsskýrslun- um, enda þótt engar líkur eða litlar séu til þess að hægt sé að bjarga þeim. DAGBOK 1 Örutn & Wulffs verzlun á þóra- höfn á Langane8i hafa þeir keypt Jón Björnsson verzlunarstjóri og Jó- hann Tryggvason verzlunarmaðnr á þórshöfn. fslands Falk fór á miðnætti í nótt. Nefndarmenniruir tóku sór þar fari, en engir aðrir farþegar. Veizla var þar í gærkvöldi, og vorn. nefndar- mennirnir og ráðherrar f boði. 100 daga stóð þetta þing, sem þeir voru að slíta i gær. Varanger fór i gærmorgun til Reykjarfjarðar. — Fjöldi sfldarfólks var á skipinu og ennfremur Hákon Kristófersson alþingism. f Haga. Elías Stefánsson framkvæmdar- Btjóri hefir látið gera miklar umbæt- ur f vor og sumar á sildarlóð sinni í Djúpvík við Reykjarfjörð. þar hefir ekki verið rekin sildveiði fyr en í fyrra. Slys: Maður var að síga í Hæla- víkurbjarg á Ströndum í vor. Féll þá steínn í höfuð honum og braut og sprengdi höfuðskelina mjög mikið. Var maðurinu fiuttur rænulitill til ísa- fjarðar, en þar tókst svo að gera við sár hans, að hann er nú á góðum batavegi. Maðurinn heitir Guðmund- ur Hallvarðsson frá Búðum á StröDd- um. Svo eÍQkennilega vildi til, að móðir þessa pilts var á sjúkrahúsi ísafjarðar, þegar hann var fluttur þangað. Hún hafði fengið illkynjaða ígerð f fótinn, en ekkí náðst í lækni f tæka tfð, svo að fóturinn var tek- inn af henni á ísafirði. Bru þetta mjög sorgleg áföll fyrir eina og sömu fjölskyldu. Knattspyrnuk&ppleikurinn í fyrra- kvöld fór svo, að Fram vann frægan sigur á Val með 4 : 0. Frances Hyde mnn á förum fr Bnglandi eða uýfariu þaðau. Kveðjusamsæti hélt Reykjavíkur- deild norræna stúdeutasambaudsins Sigfúsi Blöndal bókaverði í gærkvöldi. Gnllfoss er komiun til Halifax. Berthold Magnússon bifreiðarstjóri úr Hafnarfirði hefir tekið sér ættar- nafnið Sæberg. Bifreið i! s í sérlega góðu standi er 1 e til sölu. Bensín getur fylgt ^ Hittið Egil Vilbjálmssou < bifreiðarstj. eða Bjarna 1». 1 Magnússou Nýja Landi. ] Síðustu símfregnir. : \ 1 1 1 Khöfn, 17. júlí. « Frá París er símað, að Þjóðverj- ar hafi gert ákafar árásir, en eigi unnið á nema í nokkrum stöðum og bandamenn hafi gert sigursæl gagnáhlaup. Reuter-fréttastofa segir Þjóðverja hafa sótt fram um 3 tnílur fyrir vestan Rheims í gær. Manntjón Þjóðverja er talið 100.000. Þjóðverjar tilkynna, að smáorust- ur hafi verið háðar hjá Savieres, vestan við Chateau Thierry og sunn- an við Courtemont eru Þjóðverjar komnir að Surmelingt. Norðan við Marne sóttu þeir enn lengra íram heldur en daginn áður og hafa nii handtekið rúmlega 18000 menn. Frá París er tilkynt í gærkvöldi, að Frakkar hafi mist Bourdomerie^ en haldi herstöðvum sínum þar fyrir austan. 1000 br. gjöf barst landsspitalasjóðnum I gær frá dönsku sendinefndinni. Brot úr þönkum. Margur hefir búmanusbaginn verið á landi vorn fyr og síðar og ýms raun og árekstur orðið á vegi manns 1 og er því miður enn og hefir slíkt orðið og á að kenningu að verða,, herða og stæla, og sízt til þess, að »sofandi sé flotið að feigðarési*. Er það vel, að lýður lands sé vakÍDO og honum vakandi haldið af fulltrú- um og fyrirmönnum og sem flestar þær ráðstafanir gerðar, sem þörf Og tlmi krefur, þótt þær í fljótu bragði og bili þyki óvðfeldnar fyrir fjöldr ans augum eða óhagstæðar einstakl- ingum og stéttum. Nú er á svo margan hátt úr vöndu að ráða og í óvænt efni komið, bæði hjá stjórn og þjóð, og stoðar því engin hálf- velgja né tómlæti, en tíminn hróp- ar að handa sé hafist, allir leggi sitt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.