Morgunblaðið - 29.10.1919, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 29.10.1919, Blaðsíða 2
MORGtTNBLAÐIÖ ð HOBOUNBLAÐIÐ Kitatjóri: Vilh. Finien. Bitstjóm og afgreiðsla í Lækjargötu 2. Sími 500. — Prentsmiðjuaími 48. Kemur út alla daga vikunnar, að mánudögum undanteknum. Ritstjómarskrifstofan opin: Virka daga kl. 10—12. Helgidaga kl. 1—3. Afgreiðslan opin: Virka daga kl. 8—5. Helgidaga kl. 8—12. Auglýsingum sé skilað annaðhvort á afgreiðsluna eða í ísafoldarprent- smiðju fyrir kl. 5 daginn fyrir útkomu þess blaðs, sem þær eiga að birtast í. Auglýsingar, sem koma fyrir kl. 12, fá að öllum jfanaði betri stað í blaðinu (á lesmálssíðum), en þær sem síðar koma. Auglýsingaverð: Á fremstu síðu kr. 2.00 hver cm. dálksbreiddar; á öðmm síðum kr. l.OÓ om. Verð blaðsins er kr. 1.50 á mánuði. Frambjóðendur á ísafjrði. Mbl. flutti 23. þ. m. grein, sem vera átti svar við grein í blaðinu 21. s. m. um frambjóðendur á Isafirði. Af því að vera kann, að lesendur blaðsins undrist það að ritsmíðþessi frá 23. þ. m. fékk rúm, skal það tek- ið fram, að beðið var einungis fyrir stutta athugasemd, en er til kom var þetta allmikil langloka og f jarri öllum sanni að efni. En Mbl. vildi þó sýna það frjálslyndi að birta hana, þótt hún hins vegar hlyti að lengja umræðurnar um framboð á ísafirði. En upphaflega var það attlun blaðsins að geta einungis stuttlega um írainboð þar sem ann- arsstaðar, og var það gert í grein- inni 21. þ. m. Af því grein „Sjómanns“ hlaut birtingu, verður líka að leiðrétta hana, því það hefir aldrei verið a-tlun Mbl. að breiða út heimsku og ósannindi. Verður nú ekki lijá því komist að segja ýms sannindi um Magnús Torfason, sem annars myndi hafa verið um þagað hér svo fjai'ri honum sjálfum, en sá sannl. getur tæplega orðið honum að með- mælum til þingmensku. Má vera a? hann kunni því „Sjómanni“ litlai þakkir og að honum komi í liug liið fornkveðna: að ilt er að eiga þra-1 fyrir einkavin. Tæplega get eg trúað því. að greinin sé frá sjómanni. Og eigi svo að skiljast, að um ísfirskai sjómann sé að ræða, er það enn meiri fjarstæða, því sjómönnum í ísafirði þykir nær því án undan- tekninga bæði tjón og minkun a< þingsetu M. T. Er það því hin mesta fólska að ætla sér að blekkja menn í þessum efnum, og óverð skulduð árás á svo ágæta stétt sen' sjómaunastéttin er. Fimm eru þau atriði í greininni, frá 21. þ. m. er „Sjómaéur mótmæl- ir. Skulu þau öll rökstudd. Fyrst er það: að þingið hafi sýnt lítilsvirðingu þeim málum er M. T. hefir borið þar fram. „Sjómaður“ hefir hér mislesið er hann segir að í greininni standi það að hverju því máli, er M. T. hefir borið fram á þingi, hafi verið „hafnað“. íslendingar, sem orðnir eru altalandi, vita það, að eigi er það sama að hafna einum hlut og að sýna honum lítilsvirðingu. En að ummælin séu sönn skal stutt með dæmum. Fyrsta mál, er M. T. bar fram fyrir kaupstaðinn, var um lán til rafveitu. Mál þetta var ekki felt með atkvæðum, heldur „gleymdist“ — að sögn þingmannsins — að taka það á dagskrá í Nd., en M. T. áttaði sig ekki á því þá í svipinn, að það væri skilyrði fyrir samþykt málsins að það kæmist þó á dagskrá. M. T. vildi láta sameina ísafjarð- öri»upstað og Eyrarhrepp og bar rök að því, er haldið var fram í fyrri greininni. S. K. JLÍTOTI At í>£ ItðtdLIiL JE»i Xí-*.,yrtt kA* 8» " * Ísiendinguí I fangsisi irsta Mánaðar betrunarhússvinna fyrir að koma of seint á skipsfjöi. það fram á þingi. Sagði hann þar að sameiningin hefði í hreppnum verið „samþykt ineð jöfnuin at- kvæðum“ ! Var þetta mjög að skopi haft. Láum vér ekki þingmönnum þótt þeir brosi að slíku. Málið var auðvitað felt. M. T. hefir tvisvar borið fram hafnarlög fyrir ísafjörð og hafa þau jafn oft verið feld. Á síðasta þingi greiddi ekki einn einasti þing- maður í Nd. atkvæði með málinu, og meira að segja var ekki svo mikið við haft að ræða málið. Framsögu- maður mætti ekki einu sinni á fundi • petta eru að eins dæmi, en annars getur sá bezt um þetta atriði dæmt, sem heyrt hefir orðaskifti þing- manna, en það hefir sá gert er þetta ritar. Annað atriði sem „sjðmaður“ mótmælir er það : að striki sé slegið yfir aðalkröfur kaupstaðarins. llverjar eru þær aðalkröfur, sem kaupstaðurinn hefir fengið fram- gengt í þingtíð M. T.? pær eru auð- vitað engar og þessvegna gat ekki „Sjómaður“ tilfært þær. Hér að of- an eru einmitt nefnd tvö þessara mála sem sé rafveitan og hafnar- gjörðin, og má kalla striki yfir sleg- ið, er mál þessi eru feld. En hér að auki hafa Isfirðingar óskað að fá gagnfræðaskóla og sjómannaskóla. Er eigi kunnugt að M. T. Iiafi hrundið málum þessum neitt áleiðis pá vill „Sjómaður mótmæla því að M. T. hafi staðið gegn sjálfstæð- is:málinu. Hvar hefir þessi maður verið, ineðan þingið liafði sam- bandsmálið til meðferðar, er hann veit ekki að M. T. barðist gegn því með oddi og eggju — barðist gegn því að ísland yrði sjálfstætt ríki—? Eigi er það furða þótt ýmsir fljóti inn á þing, ef margir koma slíkir að kjörborði sem „Sjómaður“ þessi. J>á mótmælir „Sjómaður“ sam- bandi M. T. við „Tímann“ en veit auðvitað í þessu sem öðru, ekkert bvað hann er að segja. Ilefir sýni- lega ekki hugmynd um það, hvað M. T. hefir sagt og gert á þingi og veit því ekkert um það að þessi þm. hefir verið að viðra sig upp við „Tímanii" bæði á þingi og utan þings. Og því síður er þess að vænta að „Sjómaður“ viti um það, sem menn úr „Tíma“-flokknum hafa látið í veðri vaka, að þeir ættu kost á M. T. fyrir ráðherra. Loks skal leiðrétt sú rangfærsla er „Sjómaður“ segir að átt sé við síra Sig Stefánsson o. fl. þar sen. talað er um illa skipað þingsæti Mblaðsgreininni 21. þ. m. Ilver læ: maður getur séð að þar er átt við M. T. einan. Emla myndi fáum ti! hugar koma að bera Sig. Stef. eð; aðra nýta þm. saman við M. T. „Sjómaður11 Jieldur því fram, a? M. T. hafi slaðið í ístaðinu fyrii kjósendnr sína livað tollinál snert ir. — pað er í fyrsta lagi sjald gæft, að meim geri öðrum rangt án þess að hafa af því hagsmun sjálfir. Jafnvel M. T. mun eigi svo. illa farið, að liann hafi þá ánægji af að gera öorum ilt. En hins veg- ar hefir hann þótt svo lyktnæmur á hagsmuni, að honum var ekld minna ætlandi en það/ að sjá á hvern hátt hann helzt gat komið sér í mjúkinn hjá kjósendum sínum. En tæplega mun það þó hafa verið gert til hagsbóta fyrir ísfirzka lorgara, að vílja þrefalda vörutoll- inn, en fyrir því barðist þó M. T. af ódæma kappi á síðasta þingi, þótt það félli eins og annað flest, er hann hefir fylgt fram. J>au ummæli „Sjómanns“ að það skuli ósagt látið, að hve miklu leyti Jón A. Jónsson eigi lof það, er hann hlaut í fyrri greininni, hafa auðvitað enga þýðingu, því kjós- endur á ísafirði vita það, að þar var fæst talið af því, er þeim manni má til hróss segja. En ummælin sýna þó það, að annað tveggja veit ,.Sjómaður“ ekkert um frambjóð- andann, eða hann vill ekki hera téttu máli vitni, nema livort tveggja sé. Skal nú ekki orðlengja þetta ineir. Mun mörgum þykja hér of mikið haft við ('kki merkilegra skrif en grein „Sjómanns" er, en grein þessi er einnig rituð til þess að fœra full Hingað kom með íslandi í fyrra- dag, íslenzkur sjómaður, John Jo- sephsson (Jón Jósefsson) sem segir eftirfarandi sögu um dvöl sína með Bretum. Ilanu var ráðinn á norskt gufuskip, er Santa Cruz uefnist, og kom til Grimsiby 20. ág. með skip- inu frá Spáni. Jón gekk á land til að kaupa sér eitthvað, en svo bar vi'ð að hann enhverra hluta vegna kom of seint á skipsfjöl. Skipið var farið hálfri stundu áður en hann kom niður á hafnarbakkann. Lögreglumaður htti Jón þar og tók hann með sér 'á lögreglustöðina. Var hann síðan dreginn fyrir dóm- stól, sem dæmd hann í eins mánað- ar betrunarhússvinnu fyrir að hafa orðið eftir í landi í leyfisleysi. Nú var fanginn fluttur til Hull til þess að afplána hegninguna og sat hann ,í steininum* í 30 daga, önnum kaf- inn við að sauma póstpoka allan daginn. Að þeim tíma liðnum var Jón aftur fluttur til Grimsby og honum tlkynt skriflega að yfirvöldin hefðu ákveðið að hann skyldi rækur úr lendi og fluttur til Island á kostn- að brezku stjórnarinnar. En til þess að eigi kæinist 'hann undah þeirri ákvörðun yfi'rvaldanna, ákváðu pað, sem bakar landi voru einna ! raestra vandræða nú og hefir gert undanfarið, er kolaleysið. Mókolin hér á landi eru of léleg til brenslu í gufuvélum og of lítið af þeim. til þess, að það svaraði kostnaði að brjóta þau til heimilisnota. I 47. tölubl. „ísafoldar“ 1918 ritaði eg' grein um grænlenzk kol og leyfi eg mér að vísa til liennar. Eg álít sem sé, að einasta leiðin út úr kolaneyð-|( inni sé og verði að I.slendingar sæki sjálfir kol til Grænlands og brjóti þau þar. pegar strandferðaskipið „Godt- háb“ kom hingað fékk eg hjá kynd- aranum 9 sýnishorn af grænlensk- um koluin, því grænlensk kol eru eingöngu notuð á skipum við Gnrn- land svo og á skipum, sein sigla frá Grænlandi til Khafnar. Sýnisliorn þessi tók kyndarinn af handahófi úr örlitlum byng í vélarúminu við daufa birtu frá ósandi steinolíutíru. pað var búið að láta ensk kol í kola- rúmið, þessvegna voru sýnishornin ekki tekin þáðan. Sýnisliorn þcssi lét eg atvinnu- málaskrifstofunni í té, en hún fól Efnarannsóknarstoíu íslands að rannsaka þau. Fara hér á el'tir út- komur rannsóknanna með athuga- semdum efnarannsóknarnefndar- innar; þau ennfremur að hann skyldi „geyma“ í gæzluvarðhaldi unz hentug ferð félli til íslands, en það urðu alls 32 dagar. Me'ðan Jón var í gæzluvarðhald- inu var honum eigi fært aimað til matar en bolli af te og tvær sneið- ar af hveitibrauði þrisvar á dag. Kvartaði liann undan þessu við fangelsislæknirinn,sem eigi svaraði öðru til en því, hvort hann byggist við að geta lifað eins og í höll „á þt'ssum stað“ — og við það sat. Jón Jósefsson hefir á'ður dvalið um 10 ára skeið í Bretlandi og mæl- ir vel á enska tungu. M. a. hefir hann verið eitt ár lögreglumaður í Glasgow og Aberdeen. F’yrir rúm- um tveiin árum réðist Jón á flutn- ingaskip frönsku stjórnarinnar, sem hér var, og sigldi síðan um hríð á brezkum skipum méðan enn var barist og kafbátarnir herjuðu En til þess inun ekkert tillit hafa verið tekið er dómur hans var kveð- inn upp fyrir hina miklu sök að ver'ða óvart strandaglópur í Grims- by. En að það hafi verið óvart er vafalaust, því öll hans föt og tölu- vert af peningum varð eftir um borð í „Santa Cruz“. „llannsóknastofa landsins. Iteykjavík 27. október 1919. Rannsókn á grænlenzkum kolum, gerð að tilhlutun stjórnarráðs Is- lands eft.ir tilmælum Jóns Dúasonar. Sýnishornin voru 9 að tölu og reyndust eins og sjá má af neðan- skráðum tölum: No. 1 Raki ............ .5,(10% Aska í þurrumkolmn 11,24% No. 2 Itaki ............. 5,55% Aska í þurrumkolum 10,96% No. 3 Raki ............. 4,90% Aska í þurrumkolum 12,32% No. 4 líaki ............. 6,14% Aslca í þurrumkolum 11,75% No. 5 Raki ............. 5,84% Aska í þurrumkolum 10,60% No. 6 Raki ............. 6,73% Aska í þurrumkolum 13,12% No. 7 Raki ............. 5,40% Aska í þurrumkolum 12,35% Notagildi í hitaein. 5374 No. 8 Raki ............. 4,00% Aska í þiirrumkolum 6,55% Notagildi í hitaein. 5980 No.N 9 Raki ............ 14,25% Aska í þurruinkolum 18,30% Notagildi í hitaein. 3815 Sökum þess að kolasýnishornin voru flest mjög svipuð, bæði livað útlit og brexmanleik soerti, var að -Á- ------- Lausn á kolavandræðunum Grœnlenzk lcolanáma. eins kannað liitagildi 3ja sýnishorna og voru valin til þess 2 þau sýnis- horu, sem voru ólíkust að gæðum eftir öskumagninu að dæma. Auk þess 1 sýnishorn sem reyndist í með- allagi. Kolin brenna fremur ört ef þau hafa nægilegt loftaðstreyini og eru ekki daunill, enda er örlítið um brcnnistein í þeim. Fyrst í stað brenna kolin með löngum loga en hann slöknaði brátt og úr því brenna þau logalítið og reyklítið. Askan er mikið léttari í sér en venju leg steinkolaaska. Yfirleitt virðast kolin ágætis eldsneyti og eru áreið- anlega eins góð og skozk kol. Eftir þessum 9 sýnishornum að dæma virðast grænlenzku kolin vera mitt á milli ágætis brúnkola og steinkola, bæði hvað útlit og gæði snertir. F. h. Kannsóknarstofunnar. Gísli Guðmundsson‘ ‘. Kol þessi eru úr námunni í „Kaersua.rsuk“ við „Umanakfjörð“ og þannig frá öðrum stað, en kola- sýnishornin sem byrt var yfirlit yfir í „ísafold“ og tekin voru úr ystu rönd laganna og því tiltölulega gljúp og vatnsmikil, <'ii með sára- litlu öskuinnihaldi. Utkoma þessara 9 sýnishorna hjá efnarannsóknar- stofunni kom vel heim við frásögn II. B. Krenchels skrifstofustjóra, sem liefir fengið að sjá „analyse“ á þeim, um að „gæði kolanna sé hér um bil eins og venjulegra New- castle kola með hitagildi, sem nem- ur c. 6400 hitaeiningum og með mjög lítilli öskumyndun (í annari lieimild er öskuinnihaldið talið 3%) því þessar 6400 hitaeiningar munu vera brúttó. Kolalagið í „Kaersuar- suk‘ ‘ er 2 metrar á þykt með tveim- ur 15 cm. láréttum leirrákum. Brotið er við hafnleysu svo flytja verður kolin á skipsfjöl í skinnbát- um. í námunni eru lieldur ekki not- aðar neinar vélar, heldur einungis handverkfæri. í og við námu þessa unnu áður 4 Danir og 6 Skrælingj- ar tíma úr árinu.Engin skynsasmleg ástu'ða kvað vera fyrir því að brjóta kol á þesum stað nema sú, að Skræl- ingjar tóku þar kol áður og enga rannsókn þurfti til að lialda því á- fram, því víða liggja kolin út að sjó við sjálfgerðar hafnir og eru sýst þynnri né lakari en þarna. Flutt á hafnir á Grænlandi kváðu þessi kol vera seld á 2 krónur tunnan! Eins og kunnugt er er Grænland mjög mikið kolaland, svo Svalbarð kemst ekki í hálfkvist við það og í sambandi við kolin er víða járn í auðleystum samböndum auk liins hreina járns, sem víða hefir fundist. Nú er Danir byrjaðir að vinna aðra námu, sunnar á meginlandinu í orðaustur af Bjarney. Kolin þar cru sögð mun betri en í gömlu nám- unni og aðstaða öll lia'gri. Náman er við sjálfgerða liöfn, skipið getur lagst alveg upp að fjallinu. Eini ljóðurinn á þessari gjöf Njarðar er sagður að vera sá, að námu- íminnmn er ekki við lestaropið, heldur allinikið liærra upp í fjall- i'iii, svo hleypa verður kolunum nið- ur a loftbraut, þannig að þungi kol- anna er notaður til þess að flytja kolin ofan og kolaílátið upp og inn i námuna. I þessari námu einni er gert ráð fyrir að vera muni um 200 milj. tonna af kolum! Nú spyr eg: Ilvað ætlar stjórn og þing að gera í þessu máli? Til- raunir stjórnarinnar til að brjóta kol hér á landi voru vitanlega af góðum toga spunnar, þótt liægt hefði verið að sjá árangurinn af því starfi fyrirfram. Sýnishorn þau, sem sem stjórnin þáði af mér, liafa reynst eins góð og liægt var að kjósa. í ritgerðum mínum um Grænland hefi eg sýnt fram á, að aðstaðan við að vinna námur á Grænlandi er ólíkt betri en t. d. á Svalbarði, af því á Grænlandi er liægt að reka landbúnað, fiskiveið- ar o. fl. I ritgerð minni í „ísa- fold“ sagði eg fyrir, að Bretar mundu leggja hátt útflutnings- gjald á kol að ófriðnuin loknuin og láta þannig aðrar þjóðir greiða fyr- ir sig herkostnaðinn. Sjávarútveg- inum og öllum landsmönnimi væri það ómetanlegt gagn að losna af kolaeinokunarklefa Breta, auk þess sem það er stjónwnálalegt sjálf- stæðisatriði fyrir ríkið. Ef Danir liefðu verið nágrannar Grænlands eins og vér (sjá um fjarlægðiua i grein minni í ,,ísfaold“) mundu þeir vera búnir að gera sér mikið úr kolalögum þess fyrir löngu. Bn hefir Alþingi ekki áhuga fyrir kol- um nema til þess að leggja á þau innflutningstoll 1 Eg hefi sýnt fram á, að síðan sambandslögin gengu í gildi, er Grænland opið fyrir ís- lendingum, en hvað vill stjórn og þing gera? Jón Díiason. Sænskir jafnaðarmeon og bannmálið. Sænsku jafnaðarmennirnir hafa ákveðið að taka bannmálið út. af stefnuskrá sinni. Út af því hefir jafnaðarniannaforinginn og ríkis- þingmaðurinn Gustav Möller, skýrt blaðamanni svo frá: — Fyrir nokkru skipaði sænski jafnaðarmannaflokkurinn 5 manna n.efnd til þess að íhuga áfengismál- ið og hvað gera bæri í því. Nefnd- in komst fljótt að þeirri niður- stöðu, að bann gegn framleiðslu vínanda væri óframkvæmanlegt. Ilverjar þær fyrirskipanir, sem löggjafarvaldið mundi gera í þá átt, yrði tafarlaust brotnar. Og sannast að segja er bannið ófram- kvæmanlegt. í vélasmiðjum víðs- vegar um landið eru 16—17 ára drengir og framleiða vínandafram- leiðslutæki í þúsunda tali og' þessi síðustu ófriðarár hefir sú skoðun rutt sér ískyggilega til rúms, að það sé engin skömm að brjóta lög lands- ins. Nú scm stendur eru það að minsta kosti % lilutar þjöðarinnar, sem framleiða brennivín lianda sér sjálfir, og hvernig í ósköpun- um halda menn að hæg't sé að hafa cftirlit með því ? Nei, þegar þannig c-r ástatt, hverfum við að sjálfsögðu frá bannhugmyndinni og reynum í þess stað að fá skynsamlega lög- gjöf, sem styður að bindindi á grundvelli liins frjálsa vilja. pað er sannfæring okkar, að almenn mentun og aukin þekking muni bezta ráðið til þess að kveða niður drykkjuskapinn. — pess má geta, að Gustav Möller í íkisþingmaður hefir áður veríð bannmaður. En hann og flokks- bræður hans hafa eigi verið svo blindaðir af ofstæki, að þeir sjái ekki hvert stefnir með banninu, að það liefir, því miður, þveröfugar afleiðingar við tilgang sinn. --------«-----—. Aðfarimar í Rússlai di. Bandainenn hafa alveg nýlega sent pjóðverjum tvö ávörp út af hafnbanninu á Rússlandi, ástand- inu í Austurvegi og væntanlegu hafnbanni á pýzkalandi. Hafa á- vörp þessi komið pjóðverjum í sla'ina klípu, því að ávörp þessi eru sitt á hvað. I öðru þeirra er skor- að á pjóðverja að hjálpa banda- mönnum gegn Bolzhewikkum og í hinu er hótað hafnbanni á pýzka- landi, ef þýzki herinn í Austurveg* verði eigi kvaddur heim. Eftir miklar bollaleggingar he&e þýzka stjórnin séð, að hún gæti ;iHs eigi staðist þá ábyrgð að hleyPíl íandinu aftur í sultarkví. Gn stjórnin sér líka, að verði hafn- bann á Eystrasaltshöfnunum, þá er Austur-Prúslandi voði búinn. í-iaiú' göngurnar á landi eru svo tregar> að engar líkur eru til þess að Aust- ur-Rússland mundi geta fengið P:' aðflutninga, sein það þarf>ias1' Hei'ir því þýzka stjórnin stungið upp á því, að mál þetta verði lagt fjrir alþjóðanefnd. Estey heimsfrægu Concert-í’ly^e^' Nokkur stykki óseld. Heildsölu- verð. Til sýnis hjá G. Eiríkss, Reykjavík- Einkasali 4 íalaudi tf& B‘te7'

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.