Morgunblaðið - 18.02.1920, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 18.02.1920, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ mta. .MljíJUlzIa -Ía aI*J «J« tlr jC£.jOa MORGUNBLAÐIÐ Ritstjóri: Vilh. Finsen. AfgreitSsla í Lækjargötu 2 Sími 500. — Prentsmiöjusími 48. Ritst.jórnarsímar 498 og 499. Kemur út alla daga vikunnar, aö mánudögum undanteknum. Ritstjómarskrifstofan opin: Virka daga kl. 10—12. Helgidaga kl. 1—3. AfgreiÖslan opin: Virka daga kl. 8—5. Helgidaga kl. 8—12. Auglýsingum sé skilaö annaöhvort á afgreiðsluna eða í ísafoldarprent- smiðju fyrir kl. 5 daginn fyrir útkomu þess blaðs, sem þær eiga að birtast í. Auglýsingar, sem koma fyrir kl. 12, fá að öllum jafnaði betri stað í blaðinu (á lesmálssíðum), en þær sem síðar koma. Auglýsingaverð: Á fremstu síöu kr. 3.00 bver cm. dálksbreiddar; á öörum BÍðum kr. 1.50 em. Verð blaðsins er kr. 1.50 á mánuði. ir. En til þess þurfum við að vanda það. Þjóðin getur ekki heitið mynd- arfólk, meðan við fussum og sveium við öllu því, sem íslenzkt er, án þess þó að sýna viðleitni 4 að endur- bæta það. Erl, símfregnir. (Frá fréttaritara Morgunbiaðsins). Khöfn 1(1. febr. Prá London er símað að afsögn I.andings úr ráðherraembætti sé sama sem burtrekstur. — House yf- irhershöfðingi Bandaríkjamanna er í ónáð fallinn. — Sendiherraráðið hefir samþykt að Tyrkjasoldánhaldi Miklagarði, og um.sjón með sundun- um undír eftirliti Bandamanna. FréttaburOur biskups. I viðtaii við danskan blaðamann í Álaborg síðastiiðið haust um bann málið, gefur herra biskup .Jón Helgason mér þann vitnisburð, að eg sé meiri stjórnmálamaður en prestur, en sem stjórnmálamann megi ekki taka mig of alvarlega. Aldrei sé hægt að henda reiður á þe.ssum stjórnmálamönnum eðaþeim hvötum, er stjómi afskiftum þeirra af stjómmálunum, megi og vel vera að andbanningarnir íslenzku hafi fengið mig á sitt mál og því sé and- staða mín gegn bannmálinu undan þeim rifjumrunnin, og engin ástæða til að taka sérlega mikið mark á henni. Eg hefði ekkert tekið til þe<ss, þó að biskupinn hefði talið afskifti mín af bannmálinu óheppileg og ó- hyggileg. en það kemur mér dálít- ið undarlega fyrir sjónir, aú hann, hversu hrifinn sem hann er af bann lögunum, skyldi telja sér skjdt að vitna fyrir Danskinum um stjórn- málamensku mína að öðru leyti, og Jþað á þann hátt, sem óneitanlega jkeggur nokkuð nærri mér sem lieið- Gunnar Egilson HafrsarstrsBti 15. Sjó- ) Striðs- Brona- Slysa- Taismi 608. Simnefni: Shipbroker. arlegum manni, sem eg fæ þó að vera hjá honum í þessu viðtali. En auk þessarar skýrslu um mig sem miður áreiðanlegan istjómmála- mann, þarf biskupinn líka að gefa Danskinum dálitla hugmynd nm prestskap minn, og verður liann sízt merkilegri en stjórnmálamensk an, þar sem eg, samkvæmt þessum vitnisburði, er minni prestur en stjórnmálamaður. Sumnm kann að virðast, sem prestskapur minn hefði mátt liggja milli hluta í þessuskrafi og það því fremur, sem biskupinn var ekkert um hann spurður. Auk þess verð eg að ætla, að hiskup þekki enn minna til prestskapar míns en stjórnmálamensku, nema sé eftir vitnishurði nánustu yfirboð- ára minna og safnaða. En margir munu líta svo á, að dönskum frétta- snötum komi það mál fremnr lítið við. Préttaburður biskups um bann- málið gæti verið efni í langt mál, en út í það skal hér ekki farið. Staðreyndir þær,semeg hefi bygt á afstöðu mína til bannlaganna verða. ekki vefengdar með rökum, þótt bæði innlendir og erlendir skriffinnar veitist að þeim. Annars hefði biskupinn vel gotað lýst ánægju sinni yfir siðgæðisá- hri'fum bannlaganna 4 íslenzku jijóðina án þessara vottorðsgjafa um mig í dönskum blöðum, þótt hann að vísu gæti búist við, að þau kæmu aldrei fyrir mín augn. Vigur 25. jan. 1920. Sigurður Stefánsson. *) Viötal þetta stendur í norsku blaði, „Menneskevennen" í Ivristjaníu, nr. 77 f. á., og er þar tekiö eftir dönsku bannblaði í Alaborg. ---------0---- <z DAG8ÓK Reykjavík KNA st. kaldi, hiti ö,l Isafjörður logn, hiti 15,0 Akureyri N st. gola, hiti 4- 7,0 Seyðisfj. N kaldi, snjór, hiti -4- 4,5 Grímsstaöir NA kul, snjór, hiti 4- 15,0 Vestm.eyjar N hvassvföri, hiti 4- 4,5 pórshöfn N st. gola, hiti 4- 1,1 Loftvog há og stígandi, hæst á Vest- fjörðuni en lækkar til suðausturs. Norö- læg átt. „Bolludagurinn“ sem Samverjinn ætl- aöi aö hafa fyrir fátæk börn bæjarins, veröur eins þó boöiö sé að loka öll- um samkomuhúsum, er þaö aö fengnu leyfi lögreglustjóra. Og heldur Samverj- inn áfram fyrst um sinn. pó er mælst til aö ekki komi nema eitt bam frá hverju heimili, en hafi meö sér ílát und- ir mat systkina sinna, ef þörf er fyrir hann beima. Er þetta gert til þess að engin þrengsli eöa náið samneyti eigi sér staö við' boröin. — Skyldi veikin koma upp í bænum mun Samverjinn senda matgjafir sínar inn á þau heimili sem þess þurfa og hefir hann þegar fengiö sér vagn til að flytja matgjaf- irnar ef til þess skyldi þurfa að taka. Dánarfregn. Merkiskonan porgerður Jónsdóttir á Litlu-HeiÖi í Mýrdal er nýlega látin í hárri elli. Gerduft Hið nafnfræija ameri&ka. Ls % hm :■ jffiESB Langbezta efni sem nútímiim þekkir til þess að geta húið til góðar kökur og kex. Með því að nota það verður heimabökun hæg og ódýr. Að- eins selt í dósum, er ætíð ferskt og heldur full- urn krafti. Selt í heildverzlun Garðars Gíslasonar, og í flestum matvöruverzlmmm. Aufilýsins Til varnar gegn útbreiðslu inflúenzufarsóttar, skal öllum skólum (almennum 0g einstakra manna) nú þegar lokað, ennfremur eru bann- aðir almennir mannfundir, opinberar skemtisamkomur (dansleikir, brúðkaupsveizlur 0g þess háttar), þar sem. margir koma saman í sama húsi. Eianig eru bannaðar messur og líkfylgdir. Matsöluhús og kaffihús mega veita föstum kostgöngurum og aðkomumönnum til ld. 8 oð kvöldi, en þá skal þeim lokað til klukkan 8 að morgni. Lögreglustjórinn í Reykjavík 17. febr. 1920 Jón Harmannsson. Reykjavik 17. febrúar 1920 Til prakfiserandi lækna i Reykjsvik. Með því að inflúenza hefir borist hingað til landsins og með því 3,8 hætta getur verið á því að veikin kunni að hafa borist hingað til bæjarins. skorar sóttvamarnefnd Reykjavíkur hérmeð á lækna bæjar- ins. að tilkynna þegar í stað. ef þeir verða varir við inflúenzu eða sjúk- dómstilfelli, sem eru grunsöm, eða geta líkst spönsku veikinni, héraðs- lækni, eða formanni sóttvamamefndar lögreglustjóra Reykjavíkur. Sóttvarnarnefnd Reykjayíkur. Frá íþróttafélaginu. Fimleikaæfingar félagsins falla niður um sinn vegna sóttvarnarráðstafana. — Hlaupæfingar lialda þó áfram á sama tíma og áöur. Gestir Samverjans í gær voru 101. Vilhjálmur keisari. Blaðamaður einn, sem verið hefir í Haag og haft hefir tækifæri til að kynnast ástandi keisarans nú, gefur þá lýsirigu af honum, að hann hafi elzt mjög raikið og lífsþróttin- um hnignað. Einkum hafi skjálft- inn á hægri handlegg og fæti, sem áður hafi aðeins verið merkjanleg- ur, aukist mjög, svo allir hljóti að taka eftir því við fvrsta tillit og þessi titringur sé nú búinn aðleggja undir «ig allan líkamann. Hann kvað vera orðinn feitlaginn þó liann borði mjög lítið. Stöðugt sé framkoma bans hermannlegenhann sé eins og genginn saman. Og merki ■legt segir hann að það sé, að keis- arinn tali nú mjög hægt, þvert á móti því sem hann hafi áður gert.. En þó verði hann fjörlegri þegar um gamlar endurminningar er að ræða og liðin tíð beri á góma. En oft og tíðum komi* það fyrir, að a ndlitið missir allan áhuga og aug- un hvarfla flóttalega frá einum stað til annars. Og þá geti enginn annað en vorkent þessum manni. Sá heim- ur, sem hann kvað sjaldnast vera í, er nútíðin. Enginn, sem ser hann nú, andlega og líkamlega farlama, og ber hann saman við fyrri æfi hans, mun vera í vafa um, að hann muni aldrei taka þatt 1 nokkru op- inberu starfi framar. Hann kvað vera hættur að óska þess, að enda líf sitt í Þýzkalandi. Og sú trú hans styrkist altaf, að hann hafi verið svikinn af ráðgjöfum og þjóð sinni. Hann kvað ekki hafa samnej'ti við fleiri en 30—40 menn. Og enn eru hréf lians rannsökuð. En þó kváðu Hollendingar vera tíijög nærgætnir í þeirri rannsókn. Líf þessa manns er einn harm- leikurinn sem gerist á vorri jörð. Pyrir hálfum tug ára var þessi maður æðstur í einu inesta stórveldi álfunnar. Hann ætlaði sér að auka það stóryeldi enn meir. Hann vildi gera það að heimsveldi. Ekkert var houum ómögulegt í draumum hans. Hann þoldi ekki að nokkur þjóð skygði á Þýzkaland eðs teldist rneiri.. En nú er hann útlagi og lifir á miskunn gestrisinnar og göfugrar ]>jóðar. Ríkið hans er sundrað, draumarnir hjaðnaðir og liann sjalf ur andlega og likamlega þreklaus maður, sem aldrei kemur við sögu framar nema sem skuggi af Iiðinni tíð. Og þó verður þessi maður odauð- legur vegna þess að hann er í tölu þeirra, sem ætla sér meira en mönn- um er auðið að framkvæma og sem geyma sjálfir fallvaltleikann í sér. Kerensky freistar aftur hamlngjunnar. Kerensky dvelur nú ásamt ýms- um úr sínu gamla ráðuneyti í Vín, og heldur uppi látlausum vörnum móti framgangi Bolsivismans. Er fullyrt, að hann liafi viðskifti og standi í sambandi við suma af stjórnmálamönnum bandamanna,og markmiðið sé að steypa Sovjet- stjórninni af stóli og setja Keren- sky aftur æðsta mann í Rússlandi. Per þetta að vísu lágt, En ekkert or ólíklegt, að ýmsir hyggi ]jað vei henta, að hann taki þar aftur við stjórnartaumuöi, ]>ví enginn hinua síðari manna, er stjórnað hafa Rviss landi um stundar.sakir, virtist hafa jafn mikið vald yfir þjóðinni, þó veldi hans varaði skamt. En allir stjórnmálamenn,sem mestu ráða nú um framkomuna gagnvart Rúss- landi, sjá, að eitthvað verður að breytast frá því sem nú er á Rúss- landi, eigi þjóðin ekki að tryllast til fulls eða verða Holsivikum að bráð. Alþýðuskólinn á Austurlandi. Loks höfum vér Austfirðingar fengið alþýðuskóla stofnaðan hjá oss. Það höfum vér lengi þráð og bví spenningur allmikill þar eystra þegar svo 1‘angt var komið, að á- kveðið var að setja þr skóla. Menn biðu með óþreyju eftir að heyra

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.