Morgunblaðið - 18.02.1920, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 18.02.1920, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ 3 Húsnæði vantar. 1—2 herbergi og eldhús óskast til leigu strax e'oa seinna í mánuðin- um handa fámennri fjölskyldu. Há leigaborguð. Tilboð merkt „Húsnæði1 ‘ leggist inn á afgreiðslu Morgunblaðsins. ’nver yrði þar skóiastjóri, ‘því þar á hvíldi velferð og jafnve'l tilvera j’kólans. Svo var skólastjóri skipaður. Austfirðingar þektu hann ekki, en sagt var, að hann væri í alla staði einmitt hinn hæfi nraður til að ryðja nýjar brautir til framfara ogvelferðarfyinr Austurlandi.Ogvið viðkynningu af skólastjóra mun ölluiri hafa fundist þetta sannmæli. Aðsókn að skólanum var þegar mikil, já, svo mikil, að vart helm- ingur umsækjenda fekk inngöngu og var því fyrirsjáanlegt að skóla- húsið yrði að stækka að miklum mun, eða reisa alveg nýtt. En nú hlaut sú spurning að koma fram: A að reisa þetta nýja skóla- hús á Eiðum, eða á að velja annan heppi'legri stað ? Og þessu mun hafa verið svarað mjög einróma þannig, að engin ástæða væri til þess, að íeisa skólahúsið á Eiðum ef annan heppilegri og þægilegri stað væri að finna. Og liann fanst fljótt. Það var Hallormsstaður, einn fegursti staðurinn þar eystra, staður, sem hefir alt það til að hera, sem get- ur hrifið æskumnninn, hæði vetur og sumar. Þar er skógurinn, og þótt hann sé >ekki fagur, já, þótt hann sé jafn- vel ömurlegur yfir að líta á vetrum, þá hafaþó aiiir heyrt taiað um vor- ið í skógunum, en fáir, sem ekki hafa átt þar vor, geta ímyndað sér þau áhrif, sem þau vor hafa á æsku- manninn. Slík áhrif finnur hann ekki í hók- unum og þau fær hann ekki af vör- um hins ágætasta kennara. Þá er útsýniyfir fagurt og frjósamthérað með fjailahring, ám og fossum, en Lögurinn (Lagarfljót) lygn og djúpur eftir héraðinn endiiöngu, með öllnm sínum kostum til að hafa áhrif á unglinginn. — Lygn og kyr dag eftir dag á haustin og spegl- ast þá í honum fjöllin og skógur- :nn. Á veturna spegilglær ís fyrir *þá, er iðka vilja skautaferðir, og skíðafæri þar sem snjó hefir lagt á ísinn. — Er það ekki gaman að fara úr góðum og lærdómsríkum kenslustnndum út á skauta, á skíði, út í skóg eða á bátum út á Löginn á vorin. Eða í storminum og kuld- anum, aðeins að líta út um glugg- ana og sjá hinar stóru og ofsa- iengnu öldur Lagarfljótsins, sjá Hengifossinn rjúka og heyra þyt- inn í skóginum og sjá hvernig storm urinn skekur jafnvel stærstu trén, sem strá. A’it þetta hefir mentandi °g göfgandi áhrif á unglinginn, áhrif sem hann aldrei verður var við á annan veg en í gegn um nátt- úruna. Því hefir það mikið að segja um hvern skóla, að honum sé svo í sveit komiið, að þessi áhrif finuist ‘þar. Hallormsstaður liggtir nær öllum .stöðum þar eystra, betur við sam- göngum. Akvegur frá Reyðarfirði til Egilsstaða og mótorbátur, sem gengur þaðan upp að Hállormsstað ag auk þess bráðum akvegur þang- að frá Egilsstöðum. Eiðar hafa aftur á móti ekkert til að bera, sem geri þar hæfan skólastað, nema húsið, og það, að þar var búnaðarskólinn haldinn, sem þó fyrir löngu var viðurkent að væri mjög óheppilegur staðnr til búnaðarskólahalds. Landið í bring um Eiða er tilbrej’tingarlítið og ljótt og ekkert sem getur haft áhrif á það góða og fagra hjá nem- endunum. Þar er ekki skógur og snjó leggur þar ytra svo snemma á haustin að sja'ldan er skautasvél handa uemendunum að leika sér á. Skíðafæri er þar oft gott, enda ekk- ert hægt að komast meiri ltluta vetr arins nema á skíðum. Aðflutningar eru þar líkir og á HaMormsstað, þó þegar kominn akvegur þangað frá Egilsstöðum. Þegar maður svo tekur það trá þeirri hlið, hvernig jarðirnar séu til búskapar, þá er þar svo mik- ill munur að þótt Hallonmsstaður hefði enga kosti fram yfir Eiða aðra, að engum kunnugum manni gæti komiö til liugar að Eiðar gætu komið til greina, ef um slíkt væri að ræða. Hallormsstaðnr er ein bezta bújörð þar eystra. Kúabú má hafa þar stærra en annars- staðar á héraði. Á Eiðum aftur á móti er aðeins liægt að hafa lítið kúabú. En engum blandast hugur um, hve mikil nauðsyn 'það er fyrir sveitaskóla. Hallormsstaður getur borið það bú, sem getur vei'tt nemendum skól- ans g-ott og þægilegt viðurværi með langtum minni tilkostnaði en á Eið- um. Má til dæmis taka það, að nú sem stendnr má framfleyta á Háll- ormsstað 12—15 nautgripum og auðgert að stækka túnið með litlum tilkostnaði. En eftir ailan þann ára- fjölda, sem búnaðarskólinn hefir staðið á Eiðum og þrátt fyrir alt pað fé, sem varið hefir verið til rúnræktunar þar, er nú aðeins hægt r.ð fra aifleyta 5—8 nautgripum. Til sauðf járrækta hafa Eiðar ver- ið taldar í meðallagi og ekki meir. Hallormsstaður aftur ágæt jörð til sauðfjárræktar, þó fullkonulega sé tekið tillit ‘til friðunar skógarins. Fleira mætti til dæmis taka; en í stvtttu máli sag't, h'ljóta allir sem til þekkja, að viðurkenna það, að Hall- ormsstaður er staður framtíðarinn- ar, en Eiðar staður fortíðarinnar. Þá kemur eldsneytið. Á hverju ari er selt afar mikið af k’visti úr skóginum fyrir mjög lítð verð. Væri hetta notað til skðlans sjá allir hve mik'lu ódýrari upphitun yrði, bæði fyrir nemendur og hið opinbera, að nota viðinn með kolum. Að miusta kosti virðist liggja nær, að nota hann þanng þar á staðnum, en að það kæmí aftur fyrir að hann yrði fluttur til Reykjavíkur til elds- neytis. Og ómetanlegt er það fvrir skólabúið að losna við þá erfið- ieika, að flytja éldiviðinn frá sjó. Þá kemur að húsinu á Eiðum. En það er nokkuð, sem ætti atls ekki að koma tii greina. Nú hefir því verið borið við, að fvrst húsið væri þarna vær ekki gerlegt að flyt.ja skólann og nota ekki þetta hús. En nú vi'1‘1 svo til, áð ált úthér- 'iðið er læknislaust og befir verið það um 9 ára skeið, aðeins vegna þess, að læknisbústað og sjúkra- skýli vantar. En þarna fæst hvort- tveggja. Og einmitt Eiðar eru mjög ve‘1 settir tíl þess, þar eð þeir eru nm það hil í rniðju læknishéraðinu. Landið á báðar jarðirnar og er nú innan handar að ráðstafa þesisn eftir því sem stjórn og kunnugir menn álíta bezt og réttast. Það er vilji allra Austfirðinga, sem um þetta hafa hugsað, að skól- inn verði nú öuttur að Hállorms- ' istað, því það er sannfæring þeirra, að af þeim stöðum, sem fáanlegir eru eystra, sé hann hæfastur til að setja þar á stofn s'kó'la, voldugau og góðan, f jórðuugnum og öllu land inu til blessunar. Austfirðingar þekkja sjálfa sig og sinn fjórðúng bezt, því ber stjórn og þingi að taka þetta á- hugamál þeirra til athugunar og taka til greina vilja þeirra og flytja skólann uú að Háliormsstað, því seinna verður það e’kki gert. En ilt mun öllum góðum Austfirðingum þykja á að líta ef þúsundum króna ver-ður varið til skólahússbyggingar á þeim .stað, sem að allra dómi, er vel til þekkja, aldrei getur borið skóla, s'líkan sem Austfirðingar vona og ó'ska að skóli þeirra megi verða. Þ. G. Þ. Refaeldlsbannið. Á síðastliðnu Alþingi fluttu fimm þingbændur neðri deildar Alþingis frumvarp ti'l laga um „Bann gegn ref arækt' ‘. Hvað komið hefir þeim til að flytja nefnt frumvarp, er eigi unt að sjá, þar sem refarækt hefir hvergi átt sér stað hér á landi, en aðeins verið gerð tilrann til hennar á tveim stöðum á öllu 'landinu, Bíldudal og Elliðaey á Breiðafirði, en mistekist á báðum stöðum. Virðist þetta því sem varnagli hjá frumvarpsflytjendum fyrir því, að enginn geri frekari tilraun með refarækt sem atvinnugrein. Frumvarp þetta er í 5 greinum, og fylgir því hvorki meira né miuna en fjögra setniuga löng greinar- gerð(!!) svohljóðandi: „Á síðnstu árum hefir dýrbit víða hé’r á ‘landi farið mjög í vöxt. Lig’g- ur sterkur grunur á, að það istafi af þvi, að refir sleppi úr gæzlu. Hvort >ó grunur er réttur eða ekki, þá er ómögulegt að staðhæfa, að slíkt kunni ekki að geta komið fyrir, einkum í ísaárum. Því finst oss rétt að eiga ekki þann ótta yfir sér vof- andi, jafn mikið og við liggur, og því sjálfsagt að banna algerlega refaeldi hér á landi“. Frumvarpið komst ódrepið, en með breytingum þó, í gegnum neðri neild, þrátt fyrir andróður margra góðra manna, en dagaði uppi í efri deild þingsins, sem betur fór. Landbúnaðarnefnd þingsins, er máli þessu var vísað tit, lét mjög findregið í ljós álH sitt um nauð- syn þessa frumvarps, og sá sér eigi fært að gera aðrar breytingar við það, en að í stað fvrstu greinar frumvarpsins, sem hljóðar þannig: „Refarækt skal bönnuð hér á landi1 ‘, koma : „Refaeldi skal bann- að hér á landi“. Landbúnaðarnefnd því sýnilega það hugaðri en flutningsnienn fmm varpsins, að hún hræðist ekki reía- ræktina, sem hvergi á sér stað, en aftur algerlega samdóma þeim um hættuna, sem stafað geti af refa- eidi, og' 'leggur því eindregið til, að frumvarpið verði samþykt. Eðlilegt er að bændur vilji koma í veg fyrir.að tóunni fjölgi svo, að hætta stafi af fyrir búpening landið, því með tónskinn verzlum við nær því alt af við útlendinga, tugum þúsunda eða jafnvel liundr- uðum þúsunda króna, um leið og tóunni er fækkað meira en nokkurn þeirra, enda verið gripð til margra ráða henni til tortíráingar, þar á meðal að drepa hana á þann ómann- uðlegasta hátt, sem til er, og á eg þar við eitrunaraðferðina; því ekkj verður því neitað, að tóan hafi til- finningar, :sem sauðkindin og önn- ur dýr. Einmitt nú, þegar það ráðið er fundið, og á eg þar við yrðlinga- eldið, 'sem er öruggasta ráðið til fækkunar tóunni, rísa nokkrir full- trúar bænda og jafnframt allrar þjóðarinnar, upp á þingi og koma fram með lagafrumvarp, sem miðar hvað mest að því, að rsfmn fjölgi, og' jafnframt gerir mönnum ómögu- ■legt að hagnýta sér jafn dýra verzi- unarvöru og tóuskinn eru nú orðin. Skal hér með rökum bent á, liví- lík fjarstæða áðurnefnt frumvarp er, og hvern skaða bændur á 'þingi ynnu sinni stétt, með því að banna refáeldi. Refum ‘hefir verið eytt með skot- um og eitrun. Eitranirnar reyudust í fyrstu gott ráð, en nú orkar það mjög tvímælis, hvort þær koma að tilætluðum notum. Það er marg- reynt, að verstu bítirnir 'ganga al'Is ekki að eitrinu, og ‘því lengur sem eitrað er, verða dýrin varari um sig gagnvart þessari aðferð. Refareglugerðir eru til í öllum i-ýslum landsins. Víða eru reglu- gerðir þessar hrein og bein papp- írslög. Fé það, sem 'lagt er til höf- uðs tóunni, er lítilræði, og kanp skotmamia svo smánarlega lágt, að ekki nær neinni átt, er litið er til sívaxandi hækkunar á öllum vinuu- launum á öðrum sviðum. 1 flestum refareg’lugerðum mun svo fyrir mælt, að hver hóndi láti ■') vori hverju leita að greninu í sínu landi. Þessn ákvæði hefir víða alls ekki verið hlýtt og ekkert hirt um grenjavinslu nema þegar gren hafa fundist af tilviíjun, eða dýrbít- ur komið upp, og þá verið farið að reyna að finna grenið. 1 mörgum héruðum hefir því tóan komið upp hvolpum sínum í bezta næði. Þegar gren hafa f tmdist, var skot maður oftast nær fenginn til að vinna þau. Það þótti ágætt ef hann vann bæði dýrin, en oft náði hann ekki nema öðru, og stundum hvor- ugu. Um yrðlingana var vanalega e'kkert hirt næð.ust þeir ekki strax. Þetta var oft árangurinn af margra i ó'larhringa erfiði skotmanns og hann er eðlilegur, þegar litið er til borgunarinnar. Þannig var nú víð- ast livar fyrir nokkrum árum. En rú er öldin önnur. Skotmenn nú iara ekki ánægðir af greninu fyr en ['cir liafa náð öllum yrðlingunum iíka, þó eigi sé þeim ákveðið hærra verð úr sveitarsjóði en 50 aurar vanlega fyrir hvern yrðling'. En I vers vegna? Af því að fyrir hvern yrðling, ■sem næst nú, fær skotmaður 15 til 25 krónur. Eitt gren getur því kost- að skotmann fleiri hundruð krónur i g því eigi 'lítil gróðavon fyrir hann að ná öllum yrðlingunum, sem eru nú á tímum mjög eftirspurð vara. Stafar þetta eðlilega af því, að til þessa tíma hefir eigi verið baim- að með lögum að ala yrðlinga nokfcra mánuði til þess að þeir geti náð ful'lum vexti og skinnin orðið gjaldgeng verzlunarvara. Hver sá, er einhver ráð hefir, getur alið yrðlinga fleiri eða færri með litlum tilkostnaði, enda fjöldi manna víðsvegar um landið farinn að gefa þessu gaum, sem nýjum at- vinnuvegi, og sá atvinnuvegur gæti það orðið, sem veitti beint inn í !. rn a á fyrri árum, sem er bein af- teiðing af refaeldinu. Sumir bændur hafa ii'tið horn- auga til þessarar arðsömu atvinnu -kotmanna, en ékki er gerandi ráð :yrir, að flytjendur frumvarpsins séu í þeirra tö'lu. En hitt er víst, að sveitarstjórnir munn ekki sjá sér iært að leggja eins mikið fé til höf- t'ðs tóunni, eins og skotmenn nú fá tyrir vinnu sína við eyðing hennar. Eg tel því rétt og satt mælt, sem (inn mikilsmetiim .alþingismaðnr tGuðj. Gnðlaugsson) sagði í ræðu á þingi í sumar. Að með 'áðurnefndu irumvarpi, ef samþj-kt yrði „kyrkti pingið einhvern g’róðavænlegasta etvinnuveg landsins í fæðingimni.“ Þannig munn fleiri mætir menn !íta á mál þetta. Hitt er annað mál, og sjálfsagt, < ð þeir, er refi missa úr haldi, sæti sektum fyrir, og ek'kert á móti því, að eftirlit sé haft með því, að vel og iraustlega sé biiið um þau hús eða | garða, er refirnir eru aldir í; fela mætti 'það óvilhöllum mönnum, þar j sem refaeldi á sér stað. j Flesir, er refi ala, ger.a sér auð- vitað far um, að þeir séu sem trygg- ast geymdir, og liggur það í augum j uppi, að slíkt er eðlilegt, þegar þess | er gætt, að eitt tóuskinn getur kost- ( að alt að 200 krónum, og því eigi ; lítill skaði að missa refi úr haldi fyrir eigendurna. Vissu meðmælendur refafrum- I v arps þessa um, að refir hafi slopp- ið úr haldi. og síðan aukist dýrbít- ur af þeirra völdum, mótmæli eg al- gerlega; hefir hún við alls eugin rök að styðjast. Fyrst er það, að engum skýrslum hefir verið safnað, hvorki fyr né nú, um þann sfcaða, er af dýrbít hefir hlotist, og því eigi hægt að ’hafa neinn samanburð við fyrri ár. Annað, að eigi er nema eðlilegt að meira hafi borið á dýrbiti vet- rrinn 1917 og 18, enda flestum kunnugt bæði af riti og reynslu, að tinmitt mest ber á dírbiti þegar ís- : 'ir og harðæri vilja til, og því engin sönnun fyrir því að refum liafi fjölg að 4 seinni árum, heldur þvert á móti- Eftirspurn eftir vrðlingmn aldref verið eins mikil og níx og því kepst við að ná öÍlum dýrunum af hverju greni sem finst, eins og eg hefi áð- nr tekið fram. Þess vegna miklu ineiri ástæða til að álykta, að fækk- im refa miði miklu betur áfram nú heldur en áður, þegar aðeins eitt. eða tvö dýr voru drepin á þeim grenjum er fundust. Kunnugt er mér um að skotmenn tiafa á seinni árum snuðrað uppi mörg gren er þeir áður vissu alls. ek'ki af, þar sem fleiri eða færri refir lifðu 4 og komu upp yrðling- um sínmn óá reittir ár eftir ár. Afleiðingarnar sem baim á refa- eldi hefði í för með sér eru anð- séðar nú þegar. Allir beztu skotmenn mundu vera: jfánlegir til þess að vinna gren, sf þeirri ástæðu, að sveitastjórn- irnar gætu efcki boðið neitt líkt því liátt kaup, og þeir hafa nú upp úr grenjavinslu. Til þess þyrfti kaup- ið að skifta hundruðum og jafnvel þúsundum í hverjum hreppi sem tyndust 2 til 8 gren. Hætt við að þeim hreppum, sem hafa gerzt sjálfboðaliðar til að- fækka tófunni endurgjaldslaust,. sem er bein afleiðing refaeldisins,, ■þætti eigi breytt um til batnaðar. Eg liefi átt tal við efalaust eina beztu refaskyttu þessa lands, Finn- boga Pétursson bónda á Hvítanesi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.