Morgunblaðið - 19.02.1920, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 19.02.1920, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ M 0 R G U N'B L A Ð I Ð Ritstjóri: Vilh. Finsen. | Afgreiðsla í Lækj argötu 2 Sími 500. — Prentsmiðjusími 48. Ritstjórnarsímar 498 og 499. Kemur út alla daga vikunnar, aö mánudögum undanteknum. Ritstjómarskrifstofan opin: Virka daga kl. 10—12. Helgidaga kl. 1—3. Afgreiðslan opin: Virka daga kl. 8—5. Helgidaga kl. 8—12. Auglýsingum sé skilað annaðhvort á afgreiSsluna eða í ísafoldarprent- gmiðju fyrir kl. 5 daginn fyrir útkomu þess blaös, sem þær eiga að birtast í. Auglýsingar, sem koma fyrir kl. 12, fá aö öllum jafnaði betri stað í blaðinu (á lesmálssíðum), en þær sem síðar koma. Auglýsingaverð: Á fremstu síðu kr. 3.00 hver em. dálksbreiddar; á öðrum eíðum kr. 1.50 cm. VerS bla'ðsins er kr. 1.50 á mánuði. TT’.rvivvrJ -iVrfZTT fP1- «*« »4* »1* litinu. Sem dæmi upp á hve varlega er áætlað er Hvanneyri og Hólar með Öllu tilheyrandi, búi og öllu, virt á 120 þúsund krónur. Ætli að það yrðu ekki margir kaupendur að þessum jörðum fyrir það verð og þá er það að líkindum ekki hærra, verðið á prestsetrunum. Eg þykist því geta slegið því föstu, að með upptalning þessara eigna í eigna- og skuldayfiríiti ríkisins sé farin sama leiðin og hjá öðrum þjóðum, og ef vér hugsum okkur nokkum samanburð á hag þeirra og vorum, þá verður áð télja sams- konar híuti þar upp. Eg skal svo ekki víkja nánar að þessu atriði. Eii nú mun eg snúa mér að því höfuðatriði í grein B. M. þar sem hann segir að skuldir landsjóðs sé hér um bil 2 millionum meiri en arðberandi eignir hans. Að þessari niðurstöðu kemst höfundurinn með því að telja tekjumegin eignir ríkis- ins 1917, en gjaldamegin skuldir ríkisins 1918. En það er ljósara en frá þurfi að segja að ef gera. á upp hag ríkisins, eða félags eða ein- staks manns, þá verður sú leið aldrei farin. í þessu sérstaka til- íelli kemur þetta mjög illa niður, þar sem eignir ríkisins 1918 jukust við það að mikið af lánum þeim, sem var bætt við á því árí, varð að inneign landsjóðs í landsverzlun- jrmi. Eignir ríkisins 1917 vcru sam- kvæmt yfirliti stjórnarráðsins 28,411,714,28, en eignir ríkisins 1918 voru samkvæmt yfirliti stjórnar- ráðsins, sem fylgir landsreikning- nnum kr. 33,452,944,20. Þessi mis- munur stafar aðallega af því að inneign landsjóðs í landsverzlun- inni var 1917 5,660,659,05 en 1918 9,111,517,80 —, en að inneignin sé arðberandi efast enginn um enda fær landsjóður árlega vexti af henni en auk þess var landsverzl. búin að greiða um síðastliðin ára- mót 3 millionir af skuldinni. Hver sem vill gera upp hag lajidsjóðs verður þv.í að taka eignirnar og skuldirnar hvorttveggja frá sama árinu. Ef litið er nú á skýrslu þá um eignir og skuldir 1918, sem fylgir iandsreikningunum 1918 og teknar eru þar aðeins ótvírætt arðberandi eignir en húsum og lóðum slept, þá verða þær þannig: f sjóði 31. des 1918 kr. 1,747,183,32 Sjóðir..............— 6,898,779,04 Verðbréf............— 1,830,100,00 Jarðeignir..........— 2,170,773,00 IBafnarstræti^lð.^ Sjó- Striðs- Bruna- Líf- Slysa- Taia'mi 608. Símnefni: Shlpbroker. Símakerfin........ Skip.............. Jnneign í landsverzl. Varasj. landsverzl. 2,545,000,00 3,021,967,89 9,111,517,80 1,220,923,15 Samtals kr. 28,546,244,20 Um lið 6. (skip) er það að segja að engum getur dottið annað í hug en telja skipin arðberandi á þessam tímum, sbr og reikninga þessa. Að vísu er gróði Skipanna á papp- írnum minni fyrir það að tapið á strandferðunum hefir verið nálega alt fært þeim til útgjalda. Skipin eru nú í góðu lagi og viðgerð á Borg kostaði um 350 þúsund kr. Um lið 8 (varasj. landsverzl.) má segja að enn sé ekki víst að hann verði að eign, þó eg búist við því, þegar búið er að vinna upp kol og salt á þann hátt, sem alþingi hefir ákveðið, en þó sá liður væri dreg- inn frá, þá væru þó arðberandi eignir um 27,375,321,05. Hér er hús- um og lóðum s'lept og mundi þó ís- lenzka ríkið finna það, hvort þær eignir eru ekki arðberandi ef það ætti að leigja hús fyrir stjórn, al- þing og opinberar stofnanir. En þó arðberandi eignir væru aðeins tald- ar................... 27,325,321,05 og skuldir 1918 væru dregnar frá........ 19,629,493,34 þá stæðu þó eftir . . 7,695,827,71 fram yfir skuldir, en það verður all mikið önnnr niðui-staða en hr. B. M. kemst að í Lögréttugrein sinni. Að öðru leyti vísa eg til skýrslunnar um eignir og skuldir 1918, sem fylgir landsreikningun- um, er sýnir 13,822,450,86, meiri eignir en skuldir, en skýrslan yfir 1919 er ekki tilbúin og getur ekki orðið tilbúin fyr en lands- reikningurinn er tilbúinn, en þar sem árið 1919 hefir verið óvenju gott, liggur ' hlutarins eðli að niður staðari í eignaskýrslunni verður betri fyrir þetta ár en fyrir 1918. Eg veit að í raun og veru þarf eg ekki að taka þetta fram vegna hins háa alþingis, því em strax ljósar skekkjur þær, sem standa í nefudri grein, en þjóðin, sem ekki hefir eins gott tækifæri til þess að fylgja með fjárhagnum eins og háttv. al- þingism., á kröfu til þess að stjórn- in á hverju ári greiði sem bezt og skýrast úr þeim málum fyrir hana, cg ekki er það nú sízt nauðsynlegt þar sem landstjórnin nú býður út fyrsta innlenda lánið, sem eg man víkja síðar að. Eg veit að hér í þessum sal er öllum ljóst að gjaldþrotakenningin tr sú hin mesta f jarstæða, sem lengi hefir komið fram um fjárhag vorn. Iljá íslenzka ríkinu eru nú engir í járhagsörðugleikar fyrir ríkissjóð- inn. Lán vor í útlandinu eru til langs tíma með góðum kjörum, og sum með ágætum kjörum. Síðasta lánið, 4% milj. kr., var stórheppi- legt fyrir oss. Síðan það var tekið, hefir dregið sorta yfir peninga- markað heimsins, lánskjörin orðið margfalt örðugri og ef til vill ná- lega ómögulegt að fá lán nú í öðr- um löndum, nema þá ef til vill í Ameríku, en þó slík lán fengjust, mundu þau verða afar dýr. Það er því víst, að ísland verður nú að Ireysta á sig sjálft í fjármálunum. Stjórnin hefir nú boðið út 3 miljón kr. lán innanlands með 5%% vöxt- um og 96 kr. gengi. Kjör þessi eru góð fyrir landið þegar tekið er tillit til þeirra tíma, er vér nú stöndum á, og kjör þessi eru einnig mjög aðgengileg fyrir landsins börn, sem vilja geyma fé sitt í tryggum verð- bréfum. Lán þetta er ekki tekið vegna þess, að ríkissjóður sé í f járþröng, ekki til þess að greiða skuldir hans, en lán þetta er tekið til þess, að koma ýmsum stórfyrirtækjum inn- anlands í framkvæmd. Geðveikra- hæli verður að byggja, svo og hús á Eiðum og Hvanneyri, brýr þarf og að byggja t.d. á Jökulsá ogEyja- f jarðará, einnig á þetta lán að fara til þess, að hrinda áfram stærsta landbúnaðarfyrirtæki, sem enn hef- ir verið hugsað um á íslandi, Flóa- áveitunni. Bankarnir báðir hafa lofað að ábyrgjast að tryggja alt að 2 milj. af láninu, ef á þyrfti að halda, og gera þeir að skilyrði, að 1 miljón af láninu fari til Flóaáveit- unnar. Það eru fleiri en þeir, sem austanfjalls búa, sem fylgja þessu fyrirtæki með athygli. Ef það hepn- ast vel, sem vér vonum allir, þá vinnum vér þar einhvern hinn stærsta sigur fyrir landbúnaðinn, sem unninn verður, og hann mundi verða til þess, að gefa þessum öðr- um aðalatvinnuvegi vorum byr undir báða vængi. Á ]>ví ríður um- fram alt, að hin nýja stjórn, sem fer með þetta inál, tryggi að það verði framkvæmt á sem allra öruggastan og hagkvæinastan hátt og ennfrem- ur að fela forustu þess fjölhæfum manni, sem næga sérþekkingu hef- ii. Stjórniu treystir því. að þessu lánboði verði tekið vel í þessu landi, þessu láni, sem eingöngu er tekið til innaníands framkvæmda. Stjórn- in er þakkját bönkunum hér fyrir hve vel þeir hafa tekið í Jánið, o<i finn eg skyldu mína að taka það hér fram. Eg minni á það liér að stundu hef eg þótt mála fjárhaginn ;i .svartan hér á þinginu, en eg b um leið að það sé athugað að ( þegar á síðasta þingi tók það fra að eg liti svo á að ríkissjóður væ sioppinn eftir öllum vonum vel i úr stríðsrótinu, en það sem all; mínar áhyggjur snérust um var þ; að eg kveið því að halli muudi verí á árunum, sem fram undan eru, c því ári, sem nú er lokið, en það i cineitanlega ískyggilegra, en jafnv sjálfur stríðshallinn, þó einhvi yrði. Nú hefir það farið svo að nii urstaðan af síðasta ári hefir veri góð, og nú verður það að fara s\ að niðurstaðan af árunum 1920 o 1921 verði á þá leið að vér stönc um hallalausir eftir þau. Samkvæn fjárlögunlim er tekjuafgangur ; þessum árum, sem nemur k . 64,755.98 aura, en þá eru ekki ta in með þær h. u. b. 2 milljónir, sei launalögin hafa hækkað laun en bættismanna frá því, sem þau vori Jíanuverulegi hallinn er því kr. 1 235,244.02 aurar. Nú hefir stjórni samkv. tillögum landssímastjór Iiækkað símatekjurnar og mun s hækkun nema um 250,000 kr. á ái eða 500,000-' á fjárhagstímabilini Ilallinn er því h. u 700,000, en c frumvarp stjórnarinnar, sem hér hér liggur fyrir nær að ganga fram þá ættu fjárlögin að verða halla- laus. Þetta er það mark, sem vér verðum að setja okkur og stjórnin treystir því, að þingið sé henni sammála um að hér éigi beinlínis að innleiða þá meginreglu, að láta búskapinn bera sig árlega. Að því er þetta skattafrumvarp snertir, þá geri eg ráð fyrir að allir geti orðið sammála um, að rétt sé að leggja skatt á óhófsvöru, en um hitt verð- ur fremur deilt, hvort rétt sé að leggja stimpilskattinn á allar að- fluttar vörur. Rétt þykir mér að geta þess, að í raun og veru gætir þessa skatts lítið á nauðsynjavör- unum, hann er svo smár, en hans gætir mikið í landssjóðnum, auk þess sem hann á að eins að ná til áramóta 1921, en fyrir þann tíma á að vera búið að endurskoða alla skattalöggjöfina og er nú þegar bvrjað á þessari endurskoðun og hefir stjórniu kosið til þess starfs með sér tvo hagfræðinga, og hefir svo hugsað um að bæta við tveim mönnum með praktiskri þekkingu til þess að endurskoða þessi mjög svo þýðingarmiklu mál, en mér virtist rétt að láta bíða að tilnefna þá menn, svo næsta stjórn eigi kost á að velja þá eftir sínu höfði, en það virðist réttmætt, því sú stjórn á að bera fram hina endurskoðuðu skattalöggjöf. — Eg sé ekki ástæðu til að svo stöddu að fara nánar inn á þetta skattafruinvarp; vil leyfa mér að leggja til að því verði að afloknum umræðum vísað til fjár- hagsnefndar. Að lokum vil eg svo segja þetta. Astæðan til þess að stjórnin getur skilað fjárhagnum svo vel úr liönd- um til næstu stjórnar, er meðal aniiars hin góða samvinna milli þingsins og stjórnarinnar um skattamálin. Þingið hefir skilið hina brýnu þörf á því að afla land- inU tekna, og hefir látið hina eðli- legu óánaigju, sem fylgir hverjn nýju skattafrumvarpi, eins og vind um eyrun þjóta. Sannleikurinn mun nú einuig vera sá, að stjórnmála- menmrnir verða að lokum ekki clæmdir eftir því, hvað margar hnútur hafi fallið í garð þeirra, eftr því hvað miklar tilraunir hafa verið gerðar til að sverta þá og gcra lítið úr þeim, lieldur eftir þeirri niðurstöðu, sem er ávöxtur af starfsemi þeirra. Mitt síðasta orð verður nú, það sem eg vona að verði fvrsta orð hins næsta fjármálaráð- herra: Vakið yfir því að landsbú- skapurinn beri sig árlega, og gh'ym- ið ekki að íslenzka þjóðin, í fjár- máltinum eins og í öllii öðru, verður aðallega að læra að treysta á sig og sig eina, því sjálfs er höndin b.ollust. Frá Alþingi. --O— Þeir Björn Hallsson og Þorst. M. Jónsson bera fram frumv. um það, að Hróarstungulæknishéraði verði skift í tvö læknishéruð, vegna þess að Héraðsmenn eru nú sama sem læknislausir að vetrinum, þar sem læknirinn situr í Bórgarfirði, og verða ýmist að sækja læknir að Brekku í Fljótsdal, til Vopnafjarð- ar eða Borgarfjarðar, þó sjaldnast sjálfan héraðslæknirinn, vegna þess hve örðugt er að komast yfir fjöll- in milli Héraðs og Borgarfjarðar. Björn Kristjánsson flytur frv. um æfinlega erfingjarentu. Upphæð þeirri, er greiðist ár hvert í erfðafjárskatt, samkv. lög- um nr. 15, 11. júlí 1911, skal skift í hluti, er nemi 1000 kr. hver. Það, sem verður afgangs heilum hlutum? legst við erfðafjárskatt næsta árs. Þessir 1000 króna hlutir ganga til hjúa þeirra, er gifst hafa næsta ár á undan og verið hafa í ársvist á giftingardegi minst 5 ár eftir 16 ára aldur, og ræður hlutkesti milli þessara hjúa, hverjir hlutina fá. Þann hlut, sem hjúum hlotnast, skal leggja í deild hinnar æfinlegu erfingjarentu í Söfnunarsjóði Is- lands undir nafni eigandans sem vaxtaeiganda. í greinargerð, sem fylgir frv. þessu, segir svo: Um deild himiar æfinlegu erf- ingjarentu segir svo í lögum um Söfnunarsjóð íslands frá 10. febr. 1888: „Undir aðaldei’ld Söfnunarsjóðs- ins heyrir deild hinnar æfinlegu erfingjarentu, er tekur á móti fé með þeimi gkilmálnm, að jafnanl skuli árlega leggjast við höfuðstól- inn hálfir vextirnir af honum, en hinn helmingurinn falla árlega til útborgunar til nafngreinds manns, sem vaxtaeiganda, eða þeirra, sem vaxtaieigendur verða að innstæð- unni eftir hans dag, því að liinum nafngreinda vaxtaeiganda látnum eiga allir lögákveðnir erfingjar hans rétt til að innstæða sú, er hann var vaxtaeigandi að, skiftist frá næstu árslokum eftir fráfall hans milli þeirra sem vaxtaeigenda, eftir þeirri tiltölu, sem fyirirskipuð er um lögerfðir, og getur þá hver þeirra fengið það, sem honum hlotn- ast, fíutt í bókum Söfnunarsjóðsins til sín sem vaxtaeiganda, og sama rétt Éhafa að hverjum þeirra látnum, allir lögákveðnir erfingjar hvers þeirra, og' sama gildir framvegis við fáfa.ll hvers vaxtaeiganda að nokkru af umræddu fé. Sá, sem er vaxtaeigandi að fé í deild liinnar æfinlegu erfingjarentu, getur ráð- stafað vöxtum þeim, sem höfuð- stóllinn ber til næstu ársloka eftir fráfall hans og útborgast eiga, en lengra ná eigi umráð hans yfir fé þessu“. Eins og ofannefnd ákvæði bera, með sér, fer hver uppliæð í deild hinnar æfinlegu erfingjarentu smám saman vaxandi, með því að helmingur vaxtanna legst jafnan við liöfuðstólinn, en við fráfall hvers vaxtaeiganda skiftist upphæð sú, er honum tilheyrði, meðal allra lögákveðinna erfingja hans. Við þetta dreifist hver upphæð áður en á löngu líður til margra, jafnframt því, sem hún í heild sinni fer stöð- ugt vaxandi. Þau þrjú fjárhagstímabil, sem liðin eru síðan lögin frá 1911 um erfðafjárskattinn komu í gildi, hefir hann numið að meðaltali rúm- um 10,000 kr. og fyrir árið 1918 nam hann kr. 10,315,98. Eftir ofan- rituðu frumvarpi imindu því 10 hjú liafa árlega getað fengið 1000 kr. hlut hvert. Ef t. d. 22 ára konu hlotnast 1000 króna hlutur, og hún tæki jafnan hálfa vextina,þá mundi upphæð hennar með þeim vöxtum, sem Söfnunarsjóðurinn nú borgar, nema kr. 3099,61, er hún væri orð- in sjötug, og sá helmingur vaxt- anna, er hún þá fengi útborgaðan, mundi vera kr. 73,60; alls mundi hún þá vera búin að fá útborgaðar rúmar 2090 krónur. Lifði hún leng- ur, þá hækkar með hverju ári bæði það, sem hún fær útborgað, og það, sem hún eftirlætur erfingjum sín- um. Við fjárupphæð þá, sem alls yfir stæði í deild hinnar æfinlegu erfingjarentu, mundi yfirleitt ár- lega bætast töluvert meira af vöxt-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.