Morgunblaðið - 19.02.1920, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 19.02.1920, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ 3 nnnm en helmingurmn, því sumir, sem nokkur efni hefðn, mnndn eigi kæra sig um að taka neitt af vöxt- unum, heldur láta þá leggjast við innstæðuna til hagnaðar fyrir erf- ingja sína, og ennfremur er svo ákveðið í lögum Söfnunarsjóðsins, að við innstæðuna leggist vextir, sem eigi nemi 10 kr., þótt þeir ann- ars ættu að útborgast, því engum mundi vera verulegur styrkur að svo lítilli upphæð. Bn framan af mundi þetta oft koma fyrir, þegar féð dreifist milli margra erfingja, meðan það enn væri lítið. Nái ofanritað fruijivarp fram að ganga, þá munu ekki mjög margar kynslóðir vera liðnar áður en mik- ill hluti landsmamia, og einkum hinir fátækari, mundu fæðast til nokkurrar eignar, sem vaxtndi færi ár frá ári, og með tímanum mundi meiri hluti íslenzkra heimila hafa þær tekjur af hinni æfinlegu erf- ingjarentu, að fátæku fólki væri verulegur styrkur að því. Það er kunnuga en frá þur.fi að segja, hversu mikið los er komið á yngra fólk, svo að það fæst nú naumlega til að vera í ársvinnu- mensku. Það virðist því full þörf á að hvetja yngra fólk til vinnu- rnensku, og að því stefnir frumvarp þetta, þótt fjárhæðin sé fyrst um sinn takmörkuð, eða bundin aðeins við erfðafjárskattinn. Þegar fjár- hagur landsins yrði betri en hann er nú, mætti auka þessa fúlgu hve- nær sem ástæður leyfðu. Og svo virðist, sem slík uppörfun til vinnu- mensku, eins og hér um ræðir, ætti smám saman að geta breytt hugsun- arhætti þeirra, sem hafa skömm á algengri vinnu og að vera í árs- vinnumensku, sem áður var algeng- ast og setti hið nauðsynlega mót staðfestunnar á unglingana. Ólafur Proppé flytur frv. um löggilding verzlunarstaðar í Val- þjófsdal, vestan Öiiundarfjarðar. Bjarni frá Vogi flytur frv. um það, að Hjarðarholtsprestakall í Dölum sameinist ekki Suðurdala- þingum við næstu prestaskifti. Sigurður Stefánsson flytur tillögu til þingsályktunar um það, að skora á stjórnina að láta sömu reglur gilda um útborgun á launum presta og annara embættismanna. Mál komin úr nefnd: Fjárveitinganefnd felst algerlega á frv. stjórnarinnar um hreppstjóra laun. Sömuleiðis ræður stjórnarskrar- nefnd neðri deildar þinginu til þess einum rómi, að samþykkja stjórn- arskrána óbreytta. Framleiðslan og afkoman. i. Meðan ófriðurinn stóð sem hæst, og flestir léðu fúsast eyru bardaga- fregnum og blóðsúthellinga. voru beir bó margir, sem baðu sér iiljóðs í blöðum og tímaritum stórþjóð- anna, til þess að rökræða ástandið e f t i r ófriðinn. Meðan á hildar- ieiknum stóð, áttu allar þjóðir sam- merkt í-því, að lifa um efni fram, ríkisfjárhirzlurnar tæmdust jafn- harðan, þrátt fyrir aukna skatta, sem sumstaðar voru orðnir þyngri en nokkurn hafði dreymt um áður, og þrátt fyrir lán á lán ofan. Aldr- ei mun f járhagur jafnmargra ríkja komast jafn eftirminnilega úr jafn- vægi eins og við ófriðinn mikla, og aldrei hefir jafnmiklu fé verið fleygt í sjóinn og á styrjaldarárun- um. Hjá þeim ríkjum heimsins, sem mest mega sín, eru fjárhirzlurnar ga'ltómar og skuldirnar sligandi. Og eigi er hætta á öðru en að þau hin sömu ríkin neyti yfirburða sinna og komi viðskiftalífinu eftir mætti í þær skorður, að smáþjóðirnar, sem ekki hafa beinlínis lagt fórnir á altari stríðsguðsins, verði látnar borga skatt af verzlun sinni við hlutaðeigandi þjóðir, að verzlunar- tollar og ýrnsar aðrar álögur, bein- ar eða óbeinar, verði sérkenni milli- þjóðaviðskiftanna á næstu árum, að svo miklu leyti sem það getur sam- rýmst samkepninni miklu, milli að- al sigurvegaranna tveggja, Breta og Ameríkumanna. Dýrtíðin er ekki úti enn, eins og tími sá, sem liðinn er frá ófriðarlokum, 'hefir nógsam- lega sýnt. Næstu árin verða í -eið- anlega tími óvissu í viðskiftum og enginn veit enuþá, hvort peningarn- ir verða nokkurn tíma ,,sjálfum sér líkir“ aftur. Hér á landi hafa menn gefið þeim tímum, sem nú eru að hef jast í heim inum, altof lítinn gaum, og hafa Is- lendingar þar minni afsökun en aðrar þjóðir, því naumast mun hug- ur þeirra hafa verið jafn haldinn af ófriðarfarganinu og annara, sem nær stóðu því vítisbáli. Ennfremur máttu viðburðir þeir, sem gerðust í sögu þjóðarinnar fyrir rúmu ári síð- an, gjaman verða til þess, að hvetja íslendinga til umhugsunar um fram tíðina, fremur venju nú, en á öðr- um tímum. Að þetta hefir eigi orð- ið, sýnir að þjóðin þekkir ekki sinn vitjnnartíma, og að.leiðandi menn hennar láta ýmisiegt, sem minna varoar, skyggja á það, sem mest, er um vert. A engu ríður meira nú, en að (t'nahagur þessarar litlu þjóðar haldist í horfi. Og á stríðsárunum hefir farið hér, sem annarstaðar, að ríkið hefir orðið að taka meiri lán og stærri, en nokkurntíma áður, og að skuldir þess opinbera eru rnargfalt meiri en fvrir stríðið. Ut- gjöldin hafa stóraukist. meðfram sakir verðfalls peuinga, en tekjur hafa ekki getað haldist í hendur við gjöldin, sakir þess að skattarnir hafa verið miðaðir við gamait pen- alt peningagildi og ekki verið hækk aðir að sama skapi og peningar liafa fallið, Hafa því verið teknir upp ýmsir nýir tekjustofnar og margir þeirra að lítt liuguðu máli, cnda eru þeir sumir ósanngjarnir úr liófi fram. Yfirleitt bera afskifti löggjafanna, þeirra þjóðarinnar út- völdu, sem sjá eiga henni farborða gegnum brimólgu yfirstandandi tíma, þess ljósan vott, að þeir hafi ekki sem skyldi hugsað né skilið þau vandasömu viðfansgefni, sem nú eru fyrir höndum. Verk þeirra eru handahófsverk, fum og fálm, og ræður tilviljunin ein, hvort fer á verri eða betri veg. Nú er þingið sezt á rökstóla. Bíða þess vandamál, sem miklu skifta. Reyndar lítur svo út, sem verkefni þess eigi aðeins að vera það, að afgre'iða stjórnarskrána og mynda stjórn. En margs er þó nú að gæta, og margt hefir breyzt svo frá þvií í sumar, að löggjafarnir mega líta í kring' um sig.^Og þá er eigi úr vegi að þingið taki til íhug- unar, hver ráð verði til að verjast því, að landið troðist undir í þeim hamagangi, sem framvegis mun ríkja í viðskiftum þjóða á milli. II. „Holt er heima hvað“. Þetta gamla máltæki verður sennilega viðkvæði margra þjóða á næstu árum. Æðsta boðorð hverrar þjóðar mun sennilega verða það, að reyna að komast sem mest af af eigin efn- um, varast innflutning allra þeirra vörutegunda, sem komist verður hjá að flytja inn, auka sem mest iðnað þann, sem landsbúum er nauðsynlegur og leggja stund á framleiðslu allra afurða. í þessum atriðum eigum vér Islendingar margt ólagfært. Af hálfu löggjafanna hefir enn- þá sem komið er lítið verið gert til þess að uppfylla þessi boðorð. Og almenningur hefir eigi lifað eftir þeim heldur, enda ekkert aðhald haft. Peningar hafa verið meiri hjá flestum en áður var, og menn hafa fremur vanist af sparnaði en á. Aðflutningur h>efir stóraukist á ýmsum þeim vörutegundum, sem þjóðin getur að miklu leyti verið án. A árunum 1913—15 var tíundi liluti allrar innfluttrar vöru mun- aðarvara, og þó að surnt, sem hag- skýrslurnar telja undir þann flokk geti ekki heitið óþarfi, t. d. sykur, þá er nóg eftir samt. Að þvS er snertir útflutning eru ísiendingar fremur vel settir. Fisk- urinn verður þar þungur á metun- um, og haldist islenzkar afurðir í áliti erlendis og markaður bregð- ist eigi, er það okkar eigin sök, ef vér getum eigi staðist f járhagslega. En löggjafarvaldið þarf að taka upp nýja stefnu á þessu sviði. Það þarf að ýta undir menn að stunda þá atviunuvegi, sem landið hefír mest gagn af, í stað þess að fæla rieirn írá því með ýmsum ráðstöf- vnum, sim anka erfiðieikana. Það vita alllr, að íslenzku fisk.rniðin cru gullnáina, sent Iandsmenn eiga sjálfir að n> a eftir mæt ' Og sizt má láta ■ uðlindirnar ó ■•■vafar á þessum tímum, þegar barátta þjóðanna fyrir tilverunni er hnrð- ari en tvokkurn tíma áðar Aunað atriði í þessu máli er framleiðslan til eigin þarfa. Þar eru Islendingar óneitanlega miklu ver staddir en vera þyrfti. Yið' flytjum ýmislegt inn, sem við get- um framleitt sjálfir, og er slíkt áreiðanlega skökk pólitík. Hingað koma árlega margir skipsfarmar af kartöflum, af þeirri einföldu á- stæðu, að við höfum ekki manndáð í okkur tii þess að rækta þær sjálf- ir, og samgöngurnar eru svo bág- bornar. Við seljum síld og fisk fvr- ir margar miljónir út úr landinu en kaupum sömu vörur niðursoðnar fvrir tugi þúsunda. Og fleira mætti telja af líku tagi. Þetta er ekki rétt- ur búskapur, eins og allir sjá, og á þessu sviði er margt að lagfæra. Framleiðslu tii eigin þarfa verður að auka, og það er hægt og væri þegar orðið, ef þing og stjórn sýndi slmennum atvinumálum innanlands meiri ræktarsemi en hingað til. ís- lenzkur iðnaður er varla til. Á því svfði erum við fákunnandi þjóð, og tiöfum margt að læra. Og næstu árin munu eflaust færa oss heim sanninn um að það verður óhjákvæmilegt fyrir íslendinga að kunna fleira en nú og geta bjargast betur af eigin ramleik. Flutningar allir landa á milli eru örðugir og dýrir. En því er iíkast nú á þessum-síðustu tímum, að einu Uppboð á saltfiski og veiðarfærnm úr franska togaranum »La Champagne* verð- ur haldið á Hafnarbakkanum fimtudaginn 19. þ. m. kl. 1 e. h. Bæjarfógetinn í Reykjavík ’ 18. febr, 1920 Jóh. Jöhannesson. Reykið og verið ánægðir. P Vér bendum ýður á Specál Suniipe-cigaretturnar, sem góðar og jafnframt ódýrar cigarettnr. Litla Búðin (við hliðina á Pósthúsinu). Lítii julla er ber 4—5 menn er til sölu nú þegar. CiríRss. LAUKUR góður og ódýr i heildsölu hjá A. Guðmundsson Banka&tr. 9 Sítni 282. gildi livað hver lilutur kostar. Pen- iugaveltan er orðin meíri en áður, og aðgætnin í peningasökum bæði h já einstaklingnum og því opinbera að sama skapi miuni. Því er ekki nægiiegur gaumur gefinn hvort þjóðin lifir ekki um efni fram, hvort við þurfum ekki að spara og fara gætilegar en hingað til, Þó alt slampist af ef ekki vilja nein : óhöpp til þá er slíkt ekki nóg. Á þeim umbreytingatímum, sem nú standa vfir er.ekki lengi að breyt- ast veður í lofti. Ohöpp sem enginn sér í dag geta vofað yfir á morgun. Við því mega allar þjóðir vera bún- ar og Islendingar ekki sízt. <z DA6BÓK => fíánarfregn. Nylátin er hér í bænum frú Gu'ðrún ólafsdóttir, kona Hjalta Jónssonar skipstjóra og útgerðannanns. Banamein hennar var krabbamein, ill- kynjað mjög. Frú Guörún var gáfuð kona og göfug, frumúrskarandi vel látin af öllum, sem henni kvntust. Einangrunin. MaSur nokkur komst af tilviljun inn í eitt húsa þeirra sem ein- angruS hafa veriS vegna inflúenzunnar. Átti hann erindi þangaS og er hann hafSi lokiö því, ætlaSi hann út aftur. En þá var hann stöðvaöur af varSmann- inum og vísað inn aftur. VerSurhann nú að vera í söttkví í 7 daga fyrir óvar- kárnina. Alþingi. Enginn óviðkomandi fær nú aögang aS áheyrendapöllum þingsins. Mishermi er þaö sem staðiö hefir hér í blaðinu, aS biskup hafi fyrirskipað hér þakkarguðsþjónustur í tilefni af sam einingu SuSur-Jótlands og Danmerkur. Hefir biskupinn tjáð oss, aö hanu hafi eigi neitt umboð til þess aö fyrirskipa slíkt, En á guSfræðingamótinu, sem haldið var í Vestergaard í fyrrasumar, þar sem saman voru komnir fulltrúar NorSurlandaþjóSanna, var samþykt sú tillaga frá einum sænska fulltrúanum á mótinu, að skora á kirkjustjómir NorSurlandaríkjanna aö láta minnast þess í kirkjunum, er landshlutamir suS- ur-jósku hyrfu aftur til Danmerkur. Mun þetta tilefniS til þess, aS mis- sögnin hefir komiS fram. 5 manna nefnd var skipuS í gær í efri deild alþingis í gær til þess að athuga. stjómarskrána. Meffal farþega meS íslandi er E.. Cable fyrrum konsúll Breta hér. í Vestmannaeyjum lögðust á annað bundraS manns í fyrradag. Veikiu væg. Kolalaust og olíulítiö er í Eyjunum og fyrirsjáanleg vandræöi, ef eigi er að gert bráðlega. Sóttvamirnar. Heyrst hefir aö sýsl- urnar austanfjalls ætli aS banna allar samgöngur viS Reykjavík, þangaS til útséS er um, livort inflúenzan er komin til bæjarins. Ýmsir austanmenn, sem ætluöu heSan í gær hafa því frestaS ferSalaginu. Villemoes liaföi veriS meira en viku í hafi er hann kom hingaS og þurfti því ekki sóttkvíunar viS.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.