Morgunblaðið - 14.08.1924, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 14.08.1924, Blaðsíða 4
MORGUNBLABIÖ *%? ;*. £! i Augl. dagbók I :$- . y ===== Tilkynningar. ===== Drýgri engin dagbók er, Dranpnie smíCa hringa, en dagbókanna dagbók hjer: Dagbók auglýeinga. ------ Viískifti. --------------- Dívanar, borðstofuborð og stólar, ódýrast og best í Húsgagnaverslun Beykjavíknr. INIopgan Brothers vini Portvín (donble diamond). Sherry. Madeára, ern viCnrkend bert. Ný fataefni í mikln úrvali. Tilbúin föt nýsanmnð frá kr. 95,00. Fðt af- greidd mjög fljótt. Andrjee Andrjee- son, Laugaveg 3, «ími 169. Hreinar ljereftstuskur kaupir fsa- foldarprentsmiðja hæsta verði. ------ Leiga. ------------------- Sölubúð góð og ódýr til leigu nú ^þegar. Upplýsingar í Rakarastofunni í Eimskipaf jelagshúainu. < ---- Húsnæíi. -------- 2—3 herbergi og eldhús óskast til ieigu nú þegar. Upplýsingar í Síma 976. smsmmmmmmmmmmmmmmm Bandarikivt og Olympisku leikarnir. f áttunda sinn unnu Bandaríkin á Olympísku leikjnnnm í ár. 1 hvert einasti skifti, síðan þeir nokkru fyrir aldamótin (1896), hófust að nýju hafa þeir unnið flest stig. í París í sumar fengu þeir alls 255 stig, Finnland var® annað; í röðinni með 166 stig og Bretland varð hið þriðja í röðinni með 85*4 stigi. Er ekki því að neita að ekki ólítill vindur er í sumum blaða- raönnunum vestra yfir þessu, til dæmis stendur í New York Even- ing Mail: „petta er alveg eins- dæmi í sögu íþróttanna, sem vart mun nokfkurntíma eiga sinn líka.“ Hvað sem þeirri spá líður og öörum svipuðum. þá er víst, að það, hve vel amerískum íþrótta- mönnum gengur í kepni við aðra, á að miklu leyti rót sína að rekja til þess, að amerískir íþróttamenn æfa sig með meiri áhuga en aðrir. Ameríkumenn eru glensmiklir og kátir á frístundum, en alvörugefn- ir við vinnu. peir setja sjer, að j gera það, sem af þeim er krafist, fljótt og vel, umfram alt fljótt, og eru því óskiftir við verkið. Eins við íþróttirnar. pað er þetta motto: „Jeg vinn,‘ ‘ sem ber þá fram til sigurs, því að það knýr þá áfram á hverri æfingarstund. Enginn efi er á því, að ameríski hugsunarháttnrinn er þeim lyfti- stöng. En líka má benda á það, að Bandaríkin eru mannmörg þjóð (á annað hundrað miljónir íbúa) og þar í landi eru synir og dætur svo aýi segja allra þjóða á hnett- innm og er nr mörgu að velja. Til dæmis <eru þrír amerískir íþróttamenn á Olympisku leikj- unum í ár, sem eiga finnska for- eldra í báðar ættir. Bandaríkin eru frekar land úti- íþróttanna en nokkurrar annarar þjóðar. Talsverður hluti námstím- ans í skólum fer til áþróttaiðkana. í hverjum frímínútum (og það eru langar frímínútur í amerískum skólum) ef gengið er fram hjá skólasvæði, eru allir nemendur við íþróttir, anaðhvort í „basebalT* (amerískum knattleik) eða, við eitthvað annað. Og jafnvel litlu angarnir í neðstu bekkjunum eru að læra að kasta knetti Og ekki minkar áhuginn, er börnin vaxa upp. A háskólunum til dæmis eru íþróttir stundaðar af miklu kappi og keppa úrvalsflokkar frá binum ýmsu háskólum og hefir frægð sumra borist landa á milli. Stúlk- urnar eru engir eftirbátar pilt- anna í þessum málum. Loftslag landsins býr alt í hag- inn: Langt, sólarríkt snmar. Sól- skinið og góða veðrið dregur menn út. Kaldur vetur og snjóþungt víða. Skíðaíþróttinni «r altaf að fara fram vestra. Og í þeim hlut- um landsins, þar sem enginn vetur er, er vetnrinn svo mikið sumri líkur, (Florida-ríki, Kalifornía o. s. frv.), að allar útiíþróttir má stunda allan ársins hring. Ameríúka íþróttamenn einkennir = fjör og flýtir. próttur æskunnar ber þá uppi, og það er helst í þrautseigju, að þá skortir á við sumar aðrar þjóðir. A langhlaup- um skara aðrar þjóðir fram úr. Maraþonhlaupið hafa Ameríku- menn ekki nnnið síðan 1896, er Johnny Hines vann á móti Durando. En sum blöðin benda á, að af öllurn þeim 45 þjóðum, sem sendu syni sína og dætur til Parísar- borgar í ár, eigi Finnland mestan heiðnr skilið. Enginn einn íþrótta- maðnr hlaut eins mikla frægð Og Paavo Nurmi. --------x-------- í sfyífingi. í 51. sinn talar blaðsnipsið, sem kennir sig við íslenska alþýðu, um hluthafaskrá Morgunblaðsins. Daginn sem staglið gleymdist, afsakar blaðið gleymskuna með því, að það hafi ætl- ast til þess, að þann dag hafi enginn munað eftir því, sem blaðið var búið að staglast á 50 undanfama daga. Víst gleymist það fljótt, sem skrif- að stendnr í blaðsnipsi því; en frá- munalegri fáráðlingsháttur hefir enn ekki sjest í snipsinu, en þegar blaðið sjálft þvertekur fyrir, að því sje nokk- ur gaumur gefinn; 50 sinnum að stagl- ast 4 því sama sje sama og ekki neitt, það muni enginn eftir því deginum lengur. Hve oft skyldi blaðið balda að það þurfi að orða sama atriðið, svo nokkr- uin svo mikið sem detti í hug, að fara eftir því ? Ef blaðið heldur áfram staglinu um hluthafaskrána á hverjum einasta degi hjeðan í frá og fram yfir áramót, þá væri rjett að hefja rannsókn é því atriði málsins — jafnframt því sem litið væri eftir sálarástandi- ritstjórans. A8 skamma Jón SigurBsson. Tíma- Tryggvi hefir gaman af því, að taka upp jsetningar eftir Jón Sigurðsson og bera fyrir sig. pegar menn andmæla málskrafi Tryggva, því er hann hnoðar utan um setningar þessar, þá bendir „minni helmingur" á það hinn hróðugasti, að nær sje að skamma Jón Sigurðsson. Yitanlega tekur engin þessu öðruvísi en sem barnalátum í ritstjóranum. pó mætti benda honnm á, að íeitaði hann vel, þé myndi hann sjálfur hafa nægilegt tilefni til að „skamma Jón Sigurðsson“; t. d. fyrir það. J. S. tal- ar um smáfjelög í hjeruðum til þess að bæta atvinnu og verslun, sem gæti gert mikið gagn „ef þcm hjeldu sjer fast rið það sem œtlunarverk þeirra væri“. J. S. hefir auðsjáanlega litið svo á, að verslunarfjelög þyrftu ekki og ættu ekki að skií'ta sjer af pólitík. Svo það er ekki ný bóla að monnum sje bent á slíka óhæfu. ----o— ■ - Dagbók E.s. Mercur fór til Norcgs í gær. Meðal farþega voru: Frk. Kuley, kenslukona, hr. Bjerke, Eggert Krist- jánsson kaupm., Péll Sigurðsson lækn- ir, Magnús Guðmundsson skipasmið- ur, frú Seheving Thorsteinsson, frk. Thorsteinsson, Dr. Poul, hr. Freytag, Halldór Eiríksson bankafulltrúi, Ingi? mar BrynjólfSson heildsali, Kristjánsson læknir og frú, Christian- sen kaupm., AuguSt Flygenring alþm. og dóttir hans, frk. Anderson, fröken- arnar Rambeek, kenslukonur, Guðný Guðmundsdóttir, frk. Bay, lektor Op- sund o. fl. Belgaum kom frá Englandi í gær, nýmálaður og flutti kolafarm með hiug að í þessari för. Signe Liljequist, hinn syngjandi far- fugl, fór með Botníu í gærkvöldi. Hún bað oss að flytja hinum mörgu vinum og kunningjum sínum bestu kveðjur. Henni tók sárt að yfirgefa ísland nú, henni er orðið landið svo ka:rt. Hún er eins og farfuglarnir, un- ir sjer vel hjer norður við heimskaut. Ekki býst frúin við að koma hjer næsta sumar, því þá er hún ráðin til Ivanada, en úr því kvaðst hún ekki sleppa nokkru tækifæri. Hvxn er vel- komin hingað og hafi hún þökk fyrir komuna. JSmndur Brynjólfsson alþm. er stadd ur hjer í bænwn þessa dagana og er að leita.sjer lækninga: Hanu segir frjetta- laust úr Amessýslu, en mjög yrði baga- legt, ef þurkur kæmi ekki bráðlega, því sláttur byrjaði seint vegna gras- leysis og ’ þess vegna lítið komið af heyjum í hlöðu ennþá. E.s. Asra kolaskip, er fyrir stuttu komið hingað. A f veiðum eru nýkomnir: Geir (afli: 90 tn.), Skallagrímur (afli: 145 tn.) og Baldnr (afli: 106 tn.). Esja lá inn í sundum í gær. Enslcur hotnvörpungur kom inn í gær með mikið veikan mann. Flugvjel nr. 4 var flutt út á höfn í gær. Bo'tnía fór vestur og norður um land til útlanda í gærkvöldi. Meðal farþega: Braun kaupmaður, Thyra Lange stúdent, Ágúst Kvaran bók- haldari, til Akureyrar, Geir Sigurðs- son skipstjóri og Skúli Jónsson út- gerðarmaður til Sigluf jarðar. All- margir útlendingar fóru og með skip- inu til útlnnda. Tundurspillarnir og Bichmond. Tund urspillarnir fóru ekki af stað í gær- morgun snemma, eins og ráð hafði verið fyrir gert. Yar ráðgert, að túhdurspillarnir færu í nótt, og Rich- mond í dag, ef veður leyfir. Gísli Sveinsson sýslmnaður kom tií bæjarins í fyrrakvöld, og mun dvelja, hjer fram yfir næstu helgi. Hann: segir grassprettu hafa orðið í meðal- lagi í Mýrdal, o» heyskapur verði all- góður þar um slóðir, ef nægilegir þurk- ar verða. Heilsufar manna er gott þar. T)r. BjerJe frá Oslo var einn meðat ferðamannanna á vegum ,Tidens Tegnc' á dögunum, hann varð hjer eftir og- ferðaðist nokknð um landið, fór upp- í Borgarfjörð og landveg þaðan til pingvalla. Hann fór til Noregs með* Mercur í gær. Locatelli lagði af stað frá Strorn- ness í gærmorgun, en sneri aftur vegna, óveðurs á hafi. Tveir nefndarmanna úr lögjafnað- arnefndinni þeir Kragh og Nielsea fóru í gær með Botníu til Siglufjarð- ar, en korna aftur með Gullfoss. Fuiid- ir nefndarinnar halda áfrarn er þeir koma að norðan. A. L. Elnan ritstjóri Indherreds- Posten í Steikjer í prændalögura kom bingað með Mercur. Fer liann tif Borgamess í dag, og ætlar að ferðasfr hjer um hálfsmánaðartíma. É.s. fíullfoss fer hjeðan til Vest- fjarða, Sigluf.iarðar og Akureyrar í dag kl. 1 e- Meðal farþega eru: Einar M. Jónasson sýslum. og frú,. Tage Möller og frú, síra Ásgeii Ás- geirsson í Hvammi o. fl. Mrs. og Mr. Vinton, amerísk iijón,. sem búsett eru í Lundúnum, hafa dval- ið hjer um tíma og fara í dag með Suðurlandinu til Borgamess og ferðast: landveg norður. Mrs. Yintori er frjetta- ritari fyrir stórblaðið „New York Tribune“, en maður hennar er málari og ferðaðist hann hjer austur ma sveitir. Hefnd jarlsfrúarinnar. Eftir Georgie Sheldon. Fyrsti kapítuli. hefndarheit. Máninn glotti fölur og kuldalegur á milli skýjahraxmanna og bleika birtnna bar á skógarþyknin umhverfis Leaming- ton Towers, gamla stóra steinbyggiugu, sem óneitanlega var fögur tilsýndar, en er nær kom, kom í ljós, að allir veggir voru illa útlítandi eftir veður og vinda, þó vafningsjnrtirnar grænu hyldu marg- ar Ijótar skellur. I hverjum glugga á Leamington Tow- ers’ logaði ljós, frá hæsta glugga turns- ins og niður að kjallaragluggunum litlu. Og yfir gamla marmaraþrepinu við aðal- irmganginn var og Ijós, er har sterka birtu. Marmaraþrepin voru skrautlega böggin og gáfn dálita bugmynd um alt það, skraut, sem gat að líta inni í húsinu. Inni í höllinni á að • fara að halda veislu milkla og er tilefnið það, að Dud- ley Durward lávarður hafði nýlega verið sæmdur jarlstign og tilkynningu um það, að hann ætti að setjast á bekk í efri mál- stofunni, hafði hann fengið eigi alls fyr- ir löngu. Hafði það vakið mikinn fögnuð vina hans og eigi síst hans sjálfs. 1 stóru viðhafnarstofunni á Leaming- ton Towers sem er öll hvítmáluð, með skrautlegum, gyltum listum,, og prýdd fjölda málverka, listaverka og blóma, stendur húsbóndinn, hreykinn heldur ien ekki, við því búinn, að taka á móti gest- um sínnm, er þeir koma til að óska hon- um til hamingju. Hann er maður sterklega vaxinn, á að giska þrítugur að aldri og er fríður sýn- um. En í andliti hans eru harðlegir drættir, sem eru augljós merki þess, að hann er slægur og hyggur á lymskuleg ráð, er honum býður svo við að horfa. Bert er það, af útliti hans, að hann á litla þolinmæði við þá, <er kynnu að leggja stein í götu hans. En áfram áðeins vill bann, áfram til metorða og meiri valda. Augu hans erú dökk og hvöss, og í djúpi þeirra er eins og glóð, er vind- gustur lífgar að nýju. Og þessi ieldur í augum hans er vei yfir þeim, er á ein- hvern hátt hindra hann í að koma á- formum sínum í framkvæmd. En nú, á þessari stund, er það ljómi sigurgleðinn- ar, sem í þeim skín. Nef hans er stórgert og munnfríður er hann e'kki. Yarirnar herpast saman, eins og títt er nm ákveðna menn, og mieinlegt glott, er fáum géðjast að, ber hann oft á vörum. Parna stendur hann nú á miðju gólfi, undir ljósakrónunni, með hendur á haki, og starir beint framundan, og hugsar um þá stund, er hann flytnr fyrstu ræðuna sína í efri málstofunni. Hann fylgir sjálf- um sjer í anda fram á elliár, lítnr sjálf- an sig knjebeygja hvern mtektarmanninn á fætnr öðrum, og loks verða voldugasta mann landsins og hægri hönd konungs- ins. í öðrum enda herbergisins er hurð opn nð hægt, og einhver gengnr inn í ber- hergið, en staðnæmist nm stnnd nálægt dyrunum. En svo líður þessi yndislega vera Ijett áfram og staðnæmist loks við hlið lávarðinum. pað er kona lávarðarins, forkunnar fríð sýnnm, er bar öll merki göfugrar kvensálar í andlitsdrátum sín- um. Hún er skrautlega ilædd og leggur hægri hönd sína hægt á arm hans og mælir, og rödd hennar er hljómskær og fögur: „Dndly, jeg gleðst yfir sigri þínum. Jieg flýtti mjer niður, svo jeg gæti orð- ið fyrst til þess að óska þjer til ham- ingju.“ Hann sneri sjer við snögglega og sig- urhróss-svipnrinn hvarf í einu vetfangi af andliti hans og hæðni og beiskja kom í staðinn. „Svo þú ert að óska mjer til hamingju lí'ka, eða hvað? Jteg geri ráð fyrir því, að þú hafir ekkert sjerstakt á móti því, að verða jarlsfrú.“ Hann horfði hörkulega á hana um stnnd. Engrar mildi varð vart í svip hans, nje aðdáunar. Hann var villidýri líkur, sem er 4 þann veginn að stökkva á bráð. „Nei, nei, Dudley. pú veist, að jeg er ekki að hngsa um sjálfa mig“, svar- aði hún og var grátekiki í rödd hennar. Hún hörfaði undan fet eða tvö, eins og

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.