Morgunblaðið - 15.08.1924, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 15.08.1924, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐIB [v 'ifix' V|v »'i» V^ >íy'Vjy >,iv | & Augl. dagbólc — Tilkynningar. ===== Drýgri ©ngin dagbók er, Draupnie smiða hringa, en dagbókanna dagbók hjer: Dagbók auglýeinga. ------ Viískifti. ------------ Dívanar, borðstofuborð og stólar, ódýrast og best í Húsgagnaverslun Heykjavíkur. Morgan Brothers vfni Portvín (donble diamond). Sherry. Madeira, < eru viínrkend bert. Ný fataefnl í miklu úrvali. Tilbúin föt nýsaumuð frá kr. 96,00. Föt af- greidd mjög fljótt. Andrjea Andrjee- *on, Laugaveg 3, sími 169. Hreinar ljereftstuskur kaupir ísa- foldarprentsmiðja hassta verði. Úrval af nýjum höttum í Hafnar- jitræti 18, Karlmannahattaverkstæðið. (Einnig gamlir hattar gerðir sem nýir. Ný og reitt lundakofa frá Knarar- gnesi fæst í dag í Zimsens-porti. ------ Leiga. ------------------ Sölubúð góð og ódýr til leigu nú þegar. Upplýsingar í Rakarastofunni í Eimskipafjelagshúsinu. ZSSEESBBSSBEPKBBBBUWnnBBBEm áreiðanlega dauðadómur yfir hon- um og hans einveldi. pað væri hin mesta flónska að kalla herinn heim nú, þegar hann hefði búið vel um sig þar syðra, og væri við- húinn að taka á móti uppreistar- mönnum, jafnskjótt og þeir ljetu bæra á sjer. Enn meiri flóns'ka væri þetta, rf ekki væri sjeð fyrir því áður, ;:ð bæla niður vald Ahd el Krim og afvopna her hans. Óánægjan heima á Spáni er mjög mikil, einkum innan hersins. Skemlisamkoma . í ■ a verður halöin við Tryggvaskála sunnuðaginn 17. ágúst og byrjar kl. 2 e. h. Til skemtunar: Ræðuhöld Söngur (Karlakór K. F. U. M.) Tómbóla D ANS. | Vilja margir að óeirðirnar í Mar- I okkó verði nú fyrir alvöru bældar ! niður. Og þar sem Primo de Rivera hefir allan sinn styrk frá hernum, er það skiljanlegt, sem símskeytið í dag hermir, að hann sje nú valtur í sessi. pað má hú- ast við því, að dagar hans sem einvaldsherra, sjeu nú taldir. En hvað á eftir kemur, verður ekkert sagt um. Máske kemur annar ein- valdsherra. pó er það ósennilegt. Sennilegast verður það gamla þingræðið, sem þeir grípa aftur, því þrátt fyrir gallana á því, þá er það nú einu sinni svo, að menn hafa ekki annað betra. ------o------- fluölegö á Spitsbergen. Sífelt er unnið rösklega að því, að notfæra sjer gæði þessa lands. Þeir, sem fyrstir manna tóku sig til, til þess að gera tilraun til þess að vixma kol úr jörð þar, voru nokíkrir skútuskipstjórar í Norður- Noregi. Um aldamótin voru stofn- uð fjögur kolanámufjelÖg í þeim tilgangi, að undirlægi þeirra. Eitt þessara fjelaga, Trond- hjem-Spitsbergen Kul-Kompagni, sendi leiðangur til Spitsbergen aldamótarárið, en lítið varð úr framkvæmdum, vegna fjárskorts. En þá kom auðugur amerískur námueigandi fram á sjónarsviðið, sem hafði talsverðar vonir r- að það gæti borgað sig, að vinna kol úr jörð á Spitsbergen. Ferð- aðist hann til Spitsbergen 1901 og sá þá kol, sem prándheimsfje- lagið hafði látið vinna úr jörð skamt frá Advent Bay. Vaknaði þá áhugi hans verulega og fór hann aftur til Spitsbergen 1903. Keypti hann loks námurnar af Prándheimsfjelaginu. Eignuðust þeir fleiri námur þar og eignuðust þar mikil lönd og námur. Vestan við Advent Bay var loftslag og öninur skilyrði hvað best og þar var námugröfturinn hafinn. par var valið bæjarstæði og nefnt Longyear City og er nú myndar- legt þorp. Gekk nú alt sæmilega þangað til ófriðurinn skall á. Var þá ýmsum erfiðleikum bundið að halda á- fram rekstrinum og seldi ame- ríska fjelagið lönd sín og námur til „Det Norske Spitsbergensyndi- kat.“ Var fjelag það styrkt af bönkum í Noregi og jafn vel stjóminni. Var þetta vorið 1916. Einnig keyptu þeir eignir tveggja norskra smáfjelaga á Spitsbergen. Fjelagi þessu var síðan breytt í hlutafjelag (Store Norske Spits- bergen Kulkompagni) og á það geysi mikil lönd og auðugar uám- ur á Spitsbergen nú. Árið 1923 voru flutt frá Spits- bergen 330,000 tonn ‘kola og verð áætlað 13 miljónir króna. Á sama ári var afli norska fiskimamna og veiðimanna við Spitsbergin metinn á 2—3 miljónir króna. (Eftir ,,Nationen“) ------o----- Gengid. Rvík í gær. Pund sterling ............ 31.50 Danskar krónur ............ 111.70 Norskar krónur ............. 96.90 Sænskar krónur ............ 185.15 Dollar ...................... 6.96 Franskir frankar ........... 38.70 Khöfn í gær. Pund sterling .............. 27.90 Dollar ..................... 6.17 Frakkneskir fr.............. 34.60 Belgiskir fr................ 31.90 Svissneskir fr. .......... 116.25 Líra ....................... 27.85 Peseti ................... 83.15 Gyllini .................... 41.10 Sænskar kr................. 163.90 Norskar kr.................. 85.80 Cheekoslov. kr.............. 18.30 i-----—o--------- Dagbók. VeSrið i gœr. Hiti á Norðurlandi 8—14 stig, á Suðurlandi 10—12 stig. Suðlæg átt á Suðurlandi. Norðlæg átt á Norðurlandi. Austlæg annarstað- ar. Rigning um alt land einkum á Suður- og Austurlandi. Asgrímur Jónsson málari kom til bæjarins með Esjunni seinast. Hefir hann verið að mála austur í Hjeraði. Dansk,i sendiherrann hr. Fontenay, fór með dönsku lögjafnaðamefndar- mönnunum, Kragh og Nielsen, til Siglu fjarSar á Botníu. Trúlofun. Trúlofun sína hafa opin- beraS frk. Elín Jónsdóttir símamær og Páll B. Melsted yerslunarmaður. Stúdent&skiftanefnd. Stúdentaskifta- nefnd StúdentaráSsins hefir beðið Morgunblaðið um að tilkynna þetta: Danmerkurdeild dansk-íslenska fjelags- ins býður 1—2 ísl. stúdentum, sem næstkomandi vetur stunda nám í Kaup- mannahöfn, herbergi með húsgögnum, Ijósi og hita og fæði fyrir 75 kr. (danskar) á miánuðf. Skriflegar um- sóknir sendist sem fvrst til Stúdenta- skiftanefndar Stúdentaráðsins, Mensa Academica. Esja fer í hraðferð í dag kl. 5 e. h., suður og austur um land. E.s. Frances fór í gær til Spits- bergen og tekur þar kolafarm til Noregs. Richmond, aðmírálsskipið, fór um hádegi í gær. Annar tund/urspUlirinn fór kl. 4—5 í gær og var búist við aS hinn mundi fara seint í gærkvöldi. Dómkirkjuna er nú verið að mála. Belgcmm kvað eiga að fara á ís- fiskveiðar hráðlega. Sucfurland fór til Borgarness í gær til þess að sækja norðau- og vestan- póst. Mnrgt ferSamanna var með l»átn- um, þar á meðal Ólafur Johnson kon- súll. Guðsþekisstúkurnar fara skemtiför næstkomandi sunnudag, 17. ágúst, upp- að Tröllafossi ef veður leyfir. Far- miðar seldir á „Bifreiðastöð Reykja- víkur“ til kl. 1 e. h. á laugardag. pess er vænst að fjelagsmenn fjölmenni. Skemtwn verSur haldin að Tryggva- skála fi sunnudaginn kemur. Vcrður þar ýjnislegt til skemtunar; sjá aug- lýsingu í blaðinu í dag. Kolaverslun Breta minkar Kolaverslun Breta hefir verið nokk- uð dauf í seiuni tíð, svo að hætt hefir verið að vinna í sumum námum, tií dæmis Durhamnámunum. Einnig hefir verið mikið minni eftirspurn eftir kolum nú, bæði í Suður-Wales og Kient og sama hefir orðið vart í öðr- um námum á Englandi og Skotlandi. pað munaði 8,8 miljón tonnum, hvað minna var flutt út af kolum fyrra missiri þessa árs í ár og á sama tíma síðastliðið ár. Einnig munaði það- á sama tíma 420,000 tonnum, hvað minna var tekið af bunkakolum handa skipum, svo samtals nemur minkunin 9,2 milj. tonns. Englendingum þykir þetta ástand slæmt, því afkoma Englands fer mjög eftir kolaversluninni. Einkum er- ástandið ískyggilegt í Suður-Wales. Hefnd jarlsfrúarinnar. Eftir Georgie Sheldon. hún hefði búist við, að hann mnndi reiða hönd sína til höggs. „pú veist,“ sagði hún, „að jeg að eins gleðst þín vegna.“ „Gleðst mín vegna, og má jeg spyrja, að hvaða gagni mnn það koma mjer,“ sagði hann hörkulega. „Jeg hjelt, Dudly, að þjer mundi þykja vænt um, ef jeg tæki þátt í gleði þinni,“ svaraði hún hlýlega. Var auðsjeð á öllu, að þó hún vildi draga úr reiði hans, þá bar hún virðingu fyrir sjálfri sjer og vildi ei láta hlut sinn að ósekju. Hún var fegurri en frá verði sagt, eins og nýútsprungin rós. Hún var vel vaxin Öll, axlir hennar voru vel lagaðar, hend- urnar smáar, hárið jarpt og fagurt, munnurinn fríður ,augun blá og djúp, og mun aldrei fegurri kona hafa skartað í sölum Leamingtonhallar. Maður hennar hló hörkulega að orðum hennar. „Já, taka þátt í gleði minnj — og heiðri. pví hefðirðu átt að bæta við. Nú er nóg um heiður, lafði góð, og þjer er vetkomið að njóta hans. En jeg vil, að þú vitir, að það er sárfátt, sem er mjer gleðiefni sem stendur og jeg býst við því, að í framtíðinni mun fátt verða til þess að auka gleði mína.“ Kona hans leit til jarðar og stundi þungan. „Jeg veit við hvað þú átt, Dudly,“ sagði hún, og var hreimur sorgar í rödd hennar.“ ,,pað er guðs vilji, að við fáum eigi notið’ þeirrar gleði, sem hest er allra, gleðinnar yfir eigin börnum. Hugur þinn er beislkur þess vegna, eigi síður en minn. En guð einn veit hvað jeg þrái — Dudly, að verða móðir barns þíns. En —“ „En hvað — f“ „Ef til vill færa ókomnu dagarnir —“ „Ókomnu dagamir, framtíðin —,“ hrópaði hann reiðilega. „Svo hefir þú mælt í tug ára. pað hvílir bölvun á ætt minni, og jeg ásaka þig ekki um það. Hver á að erfa þessi víðlendu lönd, segi jeg, hver á að varðveita þann heiðnr, alt það, sem mest er metið í lífinu, völd, metorð, auðæfi, hver segi jeg. Nei, jeg hefi glatað allri von.“ Lafði Durward steig fast að honum og horfði í andlit hans. „Dudly,“ sagði hún. „Mundirðu elska mig, koma eins fram við mig eins og í fyrri daga, ef ósk þín rættist.“ Hann ætlaði að mæla, en hún varð fyrri til. Roði hljóp í kinnar henni, barmur hennar gekk í öldum og fagnaðarljómí var í augum hennar. „Ást þín er mjer alt. Hún er það eina í öllum heiminum, sem jeg hirði um. Hvað hirði jeg um heiður, auðæfi, völd, ef jeg hefði engan við hlið mjer,' sem jeg elska? Jeg væri hamingjusamari en nokikur drotning, þó jeg væri allslaus, >ef jeg hefði aðeins valdið yfir hjarta þínu. Dudly, veittu mjer aftur ást fyrri daga. Ó, jeg hjelt, að þú mundir verða mildur í kvöld, þegar framtíðin er svo lokkandi og fögur. pú veist hve heitt jeg elska þig.“ „Ást,lafði Durwaid,“ sagði hann. „Jeg held, að jeg hafi aldrei vitað hvað ást er.‘ ‘ „pú vissir það — einu sinni. pví kvel- irðu mig á þennan hátt,“ hrópaði hún. Hún var nú föl sem nár. „pú varst einu sinni mildur, Dudly, og góður við> mig, á fyrstu mánuðum hjúskaparlífs okkar. pú kallaðir til mín gælunöfnum og brost- ir til mín.“ „Já,“ sagði hann kæruleysislega. „Jeg vil helst af öllu sigla í góðum byr, og gælunöfn og faðmlög og alt þess háttar kostar ekíkert, og hefir sína þýðingu, ef það hjálpar manni að settu marki. En menn verða fljótt þreyttir á slíku.“ „Preyttir — >ertu þreyttur á mjer, Dudly ?‘ ‘ Undarleg harka var komin í andlit lafði Durward. „pað -er alveg undir því komið, við hvað þú átt með orðinu „þreyttur". pú ert fögur kona og það er frekar ánægju- legt á stundum, að hafa fallegan kven- mann í kringum sig. Og þú ert mjög nytsöm á heimilinu og úkemtir gestum mínum fráhærléga vel. pá er við ferð- umst erlendis vekur þú hvarvetna eftir- tekt. Allir mæla lofsorðum um hina fríðu og göfugmannlegu lafði Durward. Jeg verð seint þreyttur á því, Madeline.“ „En þú ert þreyttur á mjer sjálfri. Pú ert hættur að finna nokkurn yl streyma um hjarta þitt, er þú lítur á mig. pú lætur aðeins eins og þjer þyki vænt um mig, af því jeg hjálpa þjer áfram á braút þinni til valda og met- orða.“ „Já, hvað um það, Madeline?“ „Og nú,“ sagði hún, og rödd hennar varð sífelt styrkari og svipur hennar á- kveðnari, „nú, er þú ert nálægt markinu, þá mundir þú af fúsu geði slíta þaS hand, sem hindur okkur saman. pegar markinu er náð, mundi þjer vart farnast betur við mig en Napoleon við Jósefínu, pess vegna hefir kuldi þinn sífelt auk- ist.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.