Morgunblaðið - 30.08.1924, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 30.08.1924, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ. Stofnandi: Vilh. Pinsen. Útg-efandi: Pjelag I Reykjavik. Ritstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson. Auglýsingastjóri: E. Hafberg. Skrifstofa Austurstræti 5. Slmar. Ritstjórn nr. 498. Afgr. og bókhald nr. 500. Auglýsingaskrifst. nr. 700. Heimaslmar: J. Kj. nr. 742. V. St. nr. 1220. E. Hafb. nr. 770. Áskriftagjald innanbæjar og 1 ná- grenni kr. 2,00 á mánuói, innanlands fjær kr. 2,50. I lausasölu 10 aura eint. Nú í sumar hafa margir dansk- ir rithöfundar átt mikla og langa «ennu í blöðunum. Urðu þær um- 'Tæður til eftir rithöfundamótið í •Stokkhólmi, og spruttu aðallega út af því, hvort ríkinu bæri að 'Styrkja rithöfunda og listamenn. Sumir þeirra hafa haldið því ii'am, að það væri fjarstæða að "'TÍkið styrki rithöfunda. Aftur ;hafa aðrir fært rök fyrir því, að >að væri sjálfsagt. Meðal þeirra er Carl (íandrup. Verða hjer þýdd ar glefsur úr grein hans. Er hún hæði fimlega og skemtilega skrif- «ð. Oandrup snýr sjer einkum að einum þeirra, er um málið hafði skrifað, Jesper' Ewald. Hann hafði m. a. haldið því fram, að heir rithöfundar einir hefðu rjetfc tii að skrifa, sem gætu lifað á Verkum sínum; hinir væru sníkju- ■íýr; líkti hann þeim við nýlendu- vörusala, sem orðið hefðu gjald- þrota, og ráðlagði þeim að leita ®jer annarar atvinnu til þess að hafa ofan af fyrir sjer. Uandrup segir aftur á móti, að yfir 50% af rithöfundunum donsku hafi eitthvert fast starf Vlð hliðina á ritstörfunum; en um hiön hlutann, sem verði að bjarga ®jer eingöngu með skáldgáfu simni, öiegi fullyrða það, að þeir og verk þeirra niðnrlægist stórkostlega Vegna f járhaggvan(jræga og þeirra þrenginga, sem af þeim leiði. Og það sje það sem drepi í þeim ^eistann. »Pví það er ekkert til, sem get- ^r niðurlæ^t manninn eins og fá- ^æktin. Efnaleg neyð er gróður- reitur hinna allra verstu mann- Jegu hvata. Vilji fjandinn ná sjer 1 raann, byrjar hann á þyí að «era hann fátækan. En listamanni, hvaða list sem ^ann stundar, 'er hin daglega neyð 'e.Vðilegging. Hann hlýtur að verða ®ð aumingja í klóm hennar. Hann steudnr nefnilega vamarlausari og Veikari fyrir en hinn starfsami °g starfshygni maður, sje hann í heyS’ einmitt vegna þess, að lista- Wmn eru vegna eðlissjerkenna 8mna, illa færir til að bjarga sjer ^fnalega. Listamaðurinn eða það ^ndlega eðlisfar, sem honum er af háttúrunni áskapað, þag notast ®kki í hversdagsstritinu. Lista- ^aðurinn er þar aðeins fyrir, því kann getur ekki samlagað eðli ^itt og hæfileika við hið starfandi efnislega líf. Ef einhver verður sjóveikur í ^emtibáti uppi við landssteina, j a er hann ékki sendur í milli- ahdaferð. Og heri einhver brenn- ?ödi listaþrá í sál sinni, þá á artn ekki að setjast við að leggja aaaian tölur, því til þess er hann ^ki fær. það væri ein« Ijett verk eins og J. Ewald segir, að skipa mönn- um og hæíileikum rúm á hinum margbreyttu starfssviðum þjóðfje- lagsins, þá væri ekki margt að því að lifa. Hann vill gera börn listagyðjanna, óhyggin, baraaleg og stemnings-auðug, að þægum húsdýrum, nytjaskepnum, falleg- um, nýrökuðum skrifstofumönn- um, vjelgengum verkfærum, sem vinni frá 9-5, og gangi síðanheim, þeyti af sj'er flibbanum og skapi síðan stórfeldar skáldsýnir, nýjar hugsanir, glæsilegar myndir með þreyttan heila og þungt skap. pað gremur J. Ewald, að ríkið skuli veita nokkrar vesælar þús- undir króna um árið til skálda og listamanna; og feieitning er arður, segir hann. Hann gæti al- veg eins sagt, að m'enning væri tap. pað er hvort tveggja jafn mikið rugl. púsund malandi kvarnir þ.jóðfjelagsins, það er meðalið, menningin er markið. Og skáld, sem yrkja, og lista- menn, sem skapa list vegna sannr- ar og alvarlegrar köllunar, þeir eru ekki sníkjudýr, þó þeim tak- ist ekki að umskapa verk sín í peninga. pað á að vera þjóðfjelags- hmeyksli að veita styrk til skálda og listamanna! Og þó eru það einmitt þessi andlegu öfl, sem móta aldirnar ásamt vísindum og verklegum framförum. Frá Siglufirði. (Eftir símtali í gærkvöldi). Síldveiðin hefir gengið held- ur tregt nyrðra síðustu viku, að undantekinni reknetaveiði. Hafa þau skip og bátar, sem hana stunda, veitt vel, og eru sum skipiu farin að hætta við snurpi- nótaveiðina og farin að veiða í reknet. Verð á síldinni var í dag 30—35 kr. strokkurinn. Einstaka skip, sem snurpinóta- veiði stundar, hefir þó góðan afla. Til dæmis kom Ýmir með 550 tunnur inn til Akureyrar í gær- kvöldi. Pjekk hann þá síld aust- ur við Rifstanga. Frjest hefir til síldar vestan við Skaga, og vona menn að þar sje ný ganga á leiðinni. Stormur hefir nokkuð hamlað veiðinni síðustu daga, og er altaf heldur ógæftasamt. Verkafólk hefir aítaf nokkuð að gera, því réknetasíldin er öll söltuð og kemur hingað daglega. Hæstu skip munu vera búin að fá hjer 1Tpp undir 5000 tunnur. En sum hafa aðeins um 1 þúsund tn., því síldin hefir verið sjerlega mishitt. porskafli er hjer heldur góður, en fáir sem stunda hann um þetta leyti. Góðup gestwp. Hjer dvelur í bænum um þessar mundir háskólabókavörður Hein- rich Erkes frá Köln. Er hann mörgum Islendingum að góðu kunnur og hefir ferðást víða um landið fyr á árum. pessi íslands- ferð hans er sú sjöunda í röð- inni; áður hafði hann ferðast hjer 1905, 1907, 1908, 1910, 1913 og 1914 og einkum rannsakað Ódáða hraun, Sprengisand og Melrakka- sljettu. Kom hann þá á slóðir, er engir höfðu áður á komið eða lýst, fann þá afarlanga sprungu í Mel- rakkasljettu (nál. 15 kílóm.) og lýsti þessum ferðum sínuni og at- hugunum í ýmsum þýskum jarð- fræði- og landfræðiritum eins og j „Petermanns Mitteilungen", Mit- jteilungen des Vereins fiir Erd- kunde“ í Dresden, „Die Erde,“ l„Kosmos,“ „Verhandlungen der ! Gesellschaft deutscher Naturfors- eher und Árzte‘ ‘, „Geograíisk Tidskrift“ í Danmörku o. fl. Var hann þá gerður að brjefafjelaga jarðfræðifjelagsins í Dresden og | þótti mikið koma til athugana þeirra, er hann hafði gert á ís- landi. Hann ritaði og mikið um | Knebels-leiðangurinn í þýsk blöð á sínum tíma.petta var því merki- ' legra sem Erkes hefir um alllangt skeið fengist við kaupmensku í öðrum heimsálfum. Han hafði á yngri árum stundað nám við ýmsa háskóla, í Bonn, Louvain, Leeds á Englandi og Siena á Italíu og vísiadahneigð hans olli því, að hann fyrir nokkrum ár- um gerðist háskólavörður vi‘ð há- skólasafnið í Köln. Gaf hann þá háskólasafninu í Köln mjög veg- lcga gjöf, íslenskt bókasafn, afar- stórt: 4474 bindi af íslenskum ^ bókum og ritum um ísland, bók mentir að fornu og nýju, um norræn fræði, um Færeyjar o. fl. og síðan hefir hann bætt allmiklu við safn þetta. Enn á hann sjálf- ur merkilegt safn af gömlum ís- lcnskum bókum, um 230 bindi af elstu prentuðum bókum frá Hól- um, Skálholti og Núpufelli og mun hann hafa í hyggju að gefa Kölnarsafninu þetta safn síðar. Bókasafn þetta er nú einna merki- legast Islandica-safn í Evrópu. Hr. Erkes er óvenjufróður um íslenska landfræði og jarðfræði og á sjálfur stórt safn (um 2000 bindi) af ritum um þessi efni og annað safn af uppdráttum og ljósmyndum frá íslenskum stöðum, er hann hefir sjálfur tekið. Auk jarðfræði- og náttúrufræði- ritgerðanna (1909 kom út eftir hann í bókarf ormi: Aus dem unbewohnten Innern Islands) hef- ir hann kynt sjer íslens'ka tungu og samið: Kurzer Sprachf iihrer 1906—’07 og þýtt ýmsar sögur í þýsk tímarit: „Himgurvofan,“ eftir Jónas Jónasson, er kom út í Rheinischer Hausfreund og ,Jedók‘ eftir sama höfund, er kom iit í Rheinische Zeitung; ennfremur nokkrar smásögur eftir Jón Trausta og „Upp við fossa,“ eftir porgils gjallanda, er einnig kom út í Reinische Zeitung. pá hefir hann og ritað margar greinir um ísland og Islendinga í ýms þýsk blöð og var einn af aðalstofnend- unum ásamt þeim porvaldi Thor- oddsen og dr. Otto Cahnheim í Dresden' að Islandsvinafjelaginu þýska, er í mörg ár hefir haldið úti tímariti um íslensk mál og íslenskar bókmentir. Hefir hann lengst af verið ritari fjelagsins. Loks má geta þess, að í nokkur ar hefir hann haldið fyrirlestra við háskólann í Köln, sem er einn af stærstu háskólum pýskalands (um 9000 stúdentar), um íslensk fræði, bókfræði, bókmentir o. fl. og hafa sumir þessir fyrirlestrar verið fluttir í stærstu áheyrenda- sölum háskólans. Aðsólmin að þessum fyrirlestrum hefir verið óvenjumikil og í vetur ætlar hann I eftir beiðni háskólarektors að flytja 15 fyrirlestra um ísland og íslendinga (með ljósmyndum.) í sumar hefir hr. Erkes ferðast víða um landið, fyrst um Borgar- fjörð og síðan um suðurlendið; fór hann austur á slóðir Kötlu- gossins 1918, athugaði Skaftár- 'hraun, fór síðan fjallabaksveg að Eldgjá, Kýlingsvatni og Frosta- staðavatni, athugaði laugarnar hjá Námskvísl og gekk þvínæst upp á Valahnúk og athugaði eld- stöðvarnar 1913. Síðan fór hann yfir Tungnaá að Illugaveri við efri Kaldakvísl við enda Vonar- skarðs, því næst fram með Há- göngum að Timgnafellsjökli, var tvo daga í Jökuldal og fór því næst Sprengisand yfir pjórsá að Hofsjökli, að norðausturenda jök- ulsins. paðan fór hann yfir Sprengisand að Laugafelli, yfir Langöldu og eystri Polla, Eyja- fjarðardal og þaðan til Akureyrar. Fjtlaði hann þvínæst að athuga Vindheimajökul, en fjekk óhag- stætt veður og kom hingað frá Almreyri fyrir nokkrum dögum. Auk athugana þeirra, er Hein- rich Erkes hefir gert í þessari för sinni, liefir hann einnig safn- að hjer nokkrum hundruðum bóka íslenskra handa háskólasafninu í Köln. Lætur hann hið besta yfir þess- ari 7. Islandsferð sinni og árangri hennar og fer mjög vingjarnleg- um orðum um viðtökur þær, er hann hvarvetna hafi fengið hjá fslendingum. Hann hefir mestan hluta æfi sinnar fengist við íslensk fræði og ann öllu íslensku. Hr. Erkes dvelur hjer nokkra daga hjá rektor G. T. Zoéga og hverfur heim þ. 6. n. m. A. J. (Ur vestanblöðunum). Hjúkranarkonur vestra. Noltkrar íslenskar stúlkur tóku próf í hjiikrunarfræðum í Winni- peg í sumar. A meðal þeirra voru: ^pórunn, dóttir sjera Friðiks Hall- grímssonar í Argyle og Ásthildur Briem, dóttir Eggerts Briem óðals- |bónda í Viðey. Náði hún ágætu : prófi, þrátt fyrir það, að hún ^ætti í fyrstu örðugri aðstöðu en . stallsystur hennar, málsins vegna. jVar hún ein af þremur í hópnum, j sem útskrifaðist með heiðri. Dr. J. P. Pálsson, I læknir í Elfros, Sask., hefir lagt jtalsverða stund á smásagnagerð. Allar sögur hans eru skrifaðar á ensku. Foreldrar hans báðir voru íslenskir. ( / Sorglegt slys vildi til nýlega á höfninni í Hest- ey (Horse Island) í Wpeg-vatni. Druknuðu þar tveir menn, St. Bessáson og Walter Pruden, báðir frá Selkirk hjeraðinu. Lá nærri að tveir menn aðrir druknuðu, Joe Thorsteinsson og J. Erickson. — 'Blaðið „Free Press“ segir, að Bessason hafi offrað lífi sínu við J drengilega tilraun til þess að Jbjarga Pruden, en Thorsteinsson hepnaðist að halda Erickson uppi, Jþar til hjálp kom og þeir voru dregnir upp hálfmeðvitundarlaus- ir, Báðir mennimir er draknuðu, voru af dráttarbátnum Garry eign William Robinson’s fiskifjelagsins. Slysið vildi þannig til, að Prn- den. og Erickson voru á eintrj&n- ingi (canoe), en Bessason og Thor- steinsson á seglbát, ásamt ýmsum farþegum af gufubátnum Kenora. Annar maðurinn á eintrjánihgn- um ætlaði að kasta reipi yfir í seglbátinn. Við það hvolfdi ek>- trjáningnum. Bessason hljóp strax fyrir borð, í öllum fötum, synti til Pruden, náði í hann, en báðir sukku rjett á eftir. Thorsteinsson hljóp og fyrir borð í sama mund og náði í Erickson og tókst að halda honum uppi unz seglbátur- inn náði til þeirra. Var sorglegt, að þessi drengilega björgunartil- raun skyldi leiða annan þessara hreystimanna til bana, •1 Pyrirlestrar um ísland. Mr. S. Ólafsson stúdent 'frá Valparaiso háskólanum hefir ferðast hjer um að undanförau og flutt erindi um Island, ern ræður hans bæði fróðlegar og skemtilegar. Hann talaði í Kouts 29. júní í Wanatah 6. júlí og aft- ur í Kouts 13. júlí, aldrei gleymír Mr. Ólafsson að ljúka lofsorði á Valpariso háskólann í ræðum sín- um. („Úr Bandaríkjablaði“). f í brjefi til móður sinnar farast Mr. Ólafsson svo orð um þetta: Jeg er enn að halda fyrirlestra um ísland og býst við að gera mikið að því í framtíðinni. Fólk er mjög ákaft í að fræðast um litlu eyjuna, okkar og jeg hefi yndi af að fræða það um alt sem jeg get. Sumt tekur af mjer myndir, svo er því mikið nýnæmi að sjá íslending. pegar jeg hefi tíma til, langar mig til að rita stutta grein í Lögberg um þetta, og skýra frá ferðalögum mínam nánar. (Lögb.). La Follette. Áður hefir verið á það minst í Morgunblaðinu, hve mikið er rætt og ritað erlendis nú um forseta- kosningamar í Bandaríkjunum i haust. Hafa verið birtar sjerstak- ar greinar í blaðinu um forseta- efnin, Coolidge og Davis og vara- forsetaefnin Dawes og Bryan, Ennfremur grein um, hvermg lík- legt væri að kosningarnar mundu fara, og var í benni lítilsháttar minst á senator La Follette, sem er forsetaefni þriðja „flokksins* ‘ eða sósíalista og allra þeirra, sem óánægðir eru með hin forsetaefnin og stefnuskrár flokka þeirra, er að baki þeim standa. Að vísu er talið nokkum veginn víst, að Davis eða Coolidge sigri, sennilega Coolidge; en samt sem áður er búist við því af mörgum, að La Follette muni hafa víðtæk áhrif á kosningarnar. La Follette er talsverður mælskumaður, et» farinn að heilsu. Mun hann þv5 ekki geta tekið beinan þátt í kosningastríðinu, heldur verðui' hann að sætta sig við það að nota pennann einan vopna. La Follette hefir sett á stefnu- skrá sína ýms nauðsynjamál, er hann vill að vinna; en sje stefnu- 'skrá hans krufin til mergjar, kem- |ur í ljós, að hann fer alls eigi lengra í umbóta-áttina en leið- | togar gömlu flokkanna. Að vísu tjáir hann sig nú, sjötugur mað- urinn, hlyntur þjóðnýtingarstefn-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.