Morgunblaðið - 13.04.1929, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 13.04.1929, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Höfum til: Ríó-kaffi, Ludvig Davids kaffibætir. Kandís væntanlegur með Selfossi. Ell iheimilið- ú T b o Ð. Tilboð óskast um múrsljettun utan húss og innan. Uppdrættir og lýsing fæst næstu daga gegn 10 kr. skila- tryggingu. t Frú Signrlaug Sigurgeirsdótiir. Sig. Guðmundsson. Laufásveg 63. Sími 1912. •liiiiiiTiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiilliiiiiiiiiitiiiiittiiiiiiiiTtiTitiiiúTli mii i it 11111111111 u Ef þjer biðjið um PERSIL, þá gætið þess, að þjer fáið PERSIL, því ekkert er þess í gildi. ersi Á laugardagsnóttina var andað- ist hjér á Landakotsspítala frú SigurJaug Sigurgeirsdót.tir, lcona Guðm. Bergssonar póstmeistara. — Frú Sigurlaug var fædd að \'eisu í Fnjóslcadal þ. 7. maí 1876. Foreldrar Iiennar voru Sigurgeir bóndi Jónsson og María Jónatans- dóttir lcona lians. Ólst hún upp hjá Elínu móður- systur Magnúsar Kristjánssonar fyrv. ráðh. fram til fermingarald- urs. En þá fluttist hún til Akur- eyrar og var þar til fullorðinsára hjá Friðrik Kristjánssyni banka- stjóra. I allmörg ár gegndi hún ráðskonustörfum hjá ýmsum borg- urum á Akureyri, og var helst til hennar leitað, ef mikið og vanda- samt verk var fyrir höndum. Um nokkur ár hafði hún á hendi for- stöðu og umsjón samkomuhússins á Akureyri, uns hún árið 1920 giftist Guðm. Bergssyni póstmeist- ara. Fluttu þau hjónin hingað til Reykjavíkur árið 1923. Frú Sigurlaug var f jöUnefum og pip'ðilegum, gáfum gædd. Með dugn aði og feglusemi átti hún auðvelt með að hafa á hendi umsvifamikil störf. I starfi sínu fyr og síðar gætti hún ávalt þeirrar grund- vallarreglu að gera jafnan meiri kröfur til sjálfrar sín en þeirra, sem hún umgekst. Allir þeir, sem kyntust henni, báru til hennar hinn hlýjasta hug. Sjálf var hún afbrigða vinföst kona og hjarta- lirein, og hafði raungóðan skiln- ing á öllu því, er fyrir hana bar í daglega lífinu. Engrar skólament- unar liafði hún notið, en fróðleiks- löngun hennar hafði opnað henni leiðir til margskonar mentunar, er hún kunni vel með að fara. Fjöldi vina hennar fjær og nær sakna hennar sárt. við hið sviplega fráfall hennar. En þyngstur verð- ur tregi mannsins hennar, sem nú .stendur svo sviplega einn, eftir hina stuttu og ástríku sambúð þeirra. Fáum með e>s. Gnllioss: \iii Epli Winsaps Es. Fancy. Lank. Kartöflnr. Appelsínur 300—360 og 240 stk. do. Jaiia 144. Eggert Kristjánsson 5 Co. Símar 1317 & 1400. Fundur í Borgamesi. Með Suð- urlandi fóru þeir til Borgarness í gær alþingismennirnir Ásgeir Ás- geirsson og Bjarni Ásgeirsson, til þess að vera á einhverjum fundi Framsóknarmanna þar. Á Akra- nesi bættist síra Þorsteinn Briem við í hópinn. Var fundurinn byrj- aður, er þeir komu upp eftir, en að sögn á hann að standa í nokkra daga. Slmakappsfcúklr. Dana og íslendinga. Skáksamband íslands vinnur verð- launagripinn, sem „Morgunblaðið“ og „Jyllandsposten“ gefa í sam- einingu. Hinn 20; okt. í haust hófust tvær símakappskákir milli Skák- sambands Islands og Dansk Skalc- union. Höfðu tvö blöð, sitt í hvoru landi, „Morgunblaðið“ og „.Jyl- landsposten“, heitið að gefa sig- urvegurunum verðlaunagrip, sem kostaði 500 krónur, og fylgdi það með, að hann átti að smíðast í landi sigurvegaranna og þeir að ráða gerð hans. Dansk Skakunion fól taflfjelög- unum í Sönderborg og Horsens að keppa fyrir sína hönd, en Skák- fjelagi Reykjavíkur var falið að keppa fyrir hönd íslendinga. Annað taflið unnu íslendíngar þannig, að Horsens-menn gáfust upp í 24. leik, en hinu taflinu hef- ir verið haldið áfram fram að þessu. Var þar orðið þrátefli að síðustu af hálfu Sönderborgs- manna, og voru komnir rjettum helmingi fleiri leikar á því borði heldur en hinu. Tilkyntu Sönder- borgsmenn um leið og þeir sendu seinasta leik, að þeir mundu þrá- skáka. Þóttust íslendingar ekki geta afstýrt því og buðu jafntefli og urðu þær málalyktir. Taflstaðan var þá þessi: Reykjavík Síðan kappskákirnar hófust hef- ir Mgbl. haft taflborð í glugga sínum, sýnt þar taflstöðuna og einnig skrá yfir leikana. Mátti heita svo, að aldrei væri mann- laust við gluggann einn einastá dag, og oft stóðu menn þar fyíir utan langt fram á nótt til þess að athuga taflstöðurnar og horfurn- ar. Sýnir það best, hve afarmikill áhugi er hjer í bænum fyrir þess- ar.i íþrótt og mun þó þjóðarmetn- aður hafa ráðið nokkmi um. Skákfjelag Reykjavíkur vann sigur. Heill sje því fyrir það og vinni það marga slíka sigra fram- vegis! , Dýrasta tafl í heimi. í fyrra þreytti Skákfjelag Reykjavíkur kappskákir við Norð- menn og vann sigur. Mátti það þá kjósa sjer verðlaunagrip og ljet, Jónatan Jónsson gullsmið smíða hrók úr silfr.i og kostaði hann 500 krónur. Var það þá hugmynd fjelagsins að reyna að koma sjer upp sjálfstæðu tafli á þennan hátt, þar sem hver mað- ur væri úr silfri gjör, og yrði það án efa dýrasta tafl í heimi. Þótti hugmynd þessi svo einstök og djörf, að hún var gerð að um- S.8. Nðva á að fara vestur og norður um land til Noregs á mánu- daginn. Allur flutningur óskast af- hentur í dag eða fyrir hádegi á mánudag. Nic. Bjarnason. Florylln þurgerið góða. fæst í Ný útsala verðnr opnnð í dag á horninn á Þórsgötn og Baldnrsgötn. Stakar bnsur, margar teg., Sportbnsnr, Peysnr, Sportskyrtnr dökkar, margar tegundir. Nankinsfatnaðnr á fullorðna og drengi. ræðuefni í sænskum blöðum og sögðu þau, að það væri ekki fyrir aðra en stórhuga þjóð, að ætla, sjer slíkt. Nú hefir Skákfjelagið sigrað í annari hólmgöngu og má nú kjósa sjer verðlaunagrip að nýju. Mun ]>að að sjálfsögðu velja annan hrók og eru þá komnir tveir menn af 64 í þetta forlátatafl.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.