Morgunblaðið - 26.05.1929, Síða 3

Morgunblaðið - 26.05.1929, Síða 3
MORGUNBLAÐJÐ S SiðifstsilsflokkBr. íbalAsllokknrinii oy Frjálslyndi ilokknrinn sameinnsi nndir einn merki. Stefnuskrá: ísland fyrir /slendinga. Það hefir orðið að samkomulagi milli þingmanna í- haldsflokksins og Frjálslynda flokksins að ganga saman í einn flokk, er vjer nefnum: Sjálfstæðisflokk. Aðalstefnumál flokksins eru þessi: 1. Að uinna að þvi og undirbúa það, að ísland taki að fullu öll sín mál í sínur eigin hendur og gœði landsins til afnota fyrir landsmenn eina, jafnskjótt og 25 ára samningstímabil sambandslaganna er á enda. 2. Að vinna í innanlandsmálum að víðsýnni og þjóð- legri umbótastefnu á grundvelli einstaklingsfrelsis og atvinnufrelsis, með hagsmuni allra stjetta fyrir augum. Flokkurinn hefir fyrirfram tryggt sjer stuðning fjöl- margra áhrifamanna utan þings úr Frjálslynda flokknum og íhaldsflokknum, og leyfir sjer að óska eftir að þeir kjós- endur úr báðum flokkum, sem ekki hefir ennþá náðst til, vilji veita Sjálfstæðisflokknum stuðning sinn. Málefnum flokksins milli þinga stýrir 7 manna mið- stjórn, og skipa hana þeir: Jakob Möller, bankaeftirlitsmaður. Jón Ólafsson, alþingismaður. Jón Þorláksson, alþlngismaður. Magnús Guðmundsson, alþingismaður. Magnús Jónsson, alþingismaður. Ólafur Thors, alþingismaður. Sigurður Eggerz, alþingismaður. Innan miðstjórnarinnar starfar þriggja manna fram- kvæmdaráð, þeir Jón Þorláksson, Magnús Guðmundsson og Sigurður Eggerz, og geta menn snúið sjer til hvers þeirra, sem er, með erindi til flokksins. Reykjavík 25. maí 1929. Björn Kristjánsson, Einar Jónsson, Halldór Steinsson, Hákon J. Kristófersson, Ingibjörg H. Bjarnason, Jakob Möller, Jóhann Þ. Jósefsson, Jóh. Jóhannesson, Jón A. Jónsson, Jón Ólafsson, Jón Sigurðsson, Jón Þorláksson, Jónas Kristjánsson, Magnús Guðmundsson, Magnús Jónsson, Ólafur Thors, Pjetur Ottesen, Sigurður Eggerz. • ... ILárus Helgason alþm., Kirkjubæ.j- arklaustri, fvrir Skaftafellssýslu, 'Guðmundur Þorbjarnarson, Hofi, og Einar Jónsson alþm., Geldinga- •læk, fyr.ir Rangárvallasýslu, Ágúst Helgason, Birtingaholti og Guð- mundur Erlendsson, Skipholti, fyr- ir Árnessýslu, Kolbeinn Högnason, Kollafirði, fyrir Kjósarsýslu, og Pjetur Ottesen alþm., fyrir Borg- arfjarðarsýslu (í stað Bjarna sál. Bjarnasonar á Geitabergi). Ágúst Helgason er formaður stjórnar- innar. Hneykslanlega sambúðin. „Tím- inn“ gerir að umtalsefni árásir AJþbl. á Framsóknarflokkinn og stjórnina og segir: „Ilótanir jafn- aðarmanna um að taka upp fulla andstöðu við Framsókn, munu liggja flestum í ljettu rúmi, með- an þær koma ekki frá forvígis- mönnum þeirra“. (Leturbr. hjer). Ojá, Tíminn veit, hvað hann syng- >ur. Hann er alveg óhræddur með- an hann á Jón Baídvinsson og Hjeðinn að. Þó að jafnaðarmanna- flokkurinn sje andvígur Fram- sókn, og Framsóknarflokkurinn andvígur jafnaðarmönnum, þá ger- ir það ekkert til. Þeir ganga samt í eina sæng Jón Baldvinsson og Jónas. Æfintýraleilrurinn, Mjallhvít, verður sýndur í Iðnó kl. 5 í dag. Aðsókn liefir verið mikil og munu flestir aðgöngumiðar að þessari sýningu þegar seldir. Björgnnarbáturinn nýi verður vígður og skírður á steinbryggj- unni kl. 3 í dag. Síðan verður hann settur á flot og farin reynslu- för. Að sjálfsögðu þarf ekki að hvetja menn til þess að kaupa merki Slysavarnafjelagsins, sem seld verða við það tækifæri og á götunum; það munu allir telja skyldu sína. Morgunblaðið er 8 síður í dag og Lesbók. Nýfn tvíkveikjii mótorarnir í Nask bifreiðunnm hafa tvö rafkerti í hverjum cylinder í staðinn fyrpr að venjulega er aðeins 1 kerti í cylinder. Bæði kertin kveikja samtímiis, og kviknar því í blöndunni á tveim stöðum í einu. Hið aukna blossamagn hefir í för með sjer örari sprengingu er fram- leiðir meira afl og meiri hraða. — Brensla blöndunnar verður full- komnari og eldsneytistapið hverfandi. Með tvíkveikju í stað einkveikju samfara hámarkssamþjöppun í mó- tornum framleiðir sarna NASH vjelin 22% fleiri hestöfl, hraða aúkn- ingin nemur 5 mílum á klukkustund og bensín-sparnaðurinn nemur 2 mílum á hvert gallon. Væri ekki rjett að athuga þetta áður en gert er út um bifreiðakaupin. NABH’4eor nnrþór Jónsson, aðalumboðsmaður á Islandi fyrir Nash Motors. Hjúskapur. Laugardaginn 18. þ. m. gaf síra Ólafur Ólafsson sain- an í hjónaband ungfrú Þorbjörgu Björnsdóttur og Halldór Þorleifs- son bifreiðastjóra. Heimili þeirra er á Laugaveg 51 B. Gefin voru saman í hjónaband í gærkvöldi, ungfrú Stella Skúla- dóttir frá Stykkishólmi og Sigurð- ur Ingimundarson verslunarmaður í Reykjavík. í dag verða gefin saman í hjóna- band í Solbjærg-kirkju í Kaupm.- höfn Anna Breiðfjörð og- M. N. Sönderigaard kaupmaður, Forsætisráðherra er nú farinn að hafa fóta.vist og mun sennilega .hefja störf eftir helgina. Vinnudómurinn og sósíalistar. ,Framsóknar‘-liðið vildi ekki kann ast við það, að sósíalistar hefðu ráðið forlögum vinnudómsins. En n ú er sönnunin fengiu, því í Alþ- bl. þann 23. þ. m. segir svo: „Eitt skemdarmál tókst Alþýðuflokks- mönnum að hindra að næði fram að ganga. Var það þrælalagafrum- varp Jóns, Jörundar & Co. Þó tókst ekki að drepa óburð þennan, heldur dagaði hann uppi, og má því búast, við, að hann gangi aft- ur á næsta þingi.“ — Er nti til- gangslaust. fyrir „Framsóknar' ‘ - liðið að þræta lengur fyrir sann- leikann í þessu máli. ASalfundur Búnaðarsambands Suðnrlands verður haldinn í Vík í Mýrdal næstkomandi þriðjudag. Andvaka. Forstjóraskifti liafa nýlega orðið við íslandsdeild norska lífsábyrgðarf jelagsins And- vaka. Hefir Helgi Valtýsson látið af forstjórastarfinu, en við hefir tekið Jón Ólafsson lögfra:ðingur. Sjómannastof an. G uðsþ j ónnsta í dag kí. 6. Allir velkomnir. Niðurjöfnunarskráin er nú full- prentuð og kemur út á þriðjudags- morgun. Til Strandarkirkju frá S. 10 kr., Eyjaskeggja 10 kr., Andrj^Sí. Böðvarssyni 5 kr., konu í Bisk- upstungum 10 kr., K. 5 kr., S. 5 kr. Norðangarður og kuldanepja vai- á ísafirði í gær. Páll Erlingsson sundkennari, er má telja einn aðalfrömuð sundlist- arinnar hjer á landi, var gerður að heiðursfjelaga Sundfjelags Reykja víkur á seinasta aðalfundi þess, er baldinn var í vikunni sem leið. Óðinn tekur togara, Óðinn kom til Vestmannaeyja í fyrrakvöld með þýskan togara, sem hann hafði tekið að veiðum í landhelgi. Togarinu heitir Dresden. Rjettar- höld voru í gær í máli hans. Heimilisiðnaðarsýningin verður opin aðeins í dag. Á sýningunni eru fjölmargir merkilegir munir. Mesta athygli vekur vefnaðurinn úr íslensku ullinni. Þar eru kápu- og kjólaefni, alt úr íslenslrri ull. Þar eru líka gólfmottur úr ull og hrossWðri. Prjónastofan „Malín“ sýnir prjónles og er stúlka þaðan sem prjónar á sýningunni. Sairma- stofan „Dyngja“ sýnir allskonar Thorkild Roose. (leihari viO Kgl. leikhúsiö £ Khöfn). Upplestur í Nýja Bíó þriðjudaginn 28. maí kl. 7y2 eftir hádegi. Aðgöngumiðar á 1 krónu í Hljóðfærahúsinu, hjá K. Viðar og Arinbirni Sveinbjarnarsyni. Ouðmundur Hamban flvtur í 3. sinn erindi um H'ib iln í Nýja Bíó í dag kl. 4 síðd ■ Aðgöngumiðar á kr. 1.50 fást við ínnganginn. kvenföt. Kvenskátafjelagið sýnir ýmsa haglega smámuni og drengir úr K. F. U. M. sýna bursta, er þeir hafa búið til í vetur. Útsaumur og glitvefnaður er þar í miklu úr- vali. Flestir stansa við borð Guð- rúnar Finnsdóttur, sem sýnir pjötlusaum og perlusaum. Hendur hennar eru bæklaðar, en hún get- ur sarnt lifað á hagleik sínum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.