Morgunblaðið - 12.06.1930, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 12.06.1930, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ o Kappróöur milli íslenskra togaramanna fer fram út við Örfirisey þriðjudaginn 24. þessa mánaðar. Þær skipshafnir er taka vilja þátt í róðrinum, gefi sig fram við Jón Bergsveinsson á skrifstofu Slysavarnafjelags Islands, Bankastræti 17, uppi, er mun sjá þeim fyrir bátum til að æfa sig á. Kept verður um „Fiskimann“ (verðlaunagrip þann, er Morgunblaðið gaf síðastliðið ár). Núverand'i handhafi „Arinbjörn Hersir“. Slysavarnafjelag íslands. Sýning óháðra ísl. listamanna 1930. Fjelag óháðra íslenskra listamanna býður öllum íslensk um listamönnum — málurum og myndhöggvurum — að taka þátt í sýningu, sem haldin verður í tilefni af 1000 ára afmæli hins íslenska ríkis. Sýningin hefst í lok þessa mán- aðiar (opnunardagur auglýstur síðar), stendur yfir 4 vikur og verður til húsa í leikfimishúsi í. R. við Túngötu (Landa kotskirkjan gamla). Upplýsingar gefa Óskar Scheving málari, Laugaveg 147 og Freymóður Jóhannsson málari, LaufásVeg 6, símar 2249, 1656 og 977. Myndir sendist sömu mönnum fyrir 20. þ. m. STJÓRNIN. Nærfatnaðnr úr prjónasilki — fjölbreytt úrval; kom með síð- ustu skipum. Þar á meðal einnig prjónasilki. M i 11 i p i 1 s fyrir íslenskan búning, ódýr og vönduð. Verslnnin Bjfirn Kristjánsson. Jón Bjðrnsson & Co. Nýkomið fallegt úrval af Snndf ö tnm fyrir konur og karla. Ennfremur sje'rstök sundföt fyrir fjelaga Ármann, .. í. R. K. R. og Víking. fóvia/cluúfána&on Erlendar símfregnir. Oslo, FB. 9. júlí. Norræna rithöfundamótið. Norræna rithöfundamótið hefir samþykt tillögu Gunnars Gunnars- sonar, sem er þess efnis, að nauð- synlegt skilyrði fyrir samvinnu við íslenska rithöfunnda sje, að íslend íngar samþykki lög um rjettindi rithöfunda á grundvelli Beruar- samningsins. Alþingishátíðin og Noregur. Stórþingið hefir samþykt að senda Alþingi ávarp til þess að „hylla Alþingi og Islendinga, sem endurreistu íslenska ríkið“. Frá Noregi. Stórþingið gekkst fyrir tilkomu- mikilli hátíð í fyrradag í tilefni af tuttugu og fimm ára afmæli sam- handsslitanna við Svíþjóð. — Við- staddir voru allir milifandi þing- menn frá 1905. London (UP) 8. júní FB. Karol verður konungur Rúmeníu. Bukarest: Báðar deildir þingsins koma saman á sunnudag til þess að taka ákvörðun viðvíkjandi því, hvort kjósa skuli Carol landstjóra eða gera hann að konungi. Frjetta blaðið „Adeverul“ skýrir frá því, að hjónaskiluaður Carols verði gerður ógildur. Síðar: Maniustjórnin hefir beðist lausnar og var lausnarbeiðnin tek- íd. til greina. Mironescu, fyrverandi utanríkisráðherra, hefir verið falið að mynda stjórn. Talið er víst, að þingið kjósi Carol til konungs á sunnudag. London (TJP) 9. júní FB. Bukarest: Sameinað þing hefir kjörið Carol konung yfir Rúmehíu. Kommgurinn hefir tekið sjer nafn- ið Carol II. Skilnaður Carols og Helenu prinsessu hefir ekki verið ógiltur enn .Hæstirjettur getur ekki kveð- ið upp ógildingarúrskurð fyr en (eftir nokkra daga. London (UP) 10. júní FB. Bukarest: Diamand, sendiherra Rúmeníu í Frakkltodi, hefir látið af embætti. Með konunglegri til skipan hefir Mirone'scu ákveðið málshöfðun gegn frjálslyndu leið- togunum Aghelesen, Simireseu og Costescu fyrir árásir þeirra á Carol konung. Carol hefir náðað þá herme'nn, sem dæmdir höfðu verið fyrir brot á lögum. Búist e'r við, að stjórn- irálamenn, sem handteknir hafa verið fyrir biot á lögum. Búist er við, að stjórnmálamenn, sem hand- verið, verði náðaðir. Carol konungur og Heleua prins- essa hafa ákveðið að leggja ekki áherslu á að hraða ógildmgu skiln- aðarmála þeirra. Michael prins ætl ar að búa í konungshöllinni Cotto <ceni. Hvað líður sakamálsrannsókninni gegn horgarstjóra Reykjavíkur? Nú eru fjórar vikur liðnar síð- an dómsmálaráðh. sltrifaði lögreglu stjóra Reykjavíkur og fyrirskipaði honum að rannsaka „misfellurnar“ á hæjarreikningunum, e'ða m. ö. o., að hefja sakamálsrannsókn gegn borgarstjóra. En ekkert hefir lög- reglustjóri eun aðhafst í málinu. Hvað tefur þenna handhafa lög- regluvaldsins svo, að hann ekki gerir skyldu sína í þessu máli 1 Er það pólitískt annríki, se'm hann tefur? Eða er hann köminn á þá skoðun, að eitthvað sje athugavert við þessa fyrirskipun síns yfir- boðara? En hvað sem . veldur þessum drætti, er hitt gersamlega óþol- andi, að • Reykjavíkurbær liggi lengi undir því, að borgarstjóri bæjarins sje' undir sakamálsrann- sóltn. Það út af fyrir sig getur liaft hinar alvarlegustu afleiðingar fyr- ir hæinn, beint og óbeint. Ollum er kunn forsaga þessarar sakamálsrannsóknar. Það var fyrir síðustu bæjarstjórnarkosningar, að Tímaklíkan fann upp það snjall- ræði að láta kosningasnepil sinn flytja bæjarbúum þá fregn, að mil- jón krónur vantaði í kassann hjá borgarstjóra. Var gefið í skyn, að þessi miljón hefði „horfið“ og þess getið til, að borgarstjóri he'fði tek- i? liana í launauppbót. Jafnframt var látið það boð út ganga, að at- ■yinnumálaráðherra hefði neitað að staðfesta fjárhagsáætlun bæjarins vegna óreiðu á reikningsfærslunni. Þetta var stóra kosninga-„bomb- an“ þeirra Tímamanna fyrir bæj- arstjórnarkosningarnar. Og það er haft eftir handhafa lögregluvalds- ins, að „bomban“ hafi hjálpað klíkunni til þess að koma tveimur mönnum í bæjarstjórn. Þe'gar kosningahitinn var um garð genginn, fól atvinnumálaráð- herra Helga Briem þáv. skattstj. og Eysteini Jónssyni, að rannsalca „misfellurnar* ‘ á bæjarreikningun- um. En þeir fundu ekkert glæp- samlegt; reikningsfærslan var í góðu lagi. Og atvinnumálaráðhe'rra samþykti fjárhagsáætlunina eins og eklrert hefði í skorist. En þá átti ritstjóri Tímans eft- ir að standa fyrir sínn máli. Borg- arstjóri stefndi honum fyrir æru- meiðingar og aðdróttanir um fjár- drátt. Veslings ritstjórinn stóð uppi varnarlaus og beið dóms. En þá hugkvæmdist honum, að snúa sjer til dómsmálaráðherrrans og biðja hann hjálpar. Hann biður dómsmálaráðherra að láta fram fara rannsókn hjá borgarstjóra, og athuga hvort ekkert sje' þar hægt ao finna til rjettlætingar æmmeið- ingunum. Og( domsmalaraðherra skrifar lögreglustjóra og sltipar honum að rannsaka „misfellurnar“ á bæjarreikningunum! Málið hefir síðan legið hjá lög- reglustjóra, en e'kkert verið að- hafst í því. Hjer skal ekki frekar rætt nm þá hlið málsins, sem snýr að handhafa rjettvísinnar. Aðeins skal fullyrt, _að misbeiting ákæru- valdsins hefir aldrei verið eins áberandi og hroðaleg eins og í þessu máli. En Reykvíkingar þurfa að kynna sjer þá hlið málsins, sem að þeim snýr. Dómsmálaráðherra hefir fyr- irskipað sakamálsrannsókn gegn borgarstjóra bæjarins. Það út af fyrir sig hlýtur að hafa miklar og alvarlegar afleiðingar. Bærinn þarf á miklu fje að halda til ýmsra nauðsynlegra framkvæmda (Sogs- virkjnn o. fl.) og það fje verður hann að fá að láni erlendis. Honum ríður því á, að hafa lánstraust sitt óskert. En hvað halda menn, að verði um lánstraust bæjarins á meðan borgarstjóri er undir sakamáls- rannsókn? Auðvitað dettur engum í hug, að lána þeim bæ fje, sem slíkan „stimpil“ hefir á sjer, því ekki má .gera ráð fyrir, að er- lendir fjármálamenn þekki ástand dómsmálaráðherrans. Ríkisstjórninni hefir því ekki að- eins tekist. að eyðileggja lánstraust ríkissjóðs, heldur hefir hún einnig eyðilagt lánstraust Reykjavíkur- bæjar og þar me'ð skapað kyrstöðu á framfaraskeiði bæjarins. Þetta er afmælisgjöf stjórnarinnar til Rvílr- ur á hátíðarárinu mikla. Og undarlegir mega Reykvík- ingar vera, ef þeir ofan á alt, ætla að kjósa sinn böðul, dómsmálaráð- herrann, á Alþing. Reykvíkingar! Hrindum af okk- ur manninum, sem hefir reynt að setja glæpamannastimpil á okk- ar bæ! Kjósum lista Sjálfstæðismanna! Kjósnm C-listann! Dagbók. Veðrið (í gær kl. 5): Alldjúp en nærri kyrstæð lægð fyrir norð- austan landið. A Austfjörðum er enn þá hvöss N-átt með regni eða slyddu og lítið betra í útsveitum á N-landi. Hiti er aðeins 1—3 stig í þessum hjeruðum. Hinsvegar er hæg N-átt og bjart veður á öllu V-landi. — Við SA-Grænland sr grunn lægð, sem virðist stefna SA- eftir og gæti hún valdið SA hjer SV-an lands á morgun. Veðurútlit í Reykjavík í dag. Hæg N-átt fram eftir deginum, en ef til SA-læg, með kvö.ldinu. — Sennilega ljettskýjað. Hjónaband. Föstudaginn 6. júní gaf lögmaður saman ungfrú Sig- ríði -Jónsdóttur Víðis, og Jóhann Skaptason stnd. juris. — Heimili þeirra er á Hverfisgötu 40. Trúlofanir. Á Hvítasunnudag op- inberuðu trúlofun sína Guðmundur Gíslason kennari frá Olfusvatni í Grafningi og ungfrú Hlíf Böðvars- dóttir frá Laugarvatni. A laugardag s.l. opinberuðu trú- lofun sína María Gísladóttir frá Görðum í Vestmannaeyjum og Gnðjón Runólfsson, Bergstaða- stíg 60. Jarðarför Steindórs bónda Sig- urbergssonar í Osgerði í Olfusi fer fram í dag, og hefst með hús- kveðju á heimili lians kl. 1 e. h. Ditlev Thomsen konsúll, sem mörgum Reykvíkingum er að góðu kunnur, er staddur hje'r í bænum þessa daga. Hann hefir ekki til Reykjávíkur komið í 14 ár. Um langt skeið var hann meðal at- hafnamestu borgurnm þessa bæjar, er hann rak hjer stórverslun sína í 12 deildum. Hann var meðal þeirra, er fyrstir ráku hjer sjer- ve'rslanir. Meðan hann starfaði hjer í bænum, var hann hvatamaður að stofnun ýmsra fyrirtækja, svo sem Verslunarskólans. Þýskur kon- súll var hann hjer í ein 25 ár, og gekst meðal annars fyrir því, að bygð voru sæluhús fyrir skipbrots- menn austur á Söndum. Síðustu árin hefir ’hann rekið verslun í Höfn; og hefir haft mikil viðskifti við Færeýinga, og hvatt þá til ýmsra framfara á sviði fiski- veiðanna. Dánarfregn. í fyrradag ljest í Landakotsspítala Ingibjörg Gunn- laugsdóttir, Bjarnasonar pretitara, fósturdóttir Jóns Sigurðssonar framkvæmda,stjpra, frá Blómstur- völlnm. Hún var kona Kristjáns Jónssonar kanpmanns í verslun- inni Foss. Giftust þan fyrir rúmu ári og eignuðust eitt harn. í vetur sem leið kendi frú Ingibjörg þess sjúkdóms, sem varð henni að bana- meini. Var hún flutt heiman í spí- talann 23. maí. Bjuggust fæstir við að sjúkdómur hennar væri svo al- varlegur sem raun varð á, og allir ástvinir hennar væntn þess að hún mundi brátt koma heim aftur heil heilsu. En nú hefir hinn mikli dauði bundið enda á allar þær vonir. — Frú Ingibjörg var fríðleikskona, vel að sjer, gjör um alt, sem eiginkonu og liúsmóður má prýSa. Hún var virt af öllum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.