Morgunblaðið - 17.01.1934, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 17.01.1934, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ o Etm§kipaljelagsiii§. Júlíus Júliníusson, skipstjóri á „Brúarfossi“. En hlutafjeð er sem kunnugt <er, kr. 1.680.750.00. Skuldir fjelagsins umfram hltitafje voru í árslok 1932 2.4 milj. kr. En síðan hefir rýmkast um fjárhaginn, með því að hag- feldari lán fengust í Englandi, en fjelagið áður hafði haft í Danmörku, og græddist við þær yfirfærslur 230 þús. kr. í geng- ismun. En síðan sparast um 50 þús. kr. 1 vexti, frá því sem • áður var, um leið og fengust ímun betri vátryggingarkjör. Fekkst þetta fyrir forgöngu nú- verandi framkvæmdarstjóra,! 'Guðro. Vilhjálmssonar. Rekstrarhagnaðar og arðar hlathafa. Nú í nokliur ár hafa hlut- ihafar Eimskipafjelagsins eigi fengið greiddan arð af hluta- fje sínu. Enga óánægju hefir þetta vakið. Svo föstum fótum standa almenningssamtöþin utan um fjelagið. Hluthafar hafa og sjeð, að undanfarin ár hefir verið all- góður hagnaður af rekstri fje- lagsins, er allur hefir verið not- aður til afskrifta á eignum þess, en með því verða hlutir fjelags- rmanna í raun og veru verðmeiri. Árlegur rekstrarhagnaður hefir á þrem árum numið hátt í miljón króna, enda er bókfært eignarverð skipanna nú mjög :hóflega lágt, gömlu skipin, Lag- arfoss og Selfoss í 50 þús. krón- um hvert skip, þó bæði sjeu þau enn mjög nothæf skip. Og forystuskip flotans, Gullfoss, er í 200 þús. kr. Nýju skipin eru vitanlega bókuð með mjög ^hærra verði, Goðafoss í 640 þús. Brúarfoss 715 þús. og Dettifoss, nýjasta skipið í 1.150.000 krón- rum. Einar Stefánsson, skipstjóri á „Dettifossi". Pjetur Bjömsson, skipstjóri á „Goðafossi*' Árið 1932 námu afskriftir á'lags Islands hafa setið í stjórn fjelagsins alls 20 menn, og eru þeir þessir: eignum fjelagsins samtals kr. 345.105. F ory stamennírnír. ,,Það þýðir ekki að þylja nöfnin tóm, þjóðin mun þau annarstaðar finna“, sagði skáld ið. En þó er ekki hægt annað en nefna nöfn nokkurra þeirra manna, sem unnu að stofnun Eimskipafjelagsins, og sem stjórnað hafa f jelaginu og styrkt það síðan. En altaf þegar jeg hugsa um tildrögin að stofnun Eimskipa- fjelagsins, dettur mjer í hug frásögn Emil Nielsen um það, er hann fyrir 30—40 árum sat uppi í fjallshlíð skamt frá Djúpavogi með Páli heitnum. Gíslasyni, sólbjartan sumar- dag, en á höfninni lá „spekú-: lantsdugga“, sem Nielsen stjórnj aði, og þeir ræddu um það, þarna í hlíðinni, hvílík nauð-| syn það væri íslendingum að^ eiga skipastól og vei'ða sjálf- ráðir á sjónum, sjálfráðir um verslun og siglingar. Mjer er sem jeg sjái „spekú- lantsdugguna“, hið seinfara seglskip, sem flytur einu sinni eða tvisvar á ári vörur þær til viðskiftanxannanna, sem duggu- eigandinn ákvað að vera rnyndi við þeiri’a hæfi. Þetta fundu allir og sáu.J Þetta fann Nielsen skipstjóri líka. Og síðar fann hann meðalj íslendinga það framtak, þamij stói*hug, sem dugði, til að hrinda fyrirtæki þessu af stað. Er þar fyi'stan að telja, Svein Björnsson sendiherra. En fjölda annara manna mætti nefna í því sambandi. Stai'fssaga Emil Nielsen, senx framkvæmdarstjóra !er þjóð- kunn. Fi'ó stofnun h.f. Eimskipafje- I. Kosnir af hluthöfum: Árni Eggertsson, Winnipeg, kosinn 1916 og ávalt síðan. Ásmundur Jóhannsson, Winni peg, kosinn 1920 og ávalt síð- an. Bíldfell, John, J„ Winnipeg, kosinn 1917 og 1919. Claessen, Eggert, hrm.,kosinn á stofnfundi 1914 og ávalt síð- an. Gai'ðar Gíslason, stórkaupm., kosinn 1914, 1920 1922, 1926 og 1928. Guðm. Ásbjöi'nsson, kaupm., kosinn 1930 og 1932. Halldór Daníelsson, hrj.- dómai'i, kosinn 1914, 1916 og 1918. Halldór Þorsteinsson skipstj., kosinn 1916 og ávalt síðan. Hallgrímur Benediktsson stór kaupm., kosinn 1921 og ávalt síðan. Johnson, Ól., konsúll, kosinn 1914. Jón Ásbjörnsson hrm„ kosinn 1929 og ávalt síðan. Jón Bjöi'nsson kaupm., kosinn 1914. Jón Gunnai’sson, samáb.- stjóri, kosinn 1914 og 1917. Jón Þorláksson borgai'stjóri, kosinn 1916, 1918, 1920, 1922, 1924, 1926 og 1928. Pjetur A. Ólafsson, kaupm., kosinn 1919, 1921, 1923, 1925 og 1927. Sveinn Bjöi’nsson, sendiherra, kosinn 1914, 1917, 1919, 1924. Thors, Rich., fi’amkv.stj., kos- inn 1930 og 1932. II. Skipaðir af stjórnarráðinu: Olgeir Friðgeirsson kaupm. 1914—1918. Jón Eiríksson, skipstjóri á „Lagarfossi“. Hallgrímur Kristinsson fram- kv.stj. 1918—1922. Jón Árnason framkv.stjóri síðari 1923. En meðal forgöngumann- anna, sem unnu mikið að und- irbúningnum var Thor Jensen, m. a„ þó hann síðar hafi minna unnið þar að, en menn hefðu æskt eftir. V estar-í slendíngar. Einn af mei'kustu og fegui'stu þáttunum í starfssögu fjelags- ins, er þáttur Vestur-íslendinga. Þátttaka þeirra í Eimskipafje- laginu hefir meira en nokkuð annað eflt og styrkt samúð og samband milli Vestui'-Islend- inga og heima-þjóðarimiar, enda var þátttakaix að vestan hinn skýlausasti vottur um þjóð hollustu og drenglund þexri’a manna er þar áttu hlixt að máli. Farmannaliðíð. En framkvæmdastjórnin ein stoðar lítt, ef bregst for- ystan á sjónum. Um farmannaliðið segir svo í 10 ára skýrslu fjelagsins: „Þegar fjelagið var stofnað, höfðu meixn hjer á landi litla þekkingu á og enga reynslu um slíkar siglingax*. Þessi reynsla og þekking hefir fengist að tals- verðum mun með starfsemi und- anfai'inna 10 ára. Floti fjelágsins er nú mann- aður röskum og reyndum mönn- um, sem ekki munu standa að baki þeirra, sem í förum erxx á kaupförum annara þjóða. Vjer höfum fengið þekkingu á sxgl- ingum við Island, sem hefir þeg- ar orðið oss mikils virði og get- ur orðið oss enn meira vii'ði í framtíðinni". Á þeim 10 árum, sem síðan Ásgeir Jónasson, skipstjóri á „Selfossi“. eru liðin munu þessi unxmæli hafa orðið ennþá meiri sann- mæli. Framtíðín. Fx’eistandi er að minnast á það, sem rnenn vænta sjer af fjelaginu í framtíðinni, og bera fi*am óskir sínar á þessum tíma- mótum. Óskirnar verða fyrst og tremst þær, að fjelagið mégi framvegis sem hingað til hafa forystu unx það, að hafa hjer vönduð skip og góð í förum. Verslxixx laixdsmaixna hefir fje lagið gerbreytt, nxeð því að gera hana víðfeðmari, leysa úr fhxtn- ingaþörfinni milli íslands og þeiri'a nýi'ra og nýrra staða, sem framtakssöm verslunar- stjett landsins hefir fundið vera hentugasta viðskiftum lands- manixa. Eftir því senx tímax líða má búast við því, að þetta bi'eytist sífelt. Að ný viðskifta- sanxbönd tengist út um beiminn. Samhagur þjóðar. Þegar litið er yfir þá sundr- ung og þaxxn flokkad^átt, seno i'íkir meðal þjóðarinnar á svo til öllum sviðum, dettur mörg- unx í hug stofnun Eimskipafje- lagsins. Þar sameinuðust allh’. Þar var hvoi'ki talað um flokk nje stjett, þar voi'u allir eitt! Þegar slík verk eru unnin, er þjóð vor öflugust. Þá eru tor- færur auðfarnar. Þá er lyft Grettistökunx. Þá vei'ður það mögulegt, sem annars virðist- ómögulegt. Mætti fordæmið unx stofnun Eimskipafjelagsins verða til þess, að fleiri Grettistökum verði lyft á sama hátt, nxeð þjóð vorri. Goðafoss. Lagarfoss. Selfoss.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.