Morgunblaðið - 17.01.1934, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 17.01.1934, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ 7 aaaai ,jGnlIfoss(C fer á fimtudagskvöld 18. jan. kl. 10 til Breiðafjarðar og Vestfjarða. Vörur afhendist fyrir há- degi á morgun og: faVseðlar óskast sóttir. „Dettifoss" fer á sunnudagskvöld í hrað- ferð vestur og norður, kem- ur við á Sauðárkrók í suður- leið. 0 S. ISlBBd fer fimtudaginn 18. þ. m. kl. 8 síðd. beint til Kaupmanna- bafnar (um Vestmannaeyjar og Thorshavn). Farþegar sæki farseðla í dag. Tillcynningar um vörur komi í dag. S^ipiafgreiðsli Jes Ztmsen» Tryggvagötu. Sími 3025. Epli: Jonathan cx-fancy. Appelsínur: Jafia Valencía 300-360. Citroniir, Laukur. Fyrírliggjandí I B yniölfssonSKvaran NINON Samkvæmískjóíar seldir frá 30 kr. Kvöldjakkar frá 10 kr. Allir aðrir kjólar versl'in- arinnar seldir með 10, 15 og 20% afslættj. NINON Austurstræti 12 (uppi). Opið frá 2—7. * Avarp til ungra kjósenda i Heykjavík. — Bins og kunnugt er verður bæjarstjórn Reykjavíkur kosin þann 20. janúar næstkom- andi. Vegna þessa viljum vjer vekja eftirtekt ungra kjósenda í bænum á nokkrum atriðum, er snerta stjórnmálaviðhorfið í landinu alment og þessar kosningar sérstaklega. Að þessu sinni eru framboðslistar fimm og sækja því fjórir flokkar fram gegn Sjálfstæðis- flokknum. Má þar fyrst nefna flokk socialista, sem skreytir sig með nafni alþýðunnar í landinu. Hið raunverulega takmark þess flokks er að svifta alla einstaklinga frjálsræði og athafna- frelsi í þjóðfélaginu og kúga þá undir ok fá- mennrar, harðsnúinnar en sjerdrægrar klíku. Þá má nefna hina pólitísku hálfbræður socialista, kommúnistana, sem raunverulega stefna að sama takmarki og hinir en eru að því leyti verri, að þeir vilja knýja mál sitt fram með blóðugri byltingu. — Þriðji flokkurinn er hinn svonefndi Framsóknarflokkur. Hefir flokkur þessi reynt að telja sig fulltrúa bændanna í landinu og í bar- áttu sinni einkum stuðst við róg og illmæli um íbúa Reykjavíkur. Sýndi flokkur þessi jafnan hinu stæsta mannrjettindamáli bæjarbúa hinn mesta fjandskap og stóð á móti því meðan hann hafði þrek og þor til, að Reykjavíkurbúar fengju kosningarrjett til jafns við aðra landsmenn. — Fjórði flokkurinn, ef flokk skyldi kalla, er hóp- ur nokkurra persónulega óánægðra manna úr ýmsum flokkum og flokksleysingjar, er kalla sig nú þjóðernisflokk, en virðist aðhyllast erlendar eniræðiskenningar og apa starfsaðferðir sínar eftir því, sem verst er í fari slíkra ofstækis-j flokka. Má það ljóst vera, að hvert atkvæði, sem| þessi listi kynni að fá, styrkir aðstöðu niðurrifs-l manna Reykjavíkur. Gegn öllum þessum flokkum sækir Sjálf-j stæðisflokkurinn fram einhuga og óskiftur. Er; það stefna Sjálfstæðisflokksins að efla og' styrkja framtak einstaklingsins í þjóðfjelaginu og skipa bæjarfélagið frjálsum og sjálfstæðum heimilum og einstaklingum. Undir merkjum stjálfstæðisstefnunnar hafa allar framfarir þessa þæjarfjelags verið unnar. Frá því að vera fá- ment og fátækt fiskiþorp hefir Reykjavík vaxið til þess að verða fjölmenn menningarborg á igrundvelli framfara og atvinnulífs, er að tiltölu má jafna við mestu framfaraborgir stórþjóð- anna. Fyrir framtak Reykvíkinga hefir og fé runnið til stórkostlegra framkvæmda og uro- bóta um gjörvalt land vort. Þetta alt má tví- mælalaust þakka því, að sjálfstæðisstefnan hefir verið ráðandi í bæjrafjelagi voru fram til þessa dags. Vjer ungir Sjálfstæðismenn óskum þess að áfram verði stefnt á þessari braut. Vjer viljum efla, fjörga og treysta atvinnulíf þjóðar vorrar, svo að unt sje að bæta kjör allra einstaklinga í þjóðfjelaginu. Vjer viljum vinna að fullkomnu lýðræði í landi voru og að almenn- um mannrjettindum. Vjer viljum auka menningu þjóðar vorrar. Vjer viljum útrýma hverskonar spillingu og hnignun í stjórnarfari. — Vegna þessa og annara stefnumiða, er getur í stefnu- skrá vorri fylkjum vjer oss í þjettri fylking undir merfei Sjálfstæðisstefnunnar í landi voru og sjerstaklega nú við komandi bæjarstjórnar- kosningar. Og vjer gerum það af því að Sjálf- stæðisflokkurinn er eini flokkurinn, sem í þess- um efnum er treystandi. Hann er eini flokkur- inn, sem hefir sýnt það í verki að hann skilur og kann að meta starfsemi og áhuga hinna ungu manna, enda hefir innan hans vjebanda, eins allra stjórnmálaflokka á íslandi, þróast sjer- stæð hreyfing ungra manna, sem vitnar glögg- lega um það, að í Sjálfstæðisflokknum býr endurnýjunarkraftur, sem mun skapa honum nýtt líf þegar aðrir flokkar deyja. Vjer viljum vekja athygli á því, að Sjálf- stæðisflokkurinn hefir nú marga unga menn á lista sínum. 1 annað sætið hefir hann skipað kómungan mann Bjarna Benediktsson, prófess- or. Er hann að allra dómi einhver hinn efni- legasti ungi maður með þjóð vorri, gæddur frá- bærum gáfum og einbeittum dugnaði. Hann er því manna líklegastur til þess að verða mikilvirk- ur og giftudrjúgur fulltrúi ungra kjósenda í bæn um. Svipað má um þá aðra unga menn segja, sem lista Sjálfstæðisflokksins skipa. Vjer viljum að lokum minna á það, að það mál, sem mestu varðar um framtíð bæjarfje- lagsins eru fjármál þess. Ljeleg fjármálastjórn getur leitt til algers hruns og kyrstöðu. Nægir í þessu efni að minna á hina óviturlegu stjórn Framsóknarmanna og socialista á fjármálum ríkisins á árunum frá 1927—1931, og ástand þeirra bæjarfjelaga, er socialistar hafa stjórnað á undanförnum árum. Sjálfstæðisflokkurinn á nú því láni að fagna, að eiga völ á þeim manni, Jóni Þorlákssyni, til að stjórna fjármálum bæj- arins, er hefir sýnt það með afskiftum sínum af fjárhag ríkisins, að hann er manna líkleg- astur til þess að bæta og treysta fjárhag bæjar- sjóðs Reykjavíkur og auka verklegar fram- kvæmdir bæjarfjelagsins án þess að íþyngja bæjarbúum úr hófi fram. i Af öllum framangreindum ástæðum höfum vér ungir Sjálfstæðismenn einsett oss að berjast af einurð og krafti fyrir fullkomnum sigri Sjálf- stæðisflokksins við þessar kosningar. Vegna vel- ferðar bæjarfjelagsins og framtíðarheilla allra hinna ungu kjósenda skorum vjer eindregið á þá að fylgja sjer eindregið úm C-listann. Reykjavik, 16. jan. 1934. Stjóm Sambancls ungra Sjálfstæðismanna. Stjóm Heimdallar og fulltrúaráð Heimdallar. Gvðni Jónsson, f\>rm. S. U. S. Jóh. G. Möller form. Heimdállar, Ágústa Johnson, skrifstm. Alfreð Jónasson, tollvör&ur. Alexander H. Jóhanness., verslm. Ásgeir Kristjánsson,' loftskm. Ásta Guðmundsdóttir, verslm. Björn Björnsson, verkam. Björn Guðmundsson, verslm. Björn Snæbjörnsson, bókari. Egill Kristjánsson, skrifstm. Einar Ásmundsson, járnsm. Einar Egilsson, skrifstm. Finnbogi Kjartansson, stud. art. Frið^ik G. Jóhannsson, þjónn. Georg Kristjánsson, járnsm. Georg Hólm, litari. Guðm. Benedilctsson, cand. jur. Guðm. Kristjánsson, skrifstm. Gunnlaugur Pjetursson, stud.jur. Gunnar Björgvinsson, verslm. Gunnar Halldórss'on, sjóm. Gunnar Thoroddsen, stud. jur. Hjálmar G. Stefánsson, skrifstm. Ingólfur Möller, sjóm. Jón Gestsson, trésm. Jóh. G. Stefánsson, gjaldkeri. Jón Jónsson, stýrim. Kjartan Guðmundsson, múrari. Knútur Arngrímson, cand. theol. Kristján Guðlaugsson, cand. jur. Kristján Skagfjörð, múrari. Kristján Steingrímsson, stud.jur. Lárus G. Blöndal, verslm. Lúðvík L. Hjálmtýsson, innhvi. Magnús Pjetursson, járnsmn. Magnús Þorsteinsson, verkam. Margrjet Briem, röntgenm. Márus Júlíusson, trjesmiður. Nanna Zoega, verslm. Oddur Helgason, verslm. Óskar Ólafsson, sjóm. Pálmi Jónsson, bókari. Sigurður Þórðarson, verslm. Skúli Jóhannsson, verslm. Stefán Skúlason, verslm. Steinn Guðmundsson, skrifstm. 3'( einbj. Sveinbjörnsson, vjelstj. Sveinn Benediktsson, forstj. Tómas Pjetursson, verslm. Thor Thors, alþm. Þórir Kjartansson, cand. jur Victoria Jonsdóttir, verslm. Vilberg Hermannsson, múrari. Munið Þ j óf naðartryggingarnar. Upplýsingar á Vátryggingarskrifstofu Sígfúsar Sighvatssonar Lækjargötu 2. Sími 3171. Þakkir. Hjer með þakka jeg innilega vinum og kunningjum, fyrir skeytasendingar á 90 ára afmælis- daginn, 13. þ. m., sem og heim- sókn, kvæði, bókagjafir og marga fleiri verðmæta muni. Já, hjartans þökk fyrir öll þau vinahót. Reykjavíkurveg 5, 15. jan. 1934. Eiríkur Guðmundsson. Annan vjelstjóra vantar á s.s. Huginn. Upplýsingar í símum 9127 og 9210. Sænsba ilatbranðið er best í % Þjóðverjar og Þjóðabandalagið. Berlin, 16. jan. 1934. FÚ. í tilefni af þeirri ákvörðun, sem tekin, var á ráðsfundi Þjóðabanda- iagsins í gær, um að senda þýsku stjórninni afrit af fundargerð fundarins, þar sem hún varðaði Saarhjeraðið, sem Þjóðverjar telja sig miklu skifta, og í tilefni þess að fulltrúi Frakklands taldi það illa farið, að Þjóðverjar ættu ekki fulltrúa á slíkum fundi, hefir þýska stjórnin lýst yfir því, að starfsemi Þjóðabandalagsins und- anfarið og markmið þau, sem það stefni að, hafi verið þess eðlis, að Þýskaland geti ekki sóma síns vegna tekið þátt í slíku starfi. — Það sje einhuga vilji stjórnarinn- ar og national-sozialistiska flokks- ins að hafna hverju tilboði um inngöngu í Þjóðabandalagið og samvinnu við það á meðan mál- staður Þýskalands sje horinn svo fyrir borð sem hingað til hafi verið. Konur! Minnist þess, að Sjálfstæðis- flokkurinn er eini flokkurinn, sem hefir konu í öruggu sæti nú við bæjarstjórnarkosningarnar. Fjöl- mennið á kjörfund og kjósið C- listann! \

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.