Morgunblaðið - 17.01.1934, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 17.01.1934, Blaðsíða 8
MORGUNBLAÐIÐ * 8 { Smá-auglýsingarj Hafnfírðingar. Byrja hannyrða- kensln næstn daga. Sigríður Arna dóttir, Reyk.javíkurveg 8. Draumaráðningar, dulræn bók. framtíðin í spegli. Fæst bjó bók- sölum í Reykjavík og Hafnar- firði. Svefnþörf barna. Saumanámskeið. Stúlkur, sem vilja komast að í kvöldtíma frá 8—10, tali við niig fyrir 20. þ. m. íngibjörg Sigurðardóttir, sími 4940, Austurstræti 12. Nýkomnir liattar og fatnaðar- vörui’. Bestar, Hafnarstræti 18. — Karlmannahattabúðin. — Einnig handunnar hattaviðgerðir, sama stað. Saltkjöt, 4 l/2 tunnur spaðsaltað kjöt frá Blönduósi til sölu. Síini 3242. Flóra, Vesturgötu 17, fær dag- lega nýja Tulipana, mjög fjöl- breytta liti. Einnig úrval af krönsum og gervi-blómum. Flóra, Vesturgötu 17. sími 2039. Kjötfars og fiskfars heimatilbú- ið, fæst daglega á Fríkirkjuvegi 3. Sími 3227. Sent heim. ,,Freia‘ , Laugaveg 22 B. Sími 4059. „Freiu“ heimabökuðu kök- ur eru viðurkendar þær bestu og spara húsmæðrum ómak. ,,Freia“ fiskmeti og kjötmeti mælir með sjer sjálft. Hafið þjer reynt það? Sími 4059- Iðnaðarmannafjelagið t Reykjavík. Fnndnr verður haldinn í Baðstofu fjelagsins á morgun, fimtu- daginn 18. þ. m., kl. 8y2 síðd. Fundaref ni: Ákvörðun um útgáfu tíma- ritsins. Afméelisfagnaðurinn. Önnur mál. STJÓRNIN. Mjer, barst nvlega fyrirspurn frá frxí hjer í bænum um svefn- þörf barna og nnglinga. Var sjer- staklega, óskað upplýsinga um það livenær rnætti liætta við að láta börnin sofa 'að deginum. Hafði hún orðið vör við að sumar mæð- ur lilífast við því að láta jafn- vel tveggja ára börn sofna að deg- inum eða vekja þau eftir skamma stund, til þess að þau sofi betur að nóttunni. Hún bað mig að birta svarið opinberlega, því þetta þvrftu allar mæður að vita. Þó undarlegt sje, þá ganga flestar fræðibækur fram hjá þessu mikilvæga atriði eða segja fátt um það, enda er svefnþörfin noklc uð misjöfn, sjerstaldega hjá böm- um eldri en eins árs. -Teg hygg þó að eftirfarandi leiðbeiningar sjeu nærri lagi: Fyrstu vikurnar sefur lieilbrigt barn mestan hluta sólarhringsins um 18—20 klst. Eins árs barn á að sofa 14—15 klst.. 12 klst. að nóttu, 2—3 á daginn. Tveggja ára barn sefur 13—14 kist.. 12 að nóttunni og 1—2 á daginn. Fjög’ra ára barn þarf 11—12 ldst. svefn. Það kemst af án þess að sofa að degimun. Fram að þessum aldri telur próf. Monrad að börnum veiti ekki af að sofa 1—2 klst. að deginum. Þetta er þó heldur rífiega til tekið, en tii 3ja ára fildnrs veitir börnunum ekki af því að fá nokkurn svefn að deginum. TSörnin eru aldrei kyr og eðlilegt að ]iau þreytist. 6 ára börn þurfa 10—11 klst. svefn. Hjer er ekki tekið tillit til þess tíma, sem ungbörn vaka til þess að drekka. Þessar reglnr eru nokkur leið- beining, en hins vegar segir harn- ið sjálft til. Þegar það verður þreytt, magnlítið óg amasamt þarf það helst að fá að sofa, jafnvel þangað til það vaknar. nema svefninn verði því lengri. Sjerstaklega mun það vera hyggi- legt að lofa viðkvæmum og grönn- um börnum að hafa sem lengstan svefntíma. G. H. Lunalfarski varð að fara úr landi vegna þess að kona hans er skartgjörn, Það er nú fullvrt að Lunat- jarski liafi orðið að segja af sjer ráðgjafastöríum í Rússlandi og fara úr landi vegna þess hvað kona hans var skartgjörn. Það þoldu konur liinna ráðgjafanna ekki og’ sjerstaklega sveið frú Stalin það hvað hún gekk skrant- klædd. Er sagt, að Lunatjarski liafi verið settir tveir kostir: Ann- að hvort að segja skilið við kon- una, eða segja af sjer ráðgjafa- störfum. Iíann tók seinni kostinn og svo fóru þau hjónin til Suður- Frakklands. Þar veiktist Lunat- jarski skömmu síðar og dró sú veiki hann til dauða. Nú er sagt að Sowjet-stjórnin muni leyfa að lík hans verði flutt lieim til Rússlands og grafið hjá Kreml. en þó með því ófrávíkjan- lega sltilyrði að frúin fylgi ekki líkinu þangað. Styrjöldin í Kína. Berlin, 16. jan. 1934. FÚ.j Enn koma fregnir af óeirðunumj í Kína, — Meðal annars rjeðus sjóræningjar á kínverskt kanp sicip úti fvrir Fu Chow í nótt o gerðu þar hin mestu spellvirki. Stjórnarherinn liefir hafið nýja árás á uppreisnarhersveitir í Fu Kien. Foringi uppreisnarhersins af- lienti í morgun umráðin yfir borginni í hendnr fulltrúum stjórn arinnar og reið síðan á bnrt, und- ir vernd 40 riddara. íþróttafjelag Reykjavíkur held- ur dansleik að Hótel ísland næst- komandi laugardag. AVEXTIR iiýkoiiinir APPELSÍNUR ,,JafTa“ Í44. do. „Valcncía“ 240-30© E P LI „Wínesaps“. GRAPEFRUIT. SÍTRÓNUR. LAUKUR. Sími I-2-3-4 Lritograferede SalgsæsKer med udstansede Reklamelaag. Anvendes med Fordel som Emballage for Artikler, der onskes udstillet paa Forhandlerens Disk eller i Vinduet. Koster ikke mere end en almindelig Papæske med Etiket. Leveres flade, hurtig Opstilling, billig Fragt. Forlang Forsí.'> og Tilbud. Specialister i moderne Kartonnage : Andersen &Briniis FabrifeerA/s KÖBENHAVN F. Telegramadresse: Kapsel. —b Aðalumboð á Islandi: Edda H.F. Fyrirliggjandi: Epli Winsaps. Appelsínur Jaffa 144. Appelsínur Walencia 240 og 300 stk. Laukur. Kartöflur. Eggert Kristjánsson & Co. Grand-Hótel. 16. Meðan Preysing var að festa á sig flibbann, leit iífinn viðutan út á götuna, sem var horfin í morg- unþokunni. Það var ekki langt liðið á morguninn og því ekki nema hálfbjart; götusópsvélarnar burstuðu bikið á götunni hreint, gulu strætisbifreið- arnar komu slagandi fram úr myrkrinu, eins og skip. Preysing leit niður, án þess að sjá neitt. Hann á’tti vandasaman dag fyrir höndum — «ú var um að gera að vera klár og hugsa allt grandgæfilega frá upphafi. Han hringdi á þjóninn og fékk honum sjálfur stígvél sín til burstunar — hann hafði meira að segja tekið með sér skóáburð, bæði gul- an og hvítan. Herbergið ilmaði, þegar af þessum fylgjum hraðferða kaupsýslumannsins: leðri, tann- vatni, ilmvatni, terpentínu og tóbaksreyk. Preys- ing dró með þessum hægu og vandlegu tilburð- um, sem honum voru lagnir, veski sitt úr vasanum og taldi fjármuni sína. 1 innsta hólfinu var þétt hrúga af þúsundmarkaseðlum, því það var aldrei að vita, hvenær reiðupeninga kynni að verða þörf, neðan samningarnir stæðu yfir. Preysing sleikti >umal- og vísifingur og taldi peningana; og hreyf- ngar hans voru eins og smáborgarans, sem hefir ■un»ið sig upp sjálfur. Hann stakk á sig veskinu og esti það, óþarflega vel með lásnælu í vasann inn- an á gráa kamgarnsjakkanum sínum. Hann gekk tundarkorn um gólf á rauðum ilskóm og var að eJta því fyrir sér, hvað hann ætti nú að segja við Í essa herra frá Chemnitz Prjónavöruverksmiðju. Hann leitaði að öskubakka en fann ekki, og hon- um var illa við að setja öskuna á blekbyttuna. Þarna var líka inni gamall koparörn, samskonar og sá, sem hafði hrifið Kringelein í herbergi nr. 70. Preysing barði með fingrunum óþolinmóður í nokkrar mínútur á útbreidda arnarvængina, þá kom herbergisþjónninn með nýburstuð stígvélin, og kl. 7.50 gat Preysing komist út úr herbergi sínu, þannig að hann varð annar í röðinni hjá rakara gistihússins. Enda þótt Preysing hefði margar áhyggjur og stórar, sat hann þó gildur og þéttvaxinn, nýrakað- ur og með svip þess manns, sem er í ágætu skapi við morgunkaffið, þegar hr. Rothenburger kom til hans klukkan hálfníu, eins og um hafði verið tal- að. Hr. Rothenburger var svo nauðasköllóttur, að hann hafði hvorki augnabrúnir né augnahár, en það gerði það að verkum, að hann var alltaf eins og steinhissa á svipinn, og var í litlu samræmi við efasemdir þær, er fylgdu starfi hans. Hann var mitt á milli þess að vera kauphallarmiðlari og víxlari, stundum var hann líka umboðsmaður, og átti auk þess sæti í hinum og þessum félagsstjórnum; hann vissi allt, sagði frá öllu aftur og var með fingurna allsstaðar. Hann setti nýjustu kauphallarfyndnina í umferð og breiddi út hrakspár, sem gerðu gengi verðbréfa óstöðugt. í stuttu máli sagt, var hr. Rot- henburger hlægilegur, hættulegur og þarfur mað- ur. „Daginn, Rothenburger“, sagði Preysing og rétti komumanni tvo fingur, sem hann hélt vindlin- um með. „Daginn, Preysing,“ sagði Rothenburger, ýttÚ hattinum aftur á hnakka og lagði skjalatösku á borðið. „Kominn aftur?“ „Jú, jú,“ sagði Preysing. „Fallega gert af yður að koma. Hvað viljið þér? Te, koníak, svínslæri. og steikt egg?‘.‘ „Bara einn koníak. Hvernig líður heima? Líður frúnni vel? Og ungfrúnni, dóttur yðar, og öllum?“ „Jú, þakka yður fyrir, ekki svo bölvanlega. — Þakka yður fyrir, að þér voruð svo nærgætinn að senda okkur hamingjuóskir á silfurbrúðkaupsdag- inn okkar.“ „Nú, vitanlega — þó það væri. Hvað gerði firm- að í tilefni dagsins?“ „No, — já, hvað er firmað? Eg lét það hafa gamla bílijin minn og fékk nýjan í staðinn.“ „Já, o-sjá. L’état c’est moi —- firmað og eg erum eitt — getur maður eins og Preysing sag-t. Og hvernig líður tengdaföður yðar?“ „Þakk’ — ágætlega. Honum þykja enn góðir vindlar.“ „Hann hefi eg þekkt lengi. Hugsa sér annars, hvernig hann byrjaði — með sex Jaquard-vefstaði í svolítilli bölvaðri skonsu! Og nú? Stórkostlegt!“ „Já, fyrirtækið gengur vel,“ sagði Preysing, — af ásetningi. „Svo segja menn. Þér kvað hafa byggt yður dýrindis hús, eða öllu heldur höll — með heilum skemmtigarði í kring.“ „No — jæja. það er allra vistlegasta hús. Kon~

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.