Morgunblaðið - 14.07.1934, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 14.07.1934, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIf) 5 frjáls og óháð Döinum, og fær íiifi að fara með sín eig'in mál. „Verið minnugir leiðtoga yðar, sem guðs orð hafa til yðar talað“. * -— Það mun nú mörgum finnast óguðlegt hjal, og ekki síst af presti,, að halda því fram, að Jón Sigurðsson hafi flutt guðs orð, en jeg er annarar skoðunar. Hvern- Ig menn líta á þetta, fer auðvit- að alt eftir því, livort þeir leggja inn í hugtakið guðs orð. Fyrir þá, sem halda því fram, að ekkert sje gnðs orð, nema það, sém stendur í Bibþunni, Sálma- bókinni, svokölluðum guðsorða- bókum, eða þá prjedikunum, sem «ru strang biblíulegar, fyrir þá Ibefir .Jón Sigurðsson ekki talað guðs orð, og þeir geta aldrei orð- ið minnugir hans sem leiðtoga fyrir það, að hann hafi guðs orð til þeirra talað. Bn hinir éru líka margir, sem telja að orð guðs sje ekki bund- íð við biblíuorð o. a. sem jeg gat um hjer áður, að g'uðs orð nái yf- ir víðari svæði orðsins en svo. Og nú bið jeg ykkur vel að hug- leiða, tilheyrendur mínir! Hafið J)ið aldrei lesið t. d. sögu eða Itvæði, sem ykkur liefir fundist Ibera það með sjer að vera guðs ■orð, sem þið hafið fundið að tal- aði til þess be*ta og göfugasta, er í sálum ykkar bjóf Gátuð þið þá •efast um það, að guð væri að tala til ykkar, gegnum rithöfundinn ■eða skáldið, sem þið voruð að lesa? — Hafið þið lesið „Vesaling- ana“ eftir Victor Hugo? Gátuð l»ið efast um^ að í þeirri bók var mikið af guðsorði? Hafið þið lesið Selmii Lagerlöf, Leo Tolstoy og' Dostojevsky (jeg nefni örfá nöfn) ? Hafið þið ekki fundið mik 5ð af guðs orði í verkum þeirra á víð og dreif? Hafið þið lesið Jónas ’Hallgrímsson, Matthías Jochums- son, Steingrímur Thorsteinsson, að jeg nú ekki nefni Hallgrím Pjet- ursson? Var ekki víða gullinu stráð? Fanst ykkur ekki guðs- •orðsins þar gæta víða? — Og jafn vel í ræðum hinna merkustu ••stjórnmálamanna er guðsorðið fal- ið víða, t. d. Gladstones o. fl. o. fl., ■eða þá Jóns Sigurðssonar. Þegar glæsilegur og göfuglynd- ur stjórnmálaforingi, sem er fórn- íús og óeigingjarn, og elskar mál- •efni sitt vegna þess sjálfs og boð- að trú á framgang þess með ein- ■«rð og fölskvalausri ást til þjóð- ar sinnar, þá er hann einnig að tala guðs orð. Hann er verkfæri í fiendi þess guðdóms, sem stefnir rás lífsins til aukinnar þróunar. Ar eftir ár og áratug eftir ára- tug flutti Jón Sig'urðsson orð sitt 5 ræðu og riti til þess að þjóðin anætti vakna og sækja fram á leið. Hann heimti með þessu guðsorði sínu glataðan rjett, sem bældur -yar undir erlendri áþján, og skil- •aði þjóð sinni. Hann var hinn ungi djarfhugi, er frelsaði þjóð sína ilr tröllahöndum. Hann kleif þrítugan hamarinn til þess að verkið mætti takast. — Það var þetta guðs orð í ræðu og riti, í starfi og framkvæmdum, sem Jón Sigurðsson boðaði þjóð sinni. Hann er langmerkasti stjórn- málamaðurinn, sem ísland hefir útt og munu að þyí margir þættir. Hann var bjartsýnn, hann var víðsýnn, hann var djarfur, hann var hreinlyndur, hann var skap- festumaður, hann var starfsmaður, hamn var reg'lumaður, hann var mentamaður, hann var vitmaður, en umfram alt var hann fórnfús og óeigingjarn, og misnotaði aldrei aðstöðu sína í stjórnmála- lífinu til að upphefja sjálfan sig. — Hann hóf baráttu sína fyrir stjórnarfarslegum umbótum og sjálfstæði þjóðarinnar á þjóðern- islegum grundvelli, sem hann hafði lagt fyrir náin kynni af sögu og tungu íslenskrar þjóðar og bók- mentum hennar. — Margt mættu stjórnmálamenn vorra tíma af Jóni Sigurðssyni læra, en þó einkum þetta að véra fórnfúsir og' óeigin- gjarnir eins og hann. Hvað mundi Jón Forseti segja, ef hann væri risinn upp úr gröf sinni, um bitl- ingasýki, ófrómleika, alvöruleysi, og ábyrgðarleysi allmikils þorra stjórnmálamanna vorra nú á tím- um? Það er áreiðanlegt, að hann mundi víta slíkt þunglega með mætti þess manns, sem talar eins og sá, sem hefir fengið vald sitt frá guði til slíkra hluta. — Mætti minning Jóns Sigurðssonar safna saman allri frónskri drótt um hag land og' lýðs og kenna stjórn- málamönnum vorum að vinna verk sín á sviði þeirra með meiri ósjer- plægni og alvöru en nú á sjer al- ment stað. — , Þó að líf og starf Jóns Sigurðs- sonar sje á nokkuð sjerstakan hátt fyrirmynd allra stjórnmála- manna vorra, þá hefir það þó og milda þýðingu fyrir hver Islend- ing. Þeir eiga honum allir mikið að þakka, þó að kynslóð sú, er lifði á undan okkur hafi betur skilið starf hans en við. 17. júní er einn af mestu merkisdögunum í almanakinu okkar, og það er vegna þess, að hann er fæðingar- dagur okkar mesta manns, enda er dagurinn víða um land haldinn hátíðlegur. — Jón Sigtzrðsson átti mikinn auð í sjer fólginn, í gáfum sínum og glæsilegu hæfileikum. Honum var það léikur einn að velja hin æðstu sæti og verða auð- ugur maður, en með því hefði hann orðið að svíkja sjálfan sig að nokkru leyti. Hann hafnaði þessu, rak freistarann frá sjer. — Þegar hann dó tæplega sjötugur að aldri var hann fátækur að fje, en ríkur að elsku og virðingu næstum allra íslendinga. Góðum stöðum hafði hann hafnað hvað eftir annað, en með því jók hann orðstír sinn hjá eftirkomandi kyn- slóðum, sem dá fórnfýsi hans, sannleiksást og trygð við göfug málefni. Islendingar! Verið þið einnig minnugir leiðtoga yðar, sem guðs orð hafa til yðar talað; virðið fyr- ir yður, hvernig ævi þeirra lauk, líkið síðan éftir trú þeirra. Ævi Jóns Sigurðssonar leið þannig og lauk þannig, að hann var fátækur að fje, en auðugur að góðum orðstír. Hann sá marga á- vexti iðju sinnar á hinum ýmsu sviðum þjóðlífsins, því starf hans var víðtækt. En þó sá hann sjálf- ur minst af þeim ávöxtum, sem ið.ja hans hafði aflað, þeirra var ekki vart fyr en löngu eftir dauða hans. —Á síðari tímum hafa þessi einkunnarorð fylgt my-ndum hans, eins og þið öll kannist við: Sómi íslands, sverð þess og skjöldur. Slíkan vitnisburð hefir enginn hlotið nema liann einn. „Lítið síðan eftir trú þeirra“. Allir miklir menn hafa fyrst og fremst orðið miklir fyrir trú. En trú leiðtoganna er trú á framtíð- Viðbœtlr vlð Sðliibðklna fæsf i bókaverslunu II Kostar aðein§ 2 króniur i falHegu bandi. ina, þá framtíð, sem vilji guðs er að baki. Það er margsannað að öll afrek, er burt liafa numin ver- ið, hafa verið numin fyrir trú eða stuðst við trú. — Starf Jóns Sig- urðssonar var unnið fyrir trú. Hann sá neyð, ánauð og dáðleysi landa sinna og hann var sann- færður um það, trúði því, að þjóð- inni mætti líða betur, — hún mætti vaxa að dáðum og fram- kvæmdum, ef hægt væri að vekja hana til meðvitundar um rjett sinn. Og því hóf hann sín' öfl- ugu Bjarkamál. Hann brýndi ís- lendinga til að gang'a einhuga að því að heimta rjett sinn, — og þá mundi koma sú stundin, er fag- urleiftrandi frelsisröðull steypti geislum um fjöll og hálsa. Trú Jóns Sigurðssonar var björt og heit, og sú trú hans leið aldrei skipbrot, þrátt fyrir alla þá örðugleika, sem hann átti við að stríða, sem birtust annarsveg- ar í deyfð og skilningsleysi landa hans, en hinsvegar í tregðu og' mætti hins danska valds, sem leit1 eins og ætla má, ekki stórum augum á kröfur Jóns fyrir hönd Islendinga. Til þess að hefja starf Jóns og halda því áfram, þurfti mikla trú, fyrst og fremst trú. Og að líkja eftir trú Jóns Sigurðssonar væri hverjum ísléndingi holt, sem hins besta stjórnmálaleiðtoga, er ís- land hefir átt. Mörg af okkar bestu skáldum hafa minst Jóns í fögrum og snjöllum ljóðum, sem eru á margra vörum og víða sungin. En enginn með meiri skilningi en Hannes Hafstein, sem auk þess að verá sjálfur eitt af íslands bestu'skáld- um sinnar samtíðar, var vitur, víðsýnn og farsæll stjórnmála- maður, og um alt þetta næstur Jóni Sigurðssyni. Það er sagan strax farin að sýna og mun þó betur gera því lengur sem líða tímar fram. , Minningarkvæði H. Hafstein um Jón Sigurðsson á 100 ára afmæli hans 17. júní 1911, er um leið dýrlegur voróður. Fæðing Jóns er vorboðinn í íslensku þjóðlífi — og skáldið kemst þannig að orði: Sjá óskmög'ur íslands var borinn á íslands vorgróðurstund, hans von er í blænum á vorin, hans vilji og starf er í gróandi lund. Hann kom er þrautin þunga stóð þjóðlífs fyrir vori, hann varð þess vorið ung'a íneð vöxt í hverju spori. Hundrað ára vor lians vekur vonir nú um íslands bygð, nepjusúld og sundrung hrekur, safnar lýð1 í dáð og trygð. — Megi minningin um Jón Sig- urðsson samstilla hug'i allra Is- lendinga til dáða fyrir land og lýð. Pokabuxur handa börnum og únglingum. Einnig sportsokkar, vesti og peysur, fjölbreytt úrval. — Alpahúfur í fjölda litum, nýkomið. Sokkabúðin Laugaveg 42. Gfiðir kiiDmeon selio éinnngis bestu vörur og verða þess vegna ávalt að vera vel birgir af SIRIUS Suðnsúkkulaði, Átsúkkulaði, Iðnaðar súkkulaði, Flórsykur. MERKIÐ TRYGGIR GÆÐIN. H.f. Súkkulaðiverksmiðian "SIRIilS" Barónsstíg 2, Reykjavík. II Saurbæ á Hvilfiarðarsfrinð. Stöðugar ferðir á skemtistaðinn, allan sunnudaginn. Frá Sleindóri simmsso. Kvennadeild Slysavarnaiielags Islands i Hafnarfirðl. Togarinn „Andri fer til Hvalfjarðar sunnudaginn 15. þ. m. kl. 8 f. h. Farmiðar seldir í Gunnarssundi 10, búðinni, og við brottför- ina á bryggjunni, sunnudagsmorguninn og kosta kr. 3.00 fyrir full- oðrna og kr. 1.50 fyrir börn. «

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.