Morgunblaðið - 14.07.1934, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 14.07.1934, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Smá-auglýsingai | Athugið. Hattar og aðrar karl- mannafatnaðarvörur, nýkomnar. Hafnarstræti 18. Karlmannahatta- búðin. Einnig handunnar hatta- viðgerðir, sama stað. Glænýr, hamflettur lundi, er besti og' ódýrasti maturinn til sunnudagsins. Seljum 1. flokks kjötfars á aðeins 45 aura i/2 kg., til mánaðarmóta. Aðalfiskbúðin. Sími 3464. Flúnel, hvít og misl. frá 0.75 mtr. Morgunkjólatvistar frá 0,75 mtr. Tilbúnir Morgunkjólar og Svuntur. Yersl. „Dyngja“. „Poloblússur", nýkomnar. Einn- ig mikið úrval af Dömupeysum. Nokkraf stórar Gólftreyjur ný- komnar. Yersl. „Dyngja“. Ullarklæðið er komið. Höfum líka r2 teg. Silkiklæði og alt' til Peysufata. Versl. „Dyngja“. Silki- og ísgarnssokkarnir á 1,75 eru komnir aftur. Sömuleiðis úrval af ljósum silkisokkum. Yerslunin „Dyng'ja“.______________________ Sumarkjólaefni og skosk efni í miklu úrvali. Versl. „Dyngja“. 1 sendiferðahjól og 3 hjólavagn til sölu. Kjötbúðin Herðubreið, Hafnarstræti 18. Sími 1575. Smurt brauð í nesti til ferða- laga kaupa þeir er reynt hafa í Svaninum við Barónsstíg. Milverk, veggmyndir og mar^j- ionar rammar. Freyjugðtu 11. í þessum umbúð- um, sem þykir drýgst og bragðbest, , enda mest notuð. MuniQ: SOYAN frá Hf. Efnagerð Reykjavíkur. SS®íi Til helgarinnar. Nýr lax. Reyktur lax. Hangikjöt afbragðs gott. I Frosin dilkalæri. Jóbannes Jóhannsson Grundarstíg 2. Sími 4131, E£ þfer halið ekki notað Selof ilmur áðuir, þá reynið þær nú. þær eru víða seldar. Blóinkál. Tomatar. Toppkál. Gulrætur. Næpur. Verzlunln Kjöt & Fiskur. Símar 3828 og 4764. Frnsið dilkakiöt og nýslátrað nautakjöt af ungu. H.f. fsbjörnlnn Sími 3259. úr því margur vinnur, altaf mínar endast vel. eir- og- koparþynnur. Allkálfakjöf, Hænsni. KLEIN, Baldursgötu 14. — Sími 3073. HSGI I HLLHH MHT. Specialist i Fliseopsætriing og Mosaik söger som saadan Begkæftigelse. Fineste Anbefalinger fra Holland, Tyskland og Köbenhavn haves. Interesserede bedes skrive til Wilh. Seemann. Brohsövej 8. — Brönshöj. — Köbenhavn. Grand-Hótel 90 það tekst að handsama hann, yrði ef til vill hægt að útvega nauðsynlegar upplýsingar í málinu. En fyrst um sinn, að minnsta kosti, situr Preysing í fangelsi og þjáist af taugaveiklun. Hann sér stöð- ugt Gaigern barón fyrir framan sig, en ekki eins og hann var þegar hann lá dauður á gólfinu, held- ur lifandi, alveg rétt hjá sér, og greinilegan, með örið yfir þvera hökuna og geislamynduðu augna- bárin og hverja einstaka holu í hörundinu greini- lega, eins og þegar hann sá hann fyrst, þegar hann rakst á hann í símaklefanum. 1 hvert skifti sem honum tekst að reka þessa mynd burt, sér hann fyrst rautt, síðan kemur litla Flamm, — Flamm nr. 2, eða rétttara sagt svolítið af henni — mjaðmimar á grásvartri ljósmynd í tímariti, sem féll í hendur yfirforstjórans sama dag sem örlög hans hófu veltu sína niður brekkuna. Það er undarlegt við alla gesti gistihússins, að enginn skilur við hverfuhurðina eins og hann kom inn með henni. Hinn góði borgari og fyrirmyndar eiginmaður er leiddur burt af tveim mönnum sem fangi og eyðilagður maður. Fjórir menn bera hægt og laumulega Gaigern út um bakdyrnar, þennan glæsilega Gaigern, sem fékk allt gistihúsið til að brósa, ef hann bara gekk gegn um forsalinn í bláu kápunni sinni, með stönguðu hanzkana, fjörlega augnaráðið og ilminn af lavendúl og enskum vindl- ingum. En Kringelein — því þegar búið var að yfir- heyra hann og Flamm, fékk hann leyfi til að fara hvert hann vildi — hann gengur út úr forsal gisti- hússins eins og konungur, og stikar fram hjá öll- um buktandi mönnum, sem rétta út hendur og biðja um skilding. Það er trúlegt, að dýrð hans standi ekki yfir nema vikutíma — ekki lengur en þangað til hann fær næsta magakastið, sem ætlar hann lif- andi að drepa. En það er heldur ekki ómögulegt, hreint ekki úti- lokað, að þessi hugrakki dauðans matur fái aftur krafta og lifi, hvað sem spár læknanna segja. Að minnsta kosti hefir litla Flamm fulla trú á því. Og Kringelein vill líka trúa á það, svo ér hann yfir sig hrifinn. Nú, og, að öllu samanlöggðu, er það heldur ekkert aðalatriði, hversu langt maður á eftir ólifað. Því hvort sem lífið er langt eða skammt, er það inni- hald þess, sem skapar það og tveir innihaldsríkir dagar eru meira virði en fjörutíu innantóm ár — þetta er lífsspeki, sem Kringelein hefir í fórum sín- um, er hann gengur út úr gistihúsinu við hlið litlu Flamm, og út á götuna, og stígur upp í bifreið, sem flytur þau til járnbrautarstöðvarinnar. Klukkan átta um morguninn hefir Senf dyravörð- ur tekið við starfi sínu aftur. Andlit hans er þrútið, því hann hefir setið í fæðingarstofnuninni alla nótt- ina úti í kuldanum á ganginum, til þess að vita hvort konan sín myndi lifa nóttina af. Hann hlustar ekki á nema með hálfri heym, á það, sem litli sjálfboða- liðinn er að segja honum, og er rétt að kalla hniginn niður meðan hann er að láta morgunpóstinn í hólfin. — Það snýst allt fyrir mér, segir hann, eins og í afsökunar skyni, Maður skyldi ekki halda, að svo lítill svefn gæti gert svona mikið til eða frá. Svo Pilzheim þekkti bílstjórann? Það er eins og ég hefi allt af sagt: Pilzheim er glöggur. Hefðum við bara strax verið á höttunum eftir baróninum þeim arna, hefði svona ekki komið fyrir, sem spillir fyrir gistihúsinu. — Morgunverð á nr. 22! æpir hann inn í þjónaklefann og heldur áfram með póstinn. — Þarna er bréf til hans — hvað á nú að gera við það? Senda það til réttarins. Gott. Góðan daginn, herra doktor, segir hann við Otternschlag lækni, sem gengur fram með veggnum að rauðviðarpúltinu, gulur, magur og með gleraugað. — Póstur til mín? spyr Otternschlag. Dyravörð- urinn gáir að, sumpart af kurteisi, sumpart vegna þess, að síðustu daga hafði stundum verið smábréf frá Kringelein til Otternschlags. — Því miður, enginn. Ekkert í dag, herra doktor, sagði hann. — Símskeyti, þá? spurði Otternschlag. — Nei, herra doktor. — Hefir nokkur spurt um mig? — Nei. Enginn enn þá. Otternschlag labbar í kring í salnum og að sínu venjulega sæti. Vikadrengur nr. 7, þaut fram hjá. Þjónninn kom með kaffi. — Hvað? Halló! Eg skil ekki, hvað þér meinið! æpir Senf í símann. — Hvað 'er það? Já, eg skal koma til yðar. Eg verð að fara í símann. Einkasam- tal. Frá fæðingarstofnuninni, sagði hann við Georgi litla og stikaði yfir gólfið í forsalnum, gegn um gang nr. 2, inn í símaherbergið og í skáp nr. 4,, sem símamaðurinn hafði bent honum á. Otternschlag læknir rétti úr sér, stirður, eins og- hann væri úr tré, og gekk að dyravarðarskonsunni. — Er herra Kringelein uppi í herberginu sínu? spurði hann. — Nei. Herra Kringelein er farinn, svaraði Ge- orgi litli. — Farinn? Einmitt það? Hefir hann ekki skiliS eftir nein skilaboð til mín? spurði Otternschlag. — Nei, því miður engin, svaraði Georgi meS þeirri kurteisi, sem hann hafði þegar lært af dyra- verðinum. Otternschlag sneri sér á hæli og gekk til sætis síns, og nú gekk hann beinustu leið milli horna salsins — og það var einkennilegt að sjá. — Dyravörðurinn kom hlaupandi fram hjá honum, og ljósleita, ærlega liðþjálfa-andlitið var í einu svita- baði, eins og eftir einhverja geisilega þrekraun. — Hann lenti við borðið sitt, eins og skip, sem sleppur í höfn úr sjávarháska. — Það er stúlka. Þeir urðu að taka hana meS töngum. En nú er blessað barnið komið og er 10' merkur. Engin hætta lengur. Ekki vitund. Þær em báðar bráðlifandi, stundi hann upp, og tók húfuna snöggvast ofan og kom þá í ljós almennt börgara- andlitið, með gleðisvip og vot augu. En hann setti strax húfuna upp aftur þegar Rohna leit yfir gler- skiljuna. Otternschlag læknir situr í miðjum forsalnum eins og steingerð stytta af eðileikanum og dauðan- um. Hann hefir sitt fasta sæti og verður kyr. Gulut blýhendurnar hanga niður, og hann starir með gler- auganu út á götuna, sem er full af sólskini, sem. hann sér ekki. Hverfuhurðin snýst í kring — snýst — áfram — — áfram.-------- E N D I R .

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.