Morgunblaðið - 10.11.1935, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 10.11.1935, Blaðsíða 3
Sunnudaginn 10. nóv. 1935. MORGUNBLAÐIÐ Lloyd George Fiamast gegn ensku þjóð- stjórninni. Úr kosnin^a- barállu Brela. $jálf«iblekking að frúa Á refsiað- gerðirnar! London, 9. nóvember. öldungurinn David Lloyd George rjeðist með fádæma hvassyrð- um á ensku þjóðstjórn- ina í kosningaræðu, sem hann hjelt í gær. Var hann ómyrkur í máli um þjóðstjómina, sagði að hún hefði gengið veg blekkinganna frekar en nokkur ríkisstjóm önnur, sem hann hefði haft kynni af. Einnig var David Lloyd Ge- orge mjög beiskyrtur um refsi- aðgerðirnar, sem breska stjórn- in hefði haft forgöngu í að stofnað var til af Þjóðabanda- laginu. Sagði hann að refsiaðgerðirn- ar væri gagnslausar. Það væri að blekkja sjálfan sig að halda, að þær mundu koma að því gagni, sem prjedikað væri. (United Press. — FB.). Loftárás hafa Italir gert á borgina Daggabur. Sprengdu þeir mörg hús í loft upp. Fjöldi Abyssiníumanna særð- ust eða biðu bana. Meðal hinna föllnu er kunn- ur hershöfðingi Abyssiníu- manna. Erlendum blaða- mönnum bannað að fara til vígstöðvanna. Erlendum blaðamönn um, sem ætluðu, með leyfi keisarans, að fara til norðurvígstöðvanna í gær, var á síðustu stundu bannað að fara. Sendi keisarinn hraðboða á síðustu stundu til blaðamann- anna með brottfararbannið. Skeyti frá Addis Abeba herm ir, að keisarinn hafi verið hræddur við, að hálfviltir kyn- flokkar kynnu að ráðast á út- lendingana á leiðinni og drepa þá. Páll. London, 9. nóv. FÚ. 1 Italíu er nú lítið til af fiski, og er fiskur þar mjög dýr. Skýrslur um hveiti-innflutn- ing til Ítalíu í ágúst og sept- ember sýna, að í þeim mánuði var mikið dregið úr innflutn- ingi þeirrar vöru frá öllum lönd um nema Kanada. Bændur í Gullbringu- og Kjós*rsýslu heimsækja lanabúnaðarráðherra. Þeir heimta leiðrjetting mála sinna, en fá daufar undirtektir. í gær fór 14 manna nefnd bænda úr Gullbringu- og Kjósarsýslu á fund Hermanns Jónassonar ráð- herra til þess að flytja lionum áskorun þá, sem samþykt var á fundinum á Brúarlandi um dag- inn, og síðan hefir verið sam- þykt á bændafundum víðar í sýsl- unni. Undir áskorun þessa hafa skrif- að 130 bændur. Þeir Ólafur Bjarnason í Braut- arholti og Klemens Jónsson í Árnakoti höfðn orð fyrir nefndar- mönnum. Þeir skýrðu ráðherranum frá núverandi aðstöðu hændanna til mjólkurmarkaðsins í Reykjavík. Þeir bentu á, að þeim hefði ver- ið lofað, að mjólkurlögin skyldu koma því til leiðar, að þeir fengju hærra verð fyrir mjólkina en áð- ur. En þetta hefðu reynst svik. Bændur bæru jafnvel minna úr býtum nú en áðnr. Þeir sætu uppi með dýrar jarðir og mikinn tilkostnað, og fengju ekki framleiðsluverð fyrir mjólkina. Mintust þeir og á, að nú væri; komið fram tilboð um lækkun á dreifingarkostnaði mjólkurinnar, sem gæti gefið þeim svo að segja þá verðhækkun, sem þeir hafa farið fram á . Undirtektir ráðherra voru dauf- ar, að því er blaðið frjetti í gær- kvöldi. Áður en þessir fulltrúar bænda skildu, kusu þeir þriggja manna nefnd til að fara á fund landbún- aðarnefndar Alþingis. Þessir voru kosnir: Ólafur Bjarnason í Brautarholti, Bjöm Bimir, Grafarholti, og Jóhannes Reykdal. Kaupmenn I Súðavlk eru fangar í sínu eigin þorpi. Allur matvælaflutn- ingur til þorpsins bannaður. ÍSAFIRÐI f GÆR. EINKASKEYTI TIL MORGUNBLAÐSINS. Sveltitilraunir Alþýðusam- bandsins við Álftfirðinga harðna enn. Hefir Sambandið bannað að flytja brauð til Súðavíkur, en þar er ekkert brauðgerðarhús. Vörur þær, sem kaupmenn í Súðavík áttu í Dettifossi var skipað upp í Reykjavík. Kaupmönnum var meira »8 segja meinað að koma til fsa- fjarðar og sitja þeir sem fangar heima í þorpinu. Amgr. Lík piltanna, sem urðu úti flutt (il Siglufjarðar. Þeir veríía allir jarðaðlr ■ eflnni gröf. SIGLUPIRÐI í GÆR. EINKASKEYTI TIL MORGUNBLAÐSINS. Lík piltanna, sem urðu úti á Almenningi hafa nú verið flutt til Siglufjarðar og: standa uppi í Tynesar- húsi. í morgun fór vjelbáturinn Snorri með líkkistur piltanna, út í Almenning. Vegna brims tókst ekki að lenda bátnum og kom hann því strax aftur. Bjuggust þá þegar milli 40 og 50 manns til að sækja líkin land- veg. Þeir komu aftur kl. 7. Mikill mannfjöldi var saman- kominn er líkfylgdin kom í bæ- inn og fylgdi mannfjöldinn hin- um látnu að Tynesarhúsi, en þar standa líkin uppi þar til jarðar- förin fer fram, n. k. miðvikudag. Fer þá fram sameiginleg hús- kveðja og verða hinir þrír fje- lagar jarðsettir í sömu gröf. J. Matthlasarkvöld Sig. Skagfield í dómkirkjunni. í fyrrakvöld efndi Sigurður Skagfield til Matthíasarkvölds í dómkirkjunni, með aðstoð Páls ísólfssonar, organleikara. Var það vel til fallið nú, þegar haldin er hátíðleg 100 ára minning skálds- ins. Söng hann fjórtán sálma eftir síra Matthías og að lokum lof- sönginn. Var mjög hátíðlegt, er menn risu úr sætum sínum, með- an þeir hlustuðu á þjóðsönginn. „Ó, guð vors lands“. Yfirleitt var fallegur blær yfir tónleikunum. Naut hin ágæta söngrödd Sigurðar sín mjög vel með köflum, og gerði hinn fagri undirleikur Páls ísólfssonar sitt til þess. Des. Framfarir í skipasmíði. Vjel- báturinn „Víðir“ á Akranesi slitnaði upp á Lambhúsasundi í ofsaveðrinu 22. janúar s. 1. og var tvísýnt hvort hægt væri að gera við hann en það tókst, og er nú báturinn kominn hingað til Reykjavíkur. Eyjólfur Gíslason bátasmiður á Akranesi gerði við bátinn. 5 „Samfylking" sósfalista og kommiínista hleyptr upp fundi Nazista i K.R.-húsinu. Jón flxel Pjetursson framkvæmdastj. fllþýöu- sambandsins I fylkingarbrjósti áflogamanna. Um 60 kommúnistar og sósíalistar í „samfylkingu“ mættu vopnaðir bareflum á fundi, s'em þjóðernissinnar heldu í K. R.-húsinu í gær- kvöldi. Xókst þeim að hleypa upp fundi þjóðernissinna og varð töluverður bardaei oe upp- hlaup á fundinum. Nokkrir menn meiddust, en enginn hættulega. Þjóðernissinnar höfðu boðað til fundarins og hófst hann kl. 8%. Húsið var þá orðið troðfult af mönnum og kom í ljós, þegar til bardagans kom, að yfirgnæfandi meirihluti fundarmanna var úr liði kommúnista og sósíalista. — Bjarni Jónsson, cand. med. var fundarstjóri. Helgi S. Jónsson tók fyrstur til máls og talaði í 20 minútur. Er hann hafði lokið máli sínu fór Guðjón Baldvinssno, komm- únisti til fundarstjóra, sem sat á leilcsviðinu og heimtaði að fá að tala. Svaraði fnndarstjóri að það væri ekki hægt, sökum þess hve fundartími væri takmarkaður, og vegna þess að ræðumenn fundar- ins væru fyrirfram ákveðnir. Helt Guðjón fast við að fá orð- ið, en þá var honum hrint nið- ur af leiksviðinu. Byrjuðu nú kommúnistar og sósíalistar óhljóð mikil og var þar fremstur í flokki Jón Axel Pjetursson bæjarráðsmaður. Skifti nú engum togum að sam- fylking kommúnista og sósíalista rjeðist upp á leiksviðið og sam- tímis hófst handalögmál um allan salinn. Meiddnst nokkrir menn í skær- unum. Kommúnistar og sósíalistar voru, sem fyr er sagt, í yfirgnæf- andi meirihluta og veittist þeim ljett að hleypa upp fundinum og bera þjóðernissinna ofurliði, enda voru flestir rauðliðar vopnaðir bareflum. En nú kom lögreglan á vett- vang. Tókst henni að ryðja salinn á mjög skömmnm tíma og hjálpuðu þjóðemissinnar til þess. Þó varð lögreglan að nota kylfur sínar við að ryðja húsið. Kommúnistar og sósíalistar sungu „Internationale“ og vom hinir vígabarðalegustu. Þegar út kom, byrjuðu sam- fylkingarmenn ræðuhöld fyrir ut- an húsið og töluðu þeir Guðjón Baldvinsson og Ásgeir Blöndal. Engar skærar urðu eftir að komið var út á götuna. ísfisksala. Gulltoppur seldi ís- fisk í Cuxliafen í gær, 117 tonn, fyrir 38,396 ríkismörk. 100 ára minning Matthíasar Jochumssonar. Á morgun er 100 ára af- mæli Matthíasar Jpchumssonár. Um land alt verður þjóðskálds- ins minst í dag í guðsþjónust- um kirknanna. Á morgun fara fram ýmis- konar hátíðahöld víðsvegar um land. Á AKUREYRI. Mest kveður að Matthíasar- hátíðahöldunum á Akureyri. Þau byrjuðu í gærkvöldi með samkomu í samkomuhúsi bæjar- ins. Þar flutti Steingrímur Jóns son fyrv. bæjarfógeti ræðu, svo og þeir sr. Friðrik Rafnar, dr. Jóhannes Pálsson, Árni Þor- valdsson kennarþ Jónas Þór for stjóri, Steindór Steindórsson náttúrufræðingur og Brynleif- ur Tobíasson kennari, en kant- ötukór Akureyrar söng. Stjóm- andi kórsins er Björgvin Guð- mundsson. 1 dag verður sjerstök Matt- híasar messa í Akureyrar- kirkju. Prestar: Sr. Friðrik Rafnar og sr. Benjamín Krist- jánsson. í kvöld verður Skugga-Sveinn sýndur í samkomuhúsinu. Þar syngur og karlakórinn Geysir, en Davíð Stefánsson flytur á- varp. Annað kvöld verður enn sam- koma í samkomuhúsi bæjarins, er byrjar kl. 8%. Þeirri athöfn verður útvarpað. Þar talar fyrst Davíð Stefánsson, þá syngur karlakórinn Geysir, þá flytur Sigurður Nordal erindi, þá syng ur karlakórinn, þá talar Stein- grímur Matthíasson. Að lokum syngur karlakórinn „Ó, guð vors lands“. í REYKJAVlK. j Auk hátíðahaldanna, sem hjer verða annaðkvöld, og getið hefir verið um hjer í blaðinu, ætlar Stúdentafjelagið að efna til hátíðahalda á morgun. j Lúðrasveit Reykjavíkur leik- ur á Austurvelli kl. 3 og for- sætisráðherra talar af svölum Alþingishússins. Hjúskapur. Nýlega vora gefin 'saman í hjónaband ungfrú Sig- ríður Vilhjálmsdóttir frá Norð- firði og Karl Þorfinnsson verslim- armaður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.