Morgunblaðið - 10.11.1935, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 10.11.1935, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Sunnudaginn 10. nóv. 1935. Viðtal við Hallgr. Benediktsson. Framhald af 5. síðu. sem vilja láta til sín taka innan stjettarinnar, og hafa hug á að leysa þau vandamál, sem fyrir liggja. Verslunarráðið er allsherjar fjelagsskapur allra kaupsýslu- manna landsins. Til þess að tryggja það, að Verslunarráðið starfi á sem ör- uggustum lýðræðisgrundvelli höfum við stofnað Fjelagsráð. 1 Fjelagsráð eru kosnir tveir menn úr hverju fjelagi, sem starfar innan kaupmannastjett- arinnar. Mörg mikilsvarðandi mál, sem Verslunarráðið fær til með- ferðar, eru lögð fyrir fjelags- ráðið, svo að þeir menn, sem hafa hina bestu sjerþekkingu, geti þar látið uppi álit sitt, svo að sjónarmði allra greina versl- unarinnar komi til greina. Þannig er traustlega um það búið, að öll mál Verslunarráðs- ins fái sem öruggasta og besta afgreiðslu. Við stefnum nú hiklaust að því marki, að hver einasti kaup- maður á landinu verði þátttak- andi í Verslunarráði Islands. 1 baráttu vorri fyrir því, að þjóðin megi í sem fylst- um mæli njóta þekkingar og reynslu verslunarstjettar sinnar og' hagnaðar af sjálf- stæðri verslun, munum við í hvívetna beita rökum og hóglátum málaflutningi, fullu trausti þess, að þjóð vor, sem aðrar þjóðir, læri að meta verslunarstjett sína, og það þjóðnytjastarf, sem hún hefir með höndum. Upplausn Stálhjálma- fjelaganna. Framhald af 2. síðu. Bæði foringi Stálhjálma, Seldte, og Hugenberg urðu ráð herrar í ráðuneyti Hitlers. Þegar frá leið vann Hitler markvíst að því að efla einræð- isvald nazistaflokksins í Þýska landi. Brátt varð Hugenberg að víkja fyrir ofbeldi nazista. Vegur Stálhjálma hefir einn- ig farið minkandi og í sumar skarst alvarlega í odda með Stálhjálmum og nazistum. Nú hefir Hitler náð marki sínu. Stálhjálmafjelagið er úr sögunni. En hvað verður um Seldte, sem er ennþá verkamálaráð- herra í stjórn Hitlers? Pr. Mikil vonbrigðl meðal keisara- sinna. KAUPMANNAHÖFN í GÆR. EINKASKEYTI TIL M ORGUNBL AÐSINS. Upplausn Stálhjálma- fjelagsins þýska hefir ;orðið mörgum vonbrigði. Einkum harma föðurlands- dýrkendur frá keisaratímunum mjög þessa ráðstöfun. Krónprins Þjóðverja og fleiri skyldmenni Vilhjálms II. voru meðlimir Stálhjálmaf jelagsins. Þýskur sendíkennari við Háskólann dr. Walter Iwan landafræðingur. Dr. Walter Iwan. Hingað er nýkominn þýskur fræðimaður til Háskólans, dr. Walter Iwan. Verður hann hjer sendikennari í vetur. Dr. Iwan hefir komið hingað þrisvar sinnum áður. Sumurin 1927 og 1928 var hann hjer og ferðaðist þá um óbygðir til landafræðisrannsókna, einkum um Kjöl og Sprengisand. Síðastliðið sumar var hann hjer einnig; var í tvo mánuði við rannsóknir vestur við Drangajökul. Hann hefir samið íslandslýs- ingu á þýsku, er hann tileinkar Þorvaldi Thoroddsen. Hann hef ir haldið marga fyrirlestra um ísland í Þýskalandi. • Blaðið hafði tal af dr. Iwan í gær. Hann sagði m. a.: Síðan jeg kom hingað fyrst sumarið 1927 hefi jeg verið heillaður af þeim fjölda við fangsefna, sem hjer blasa við þeim er leggja stund á náttúru- fræði. Jeg hefi gert mjer far um að kynnast landinu sem best. Nú þykir mjer vænt um, að fá tækifæri til að kynnast þjóðinni. Hvað hafði þjer aðallega lagt stund á í rannsóknum yðar hjer? Erindi mitt vestur að Dranga jökli var að athuga hvort sá jökull myndi vera í vexti eða rjenun. Fyrir jöklafræði er það mikilsvirði að fá um það vitn eskju, hvort hann er á sömu leið og Glámujökull, sem að mestu leyti er horfinn. í Þýskalandi telja menn ó- víst, hvort hinir íslensku jöklar eru yfirleitt einskonar eftirlegu kindur frá ísöldinni, ellegar þeir vaxa og minka eftir til- breytingum í loftslagi — eins og t. d. jöklarnir í ölpunum. Því þar hafa menn komist að raun um, að þeir vaxa jafnan á einum 35 árum og minka svo aftur næstu 35 árin. En annars hefi jeg hug á því, að safna öllum nýjungum í landafræði Islands. Grundvöll- ur sá, sem jeg byggi á, eru hin ágætu verk Þorvaldar Thorodd- sen. Jeg vil halda áfram þar sem hann hætti. Hvar hafið þjer stundað nám? Broadbent fór fram úr meti Kingsford-Smith á mm England - Astralia. Kingsford-Sroith ófundinn. Leilln heldur áfram. „Brnarfos •• London, 9. nóv. FÚ. Enski flugmaðurinn Broadbent fór fram úr meti Kingsford-Smith á flugi sínu frá Englandi til Ástralíu. Flaug hann á 6 dög- um 21 klst. og 19 mín. frá London til Port- Darwin. Ekkert hefir spurst af Kingsford-Smith ennþá. Leitin að honum heldur áfram. Sir Charles Kingsford-Smith setti nýtt met er hann flaug milli Englands og Ástralíu haustið 1933. Broadbent kom til Port Dar- win kl. 4.19 í morgun eftir enskum tíma. Hafði hann þá verið hjer um bil 7*4 klst. skemri tíma, en það tók Sir Charles Kingsford-Smith að fljúga þessa sömu leið fyrir tveimur árum. Broadbent kvaðst hafa feng- ið ofsa-storm á leiðinni milli Rangoon og Singapore, og gera menn ráð fyrir að í þeim stormi hafi Sir Charles hlekkst á. í Berlín, Múnchen, Wien og Róm. Jeg hefi auk þess ferðast víða um Ítalíu, t. d. til þess að kynnast eldfjallamyndunum þar. — Og fyrirlestrar yðar hjer við Háskólann? — Verða þessir: Á þriðju- dögum kl. 8, fyrirlestrar fyrir almenning um hjeruð Þýska- lands. Og svo hefi jeg kenslu í þýsku tvisvar í viku fyrir stúd- enta, á miðvikudögum og föstu- dögum kl. 5. Jeg byrja fyrirlestra mína næstkomandi þriðjudag. 14 uppreisnarmenn. Framhald af 2. síðu. Hitler og fylgismenn hans kendu um svikum valdhafanna í Bayern, von Kahr og von Lossow, að uppreisnin mishepn- aðist. Hinir 14 menn, sem fjellu fyrir framan „Feldherrenhalle" í Múnchen 9. nóv. 1923 voru í dag heiðraðir fyrir þátttöku sína í þessari fyrstu byltingu Hitlers. Kistur þeirra voru fluttar í sigurför um götur Múnchen- aorgar í dag. Kistunum fylgdu einkennis- klæddir nazistar í blysför. fer á mánudagskvöld (11. n6v.br.) um Vestmannaeyjar til Leith, Grimsby, Oslo og Kanpmanna- hafnar. Farseðlar óskast sóttir fyrir hádegi sama dag. „Dettifos* “ fer á þriðjudagskvöld (12. nóv.- br.) í hraðferð vestur og norður, og kemur hingað aftnr. Aukahöfn Sauðárkrókur. Farseðlar óskast sóttir fyrir hádegi sama dag. I fararbroddi fór Hitler sjálf- ur. — Götuljós voru slökt og mikil kyrð, af engu rofin nema dap- urlegum trumbuslætti, ríkti yfir borginni. Kistur hinna föllnu hermanna voru síðan grafnar í „Feldherr- enhalle“. Fór sú athöfn fram með mik- illi viðhöfn. Páll. Dagbók. □ Edda 593511127 = 2 Atkvgr. I.O.O.F. 3= 11711118 = Fl. Veðrið. í gær var hægviðri nnt alt land. Á A-landi var skýjað en bjartviðri í öðrum landshlut- um. í innsveitum norðan lands var 3—4 stiga frost en á S- og A- landi 3—4 st. hiti. Við SA-Græn- land er lægð, sem nálgast ísland og mun hún valda SA-átt með þykkviðri á S- og V-landi. Veðnrútlit í Rvík í dag: H»g- viðri, en þyknar upp með SA-átt er líður á daginn. f dómkirkjunni í dag kl. 11 minnist síra Bjarni Jónsson kenni- mannsins og trúarskáldsins Matt- híasar Jochumssonar. Sjaldsjeður fugl. 1 garði Hress- ingarskálans við Austurstræti sást í gærmorgun dómari (dompop) og mun sá fugl ekki hafa sjest hjer á landi á víðavangi áður. Fugl þessi er heldur minni en þröstur og er með fagur-rauða bringu (karlfuglinn). Hann á heima á Norðurlöndum og er ekki farfugl. 40 ára er í dag Guðjón Jóns- son, bílstjóri, Öldngötu 47. Betanía, Laufásveg 13: Vakn- ingarsamkoma í kvöld kl. 8*4. Páll Sigurðsson talar. Allir vel- komnir. Matthíasarminning. Eins og stendur í Lesbók Morgunblaðs- ins í dag er í ráði að reisa þjóð- skáldinu Matthíasi Jochumssyni veglegan minnisvarða á Aknreyri fræðasafn, sem á að bera nafn hans um aldir. Akureyrarbær hef- ir lagt fram 30 þús. krónur til þessa safns, Alþingi 30 þúsundir króna, en unnendur Matthíasar eiga að leggja fram seinustu 30 þúsundimar, til þess að þetta minningasafn komist upp. 1 dag og á morgun verður tekið á móti framlögum í afgreiðslu Morgun- blaðsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.