Morgunblaðið - 17.12.1935, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 17.12.1935, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudaginn 17. des. 1935. Út*ef.: H.f. Ár/akur, Reyklavlir. Rltatjðrar: Jðn Kjartanason, Valtýr Stefánaaon. Rltatjðrn og afgrrelflala: Austurstrœtl 8. — Stml 180*. A’iglýslns~stjðrl: E. Hafbergr. Augrlýsingaskrlfstofa: Au turatrœtl 17. — Slml 8700. Helmaalmar: Jðn Xjartansson, nr. 874Z. Valtýr Stofánsson, nr. 42Z0. Árnl Óla, nr. 8045. B. Hafberg, nr. 8770. Áakr1ftag-,ald: kr. 8.0u á mánuOL 1 lausasölu: 10 aura elntaklB. Z0 aura meO Leabök. Samgönguskatturinn. Aðalstarf stjórnarflokkanna á þessu þingi hefir verið að snapa uppi allar hugsanlegar leiðir til fjeflettingar á borgurum þjóðfje'- lagsins. Þeir hafa ekki einungis hækkað beinu skattana, svo að þeir eku orðnir margfalt hærri hjer en annarsstaðar á bygðu bóli. Þeir hafa auk þess þverbrotið margyfirlýsta stefnu sína með hin- um gífurlegu tollahækkunum á nauðsynjavörum almennings. Alt er þetta framkvæmt í nafni hinna vinnandi stjetta, og alt heitir þetta „umbætur“ á máli stjórn- arflokkanna. Síðasta „umbótin" é'r í því fólg- in að hækka /toll á bensíni um helming, úr 4 aurum upp í 8 aura á lítra. Láta stjórnarflokkarnir í veðri vaka að því, sem inn kemur muni verða varið til endurbóta og lagfæringar vega. En fyrir því er fengin býsna ömurleg reynsla, að lítið er byggjandi á slíkum fyrirheitum. Þessir sömu me'nn hafa ekki hikað við að taka af því, sem áður hefir komið inn fyrir bensínskatt í eyðsluhítina, í stað þess að verja því til vega, samkvæmt fyrirmælum laga. En hverjar verða afleiðingar þessara síðustu „umbóta“. Bílstjórarnir hafa reiknað út, að „urnbótin" tákni 200—300 króna aukinn skatt á hveún vörubíl. Þetta er nýr skattur, sem kemur niður á öllum þeim, sem þessi farartæki nota. Á fólksflutningsbílana verður liækkunin auðvitað tilsvarandi. Og því kemur „umbótin“ niður á öllum þeim, sem ferðast landveg með bílum, því að öll fargjöld hljóta að hækka ve'ruíega. Á hafn- leysissvæðinu hjer á Suðurlandi er nú svo komið að nálega allir flutningar og: ferðalög eru með bílum. Hækkunin kemur þess vegna sjerstaklega þungt niður á þéssum hjeruðum. Virðist það nokkuð hart að ge'ngið hjá hinum ráðandi flokkum að skattleggja þánnig hafnlausa svæðið, samtím- is því Sem stórfje er lagt til styrktar samgöngum á sjó. f Fyrir nokkrum árum komust á fastar ferðir með strætisvögnum hjer í Reykjavík innanbæjar og um næstu nágrenni. Hafa allir fagnað þessum stórfeldu sam- göngubótum, og ekki síst verka- menn, sem nota þessar ferðir dag- lega hundruðum saman. Nú kem- ur „stjórn hinna vinnandi stjetta“ og heimtar þessar ferðir skatt- lagðar. Slíkar eru „umbætur“ nú- verandi stjómarflokka. STJORNARSKIFTI í ENGLANDI VEGNA_FRIÐÁRTILLAGANNA? Sir Austen Ctiamberlain tilnefndur sem forsætisráOherra. Baráítan um Iriðartillögurnar nær hámarki sinu i þessari viku, EINKASKEYTI TIL MORGUNBLAÐSINS. KAUPMANNAHÖFN I GÆR. URSLITABARÁTTAN um friðartillögur Sir Samuel Hoare og Lavals verður háð í þess- ari viku. Friðartillögurnar verða ræddar í ráði Þjóða- bandalagsins á morgun. Samtímis kemur stórráð fascistaflokksins á fund í Róm. í breska þinginu verða tillögurnar ræddar á fimtudaginn. Samdægurs verður svar Mussolinis birt stjórnunum í Englandi og Frakk- landi. Og í dag munu andstæðingar friðartillagn- anna kref ja Laval reikningsskapar í franska þing- ínu. Stjórnarskifti í Englandi? Almælt er að foringinn og ríkiskanslarinn Adolf Hitler, hafi í ^yg'g'ju að kvænast og að Leni Riefenstahl hafi orðið fyrir valinu. Á myndinni rjettir Hitler frk. Riefenstahl blómvönd, eftir sýningu á kvikmyndinni frá flokksþingi nazista í Niirnberg í sumar. Frk. Riefenstahl sá um töku myndarinnar. — Hitler hefir verið „svar- inn“ piparsveinn fram til þessa Daily Mail“ í London skýrir frá því, að deilan um friðartillögurnar kunni að hafa í för með sjer stjórnarskifti í Bretlandi í þessari viku. Blaðið telur að Baldwin muni verða ofurliði borinn í atkvæðagreiðslu í þinginu á fimtudaginn og getur þess til, að Sir Austen Chamberlain verði forsætisráðherra og Neville Chamberlain utanrík- ismálaráðherra. Stanley Baldwin er sagður fylgja stefnu Sir Samuel Hoare í Abyssiníudeilunni og styðja frið- artillögurnar. Aðrir stuðningsmenn Sir Samuels eru Hails- ham lávarður og Walter Runciman verslunar- málaráðherra. En gegn tillögunum berjast fyrst og fremst Anthony Eden, Elliot landbúnaðarráðherra og Oliver Stanley mentamálaráðherra. Eden er tal- inn munu segja af sjer, ef tillögurnar nái fram að ganga. Stjórnarandstæðingar í Bretlandi hafa mik- inn viðbúnað og ætla að gera harða hríð að stjórn- inni þegar friðartillögurnar koma til umræðu í neðri málstofunni á fimtudaginn. i Allur heimurinn muni fara í bál, tortímandi stjórn og aga. i Fyrst muni rísa upp óviðráð- anlegar deilur í Evrópu, en síð- an muni heimsófriður brjótast út. — I Jafnvægið í Evrópu muni fara út um þúfur og meðan all- ar aðrar þjóðir liggi í sárum, muni Hitler geta ráðið lögum og lofum í Evrópu. Japanir muni samtímis nota tækifærið !til þess að færa út yfirráð sín í Asíu. Garvin telur alrangt að halda að stríðshótanir Mussolinis sjeu : ekkert annað en stóryrði. í Hinvegar komi ekki til mála,. að Bretar láti leiðast út í brjál- ' æðis ófrið. : Og enginn mannlegur máttur jmuni geta fengið Frakka til þess að ráðast í ófrið fyrir fceis- arann í Abyssiníu. Ef Frakkar færi í stríð gegn ítölum myndi afleiðjngin verða sú, að borgarastyrjöld blossaði upp í Frakklandi. Við það imyndi vinstriflokkarnir hrynja |í rústir. Og af því myndi loks | leiða að þingræðið hyrfi úr sög- ' unni í Frakklandi, „Hlið fyrir úlfaldau. Baldwin ver sig á fimtudaginn. Biðið er með mikilli eftir- væntingu ræðu Baldwins, sem hann flytur í Neðri málstofunni á fimtudaginn. Er búist við að Baldwin muni gefa skýringu á ummælum pín-1 um, er hann sagði að enginn myndi álasa stjóm hans, ef \ honum væri kleift að skýra alla j málavöxtu. Sunnudagsblöðin fylgja all- flest Baldwin að málum. Þau eru þó með ýmsar bollalegging- ar um hinn dularfulla aðdrag- anda að hinni skyndilegu stefnu breytingu bresku stjórnarinnar. j Segja þau að Baldwin hafi gengið að tillögunum af því að hann hafi ekki átt annars úr- kosta, ef komist skyldi hjá Evrópustyrjöld. Heimsstyrjðld og óttinn við Hitler og Japana. J. Garvin ritar að vanda í „The Observer“. Garvin hefir jafnan barist ákaft gegn refsi- aðgerðunum og talið að í kjöl- far þeirra muni fara hrun Ev- rópu. í grein sinni í gær segir hann, að frekari refsiaðgerðir muni hafa í för með sjer ægilega heimsstyrjöld. „The Times“ flettir ofan af því í dag í grein, með fyrirsögninni „Hlið fyrir úlfalda“, að í frið- artillögunum sje ákvæði, sem banni Abyssiníu- keisara að leggja járnbraut um hliðið sem hon- um er heitið um Eritreu til hafnarborgarinnar Assab. Segir blaðið að Laval vilji f. /Aí fyrir hvern mun koma í veg fyrir samkepni við frönsku járnbrautina milli Djibouti og Addis Abeba. „Hinsvegar leggi Laval kapp á að halda banni þessu leyndu fyrir Haile Selassie, þar til keisarinn er búinn að Páfinn hjelt í gær fund með samþykkja öll önnur ákvæði, Kardinálasamkundunni, og hvatti í friðartillögunum. j til friðar í ræðu sem hann helt „The Times“ fer hinum háðu- j þar. legustu orðum um leynimakk Hann komst meðal annars svo Páfinn þorir ekki að segja það sem tionum býr i brjðsti! þetta. Segir blaðið að upphafsmenn að orði í ræðu sinni: Vjer óskum ekki að gera friðartillaganna ætli sennilega að ófriðinn að umræðuefni, með ryðja menningunni braut í Abyss- þvj ag hætta er á, að vjer iniu með því að fá landinu sam- yrðum misskildir, Og ekki göngutæki frá dögum Salomons útilokað, að orð vor yrðu konungs! viljandi rangfærð“. Páll. | (F.Ú.).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.