Morgunblaðið - 17.12.1935, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 17.12.1935, Blaðsíða 5
V Í»riðjudaginn 17. des. 1935. T’ramli. af 4. síðu. skömmu síðar kom hann að ‘Grund. Þaðan fóru menn með honum ■út í hríðina. Fundu þeir brátt lík Eiðs, enda var hann ekki Jiema um 200 metra frá bænum. Ólaf sf jarðarbáturinn náði Hjeðinsfirði. Ólafsfirði, sunnudag. Báturinn, sem menn voru íarnir að óttast mjög um hjeð- an er nú kominn fram og er áhöfn hans, þrír menn, komnir heilu og höldnu heim til sín. Náði báturinn Hjeðinsfirði í mótt og tókst að lenda þar. Mennirnir komu síðan gang- andi hingað frá Hjeðinsfirði. Maður verður bráð- kvaddur eftir ofreynslu í smalamensku. MORGUNBLAÐIÐ Jólabaksturinn fer nú að byrja fyrir alvöru og eru sjálfsagt flestir á þeirri skoðun, að heimabökuðu kökurnar sjeu jafnan mesta sæl- gætið þegar á að gæða einhverjum á kaffi og með því. Aldrei er jafn nauðsynlegt að bakst- urinn lukkist vel, eins og einmitt um stórhátíð- ar, og með hæfileikum yðar og góðum varningi frá okkur ætti það ekki að geta brugðist að alt fari vel úr hendi. Alexandrahveitið Það fyrsta sem þjer hugsið um, það fyrsta sem þjer takið hendinni til við baksturinn er hveit- ð. Það vei’ður að vera allra besta tegund. — Við höfum nú selt Alexandra hveitið í mörg ár og altaf eru aðdáendur þess að verða fleiri og fleiri, enda eru Ranks-millurnar þektar um víða veröld fyrir samviskusemi og vörugæði. Alexandra er sjerstaklega blandað til heima- notkunar. Ks’fí 11 aura, Smjör, Syróp, Púðursykur, Haglsykur, Flórsykur, Skrautsykur, Cocos, Succat, Rúsínur, Kúrennur, Pomeransbörkur, Pottaska, Möndlur, Dropar, Ger og ótal margt fleira af bökunar- tægi. amsmdL Akureyri, sunnudag. Björn Þórðarson í Grœnumýr artungu, bróðir bóndans þar, Gunnars, varð bráðkvaddur hjá fjárhúsunum, eftir að búið var að láta fjeð inn. Hafði hann ásamt fleiri heim- ilismönnum verið að smala fje heim undan veðrinu. Þegar menn voru búnir að láta fjeð inn hnje hann niður og var þegar örendurv Björn heitinn var maður 56 ára. Hann var brjóstveill o:g mun ekki liafa þolað áreynsluna í veðrinu. Gamlir menn í Hrútafirði segja að annað eins fárviðri hafi ekki komið þar um slóðir s.l. 50 ,ár. Eitthvað hefir orðið úti af f je 3 Hrútafirðinum. Kn. Bát írá Akranesi með 4 mönnum vantaöi jiegar seinast frjettist í gærkveldi. Tveir fogarar og vjelbáfar leita hans í nétf. Akranesbáturinn Kjartan Ól- ^fsson, sem sagt var frá í sunnu dagsblaðinu, var ekki kominn fram þegar seinast frjettist í gærkvöldi. Á sunnudaginn og í gær voru bátar beðnir að skýgnast eftir honum, en ekki urðu þeir hans varir. 1 gær fóru togararnir Otur og Tryggvi gamli að leita báts- ins, einnig varðbáturinn Vífill og tveir aðrir bátar. Togararnir og varðbáturinn leita út og suður af Reykjanesi. Sendi skipstjórinn á Tryggva gamla Slysavarnafjel. skeyti í gærkvöldi og sagði frá hvemig leitinni yrði hagað. Bátur þessi var stór og traust- ur og gera menn sjer vonir um að hann hafi haft af veðrið, en hafi aðeins hrakið af leið. Á Kjartani Ólafssyni voru 4 naenn. Mann tekur út af togaranum Sviða Togarinn Sviði frá Hafnar- firði kom um miðnætti á sunnu- dagsnótt til Aðalvíkur. Hafði skipið verið að veiðum út af Vestfjörðum, og hleypti það undan veðrinu inn á Aðalvík. Á leiðinni inn gekk sjór yfir skipið og tók út einn skipverj- ann, Magnús Guðmundsson. Allar tilraunir til að ná mann inum reyndust árangurslausar. Um nánari atvik, hvernig slysið vildi til, hefir blaðið ekki. frjett. Magnús heitinn var maður um þrítugt. Hann lætur eftir sig konu og tvö böm. Heimili hans var á Reykjavíkurveg 29 í Hafnarfirði. Sviði lá af sjer veðrið á Að- alvík. Fjárskaði í Þingeyjar- sýslu. Húsavík, sunnudag. I stórhríðinni á laugardaginn tapaðist fje á tveimur bæjum hjer í sveitunum. Á Brún í Reykjadal töpuðust 28 kindur og um 20 á Laxa- mýri. Samkvæmt símtali, sem frjettaritari Morgunblaðsins átti við Breiðumýri, voru fundn- ar 16 kindur frá Brún og að sögn 4 kindur frá Laxamýri. Voru þær allar fentar. Tvo uppskipunarbáta rak á land í sjóganginum sem hjer var á sunnudagsnótt. Var hjer ofsaveður af norðri með mikilli snjókomu. Annar uppskipunarbáturinn brotnaði mikið. Sjórinn gekk langt á land upp og braut hlið úr fisk- geymsluhúsi, sem stendur við höfnina. Húsið er eign hafnar- sjóðs. Egill. Bátur sekkur í Keflavík. Keflavík, sunnudag. Þegar óveðrið skall á var hjer þýskur. togari að taka síld úr vjelbátum. Ólag rjeð á einn bátinn, Geir goða, og tók út 50—60 tunnur af síld. Maður fjell útbyrðis af Geir goða, en varð bjargað. Þá misti báturinn 5 net á leiðinni til lands. Ernn bátur, „Sóley“, sökk á höfninni. Rjett fyrir myrkur tóku menn eftir því að „Sóley“ var slitnuð upp og stefndi á annan bát, „Örninn“. En alt í einu mun hafa komið leki að „Sóley“ og sökk hún skyndilega. „Sóley“ var um 20 tonn að stærð, vátrygð hjá Samábyrgð- inni fyrir 25.000 kr. Eigendur bátsins voru Guð- mundur og Gunnar Sigurðs- synir. —x— I Sandgerði slitnaði vjelbát- urinn Björgvin upp frá festum. Rak hann á sker, en náðist út aftur með flóðinu, lítið skemd- ur. — Skemdir á vermireitum á Reykjum. 1 ölfusinu var veðurhamur- inn mikill. Eins og getið var um í sunnudagsblaðinu teptust verkamenn fyrir austan fjall. Komust þeir á sunnudagsmorg- un hingað til bæjarins. Menn- irnir tveir, sem voru á vörubíln- um, skildu bílinn eftir og gengu niður í Skíðaskála. Þangað kom bíll frá Reykjavík og flutti þá í bæinn. Nokkrir verkamenn úr Soginu hættu við að fara til bæjarins um helgina og heldu aftur að Ljósafossi. Á Reykjum fauk þak af gam- alli hlöðu og lentu járnplöturn- ar á vermihúsunum og brutu þau mikið. Einnig lentu járn- plötur á vermihúsum Ingimars | Sigurðssonar í Fagrahvammi. Á Kotströnd fauk einnig þak af gamalli hlöðu. Skemdir á Skíða- skálanum. Á Skíðaskálanum urðu nokkr ar skemdir. Þar fauk þakið af forskygn- inu fyrir framan aðaldyrnar og Framhald á 6. síðu. Gosdrykkir Sódavatn Cabeso Saft eins og van( er best frá H.f. Olgerðin Egill SkallagrímssoR Sími 1390. Best að anglýsa í

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.