Morgunblaðið - 31.12.1935, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 31.12.1935, Blaðsíða 2
2 'MT) "RHG U 0X1’ ÐI © Þriðjudaginn 31. des. 1935. ?BiWi»WiCT3^IWBCT>^ GLEÐILEGT NÝÁR! G. Helgason <& Melsted li.f. m&m GLEÐILEGT NÝÁR! Prentmyndagerð in, Ól. J. Hvanndal. GLEÐILEGT NÝÁR! Þökk fyrir viðskiftin á liðna árinu. 0. Ellingsen. ir===nr=np^r==nr==ir=ir=it=ii GLEÐILEGT NÝÁR! Þökk fyrir viðskiftin á liðna árinu. Reiðhjólaverhstœðið „Örninn‘ ‘. E3 I ir=^r=nf==^n==nn=^n==nr==ir==ii ]□□□□□□□□! GLEÐILEGT NÝÁR! Þökk fyrir viðskiftin á liðna árinu. Sápubúðin, Laugaveg 36. 11 G □ GLEÐILEGT NÝÁR! Þökk fyrir viðskiftin á liðna árinu. IÐNÓ GLEÐILEGT NÝÁR! Þökk fyrir viðskiftin á liðna árinu. Raftœkjaverslunin Jón Sigurðsson. íslensk fornrit. * v.XÉÉ? . \ >. *" %■. Eftir Áraa Pálsson, prófessor. Eyrbyggja saga — Grænlendinga sögnr. - Einar O. Sveinsson og Matthías Þórðarson gáfu út. — Reykjavík, 1935. Útgáfur Pornritafjelagsins eru svo úr garði gerðar, að ókleift er að gera nokkra fullnægjancli grein fyrír þeim í stuttri rit- fregn, sem ætlöð eY dagblaði. í fórmálunum er leitast við að lýsa einkennum fornsagnanna, sögu- gildi þeirra, afstöðu þeirra til ann- ara fornrita, uppruna þeirra o. s. fv. En í neðanmálsskýringum hlýtur útgefandinn að koma við á flestum sviðum íslenskrar mál- fræði og sagnfræði. Þess er því enginn kostur að leggja clóm á verk hans, sem nokkur skil sjeu að, nema í löngum ritgerð- um, sem ekki verða birtar í blöðum. Því verður og í þessari ritfregn aðeins minst á fyrra helming þessa bindis, Eyr- byggja sögu, sem Einar 01. Sveins- son hefir gefið út, og verður þó ekki tóm til annars en að benda á nokkur hÖfuðatriði, sem máli skifta. Um Grænlendinga sögur, sem géyma minningar um ein- hverja hina stórmerkustu við- burði sögualdar, verður ekki rit- að hjer að þessu sinni. Efni þeirra er svo einstakt og umfangsmikið og skoðanir manna á þeim svo sundnrleitar, að hvorki verður þeim nje starfi útgéfanda lýst í stuttu máli. Eyrbyggja er að sumu leyti einstæð meðal íslenskra fornsagna. Sagnfræðileg athygli höfundarins er óvenjulega mikil ,svo að helst verður jafnað til þeirra konunga- sagna, sem béstar eru. Tímatal vandar hann svo sem fremst hann iná og hendir mið af slíkum stórviðburðum sem fundi Græn- lands, kristnitökúrini hjer á landi og falli Ólafs ’konungs hins helga. Ættvísi lians er og traust og ör- ugg, og þar sem Eyrbyggju grein- ir á við aðrar heimildir um ætt- færslur, er venjulega eins líklegt að hún |ari rjett með. Höf. Eyr- byggju er Og- óvenjulega ljóst, að öldin var önnur, er sögurnar gerð- ust heldur en þegar þær voru rit- •aðar (,,Egill liafði skúfaða skó- þvengi, sem þá var siður“. „Þat var þá kaupmanna siðr at hafa eigi matsveina“ o. s. frv.). Hann veit og deili á, að löggjöf og rjettarfar hefir ekki verið með öllu hið sama á söguöld sem á ritöld, og hefir Konrad Maurer bent á þetta fyrir löngu. Iíann efur nánar gætur að margvís- legri forneskju, að heiðinni trú og hjátrú, að hofurii og blótum. Loks lætur hann þess vandlega getið, ef nokkrar sýnilegar minj- ar eru til, sem staðfesti frásögn hans. Stíll Eyrbyggju er hreinn og heiðríkur, harð-íslenskur, svo að erlendra áhrifa gætir þar alls eigi: Að því leyti er mikill greinar- munur á Eyrbyggju og Laxdælu, þessum tveim höfuðsögum Breið- firðinga, og er sem þar sjeu alda- mót á milli. Mistur og móða er- lendra riddarasagna hefir lagst í loft víða i Laxdælu og spilt skygninu, en í Eyrbyggju „er veðr kyrrt ok þurrt, svá at hvérgi sjer ský á himni“. Þar kennir aldrei sundurgerðar, — „listin er innlend, óvitandi og ásköpuð“ (E. Ól. Sv.). Höf. er hvort.tveggja í senn, fræðimaður og listamaður, en þó er öll frásögn hans af sama toga spunnin. Hann skemtir altaf, hvort sem hann segir frá viðburð- um, fornum átrúnaði eða fornum venjum. Um lieimildir sögunnar, upp- runa hennar gg starfsaðferðir liöfundarins vitum vjeí meira, en títt er um aðrar íslendingasögur. Ilefir Einar Ól. Sveinsson gert skilmerkilega grein fyrir því efni í formálatium. Er þéss þá fyrst að geta, að aftan við eitt handrit sögunnar finst stutt æviágrip Snorra goða. Þar er í mjög fáum orðum greint frá nokkrum höfuð- atriðum úr ævisögu hans, börn hans talin og sagt frá móðerni þeirra. Hefir E. Ól. Sv. fyrstur manna leitt lílcur að því, að rit- smíð þessi sje runnin frá Ara fróða, og telur hann hana vera eina af frumheimildum Eyr- byggju-höfundarins. Þar að auki var til samtíma kvæði um Snorra, líklega orkt að honum lifandi. — Hrafnsmál, — sém höf. hefir stuðst mjög við. Enn voru aðrar fornar vísur á sveimi, — eftir Björn Breiðvíkingakappa og Þórarinn Máhlíðing — og hefir höfundur- inn haft mikil not af þeim. Hann virðist og hafa farið eftir gömlu riti um landnám, sém eldra hefir verið en nokkur sú Landnámu- gerð, sem nú þekkist. Loks má telja víst, að hann liefir þekt Heiðarvíga sögu, en útgefandinn telur líklegt, að hann hafi auk þess þekt Gísla sögu Súrssonar og einhverja sögu um skifti Snorra við höfðingja í Dölum, líklega Þorgils sögu Höllusonar, sem vitnað er til í Laxdælu. Hinsvegar trúir útgefandinn ekki á tilvitn un þá í Laxdælu, sem finst í 55. kapítula Eyrbyggju og hyggur hann, að þeirri tilvitnun hafi verið bætt við síðar. Rökstyður hann þá skoðun sína á ýmsan veg, en þó tekur sú rökstuðning ekki af skarið, og tel jeg fult svo líklegt, að tilvitnunin hafi verið í Eyr byggju frá upphafi, enda finst hún í öllum þeim höfuðhandritum sem heil eru á þéssum kafla sög- unnar. I því sambandi má benda á, að það er eitf af höfuðeinkenn um Eyrbyggju, að hún tæpir að- eins á eða hleypur með öllu yfir þá viðburði í a;vi Snorra, sem aðrar sögur geina frá. Hún 'minnist t. d. aðeins með örfáum orðum á þá sögulegu atburði, sem Café Svanur. t GLEÐILEGT NÝÁR! Klein. GLEÐILEGS NÝÁRS óskar öllum Blóm <& Avextir. GLEÐILEGT NÝÁR! Þökk fyrir viðskiftin á liðna árinu. vMt44*MtMíMt44t44t4*t4*t44tMt,Mt'Mt44t'MtMt44t(Mt,MtMt'Mt'Míi | GLEÐILEGT NÝÁR! | }- Þökk fyrir viðskiftin á liðna árinu. Sjóklæ'ðagerð íslands h.f. 4 A % GLEÐILEGT NÝÁR! Verksmiðjan Venus h.f. n IIIW ... IIIHll MIIIIIIIIMIIH— GLEÐILEGS NÝÁRS óskar öllum viðskifta- vinum sínum. Þvottahúsið Drífa. 1 iiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiitiiiitiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiJ ®0®<0#<0©S@®@<C>®C>®' GLEÐILEGT NÝÁR! Þökk fyrir viðskiftin \ á liðna árinu. 5 AÐALSTÖÐIN |O«O®O@ii0iO«OI GLEÐILEGT NÝÁR! Þökk fyrir viðskiftin á liðna árinu. Ilúsgagnavinnustofa Hjálmars Þorsteinssonar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.