Morgunblaðið - 17.03.1938, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 17.03.1938, Blaðsíða 7
'l Fimtudagur 17. mars 1938. MORGUNBLAÐIÐ Dagbók. I.O. O. F. 5= 11931787* = I. VeSurútlit í Reykjavík í dag: A- eSa NA-kaldi. Úrkomulaust. VeSriS í gær (miðv.d. kl. 17): Nyrst á Vestfjörðum er enn all- hvast NA með snjókomu. Annars er vindur liægur um alt land, víð- ast A-lægur. Á S- og V-landi hefir víða rignt í dag, og hiti er þar 2—7 stig, en kringum ('rostmark nyrðra. Ný lægð mun vera á leið austur yfir norðanvert Atlants- haf. Mun hiin fara fyrir sunnan land og liafa í för með sjer A-NA- átt hjer á landi á morgun. Næturlæknir er í nótt Daníel Fjeldsted, Hverfisgötu 46. Sími 3272. Póstferðir á morgun: Frá Rvík: Mosfellssveitar, Kjalarness, Kjós- ar, Reykjaness, Ölfuss og Flóa- póstar. Hafnarfjörður. Skildinga- nes. Laxfoss til Akraness og Borgarness. Bílpóstur til Víkur. Til Reykjavíkur: Mosfellssveitar, Kjalarness, Kjósar, Reykjaness, Ölfuss og Flóapóstar. Hafnarfjörð ur. Seltjarnarnes. Laxfoss frá Borgarnesi og Akranesi. Bílpóst- ur úr Húnavatnssýslu. Esja aust- an um úr hringferð. Ríkisskip. Esja fór frá Horna- firði kl. 4y2 síðd. í gær áleiðis til Vestmannaeyja. Eimskip. Gullfoss fór frá Vest- mannaeyjum í gærkvöldi áleiðis til Leith. Goðafoss er í Kaupin.- höfn. Brúarfoss er í Kaupm.höfn. Dettifoss er á leið til Hamborgar frá Grimsby. Lagarfoss var á Sauðárkróki í gærmOrgun. Selfoss er í Revkjavík. Kveðjusamsæti próf. Lode- wyckx. Samsætið verður að Hót- el Borg á morgun og hefst kl. 7. I dag eru síð ustu _forVöð að rita sig á listann, sem. liggur frammi í skrifstofu hótelsins. Bæjarstjórnarfundur verður liald inn í dag kl. 5 í Kaupþingssaln- um. Tólf mál eru á dagskrá. Felix heitir kolaflutpingaskip, sem kom með farm til Kol & Salt í fyrrakvöld. Innilegar þakkir frá sjúkling- um á Vífilsstöðum hefir blaðið verið beðið að færa karlakórnum „Þrestir“ frá Hafnarfirði, fyrir söngskemtun þeirra að Vífilsstöð- um síðastliðinn sunnudag. Sundmótið. Seinni kepni þess fer fram í kvöld kl. 8^ í Sund- höllinni. Verður þar áreiðanlega mikið kapp og fá færri á að horfa en vilja, vegna þess livað áhorf- endasvæði er takmarkað. 4ð gefnu tilefni skal það tekið fram, að Gunnar Guðmundsson, Óðinsgötu 8 er hvorki frímerkja- kaupmaður nje einsöngvari hjá Ríkisútvarpinu. Vjelbáturinn Loki, sem lýst var eftir í útvarpinu í gær, er sam- kvæmt símskeyti frá Látrum við Horn kominn fram. (FÚ). Nemendasamband Kvennaskól- ans í Reykjavík heldur stofnfund sinn í kvöld Oddfellowhúsinu uppi.^ Bláa kápan var sýnd fyrir troð- fullu húsi í gærkvöldi. Næsta sýn- ing verður annað kvöld. Lög eftir dr. Franz Mixa voru sungin í útvarp í Miinchen í jan- úar síðastliðnum. I byrjun febrú- ar voru lög eftir hann sungin í útvarp í Vín og Graz og 26. febrú- ar voru þau sungin í útvarp í Berlín. Berlínarútsendingunni var endur varpað til Ameríku. Næturvörður er í Ingólfs Apó- teki og Laugavegs Apóteki. Til Strandarkirkju: F. B. 3 kr. N. N. 10 kr. Ónefndur (gömul og ný áheit) 10 kr. Tvö gömul áheit frá einum 25 kr. Sóla 2 kr. Ár- nesingur 10 kr. K. S. (gamalt á- heit) 10 kr. J. Þ. 2 kr. Ónefndur (gamalt áheit) 5 kr. N. N. 2 kr. Staka. Fylgi ætíð fleyi ’ m mar forsjón Drottins blíða. iUxu i . Yfir háu öldurnar Esja rennur fríða. 7. mars 1938 G. Helgadóttir. Jón Eyþórsson talaði um það, þegar hann skýrði frá skíðamót- inu, að hann væri ekki öfunds- verður af að standa við hljóðnem- ann. Þá var þetta kveðið: Jón minn, þó að þjer sje kalt, þín sje mögnuð pína, öfunda þú ekki skalt áheyrendur þína. Dýraverndarinn, 1. bl. þessa árs, er kominn út. I blaðinu er grein um síra Ólaf Ólafsson sál. eftir Jón Pálsson. Þá er grein um friðun fugla, eftir Halldór Páls- son. Átthagarækni fuglanna og ratvísi nefnist ágæt grein eftir Þorstein Konráðsson. Þá er og fleira góðra greina í þessu hefti. Útvarpið: 20.15 Erindi: „Maður slasast“, (Felix Guðmundsson verk- stjóri). 20.40 Útvarpskórinn syngur. 21.05 Frá útlöndum. 21.20 Útvarpshljómsveitin leikur. 21.45 Hljómplötur: Andleg tón- list. 22.15 Dagskrárlok. Bestu þakkir til þeirra, er sýndu mjer vinsemd á fimtíu ára afmæli mínu. Kristján Guðmundsson skósmiður, Borgarnesi. f :f r f I V -x-x-x-x-x-:-x-x-x-x-x-x-x-x-x-x-:-x-x-x-x-x-x-x-x-x-x-x* BEST AÐ AUGLÝSA 1 MORGL NBLAÐINU, HAseignin Bergstaðastræti 52 er til leigu frá 14. maí n. k. GUNNAR GUÐJÓNSSON skipamiðlari. Sími 2201. JARBS K JALFTATRYGGIN G AR. Nú getið þ}er tryggt hús yðár fyrir jafðskjálfla Vjer liöfuni nú bætt við oss þessari 1 Í5JL51X grein trygginga, sen> eflaust mun vcrða vinsæl meðal liúseigenda. ' ‘-í •*> Iðgjöld eru mjög lág og miðuð við að sferhver Sfiúseigancii geti jarð- skjúlfiatryggt liús sín. Sjovátnjqqj Eimskip. 2. hæð. aglslandsl Sími 1700. Hessian, 7Z og 50” Binöigarn og saumgarn 5altpokar ávalt fyrirliggjandi. Sími 1370. OLAFUR CÍSLASONC) ?//„ reykjavi'k MorgunblaðiD með morgunkaffinu Jarðarför konunnar piinnar Guðrúnar Guðbrandsdóttur Svanberg fer fram á morgun, föstudgainn 18. þ. m. frá dómkirkjunni. Hefst með bæn að heimili okkar, Njarðargötu 29 kl. 1 e. h. Athöfninni í kirkjunni verður útvarpað. Sigurjón S. Svanberg. Það tilkynnist vinum og vandamönnum, að jarðarför minn- ar hjartkæru eiginkonu, móður okkar og ömmu Halldóru Sigurðardóttur fer fram frá þjóðkirkjunni laugardaginn 19. þ. mán. og hefst með húskveðju að heimili hennar, Suðurpól 26 kl. 1 e. hád. Sigurður Helgi Jónsson, dætur og dætrabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.