Morgunblaðið - 06.02.1940, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 06.02.1940, Blaðsíða 2
■1 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 6. febrúar 1940. Lokaþálðurinn I hinni mishepnuðu sókn Rússa fyrir norðan Ladogavatn Nýr stórsisfur Finna %J o ■>- 15-20 þús. manna herdeíld Rússa „þurktið út“ En Rússar hafa hafið nýja sókn á Kirjálaeiði Frá frjettaritara vorum. Khöfn í gær. INNAR hafa ennþá einu sinni unnið stórsigur á Rússum. Þeir hafa, að því er segir í Reut- ersfregn frá Helsingfors, bókstaflega þurkað út 18. rússnesku herdeildina, sem hafði verið króuð inni hjá Kitelá fyrir norðan Ladogavatn, í meir en viku. Það er talið að þarna hafi fallið eða verið teknir til fanga 15—20 þús. Rússar. Sigur þessi er kórónan á hina glæsilegu vörn Finna fyrir norðan Ladogavatn; hann leiðir líka í ljós hversu gersamlega sókn Rússa á þessum vígstöðvum hefir farið út um þúfur. VÍGI TEKIÐ AF RÚSSUM Fregnir um þenna sigur kemur ofan á aðra fregn sem barst fyr í kvöld, um sigur Finna fyrir norðvestan Ladogavatn. Þar hafa þeir tekið, að því er segir í hernaðartilkynningii finsku herstjórnarinnar í kvöld, raiftgert vígi sem Rússar höfðu í sín- um höndum. Flestir þeirra 500 rússnesku hermanna, sem til varnar voru, fjellu, hinir voru teknir til fanga. Finnar tóku 7 skriðdreka, 18 vjelknúin farartæki, 30 vjel- byssur og annað herfang. Oll sund að iok- ast fyrir Dönum — og þá vantar eldsneyti Frá frjettaritara vorum. Khöfn í gær. önsku sundin eru öll að lokast vegna ísa. Samgöngur um Stórabelti og um sundið milli Kaupmannahafnar og Málmeyjar hafa fyrir löngu stöðvast. En nú er óttast að Kattegat lokist af ís, áður en, sólarhringur er liðinn. ísbrjótar eru að reyna að brjóta sjer leið að 10 flutningaskipum, sem sitja föst í ís í Kattegat. Isinn og kuldarnir hafa haft í för með sjer elds- neytisskort, svo að stappar nærri, að til stórvandræða horfi. Verð á koksi hefir undanfama máfnuði hækkað þrefalt vegna stríðsins. En nú hefir koksverðið enn hækkað um næstum 50 hundraðshluta, vegna ísalag- anna. Mörg íbúðarhús hafa ekkert eldsneyti lengur; verður fólk þess vegna að hafast við í óupphituðum íbúðum. Margir eldsneytiskaupmenn hafa selt allar birgð- ir sínar. Skortur á matvælum hefir líka gert vart við sig (skv. F.Ú.), a. m. k. á sumum tegundum í hinum stærri bæjum. NÝ SÓKN En eftir ósigurinn fyrir norðan Ladogavatn hafa Rússar byrjað nýja sókn fyrir sunnatt vatnið á Kirjála- eiðinu, aðallega hjá Sumaa um miðbik Mannerheimlín- unnar. Er búist við að markmið Rússa sje að hefja nú áhlaup á alla Mannerheimlínuna og reyna að brjótast í gegn, hvað sem það kostar, til þess að rjetta við veg og virðingu rauða hersins. Sókn þessi hófst fyrir 4 sólarhringum og er undirbúin af Vorosjiloff sjálfum, yfirhershöfðingja rauða hersins. Er litið svo á, að þetta sje ákafasta sókn, sem Rússar hafa gert frá því að stríðið hófst. Að minsta kosti 3 þús. Rússar hafa fallið. En Vorosjiloff virðist stöðugt fá liðsauka, svo að hann gefur sent fram hverja herdeildina af annari af óþreyttu liði. LÁTLAUS STÓRSKOTAHRÍÐ Rússar halda uppi látlausri stórskotahríð á vígstöðvar Finna. Til viðbótar við stórskotahríðina tefla þeir fram 500 flug- vjelum, sem varpa niður sprengjum yfir vígstöðvarnar. Aðstaða Rússa til sóknar er góð, þar sem mýrar og fen, sem Finnar hafa haft sjer til varnar, eru nú frosin, svo að jafnvel þungir skriðdrekar geta farið yfir þau. En Finnar hafa hvergi hörfað undan. LOFTÁRÁSIR Rússar hafa haldið áfram loft árásum sínum yfir helgina. 1 síðustu viku vörpuðu þeir niður 5000 sprengjum á 150 staði. Sumstaðar voru loftárásir gérðar oftar en einu sinni og á einum stað 9 sinnum æ ofan í æ. 1 loftárásum þessum hafa 145 manns farist og 180 særst. 20 sjúkrahús hafa eyðilagst og íjöldi lækna og hjúkrunar- kvenna farist. En þrátt fyrjr ^ hið mikla tjón Finna, þykir { undravert hve þeir hafa getað varist flugflota Rússa. í gær skutu þeir niður 9 rússneskar flugvjelar. Þeir hafa í raun og veru borið hærra hlut í loftinu, því þeir hafa skotið niður 240 rússneskar flugvjelar frá því að stríðið hófst, en mist sjálfir að- eins 15. MISJÖFN AÐSTAÐA Er þessi árangur, segir í Reutersfrjett, þeim mun glæsi- legri, sem þeir geta ekki teflt fram gegn 5000 flugvjelum Rússa, (sem talið var að þeir hefðu haft á finsku vígstöðv- unum í byrjun stríðsins), nema FRAMH. Á SJÖTTU SÍÐU. Balkan- ráðstefnan Frá frjettaritara vorum. Khöfn í gær. áðstefna Balkanríkjanna í Belgrad var slitið í gær. I; skeyti frá London segir, að hin opinbera tilkynning, sem gefin var út, eftir að ráðstefnan hafði staðið í 3 daga, gefi ekki tilefni til mikillar bjartsýni. En árangur hefir þó orðið nokkur. Með ráðstefnunni hafi verið lögð undirstaða að auknum skilningi milli Balkanþjóðanna, og að þessi skilningur geti orð-( ið til þess að tryggja friðinn á Balkanskaga, allan tíman á meðan styrjöldin í Vestur- Evrópu geysar. Þýsk blöð halda því fram, að Bretar og Frakkar hafi beðið ósigur á Balkanráðstefnunni, því að þeir hafi viljað draga ;Balkanþjóðirnar inn í stríðið. MAÐUR FINST ÖRENDUR sunnudagSmorgun fanst lík Steingríms Lýðssonar í f jör- unni fyrir neðán Kassagerðina. Hafði hann druknað. Ekki er vitað með hvaða hætti dauðaslys þetta hefir orðið. Stein- grímur kom ekki heim til sín frá vinnu á laugardag og spú’roist ekk- ert 'til hans fyr en hann fanst örendur. Ung íslensk stálka skylm- íngameístarí Ungfrú Lilla Magnúsdóttir (Erlendssonar) frá Réykjavík, hefir unnið meist- aratitil í Skylmingaíþrótt í í- þróttafjelaginu Trekanten í Kaupmannahöfn. Frammistaða hennar var talin með afbrigðum góð og hefir hún þó aðeins ver- ið meðlimur íþróttafjelagsins í eitt ár. (F.Ú.). Forníslensk og fornnorræn orða- bókarútgáfa Otjórn Árna Magnússonar ^ nefndar kom í gær sam- an á fund með fulltrúum norska vísindafjelagsins til þess að á- kveða endanlegar ráðstafanir til undirbúnings útgáfu á hjer um bil 4000 blaðsíðna orðabók um forníslenskt og fornnorrænt mál. Fundinn sækir meðal ann-< ara rektor háskólans í Osló, Seip prófessor. Búist er við, að útgáfan muni taka fimm til tíu ár. Gert er ráð fyrir því, að danska og norska ríkið leggi hvort um sig 5000 krónur til útgáfunnar á &ri. 90 þús. sinnum Frá frjettaritara vorum. Khöfn í gær. O amkvæmt fregn frá ^ Berlín er nýlega Ipk- ið með góðum árangri til- raunum með nýja gerð af snrásjá, sem getur stækkað alt að 90 þús. sinnum. Það er þýskur vísinda- maður, sem hjer hefir gert merka uppgötvun og hefir hann haft samvinnu við Koch-stofnunina í Berlín. Æðsta herráð Bandamanna á fundl Frá frjettaritara vorum. Khöfn í gær. Æðsta herráð Bandamanna kom saman á fund í París í dag. Samkomulag náð-? ist, að því er segir í opinberri tilkynningu, sem gefin var út að fundinum loknum, um aukna samvinnu milli Breta og Frakka Um birgðasöfnun. Fulltrúar Breta á fundinum voru: Mr. Chamberlain, Hali- fax lávarður, Churchill, Kings-t ley Wood (flugmálaráðherra), Oliver Stanley hermálaráðherra, og auk þess æðstu foringjar hers og flota, auk embættis- manna í breska utanríkismála- ráðuneytinu. Fulftrúar Frakka voru Dala- dier og aðrii* helstu ráðherrar Frakka. Fundurinn í dag var fimti fundur æðsta herráðs Banda- manna. Styrkveitingar úr Sáttmálasjóði Þeir, sem hafa hugsað sjer að sækja um styrk úr Sáttmála- sjóði (Dansk-Islandsk Forbunds- fond), verða að senda umsóknir sínar til stjórnar sjóðsins í Krist- iansgade 12 í KaupmannahÖfn fyr- ir 1. mars n.k. Tilgangur sjóðsins 'er þessi: 1) Að styrkja andlegt samband imilli Danmerkur og íslands. 2) Að efla íslenskar rannsóknir og vísindi. 3) Að styrkja íslenskt náms- fólk. Styrk er hægt að veita nemend- um við Háskólann í Kaupmanna- höfn, .verkfræðingaskólann, lyfja- fræðingaskólann, Landbúnaðarhá- i skólann, kennaraháskóla, æðri ' verslunarskóla, alþýðuháskóla, hús I mæðraskóla o. s. frv. Einnig verða veittir styrkir til vísinda; til ferðalaga milli Dan- , merkur og íslands o. fl. (Sam k væm t sendiheip-afrj ett).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.