Morgunblaðið - 06.02.1940, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 06.02.1940, Blaðsíða 6
 i Þriðjudagur 6. febíúar 1940» SORGUNBLAÐIÐ í>eir meðlimir stjórnar R. K. í., sem viðstaddir voru í Sandgerði: Fremri röð fi'á vinstri: Þorst. Scheving Thorsteinsson lyfsali, dr. Gunnlaugur Claessen, GunnlaugUr Einarsson læknir, Hallgr. Bene- diktsson storkaupm. Aftari r'öð frá vinstri: Guðmundur Thöroddsen læknir, 'Matthías Einarsson lækn ir, Sigurður Thorlacius skólastjóri (form. unglingadeildar R. K. I.) óg -Pj'etur Ingimundarson slökkvi- liðsstjóri. — Myndin til hægri: Hjálparstöð R. K. í. í Sandgerði. (Ljósm. V. Sigurgéirsson.). Bellmanshljóm- leíkar Karlakórs Iðnaðarmanna Karlakór Iðnaðarmanna hefir mjög góðum kröftum á að skipa, hljómurinn er blæfallegur og samstilling raddanna góð. Helst virðist. skorta nokkru imeiri radd- styrk hjá tenórunum, en neðri raddirnar, sjer í lagi 2. bassi, eru kröftugar og hreimmiklar. Það er auðheyrt á útkomunni, að söng- stjórinn, Páll Halldórsson, hefir Tækt starf sitt af alúð, öll við- fangsefnin voru ágætlega æfð, samtök góð og tónhæfni viss. Það var vel til fundið af Karla- kór Iðnaðarmanna, að heiðra 200 ára minningu Bellmans á þenna hátt, og þarf að þessu sinni ekki að kvarta yfir því, að söngskráin hafi verið of erfið til þess að vera yið alþýðuhæfi, því að mikinn hluta Belmans-laganna þekkir hvert imannsbarn hjer á landi. — Var og engum. blöðum um það að fletta, að áheyrendur skemtu sjer ágætlega og klöppuðu kór og söng- stjóra óspart lof í lófa. Um rit- færslu hinna einstöku viðfangs- efna, skal jeg ekki fjölyrða, en ef nokkuð mætti að finna, værj það helst, að sum af lögunum voru óþarflega hægt sungin, og rændi það þeim nokkru af því fjöri sem Bellman ber. Carl Billich ijek undir, og hafði hann auk þess tengt lögin saraan í smásyrpur á smekklegan hátt. A ;undan hljómleikunum hjelt aðal- > ræðismaður Svía, hr. Otto Johans- son, fróðlegt erindi um Bellman ,. og þátt hans í sænsku þjóðlífi og skapgerð. Því sem næst húsfyllir var á hljómleikunum, og er það orðið sjaldsjeð fyrirbrigði nú á tímum. E. Th „DIPLOMATISKIT KVEF“ að er tilkynt, að Sir Robert Craigie, sendiherra Breta í Tokio, sje lasinn, svo að hlje verð- ur í nokkra daga á samningum • Breta og Japana um „Assamu Maru“-málið (er 21 þýskur sjóliði voru teknir úr japanska skipinu „Assamu Maru“ um borð í bjeskt herskip). í sambandi við Iasleika Sir Ro- berts er talað um „diplomatiskt krefL Hjálparstöð R. K. í. í Sandgerði. Sjúkrahús ðn læknís -- Baðhús ðn vatns £J jálparstöð Rauða Kross íslands * í Sandgerði hefir nýlega ver- ið endurbætt all-mikið og síðastl. sunnudag bauð stjórn R. K. f. blaðamönnum að skoða hið mynd- arlega sjúkraskýli fjelagsins í Sandgerði, sem hefir verið svo nauðsynlegt á undanförnun?! árum fyrir sjómenn í Sandgerði. Húsið sjálft var reist fyrir þrem árum ,en nýlega er lokið við að mála það alt og dúkleggja. Sand- gerðingar hafa h aí'.t mikinn áhuga fyrir þessari hjálparstöð og gaf t. d. Haraldur Böðvarsson lóð undir húsið, en Haraldur Árnason gaf í það húsgögnin. Þá hefir verið komið fyrir finsku baði í hjálparstöðinni og slapp það út úr Finnlandi viku áður én ófriðurinn hófst. Gunnlaugur Einarsson, formað- ur Rauða Kross íslands, skýrði frá starfsemi fjelagsins og byggingu hússins í Sandgerði í ræðu, sem hann flutti á meðan gestir þáðu veitingar í sjúkraskýlinu. Hann gat þess meðal annars, að venja væri, að þar sem gjúkrahús væru þar væru einnig læknar, hjer væri enginu læknir. I hjálparstöð- inni væri líka baðhús, sem sjó- menn notuðu mikið, og börn í Sandgerði hefðu ókeypis aðgang að, en b runnur eða lind væri eng- in! Þessi hjálparstöð væri því reist gegn öllum venjum sem giltu um sjúkrahús og haðhús. En enginn efast samt um þörfina fyrh- hvort tveggja. — Læknar koma þangað frá Kef'la- vík við og við, en hjúkrunarkon- an sjer um þá sjitku þess á milli. Vatn fæst með því að safna rigningarvatni, sem, geymt er í Jveimur vatnsgeymum í húsinu, er rúma um 30 smálestir vatns. Tvær sjúkrastofur eru í húsinú, og geta legið þar fjórir menn. En ef slys ber að höndum er hægt að taka á móti alt að 10 mönnurn nætursakir eða svo. Hjúkrunarkona hjálparstöðvar- innar er Sigríður Bachmann. Rauði Krossinn hefir með starf- rækslu hjálparstöðvarinnar í Sand- gerði unnið þarft verk og gott. Hin árlega barnaskemtun glímu- fjelagsins Ármann verður í Iðnó á öskudaginn kl. 4^2 síðd. Skemt- un þessi hefir verið með afbrigð- um vinsæl undanfarin ár. Sjötugur: Þórarinn á HjaltabakKa Pórarinn Jónsson, bóndi á Hjaltabakka er sjötugur í dag. Þórarinn er fyrir löngu þjóð- kunnur maður. Um langt skeið átti hann sæti á Alþingi og var það einróma álit allra, að hann hafi verið einn mesti skörung. urinn úr bændastjett, sem á þingi hafa setið. Hann var mik- ill rseðuskörungur, harðskeyttur ef því var að skifta, einkum ef á hann var ráðist að fyrra- bragði. Hann var lengi fram- sögumaður fjárlaganna og fórst það þannig, að menn hafa haft orð á því síðan, að þeim fyndist engin framsaga, eftir að Þórar- ,inn var farinn af þingi. Oft stóð styr um Þórarinn á Hjaltabakka, eins og títt vill vera um menn, sem skara fram úr, ekki síst ef vettvangurinn cr stjórnmálin. En Þórarinn var fastur fyrir og ljet ógjarna hlut sinn, hverjum sem var að mæta. Vinir og kunningjar Þórarins árna honum heilla á þessum tímamótum æfi hans. RÚSSAR OG FINNAR FRAMH. AF ANNARI SÍÐU. örlitlu broti. Hinar fáu flug- vjelar Finna eru auk þess af gamalli gerð. Þegar Finnar geta tekið hinar nýju bresku og am- erísku flugvjelar í notkun, kann árangurinn að verða mjöt at- hyglisverður. Fregnir frá Ítalíu herma, að birst hafi hvassorð árásargrein í garð Rússa í blaði Balbos. Segir í greininni, að Rússar hafi svikið Þjóðverja. Með at- ferli sínu við Eystrasalt og inn- rásinni í Finnland hafi þeir gengið miklu lengra en nokk- urt samkomulag við Þjóðverja gf þeim tilefni til. | [Minningarorð um frú Marselíu Kristjánsdóttur T dag er til moldar horin frú T Marselía Kristjánsdóttir, sem, dó hjer í bæ þ. 28. jan. s.l. á heim ili dóttur sinnar, Önnu Magnús- dóttur, Grænuborg. Frú Marselía var fædd að Sig- ríðarstöðum í Ljósavatnsskarði þ. 29. nóv. 1850. Voru foreldrár henn ar Kristján Arngrímsson, óðals; bóndi þar og k'óna háns Helga Skúladóttir, prófasts í Múla, Tómassonar. Er ættin merk og veí þekt í Þingeyjarsýsíú, vegna mannkosta og dugnaðar. Systkin Marselíu, sem upp komust og þekt eru hjer á landi, voru: Krist- ján, óðalsbóndi á Sigríðarstöðum, Margrjet, gift Hermanni á Vargá og Þóra, síðari kona Jóns Sigfús- sonar, óðalsbónda á Espihóli í Eyjafirði. 20 ára gömul giftist Marselía Magnúsi Ólafssyni, óð- alsbónda að Möðruvöllum í Eyja- firði og fluttist þá að Möðruvöll- um. Þau hjón eignuðust þrjú börn og lifir aðeins eitt þeirra, frk, Anna Magnúsdóttir, se,m Iiin síð- ustu ár móður sinnar annaðist hana með hinni mestu snild. Frú Marselía misti mann sinn eftir 15—16 ára sambúð, en giftist aft- uhútokkru síðar Sigfúsi Jónssyni, kaupmanni á Akureyri. Eftir lát síðara manns síns bjuggu þær mæðgur saman á Akureyri í mörg ár, en fluttu síðan um nokkurra ára skeið til Kaupmannahafnar, þa¥ sém fósturdóttir þeirra og frénka, Jóhanna Jóhannsdóttir stundaði þá söngnám. Með henni fluttu þær svo hingað til Reykja- víkur árið 1932 og hafa dvalið hjer síðan. Þannig er þá hin ytri umgjörð um líf frú Marselíu Kristjánsdótt- ur, dregin upp með fáum línum. En innan þessa ramma blómgaðist eitt hið ríkasta og mannlegasta líf, sem jeg hefi kynst. Ekki vegna þess, að hún ljeti svo mikið til sín taka og var hún þó skörungs hús- freyja, bæði sem bóndakona og kaupimannsfrú, auk þess sem hún var óvenjulega væn kona að yfir- litum og vallarsýn. En þegar jeg reyni að gera mjer heildarmynd af lífi frú Marselíu og henni sjálfri, þá er það eitt, sem auð- kennir það og hana öllu öðru fremur. Það er hénúar stóra, ást- ríka hjarta og takmarkalausa gest risni og velvild til allra, sem ná- lægt henni komu. Það er sagt um eina fornkonu íslenska, að hún hafi bygt skála. sinn yfir þjóð- braut þvera, til þess að allir, sem um veginn fóru, yrðu að nema staðar og njóta gestrisni hennar. Það er þessi mynd, sern jeg hefi gej^mt af frú Marselíu, frá því er jeg fyrst kom sem geStur á heim- ili hennar á Akureyri, vegna þess að móðir mín leitaði aðstoðar henn ar í vandræðum okkar, — og fram á þenna dag. Hún var gestrisin rausnarkonan, senr öllum vildi veita vel, en á sama hátt var hjarta hennar opið öllum sa,m- fylgdarmönnum hennar, hlýleiki hennar og ástúð gerði svo hjart í kringum hana, að þar var jafnan gott að vera. Það er því ekki að furða, þó Marselía Kristjánsdóttir væri elsknð af mörgum, enda var hún Marselía Kristjánsdóttir. það. Samband hennar við dóttur og fósturdóttur var svo óvenjm: ástríkt, að eiginlega hafa þær aldrei getað iskilið. Á gamals aldri tók frú Marselía sig upp frá beim ili og æskustöðvum, til þess að fylgja þeim til frámandi lands og þjóðar. En þau ár, sem hún dvaldi þar, mun hún þó hafa borið í brjósti stöðuga þrá eftir sínu eig- in landi Og þjóð, en þó mest eft- ir tungu sinnar eigin þjóðar. Hjer í Reykjavík undi hún sjer vel, 'ein'nig hjer þyrptust að hen'ni Vi'nir, gamlir og nýir, hún mun aldrei hafa fundið sjer ofaukið á heimili ástvina sinna, éins og stundum verður með gamalt fólk. Á milli frú Marselíu og stjúpdótt- ur hennar, frú Þóru Sigfúsdóttur, Siglufirði var einnig hið nánasta vináttusamband og öllu því marga. unga fólki, sem oft dvaldi á heim- Wi. liénúar lengri eða, skemri tíma, reyndíst liiltt eins og umhyggju- söm móðir. ‘Stærstur verður þó hópur viha, nágranna og fjarskyld ari ættingja, sem um eitthvert skeið æfinnar hafa í einhverri mynd notið þess kærleika, sem altaf streymdi út frá hinu ríka hjarta frú Marselíu Kristjánsdótt- ur. Allir þessir munu í dag í hljóðu þakklæti fylgja henni í huganum á þessari hinstu göngti: hénnar hjer á jörðinni. Frú Marselía var trúuð kona í þess orðs besta skilningi. Htm treysti guði og trúði á góðleik: tilverunnar. Þetta tvent endur- speglaðist stöðugt í lífi hennar. Yfir andláti frú Marselíu hvíldi friður og fegurð, eins og öllu líri hennar. Ilúh andaðist rjett fyrir kl. 12 á hádégi á sunnudegi. Dótt- ir hennar hafði skrúfað frá út- varpinu, til þess að hlýða á messu. Rjett er móðir hennar tók fyrsta andvarpið var byrjað að syngja '„Jeg heyrði Jesú himneskt orð.. Kom, hvíld jeg veiti þjer, þitt hjai'ta er mætt og höfuð þreytt,. því lialla að brjósti mjer“. Þreytta barnið 89 ára gamla, lokaði aug- unum fyrir fult og alt og hallaði höfðinu að því 'brjósti, er það alt af hafði treyst. Og er síðasta and- varpið leið frá brjósti hennar,. hljómuðu gegnum litlu stofuna þessi orð sálmsins: „Jeg leit til Jesú, ljós mjer skein- það Ijós er nú mín sól, er lýsir mjer um dauðans dal að drottins náðarstól“. Blessuð sje minning hennar. Aðalbjörg Sigurðardóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.