Morgunblaðið - 22.03.1944, Page 4

Morgunblaðið - 22.03.1944, Page 4
4 MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur. 22. mars 1944. / Kristján Sigurðsson f»1 i n n i n g KRISTJÁN SIGURÐSSON andaðist í Landsspítalanum 14. þessa mánaðar. — Hann var fæddur hjer í Reykjavík 8. nóvember 1863. Fullu nafni hjet hann Guðmundur Níels Kristján Sigurðsson. Þrettán ára fór hann að stunda sjó- róðra hjeðan úr Reykjavík. — Reri hann hjá Magnúsi í Mel- koti. Vann Kristján lengi fyr- ir heimili móður sinnar. Upp- kominn var hann formaður suður í Njarðvíkum og Garði, einnig austur á fjörðum, Vopna firði cy Seyðisfirði. Var Kristján besti yfirmað- ur, gætinn, áreiðanlegur, sann gjarn og nærfærinn. Eftir þessa sjómensku stundaði hann sjó á þilskipum og togurum. Öðru hvoru vann Kristján í landi. Var hann jafnvígur á störf til lands og sjávar. Kristján kvæntist árið 1895, Ingveldi Magnúsdóttur frá Mið húsum í Garði. Foreldrar henn ar voru merkishjónin Magnús Þórarinsson og Guðrún Ein- arsdóttir. Ingveldur og Kristj- án hafa átt heima við Berg- staðastræti hjer í borginni, síð an 1899. Eignuðust þau hjónin fimm börn. Þau eru: Guðrún, sauma- kona, dvelur í Kaupmanna- höfn, Sigurður, trjesmiður, Kristján, húsgagnasmiður, Ólöf ljósmóðir og Magnús, bakari, öll hjer í Reykjavík. Eru þau fjölhæf og dugandi. Ingveldur lifir mann sinn hjer og er við sæmilega heilsu. Heimili þeirra Ingveldar og Kristjáns var fyrirmyndar- heimili að reglufestu og spar- semi. Sambúð hjónanna var innileg og samstarfið ágætt. — Hún var umhyggjusöm og góð húsmóðir, heimilisrækin, and-. lega sinnuð og listelsk. Henni þykir vænt um blómin, talar við þau og skilur þau. Elskar hún fegurðina í öllum mynd- um. Kristján var sjerstaklega fyrirhyggjusamur heimilisfað- ir, ötull, verkhagur, dagfars- prúður, trúhneigður og skyldu rækinn. Sömu kostir Kristjáns komu fram á heimili hans, sem mest gætti hjá honum, þegar hann vann hjá öðrum, en þeir voru, skyldurækni, verkhygni, forsjá og dugnaður. Kristján var mikill á velli, prúður í framkomu, orðhepp- inn og fámáll. Framsýnn var hann og ráðhollur. Vann hann öll sín störf svo dyggilega, að hann var öðrum sönn fyrir- mynd. Kristján var sjerstakúr þrek maður. Þurfti hann oft á því að halda. Hann var vökumað- ur bæði í beinni og óbeinni merkingu. Kunni hann ekki að hræðast. Kom það honujm vel marga vökunóttina. Þótt við honum blasti annað skiftið töfrandi sólnadýrð næturhim- insins, var hann öðru hvoru umkringdur ægilegu myrkri og hrakinn af geigvænlegum hríð arbyljum. En Kristján vissi, að hann var aldrei einn í einver- unni, sem'svo er -kölluð. Háskólarektorinn enski, Oli- ver Lodge, doktor í heimspeki og doktor í náttúruvísindum, ritar: „Umhverfis oss eru ver- ur, sem vinna með oss, starfa með oss og hjálpa oss, — ver- ur, sem menn hafa fengið nokk ura hugmynd um í sýnum. Og jeg trúi því, að það sje bók- staflega satt, sem trúarbrögðin segja oss, að helgir menn og englar sjeu með oss, að drott- inn vor og meistari, sje sjálfur að hjálpa oss“. Islenski alþýðumaðurinn, Kristján Sigurðsson, reyndur og gjörhugull, lifði algerlega í þeirri trú og sannfæringar- vissu, sem leiftra í ofangreind- um orðum fræðimannsinS enska. Vjer getum glöð í huga og áhyggjulaus kvatt þá samferða menn vora, sem hlotnast hefir sú náð að öðlast þessa heilla- ríku lífsskoðun. Hallgrímur Jónsson. HIÐ NÝJA handarkrika CREAM DEODORANT stöðvar svitann örugglega 1. Skaðar ekki föt eða karl mannaskvrtur. Meiðir ekki hörundið. 2. Þornar samstundis. Notasi undipfeins eftir rakstur. 3. Stöðvar beaar svita. næstu 1—3 daga. Evðir svitalvkt heldur handarkrikunum þurrum. 4. Hreint. hvítt. fitulaust. ó- mengað snvrti-krera. 5. Arrid hefir fengið vottorð albióðleárar bvottarann- sóknarstofu fvrir bvi. að vera skaðlaust fatnaði. A r r i d er svita stöðvunarmeðal ■ ið. sem selst mes - reynið dós í da ARRID Fæst í öllum betri bú8um Krísuvíkurvegurinn Svíar taka ef til vill að sjer stríðsfanga. ALLMIKIÐ er nú rætt og rit- að um austurleiðir. Það er veg- urinn frá Reykjavík austur á Suðurlandsundirlendið. Þetta er auðvitað ekkert nýtt mál. En breytt viðhorf kemur með nýjar athuganir, og nýjar leið- ir. Fyrir -:allmörgum árum eða um það bil sem rætt var um að leggjaVeg um þrengslin svo kölluðu og stytta með því aust- urleiðina,-; datt mjer í hug, (án þess þó að vera á móti þeirri leið) og talaði um á Þingmála- fundi hjér, að það sem þyrfti að koma, væri vegur úr Ölfusi um Selvog til Grindavíkur. Krýsuvíkurvegur var þá ekki kominn -til sögunnar. Hann kom fyrst til, er Hafnarfjarðar- bær huggaði til landnáms í Krýsuvík, Var þá talsvert far- ið að ræða um Krýsuvík, sem hentugan stað til margra hluta nytsaman, svo sem til þess að hafa þar sumargististað fyrir fólk, er leitaði út frá kaupstöð- um, hvíldarstað fyrir þingm. o. s. frv., að ógleymdum ýmsum möguleikum til ræktunar og notkunar hverahitun. Þegar svo það varð að lög- um að leggja veg frá Hafnar- firði um Krýsuvík og til Sel- vogs, gat jeg vel fallist á að þetta væri til bóta, einkum þó fyrst um sinn sem mikið snjó- ljettari vegur en Hellisheiðar- vegurinn, því þó að skaflar komi á þenna veg sem alla vegi, mun aldrei taka eins lengi fyrir hann í snjóavetrum eins og Hellisheiðarveginn. Svo greini- leg eru snjólínumörkin um Lönguhlið sunnanverða, að ekki verður um vilst og sjá þeir þetta best, sem eiga heima suð- ur um Reykjanesskagan og þetta blasir við. Um þá hug- mynd mína að vegur komi með ströndinni sunnanverðri frá Sel vogi til Grindavíkur, er þetta að segja. 1. Með þessum vegi var opnuð leið milli Suðurlandsundirlend- isins og sjávarþorpanna á Reykjanesskagann. Taldi jeg" og til um, að þar eigi að verða meiri viðskipti millum, sjer- staklega með nýjan fisk úr verstöðvunum árið um kring til I sveitanna og á sumartímum! mjólkurvörur frá búunum aust an fjalls til sjávarþorpanna. | 2. Þó leið þessi sje löng, þeg- ar talað er um leið millum Reykjavíkur og Suðurlands- undirlendisins sem snjóljettari Jen aðrar leiðir, þá er það ekki ;úr vegi — með tilliti til ann- : ara nota — að nota hann í | verstu tilfellum, t. d. til mjólkurflutninga. 3. í sambandi við slysavarnir mundi þessi leið geta komið að notum. Leiðin frá Selvogi til Grindavíkur er að allmiklu leyti, með sjó fram eða ekki svo langt frá sjó að ekki mundi hægara að koma við björgun, ef skip strandaði en ella væri. Átti jeg þá tal um þetta við framkvæmdastjóra Slysavarna íjelags Islands, Jón Bergsveins- son og leist honum vel á þetta og vildi að jeg skrifaði um þetta eða ætti tal við vegamálastjóra eða ríkisstjórn, sem jeg þó ekki gerði, en vildi helst að slysa- varnafjelagið legði þarna orð að. .lö V - -Á þeásujrrárum var mjog erf ■ itt um fjárhag ríkis og þjóðar og varla von mikilla átaka í þessum efnum. Þetta varð því ekkert eins og reyndar fleira sem hugsað er og á að framkv. s. br. veg um þrengslin sem eru lög frá Alþingi, frá 1932, en svo kemur þetta upp aftur og nú er svo komið að flutt er tillaga á Alþingi um að kjósa nefnd til að athuga allar aust- urleiðir. Þá skal jeg að síðustu geta J>ess hjer til skýringar, að í millum Grindavíkur og Krýsu- víkur er nú farið á bíl að sum- arlagi. Vegurinn um, Krísuvík- urvegurinn frá Hafnarfirði, kominn að Kleifarvatni. Eftir sagðir vera um 50 km. ólagðir af fyrirhugaðri leið til Selvogs. Vigfús Guðmundsson hefir skrifað ýtarlega grein sem gagnkunnugur og eftirtökusam ur maður um breytingar á Hellisheiðarveginum. Hvað kostar þær breytingar og hvað kosta hinir óförnu 50 km. Krýsuvíkurvegarins? Það hefir allmikið verið rætt um vega- stæði Krýsuvíkurvegarins um Hálsana, það er meðfram Kleif arvatni eða á milli Vestur- og Eystri-hálsa sem er nokkru lengri, en mikið hægari til veg- arlagningar en meðfram vatn- inu, sem var þá valin, en þó breitt það, að farið hefir verið upp frá vatninu um Stapana sem er vond leið en aðeins styttri. Það mun talið af kunn- ugum að ekki sje til bóta Að endingu. Vegalengd frá Keflavík um Grindavík til Sel- vogs og að Kömbum, mun vera álíka löng, sem frá Keflavík um Hafnarfjörð, Elliðaár (ekki til Reykjavíkur, sem er krókur) austuryfir fjall að Kömbum, en um Krýsuvíkurveg frá Hafnarfirði, er leiðin lengst. Ur því sem komið er, tel jeg Krýsivíkurleiðina góða, með til liti til ræktunar í Krýsuvík, út gerð gæti orðið aftur í Herdís- arvík og Þorlákshöfn og flutn- inga til Reykjanesskagans sem nú búa á, ef lína jer dregin úr botni Kollafjarðar eða frá Ell- iðaárósum í Selvog, 5/12 allra landsmanna. 24. febr. 1944. Erlendur Magnússon Kálfatjörn. Etokkhólmi: — Eftir því, sem „Svenska Dagbladet“ seg- ir, er möguleiki á því, að Sví- ar muni bráðlega veita bæði þýskum og breskum stríðsföng um hæli, í bækistöðvum, sem sjerstaklega verða reistar með það fyrir augum. Ritari Rauða Krossins upplýsir, að áætlan- irnar sjeu gerðar um 500 manns, sem stendur, sem sam- kvæmt 68. og 72. grein Genfar sáttmálans mega vera í hlut- lausu landi. Vegna þess, að þetta er ekki mikill fjöldi, eru Svíar nú að reyna að koma á frekari fangaskiftum milli Breta og Þjóðverja og fari þau þá fram yfir Svíþjóð. — Það er sagt, að þessvegna hafi Bernadotte greifi verið í London fyrir skömmu síðan. iiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiuiniiiitniiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii [ Kápuskinn | fyrirliggjandi. IE8NAR GUÐMUNMSÖRl .. » ÍREYKJftVIK | HEILDVERSLUN. § Sími 4823. Gólfrenningar \ fást hjá BIERING Laugaveg 6. Sími 4550. Síðastökk Norð- manna við Kolviðar- hól á mánudaginn ÍSLENSKUM skíðastökks- mönnum er boðið að taka þátt í skíðastökkinu að Kolviðar- hóli á sunnudaginn kemur, er Norðmannafjelagið gengst fyr- ir, en þar sýna nor^kir skíða- menn stökklistir sínar. Undirbúningur hefst kl. IIV2, en stökkin byrja kl. 12. Islenskum sem norskum skíðamönnum er boðin þátt- taka. Væntanlegir þátttakend- ur eru beðnir að gefa sig fram við Jón Kaldal, formann Skíða- deildar I. R. fyrir kl. 4 e. hád. á föstudag. Ef óhagstætt veður hamlar, verður skíðastökkum þessum frestað til sunnudagsíhs 2. apríl. ■ • ■»< - '11: ' 1 0 • „ðverrir Tekið á móti flutningi til Vest- mannaeyja til hádegis á morgun. Esja Austur um land til Bakkafjarð- 0 ar í vikulokin. Flutningi á hafnir milli Djúpavogs og Bakkafjarðar veitt nióttaka á morgun meðan rúm leyfir. — Pantaðir farseðlar óskast sótt- ir á morgun.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.