Morgunblaðið - 22.03.1944, Page 8

Morgunblaðið - 22.03.1944, Page 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 22. mars 1944. Ásgerður Þórðardóttir In memoriam Framhald af bls. 7 vitringamir sjeu nú áð reyna að finna upp eitthvert það fyrirkomulag, sem Rúss I ar sjálfir geti ekki verið and vígir. Þó er jeg viss um það, að þessir sjerstaklega ,,raun | sæju“ ensk-amerísku stjórn vitringar muni verða að heyja hreyfihernað við stjórnarerindreka smáríkj- . anna, áður en þeir fá hrund ið hugmynd sinni í frarrt- kvæmd. Hjer er um það að ræða, að lýðræðinu — það er að segja hinu raunverulega lýð ræði — verði komið á í Ev- rópu í upprunalegri mvnd sinni. Þetta er auðið að gera, þeear innlandsmálum hinna einstöku ríkja er komið í rjett horf. Er þá hægt að veita hverju landinu af öðru í Evrópu tækifæri — og skyldu — til þess að láta fram fara frjálsa atkvæða- greiðslu um það, hvaða . stjórnskipulag þjóðin vilji. Þannig mætti framkvæma Atlantshafsyfirlýsinguna út í ystu æsar. Og til þess að jarðvegurinn verðj rjetti- lega undirbúinn fyrir þess- ar atkvæðagreiðslur, má ekki binda þessi smáríki í neitt stríðstíma bandalag. Og ekki má heldur hefja þar neinar útlagaríkisstjórn ir til valda með tilstyrk byssustingja bandamanna. Hjer er framtíð hins sanna lýðræðis í Evrópu c ,aftur lögð í skaut Breta og Bandaríkjamanna. Ef við Bretar og Bandaríkjamenn meinum það, sem við segj- um, þá ætti að gefa smá- ríkjum Evrópu frjálst stjórn skipunarval á svipaðan hátt og hjer er sagt. Ef við — um það bil er stríði lýkur — getum sýnt, að lýðræðið í Bretlandi og Bandaríkjun- um hafi eitthvað raunveru- legt og lífrænt að bjóða, þá þurfum við ekki að óttast áhrif Rússa í Evrópu. Ef við höfum hemil á hinum stöðn- uðu stjómmálamönnum okk ar og neitum þeim að leika gamla leikinn í Evrópu, þá eru miklar líkur til þess, að regluleg lýðræðisalda gangi yfir Evrópu. Eins og droparnir seytla saman í litla lind og lindirnar falla saman í straumþungt fljót og leita til sjávar, til að skilja á ný, að minsta kosti um stund, mætumst vjer menn irnir og skiljum. Vjer eigum samleið um skeið á hinni mis- skjótu för til strandar. Og drop arnir hoppa og hjala glaðværir og áhyggjulausir við blómin á lindarbakkanum og njóta un- aðar hins síkvika lífs, og þess að fá að fylgjast að til áfanga- staðar. En í iðukasti straum- vatnsins, flýta droparnir stund- um för sinni t'il sævar, og hin- ir, sem eftir verða, syrgja horf- inn vin. Og skilnaðarstundir vor mannanna eru einnig oft þung- ar, þyngri en orðum og tárum taki. Vjer stöndum ráðþrota og harmþrungir andspænis köld- um raunveruleika og torræðri gátu hins hverfula lífs. Oss er um megn að skilja það, hví kald ar kyljur vordaganna læsa hin ungu blóm, sem teygja kollinn vonglöð mót birtu og yl hækk- andi sólar, helfjötri sínum, og hversvegna fegurstu rósirnar eru á stundum feldar svo skjótt til jarðar. Nú hefir dauðinn rjett út hönd sína og ritað með feikn- Btöfum harmfregn í hjörtu vor. Eitt hinna ungu blóma hefir verið felt til jarðar. Þann 7. mars andaðist As- gerður Þórðardóttir, eftir löng og erfið veikindi. Hún var fædd 30. jan. 1925 og var dóttir þeirra hjóna Ingibjargar Björnsdóttur og Þórðar Ólafssonar, forstjóra. Er hún var hálfnuð með nám í Verslunarskóla íslands, veikt- ist hún og varð aldrei heil síð- an. Æfiár hennar urðu fá, og rúmra 19 ára var hún liðin. Skjótt byrgði ský sólu, og i blóma lífsins hneig hún til fold ar. Samleiðin, sem hún átti með oss hjer, var skjótt á enda, alt- of skjótt. En þótt árin væru fá, var lífið búið að sýna henni bæði ljós og skugga, rjetta að henni rósir, en einníg þyrna. Og ef til vill eru aldursárin eigi hinn sanni mælikvarði langlifs ins, heldur sú reynsla, sem mað urinn hefir hlotið, sá andlegi þroski, sem hann hefir náð, og eins og Jónas Hallgrímsson kveður: „Lífsnautnin frjóva, alefling andans og athöfn þörf“. Og sje þessum mælikvarða beitt, hygg jeg, að telja megi, að Gerðu hafi orðið langs lífs auðið. Veikindi hennar voru þung byrði og hörð reynsla. En þau buguðu hana aldrei, sviptu hana eigi kjarkinum. Þau breyttu henni aðeins úr bros- hýrri, glaðlyndri ungri stúlku í andlega þroskaða konu, sem alt fyrir hina þungu raunir, hjelt til hinstu stundar glað- lyndinu og góðlega, hýra bros- inu. Hún bar byrði sína með aðdáunarverðu þreki og hug- prýði, og aldrei heyrðist hún mæla æðruorð. Það er eigi of- mælt, þó að sagt sje, að þar hafi hetja hnigið í gras. Gerða var fögur stúlka. En fegurð hennar var miklu meiri en ókunnir gátu sjeð við fyrstu sýn, því að hún hafði fagra og flekklausa sál. Og þó unaðs- legt sje að minnast fríðs and- lits, er þó sælli minningin um fagra og göfuga sál. Hún vildi öllum gera gott, bæta allra mein og hugga alla þjáða. Hinn mikli skáldjöfur, Björnstjerne Björnson, segir í einni bók sinni, að þar sem góðir menn gangi, þar sjeu guðs vegir. Og það mun fáum hafa dulist, að þar sem Gerða gekk, var góð stúlka. „Mjök erumk tregt tungu at hræra“, kvað Egill Skallagrímsson, er hann hafði mist s'on sinn ung- an. Jeg hygg, að mörgum hafi farið svo, er þeim barst sú harmafregn, að þessi góða stúlka, væri látin. Á slíkum stundum stöndum vjer menn- irnir ráðþrota og harmþrungn- ir. Vjer fáum ei skilið, hví feg- urstu blómin eru oft á tíðum fyrst felld og þeir, er mestar og bjartastar vonirnar eru tengdar við, hníga svo skjótt í valinn. Harmurinn leggur haft á tungu voræ, skilning vorn þrýtur, og vjer getum aðeins dropið höfði í hljóðri minning ástfólgins vinar, og þökk fyrir það að hafa notið samfylgdar hans, þótt um skamma stund væri. Það er þungbært hlutskipti að þurfa að leggja ástfólgna dóttur og systur í hinstu hvílu. Það er sárt að sjá á bak góðri vinstúlku. En við skulum vera minnug þess, að Gerða hefir auðgað líf okkar allra, er hana þektum, og hún hefir skilið eft ir unaðslegar minningar; minn- ingar, er geta í senn verið harm sárar og hugljúfar, en sem þó munu verða sem ylrikur, verm- andi Ijósgeisli alt okkar líf. Ættingjar hennar varðveita minninguna um litlu tplpuna, sem Ijek sjer glöð og áhyggju- laus. Við horfum öll um öxl og sjáum í hugskoti okkar ungu, glæsilegu stúlkuna, sem svo miklar vonir voru tengdar við. Minningin vakir og hlýjar og leggur græðandi smyrsl við hin svíðandi sár, þótt þau verði aldrei heil að fullu. Og minning góðs og göfugs manns er dýr- mæt eign, sem ávaxtast ört og eflir þann, er hana varðveitir, að þroska og göfgi. Hneigjum höfuð vor í þakklátri minning, hljóðri lotning og djúpri þökk fyrir þær gjafir, sem Gerða gaf okkur. Á lífsleiðinni erum vjer sífelt að heilsa og kveðja, mætast og skilja. Droparnir seytla saman í lindina, sem leitar til sjávar. Þeír dansa í sólskininu og hjala við blómin. Og þótt þungt sje að horfa á eftir dropanum, sem altof fljótt fellur til sjávar og skilur við hina, er þó gott að minnast þess, að vera kann, að droparnir hittist aftur, þegar út í hið svala haf er komið. Og því tærari og fegurri, sem litli dropinn, er fór á undan, hefir verið, því meira fagnaðarefni er að vita til þess, að fundum dropanna getur borið saman aftur. aftur. M. Kauffmann í London. Frá sendiráði Dana: — Kauf- mann, sendiherra Dana í Was- hington, er nú staddur í Lond- on, til þess að ræða um frjálsa Dani. Ekki eru þó nein stór- mál rædd í þessu sambandi. Skíftamót Siglufjarðar Frá frjettaritara vorum á Siglufirði. SKÍÐMÓT Siglufjarðar hófst s.l. sunnudag. Þátttakendur eru frá Skíðafjelagi Siglufjarðar og Skíðafjelaginu Skíðaborg. Mótið hófst með göngu, var kept í þrem. aldursflokkum. Úrslit í hinum einstöku aldurs flokkum urðu þessi: 20 til 32 ára, göngubraut 12 km., varð fyrstur Ásgrímur Stefánsson, Skiðaf. Sigluf., á 32.57 mín., annar Jón Þorsteinsson, Skíðaf. Sigluf., á 33.47 ög þriðji Jónas Ásgeirsson, Skíðaf. Skíðab., á 34 mín. Skíðafjelag Siglufjarðar sigr aði á 2 klst. 19 mín. 45 sek., samanlagður tími Skíðaf. Skíða borg. var 2 klst. 26 mín. 55 sek. í aldursflokki 17 til 19 ára, göngubraut 12 km., vaxð fyrst ur Haraldur Pálsson, Skíðaf. Sigluf., á 30.32 mín., annar Valtýr Jónasson, Skíðaf. Siglu- fj., á 35.28 mín. — í aldursfl. 15 til 16 ára varð að fresta keppni þar til seinna. í aldursflokki 13 til 14 ára, göngubraut 4 km., varð fyrst- ur Sverrir Pálsson á 16.50 mín., annar Hafsteinn Sæmundsson, Skiðaf. Skíðab., á 18.31 mín. og þriðji Einar Þórarinsson, Skíðaf. Sigluf., á 19.06 mín. — Aldursflokkur 11 til 12 ára, göngubraut IVz km. Fyrstur varð Örn Nordal, Skíðaf. Sigluf. á 7.38 mín, annar Svav- ar Færset, Skíðaf. Skíðab. á 7.58 mín., þriðji Sigfús Sveins- son, Skíðaf. Sigluf. á 9.20 mín. í síðasta aldursflokki, 9 til 10 ára, varð einnig að fresta kepni, 'ihun sá aldursflokkur keppa siðar, en mótið heldur áfram eins fljótt og því verður við komið. Tveggja daga árásir á Kurileyjar. London í gærkveldi: — Ame- rískar sprengjuflugvjelar hafa gert árásir á bækistöðvar Jap- ana á Kurileyjum tvo daga í röð og valdið miklum spjöllum. Margir herfræðingar halda því fram, að innrás muni bráðlega verða gerð á eyjar þessar, sem eru nærri meginlandi Japan. — Reuter. VOO^XiOOOCKJOO^íOOOOOOOOOOOOOK^OOOOOOOÍkXkXXíOOOOO^XJO^XX^O^X^OOOOOOOOOOOOOOoooooooooO’X'! X - 9 Eftir Rofeert Storra ) ^><><><><><><><><><><><><><><>c><><><><><><><><>' s<x> ... WIThl Á/5 ACCOMPLICE1 MAZCARA, IN TNE CU/5E OF A CCFCOL 6/RL, ARE ATTEMPTIN3 TO EVADE A POL/CE DRAGNET ...BV RIDIN& IN A&TAT/ON WA&ON ENROUTE TO A FAShUONABLE 4 &CNOOL LOCATED OUT OF TOWN.... LOOKS LIKE TROUBLE AHEADTHE POL/CE A OEEM 70 BE OTOPP/NO ALL THE CARO ! H-sg Alexander mikii hefir dulbúið sig sem eldri kona og reynir með því móti að komast í gegnum sterk- an lögregluvörð. í fylgd með honum er Mascara, unnusta hans. Þau; ferðast í kvenhaskólabíl, sem er á leið út úr borgin’ni. Bílstjórinn; •— Það virðist eitthvað vera að þarna. Lögreglan stöðvar alla bíla. ■, '

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.