Morgunblaðið - 14.09.1944, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 14.09.1944, Qupperneq 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Fimtudagur 14. sept. 1944. JlírrpjjiMtoil* Útg.: H.f. Arvakur, Reykjavfik Framkv.stj.: Sigfús Jónsson Ritstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgöann.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson Auglýsingar: Áxni Óla Ritstjóm, auglýsingar og afgreiBsla, Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald: kr. 7.00 á mánuði innanlandj. kr. 10.00 utanlands í lausasölu 40 aura eintakið, 50 aura me8 Lesbók Þjóðin bíður og vonar MENN FÖGNUÐU því alment, að dr. Björn Þórðarson forsætisráðherra skyldi hafa tekið af skarið í útvarps- umræðunum á mánudagskvöld, er hann tilkynti Alþingi í áheyrn alþjóðar, að ríkisstjórnin myndi biðjast lausn- ar þann 15. þ. m., ef ekki yrði fyrir þann tíma búið að tryggja viðunandi lausn í dýrtíðarmálunum. Þessi á- kveðna yfirlýsing forsætisráðherrans hlaut að leiða af sjer breytingu á því ófremdarástandi, sem nú ríkir og ríkt hefir að undanförnu. Þjóðinni er nú orðið það fullljóst, að það stjórnarfar, sem við höfum búið við um skeið, gat ekki til annars leitt en vandræða og öngþveitis, enda er það nú á daginn komið. Stjórnskipulagið er bygt upp þannig, að það er Alþingi eða meiri hluti þess, sem verður að bera ábyrgð á ríkisstjórninni á hverjum tíma. Þetta er einn aðalhyrn- ingarsteinn þingræðisins, og sje undan honum grafið eða honum kipt burtu, þá er öll byggingin í voða. Vitanlega er hægt að deila um það, hvort stjórnskipu- lag okkar er heppilegt. Þær raddir hafa t. d. hevrst, að Alþingi ætti ekki að velja ríkisstjórnina, heldur ætti að fela forseta að skipa hana, eða m. ö. o. að taka upp fyrir- komulag það, sem ríkir í Bandaríkjunum. Um þetta má sem sagt deila. En um hitt verður ekki deilt, að á meðan við búum við það stjórnskipulagið, að ríkisstjórnin skuli valin af Alþingi og hún starfi á ábyrgð þess, þá verður að halda sjer við það. Það er vitanlega öllum ljóst, að utanþingsstjórnin, sem hjer hefir setið að völdum síðan í desember 1942, var skipuð út úr neyð. Þingið gat ekki, eins og á stóð, myndað þingræðisstjórn, og var þá gripið til þessa úrræðis, í þeirri von, að þetta yrði aðeins til bráðabirgða. Eðlileg- ast hefði verið, að stjórnin hefði rofið þingið strax vorið 1943 og stofnað til kosninga þá, fyrst ekki hafði tekist að mynda þingræðisstjórn fyrir þann tíma. En þetta varð nú ekki, heldur sat stjórnin áfram, án þess að hafa trygt sjer stuðning meiri hluta þings. Afleiðingin varð sú, sem öllum er kunnugt, að stjórnin kom engum þeim málum fram, sem hún beitti sjer fyrir. Tilviljun ein rjeði því, hvað þingið samþykti hverju sinni. En stjórnin tók við hverju, sem að henni var rjett. Þetta ástand hefir kostað ríkissjóð tugi miljóna, og það hatrammlega er, að enginn þingflokkur verður dreg- inn til ábyrgðar fyrir þetta, sjerstaklega. Ef hinsvegar hefði setið að völdum stjórn, sem studd var af ákveðn- um meiri hluta þings, þá horfði málið alt öðru vísi við. Þá 'var opin leið fyrir kjósendur landsins að grípa í taumana og svifta þá flokka völdum, sem ábyrgð báru á ástandinu. ★ Nú er ríkisstjórninni orðið ljóst, að þetta ástand er óþolandi með öllu. Hún hefir þess vegna tilkynt Alþingi, að nú sje hún staðráðin í að fara. Og nú fer hún vænt- anlega á morgun. En hvað tekur við? Ef Alþingi skildi nú sinn vitjunartíma, ætti það vita- skuld að vera við því búið að mynda þingræðisstjórn, þó ekki væri til annars en þess, að losast úr því ástandi, sem ríkt hefir. Því að um það ættu þingmenn að geta verið sammála, eftir reynslu þá, sem fengin er, að frum- skilyrði þess, að nokkur von sje til úrbóta á því hörmu- lega ástandi, sem nú ríkir, er, að mynduð verði stjórn í landinu, sem hefir stuðning meiri hluta Alþingis að baki sjer. Hafi flokkarnir ekki skilning á þessu, þá er aðeins eitt úrræði fyrir hendi: Þingrof og kosningar. Er þó annað en gaman að reka þjóðina út í kosningar á þessum tíma árs. Verða menn því enn að vona, að þingið beri gæfu til að leysa málin á annan veg. Næsti sólarhringur sker úr urn, hvort þetta muni tak- ast. , XJílverji óhripar: j \ 1 J J f // ' ii | ( //’ clciglegci lij'inu :: Það var Marlene Dietrich. ÞAÐ FÓR eins og jeg sagði ykkur í gærmorgun. Það var von á Hollywood-stjörnu til bæjar- ins. Nú er hún komin og það er hvorki meira nje minna en hún Marlene Dietrich. Kvikmynda- húsgestir hjer kannast vel við hana. Einhver fyrsta myndin, sem hún ljek í hjer, var „Blái engillinn“, sem Nýja Bíó sýndi. Síðan hafa komið margar kvik- mjrndir, þar sem hún hefir leik- ið aðalhlutverkið. Eins og kunnugt er, er Marlene Dietrich þýsk að ætt, en fluttist fyrir nokkrum árum til Amer- íku og hefir verið þar síðan. Er hún nú fyrir alllöngu orðin amerískur ríkisborgari. Síðan styrjöldin hófst hefir leikkonan ferðast víða um með- al hermanna til að skemta þeim. Fór hún til Norður-Afríku í fyrra og nú kemur hún hingað frá Grænlandi. „Þetta er stærðar bær!“ SAGAN SEGIR, að þegar Marlene Dietrich steig út úr flug vjelinni hjer í fyrrakvöld, hafi henni orðið að orði: „Nei, sko! Þetta er bara stærð- ar bær hjer“. Amerískur liðsforingi, sem varð fyrir svörum, sagði: „Já, Reykjavík ef talsvert stór bær“, — og var ekki laust við, að hann væri dálítið hreykinn af. Marlene Dietrich hefir senni- lega ekki búist við miklu hjer, frekar en svo margir aðrir út- lendingar, sem hingað koma. Kvikmyndaleikarar á Islandi. ÞAÐ MUNU þó nokkuð marg- ir kvikmyndaleikarar hafa kom- ið hingað til íslands síðan ófrið- urinn hófst, en enginn hefir stað ið við neitt að ráði. Haustið 1941 kom Douglas Fairbanks yngri hingað til bæjarins og borðaði hádegisverð á Hótel Borg. Hann var þá á orustuskipi, sem var statt hjer við land. Clark Gable kom hingað sem snöggvast, er hann var á leið vestur frá vígstöðvunum í Ev- rópu. En ekki stóð hann við nema stutta stund. Bob Hope, gamanleikarinn frægi, kom og hingað til lands og skemti hermönnum eina kvöldstund. Fleiri Hollywood- leikarar kunna að hafa komið hingað, þó ekki sje kunnugt um Kvikmynd um innrás- ina í Rússland. EN ÚR ÞVÍ jeg fór að skrifa svona mikið um Marlene, þá er eins gott að halda áfram í sama dúr og minnast á kvikmynd, sem Gamla Bíó sýnir um þess- ar mundir. Þetta er amerísk kvikmynd, sem bygð er á innrás Þjóðverja í Rússland. Kvikmyndin er nefnd „Hetjur á heljarslóð" og aðalhlutverkin leika Anne Baxter, Dana And- rews og Walter Huston. Kvikmynd þessi er að mörgu leyti vel gerð. Þó að hún sje lát- in gerast í Rússlandi, gæti hún verið frá hvaða landi sem er, sem ráðist hefir verið inn í með her manns og þar sem ibúarnir hafa sýnt frábært baráttuþrek og liðið ósegjanlegar kvalir. * Myndin sýnir friðsamt líf í litlu rússnesku sveitaþorpi dag- ana fyrir innrásina. Höfundar kvikmyndarinnar hafa látið freistast til að sýna hið daglega líf í þorpinu í glæsilegu ljósi. Lýsingin á þorpinu og íbúum þess kemur ekki alveg heim við það, sem ferðamenn sögðu frá eftir dvöl í Rússlandi fyrir stríð- ið. En þetta atriði skiftir vitan- lega ekki miklu máli, þó að það kunni að hafa nokkurt áróðurs- gildi. En myndin sýnir viðbúnað þorpsbúa. Allir ungir og hraust- ir menn leita til fjalla og ger- ast skæruliðar. (Eitthvað þessara hraustu manna hefðu þó vafa- laust getað orðið liðtækir her- menn). Hetjulund unglinganna er vel lýst í myndinni og skýr mynd er dregin upp af þýska læknin- um, sem fyrirlítur nasistana, en vinnur samt með þeim. Ræðan, sem rússneski læknirinn les yf- ir honum, mun verða mörgum minnisstæð. Yfirleitt má segja um þessa mynd, að hún sje góð. Vel leik- in og vel tekin. Það mun vafa- laust mörgum vökna um augu, sem sjá hana. Slúðursögu hnekt. KUNNINGI minn kom til mín í gær og sagði: „Er það satt, að stungið hafi verið upp í blöðin í sambandi við Þingvallamálin og „ástandið"? Mjer er sögð sú saga, að herstjórnin hafi beðið blöðin að birta ekki yfirlýsingu, sem gefin var út í sambandi við þau mál“. Allar bjargir bannaðar í GÆR var svo mikill flaum- ur í Ölfusá, að engum flutn- ingi varð komið yfir hana á ferjunni hjá Selfossi. Þetta þarf engan að undra, því að vitað er og tilreynt, að þegar mikill vöxtur er í ánni, tekur fyrir alla möguleika til báts- ferða á hinúm viðsjála veiði- hyl þar fyrir neðan brúna. — Nú er því að horfast 1 augu við það, að fjari áin ekki bráð- lega aftur, eru öll sund lokuð til flutnínga á þeim stöðvum, er taslast hefir verið við síðan brúin brast. Verði eigi nú þegar trýgð einhver varaleið fyrir mjólk- urflutninga, fjárflutninga og annað er ferja skal, þarf eigi að lýsa afleiðingunum af þeirri stöðvun. Engin mjólk, full vandræði með fjárrekstra, er þar að kemur, og annað slíkt. Að vísu er nú unnið að því að lyfta brúnni og sjá svo hvert gagn má að henni verða, og fleiri ráðstafanir eru r undir- búningi til að koma flutningi yfir á Selfossi, en það tekur alt sinn tíma, þótt vel sje að unn- ið; fárra daga stöðvun hins vegar, kemur öllu í þau vand- ræði, sem ekki er þörf að lýsa. Þegar þingsályktun um brú- argerð yfir Ölfusá o. fl. var rædd á Alþingi síðastl. mánu- dag, hvatti Eiríkur Einarsson til þess að gerðar yrðu án nokk- urs undandráttar ráðstafanir til að komið yrði í veg fyrir þá stöðvun, sem hjer hefir verið vikið að, með því að stofna til ferju með nægum og hæfum bátakosti á öðrum hvorum hinna gömlu ferjustaða, sem þar eru í nánd: hjá Laugar- dælum eða Kotferju. Myndi Kotferja að því leyti hentari að til beggja landa er skamt til bílfærs vegar og því stuttur spölur báðumegin er þyrfti umbóta til þess að bílum yrði fært að ferjustað. Auk þess mun sú ferja altaf hafa verið álitin öruggari en hjá Laugar- dælum. En þetta þarf nú 1 skyndi að athugast og hafa alt tilbúið svo fljótt, að eiga þurfi á hættu deginum lengur að allar bjargir sjeu bannaðar um flutninga yfir Ölfusá. Það segir sig sjálft, að það sem hjer er lagt til um nýja ferjustaði, er ekki sagt til þess að seinka megi öðrum gagn- gerðari aðgerðum. Öðru nær, það kallar alt svo að, að engu má fresta er gert verður þessu ófremdarástandi til rjettingar. Ofviðri á Jamaica. London: — Mikið ofviðri geysaði fyrir nokkru á, Jama- ica. Varð eyðilegging á upp- skeru, sjerstaklega fóru ban- anaekrur illa. Nokkur hús fuku og í ofviðri þessu, en ekki er getið um manntjón. Varamaður Himmlers. London: — Hitler hefir að sögn þýsku frjettastofunnar skipað Hans Juttner, yfirmann herráðs S.S.-herjanna, sem varamann Himmlers. — Tók Juttner fyrir skömmu við skip an Hitlers í embætti þetta. það. En Marlene er langfrægust þeirra kvikmyndastjarna, er hingað kemur til að skemta her- mönnunum. m Ætlar að hafa þrjár leiksýningar á dag. MARLENE DIETRICH ætlar ekki aldeilis að verða aðgerða- laus á meðan hún dvelur hjer á landi, sennilega í 10 daga eða tvær vikur. Hún ætlar hvorki meira nje minna en að hafa þrjár skemtanir á dag. Mun hún ferðast um herbúðirnar og syngja og leika fyrir hermenn- ina. Það má gera ráð fyrir, að marga langi til að sjá hina frægu leikkonu. Hún á hjer marga að- dáendur. En það er hætt við, að það geti orðið erfitt. Hún hefir heilan her til að halda um sig vörð og hún kemur hingað fyrst og fremst fyrir hermennina. Það skal strax játað, að jeg kom eins og álfur út úr hól og vissi ekki við hvað maðurinn átti. En það kom í ljós, að hjer er um slúðursögu að ræða, sem einhver illkvittinn náungi hefir komið af stað. Mjer er kunnugt um, að það hefir ekki verið „stungið neitt upp í b!öðin“, hvorki í þessu máli nje öðru. Herstjórnin hef- ir aldrei beðið blöðin að þegja yfir neinu, nema um væri að ræða öryggismál hersins og íbúa landsins. Það hefir aldrei verið reynt að fá blöðin til að skrifa ekki um vandamál í sambandi við sambúð setuliðsins og íslend inga. Hitt mun rjettara, að blaða- mennirnir sáu, þegar öll kurl voru komin til grafar í þessu Þingvallamáli, að best væri fyr- ir báða aðila, að sem allra minst væri um málið talað. — Það væri hvorugum til sóma.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.