Morgunblaðið - 14.09.1944, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 14.09.1944, Blaðsíða 7
Fimtudagur 14. sept. 1944. MORGUNBLAÐIÐ 7 VOLDUGUR MAÐUR, SEM FÁIR ÞEKKJA í NÓVEMBER 1932 varð Salazar forsætisráðherra í Portúgal. Þessi yfirlætis- lausi stúdent frá Vimeiro hafði þá komið á skóla- skyldu í landinu, hann hafði lagt grundvöllinn að fjelagsmálaíöggjöf, komið á verkamannatryggingum, bætt húsakynni almennings og haft hönd í bagga með ýmsum öðrum framförum og breytingum í þjóðlífinu. Þann 9.. desember 1934 ávarpaði Salazar ríkisráðið þessum orðum: „Jafnframt því, að þjóðarhagsældin eykst, verðum vjer að halda áfram að sníða oss stakk eft- ir vexti, og vara oss á því að leggja út í svo stór- kostlegar ráðagerðir að öll vor orka fari í það eitt að dást að þeim, en ekkert verði eftir til framkvæmd- anna”. Það var nú ekki orðið ó- títt, að erlendir stjórnmála menn leituðu ráða hjá dr. Salazar, svo lítið bæri á. — Þegar fjármálaráðstefnan í London 1933 fór út um þúf- ur, skrifaði hann breska forsætisráðherranum Rams ay Mac Donald á þessa leið: „Nú er svo komið málefn- um álfunnar, að styrjöld er óumflýjanleg”. Á sviði alþjóðamálanna gerði dr. Salazar það mönn- um frá byrjun ljóst, að hann áliti bresk-portúgalska bandalagið hið elsta þeirrar tegundar í heiminum, og væri hinn óhagganlegi grundvöllur portúgalskrar utanríkisstefnu. Þegar styrjöldin hófst með innrás Þjóðverja í Pól- land, sá hann þegar fram á langa baráttu, sem lyki með sigri bandamanna, en ekki stuttu stríði og þýsk- um sigri á meginlandinu. — Jafnvel þegar Frakkland fjell, gerði hann mjer ljóst, að hann væri sannfærður um það, að Þjóðverjar töp- uðu stríðinu. Þrátt fyrii* all- ar fullyrðingar Þjóðverja var hann viss um, að Bret- ar myndu þrauka, og Banda ríkin skerast í leikinn í tæka tíð. Einkaskrifstofa Salazars er í litlu en þægilegu her- bergi. Stórir gluggar snúa út að hljóðlátum garði. — Eina skrautið í herberginu eru nokkrar koparstungur og fögur frönsk klukka, er stendur á arinhyllunni. Yf- ir herberginu hvílir þægi- legur látleysisblær. „Þetta er ekki góður stað- ur til þess að taka ákvarð- anir á”, segir Salazar, „best er að-hugsa heima hjá sjer”. Samningamir um bæki- stöðvar fyrir Breta. JEG VAR staddur í Portú- gal í vor eð var, þegar samn ingaumleitanimar fóru fram milli Breta og Portú- gala um bækistöðvar á Az- oreyjum. Sir Ronald Hugh Camp- bell sendiherra Breta og sjerstakur fulltrúi utanrík- isráðuneytisins í London, er Mr. Eden sendi til Lissabon, Eftir Henry J. Taylor Þetta er seinni greinin um dr. Salazar, fjármála- og stjórnmálavitring Portúgals. — I þessum þætti er nokkrum orðum farið um samningaumleitanir bandamanna við Portú- gala um afnot eyja þeirra á Atlantshafi, en það er atriði, sem lítið eða ekkert hefir verið ritað um hjer á iandi. Síðari grein sáu um samningana fyrir hönd bresku stjórnarinnar. Það kom dálítið flatt upp á Breta, að dr. Salazar fjelst þegar í stað á það, að láta þá fá afnot bækistöðvanna. Þegar sendifulltrúinn hafði skýrt málið, sagði forsætis- ráðherrann: „Þjer verðið að fara fram á þetta í nafni bresk-portúgalska sáttmál- ans. Jeg bjóst við vður fvr. Þjer .hefðuð fengið sama svar fvrir tveimur árum, I hefðuð þjer spurt þá. Eng- , land mun fá þessar bæki-1 stöðvar til afnota. — Að j öðru leyti skuluð þjer semja Við hernaðarfræðinga vora, en jeg mun tala við utanrík- isráðherra Spánar”. Vegna samninga Spán- verja og Portúgala, varð samþykki beggja að koma til, ef veita átti öðrum styrj aldaraðilanum hlunnindi. Salazar fór þegar frá Lissa- bon til fundar við Francis- co Gomes Jordana greifa, utanríkisráðherra Spánar. Hann sneri aftur til Lissa- bon með samþykki Spánar. Þótt Bandaríkin hefðu ekki komið nærri þessum samningum, gerði dr. Sal- azar ráð fvrir því, að bæki- stöðvarnar, sem Bretar fengju yrðu notaðar í þágu og eftir þörfum beggja þjóð anna. En þessu var ekki þannig farið. Þegar Churc- hill tilkynnti árangurinn í þingræðu, sem hann hjelt 12. október 1943, kom það upp úr kafinu, að Banda- ríkjastjórn hafði ekki verið höfð með í ráðum. Henrv Norweb sendiherra flaug í flýti frá Líma í Perú til Lissabon, til þess að taka upp samningaumleitanir fyr ir Bandaríkin. Þetta var erfitt og óþægilegt erindi, þótt fær maður ætti í hlut, því að dr. Salazar hjelt, að málið væri útkljáð. Norweb sendiherra bar upp vandræði ríkisstjórnar sinnar við dr. Salazar þ. 25. nóvember. Forsætisráðherr ann varð meira en lítið hissa. Hann kvað sam- þykki sitt ekki geta stuðst við neinn milliríkjasamning því að Portúgal og Banda- ríkin höfðu aldrei gert með sjer slíkan sáttmála. Það var tæpast hægt að fóðra það, með því að veita Bret- um aukin hlunnindi, því að í rauninni höfðu Bretar fengið allar þær bækistöðv- ar, sem um var að ræða. — Dr. Salazar vísaði þó ekki umleitununum á bug. Hann gerði það, sem hann gat, en þótt Bandaríkin fengju tak- markaða úrbót, var það ber sýnilept, að vegna leiðin- legra mistaka í Washington Átti að bera hana út Þessi gamla, kona á fimm syni í ameríska hemum og sjást myndir af þeim öllum fyrir framan hana. Nýlega átti að bera hana út úr íbúð hennar, en bæjarstjórnin í bæ þeim, sem hún býr í, tók málið í sínar hendur og fjekk útburðinum afstýrt. .... , og London, höfðu Bandarík in misst af strætisvagnin- um. ____ Skoðun dr. Salazars á fram tíðinni. í VIÐTALI, er jeg átti við dr. Salazar þetta sama kvöld — en hann leyfði mjer að hafa það eftir sjer, að jeg væri eini blaðamað- ur ófriðarþjóðanna, sem hann hefði nokkurn tíma veitt áheyrn — lýsti ráð- herrann skoðunum sínum á heimsmálunum eftir stríð. „Á þessu meginlandi, sem öldum saman hefir hrjáðst af ótta við eitt stórveldi — hvaða stórveldi sem er •— og sem alltaf hefir reynt á sama hátt að sporna .við þessum ótta, standa nú tvö meginlandsstórveldi, Rúss- i land og Þýskaland, á önd- j verðum meiði og berjast um völdin í álfunni alveg eins og Frakkland og Þýska land á liðnum árum. Viðvíkjandi smáríkjum álfunnar er óttaefnið ná- kvæmlega hið sama í þess- ari síðustu styrjöld. Ef vjer sleppum öllum hugsjónum og lítum aðeins á staðreynd ir sögunnar, hljóta Evrópu- ríkin að óttast mjög vold- ugt Rússland, engu síður en þau óttuðust mjög voldugt Þýskaland. Saga meginlandsins er saga baráttunnar milli meg inlandsþjóðanna og sjávar- þjóðanna. — Evrópumenn hafa um margra alda skeið átt í höggi við Asíuþjóðir,' og þjóðir af þýskum upp- runa, sem leitað hafa vest- ur og suður á bóginn. Mjer virðist nú hilla undir nán- ara samband milli þjóð- anna, sem búa umhverfis Atlantshafið, sem gæti orð- ið hliðstætt Miðjarðarhafs- veldum fyrri tírria. Þessari striándlengju, Ev- rópu, Vestur-Afríku, Suður Ameríku og Norður Amer- íku; er nauðsyn, að Frakk- land verði endurreist og heilbrigðri skipun málanna á Iberíuskaganum (Spáni og Portúgal) verði haldið við líði, en þar að auki verð ur að koma á jafnvægi á þróunina í Afríku og Braz- ilíu. Bandaríkin munu skipa svipaðan sess í þessu þjóða- sambandi, og England hef- ir haft gagnvart meginlandi Evrópu. á því byggist jafn- vægi valdsins. Þótt Rússland sje víðáttu mikið og hafi mikla mögu- leika, getur þungamiðja valdsins ekki yerið hjá j þeirri meginlandsþjóð frem- ur en hjá voldugu Þýska- landi — sem -og heldur aldrei var. Það er jafn ber- sýnilegt — að jeg hygg — að þessi þungamiðja valds- ins hefir nú yfirgefið Bret- land að fullu og öllu. Valda jafnvægið á þessari öld mun verða hjá Bandaríkj- unum. Það getur ekki orðið um neinn varanlegan frið að ræða í Evrópu, nema viður- kend verði friðhelgi þjóð- anna og sæmilegt siðferði í viðskiftum milli ríkja. Stjórnarfarið í Portúgal. „ÞÓTT dr. Salazar hafi mikil völd, er stjórnarfyrir komulagið ekki einræði, og það gera^, Portúgalar sjer vel ljóst”, sagði David Shillan, forstjóri British Institute í Portúgal, í ræðu, er hann hjelt nýlega í Chat- ham House í London. Sú staðrevnd, að Portúgal hefir verið sjálfstætt ríki um átta alda skeið, er eins- dæmi í stjórnmálasögu Ev- rópu. Frönsk menning hefir átt þar meiri rtök en spönsk. Þjóðin hefir fremur hallast að franska frjálslyndinu en spánska ljensfyrirkomulag- inu. Fall Frakklands 1940 var mikið áfall fyrir marga Portúgala, og sumir hafa varla náð sjer eftir það enn. Og þó skipa orðin „lýð- ræði” og „frelsi” allt annan sess í hugum Portúgala, en hjá Frökkum, Bretum og Bandaríkjamönnum. Orðið „lýðræði” var svo óspart notað á óstjórnartímabili lýðveldisins, eftir bylting- una 1910, að það varð í aug- um manna einkenni algers stjórnleysis. Ef Portúgali er spurður að því, hvort hann vilji „lýðræði” og „frelsi”, hristir hann höfuðið og seg- ir nei. „Þótt jeg sje kallaður ein ræðisherra erlendis”, segir dr. Salazar, „hefir velmeg- un og sameining Portúgala vaxið hröðum skrefum, svo að vjer megum vera stoltir af. En jeg er aðeins hlekk- ur í keðjunni um stundar- sakir. Þar sem lega lands- ins er eins og hún er, milli voldugra nágranna annars- vegar og hafsins hinsvegar, hefir saga vor verið óslitin sorgleikur. Forsjónin hefir verið oss svo hliðholl, að veita oss átta alda erfiði, baráttu og sjálfstæði. Og ef hættumar haldast, þurfum vjer ekki að kvíða því, að sjálfstæði vort líði undir lok í framtíðinni“. Sjómenn rýma Sil á Raufarböfn SÍLDARVERKSMIÐJA rík- isins á RaufSrhöfn varð að hætta að taka á móti síld frá því á sunnudagsmorgun s.l. og til hádegis í dag, vegná vönt- j unar á húsrúmi til geymslu á 1 mjöli. Var gengið i það með mikl- um krafti, að rýma til og flytja mjöl til geymslu í skúrum víðs vegar um þorpið. Voru m. a. fengnir sjómenn af bátum í þetta starf, Tókst að rýma það mikið, að enn verður hægt að halda áfram um stund að taka á móti síld. En komi ekki skip skjótlega til þess að taka mjöl, hættir verksmiðjan alveg að taka á móti síld.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.