Morgunblaðið - 27.03.1945, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 27.03.1945, Blaðsíða 8
8 MOKGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 27. mars 1945. Útg.: H.f Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Rltstjórar Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: ívar 'Guðmundsson. Auglýsingar: Árni Óla. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Simi 1600. Áskriftargjald: kr. 7.00 á manuði innanlands, kr. 10.00 utanlands. I lausasölu 40 aura eintakið, 50 aura með Lesbók. Enn syrgir íslensk þjóð Á ÞEIM vetri, sem nú er að líða, hefir þjóð vor orðið fyrir þungbærum áföllum í manntjóni, og orðið að sjá á bak mörgum góðum syni og dóttur. Og í dag minnumst vjer þeirra, sem ljetu líf sitt, er síðasta hörmungin dundi yfir. Vjer vorum farnir að verða vongóðir um að blóð- takan af völdum styrjaldarinnar væri á enda, þegar tvö af vorum bestu skipum farast með stuttu millibili og mik- ill fjöldi mannslífa glatast þessari þjóð, sem síst er þó of fjölmenn. En um leið og við minnumst þeirra, sem horfnir eru og þökkum þeim afrek þeirra á hættulegum tímum, þá fögnum vjer því einnig mitt í sorginni, að þótt allur heim- urinn stendi í báli, berum vjer sjálfir ekki vopn, til þess að vega nokkurn mann. Vopnleysið er orðið íslensk hug- sjón, en heimurinn verður varla talinn byggjandi til langframa, nema að fullu og öllu verði hætt að vega menn. — Og auðvitað hlýtur oss að taka það sárt, að eng- inn gefur gaum að þessari stefnu vorri, en vera má, að heimurinn eigi eftir að vitkast svo mikið um síðir, að hann sjái að þetta er hið eina rjetta, að bera ekki voþn, að bana ekki fólki að yfirlögðu ráði. í dag drjúpa fánar á stöngum. í dag er tákn fullveldiS vors, tákn íslensks þjóðernis, einnig tákn virðingar vorrar, sorgar og þakklætis til þeirra, sem vjer minnumst, þeirra sem fjellu vegna tilveru vorrar, er þeir voru að færa björgina heim. Og um leið og þjóðin hugsar til þeirra, sem aldrei koma aftur, hugsar hún einnig til hinna sona sinna, sem enn standa í miðjum hættum þeim, sem æðis- genginn heimur hefir skapað, — standa í þeim með sama æðruleysinu og jafnan áður. Og þjóðin biður þess, um leið og hún hneygir höfuðin í minningu fallinna barna, að hinn eilífi megi halda hendi sinni yfir sjómönnum vorum og sæfarendum á hættum þrungnu hafi, og vísa þeim veginn heim til föðurlandsins í norðurhöfum. Margar þjóðir lifa nú þungar tíðir. Slíkir tímar styrkja kjark marga þeirra, svo þær koma stærri úr eldinum. Megi hið sama verða veruleiki um oss íslendinga, er hildarleiknum linnir. Þá hefir manntjón vort ekki orðið fyrir gíg. \J ílver j i áI r i j a r: ÚR DAGLEGA LÍFINU SENN LÍeUR að páskum. Verslunarfólk og margir aðrir fá þá sitt lengsta frí frá störfum á árinu, að sjálfu sumarfríinu und- anteknu. Hjá mörgum verður 5 daga frí frá skírdegi og fram á þriðjudag. Menn nota fríið sitt misjafnlega eins og gengur, en hin síðari" ár hefir það færst í vöxtr að bæjarbúar leiti upp til fjalla og fari á skíði. Skíðaskál- ar allir eru fullsetnir fyrir löngu. Til eru þeir harðjaxlar, sem fara upp á jökla og liggja þar í tjöld- um. Margir koma aftur sólbrend- ir og hressir eftir veruna á fjöll- um. Þá eru þeir, sem verða að láta sjer nægja að vera í bænum, og sem í hæsta lagi geta skropp- ið dag og dag austur á Hellis- heiði, eða í Bláfjöllin. Hittumst heil á fjölldm, segir skíðafólkið. Vonandi að páska- veðrið verði gott að þessu sinni. Þeir, sem leggja á sig mikið erfiði við undirbúning undir fjallaferðir eiga það skilið, að þeir fái gott veður. En hvernig sem veðrið verður, mun skíða- fólkið fá yndi af ferðalögum sín, um. Það hefir sagt mjer gamall fjallagarpur hjer í bæ, að hann muni ekki eftir því, að hafa kom ið vonsvikinn heim úr páskaferð á fjöll, því að minsta kosti hafi hann ávalt fengið einn dag góð- an og sá góði dagur hafi borgað alt erfiðið. • Skemdarverk. BÍLAEIGENDUR kvarta sár- an yfir skemdarverkum, sem óknyttastrákar fremja á bílum þeirra. Komið hefir það fyrir, að er bílaeigendur hafa komið að bílum sínum að morgni, hefir verið búið að brjóta upp bíla þeirra og eyðileggja þá og stela úr þeim verðmæti. I fyrradag kom maður að bíl sínum, sem hann hafði skilið eft- ir læstan kvöldið áður fyrir fram an húsið sitt. Var þá búið að skera áklæði sætanna í bílnum þvert og endilangt. Var þetta mik ið tjón fyrir manninn. Aðrir bíla eigendur hafa orðið fyrir því, að alt hefir verið brotið og braml- að inni í bílum þeirra. Þá er loks ein tegund skemd- arverka á bílum alltíð, en það er, að stolið sje eða beyglaðar málm loftnetsstengur þær, sem nú eru hafðar á mörgum bílum. Það hefst sjaldan upp á skemd arvörgunum, en þetta er hinn versti faraldur, sem þyrfti að finna einhver ráð við. • 500 króna seðlar og molakaffi. ÞAÐ ERU ekki mörg ár síðan, að við Islendingar þóttumst ekki hafa mikið að gera við 500 króna seðla. Það var of „stór pening- ur“ fyrir flesta og litil líkindi til, að við þyrftum á þeirri mynt að halda. En svo kom dýrtíðin, eða verðbólgan, eins og sumir segja, og það hefir sannarlega komið í ljós, að það er hentugt að hafa 500 króna seðla. En það er furðulegt, hve mik- ið er af þeim í umferð. Þjónn á einu veitingahúsi bæjarins sagði mjer frá því í gær, að fólk not- aði 500 króna seðla allmikið — og raunar helst til of mikið að hans dómi. Þjónninn skýrði mjer frá því, að þessir peningar væru hin mesta plága fyrir þjónana. Viðskiftavinirnir ættu það til að greiða molakaffi með 500 króna seðli, og þá vildi oft vandast mál ið að skifta. Það væri lika al- gengt, að menn greiddu með 500 króna seðlum fyrir eina máltíð, sem kostaði nokkrar krónur. — Þjónninn sagði, að sjer hefði skil ist, er þessir peningáÉeðlar hefðu upphaflega verið gefnir út fyrir menn, sem þyrftu að greiða há- ar upphæðir, en ekki til þess, að notast sem vasapeningar eða strætisvagnamynt. Þetta er mikið rjett. Sumstað- ar erlendis, t. d. í Englandi, eru menn ekki skyldir að taka við stórum peningaseðlum, eins og t. d. 5 eða 10 sterlingspunda seðl- um, sem greiðslu fyrir smáversl- un. Heldur er það ekki siður manna að vera að flagga með slíkar upphæðir, nema þegar nauðsyn krefur. • Konungskórónan. MÖNNUM finst ganga frekar seint að afnema kórónuna á ýms- um opinberum plöggum. Þannig er það t. d. með vegabrjefin ís- lensku, að þau eru enn prýdd kórónu á bak og fyrir og hverri blaðsíðu. Það virðist ekki hafa verið hugsað um að fá „lýðveld- is“-hnappa á einkennisföt is- lenskra embættismanni, sem ein- kennisföt »eiga að bera. Sumir munu enn vera með gylta kór- ónu á hnöppunum, en aðrir, sem ekki hafa viljað sætta sig við það, hafa fengið sjer svarta hnaþpa „og má þá vart greina hver maðurinn er . . . .“, er þeir eru orðnir svo blátt áfram og al- þýðlegir. Kórónan á Alþingishúsinu virð ist einnig vera sumum mönnum þyrnir í augum. Ekki finst mjer ástæða til að amast við henni. Alþingishúsið er söguleg bygg- ing, sem á að varðveita r sinni upphaflegu mynd svo lengi sem hægt er. Framan á Alþingishús- inu stendur ártalið, *er húsið var bygt, og komandi kynslóðir, sem eitthvað vita í sögu þjóðarinn- ar, skilja, að er húsið var bygt, var ísland konungsríki. Við þurfum ekki að hafa neina minnimáttarkend í sambandi við kórónuna á Alþingishúsinu, síð- ur en svo. Á INNLENDUM VETTVANGI | Mentaskólinn 100 ára * Omakleg skrií STJÓRN Farmanna- og fiskimannasambands íslands hefir nýlega .skrifað atvinnumálaráðuneytinu og farið þess á leit, að ríkisstjórnin láti safna skýrslum um fram- íeiðslu þjóðarinnar á stríðsárunum, manntjón hennar og skipa af völdum stríðsins, auk annars sem varðar störf hennar og baráttu í styrjöldinni. Stjórn F. F. I. bendir rjettilega á, að oft megi sjá grein- ar í erlendum blöðum, einkum breskum, þar sem mikið sje gumað af því, hvað íslendingar hafi auðgast i styrjöld- inni. Hinu sje hinsvegar ekki á loft haldið, hver sje hlutur íslendinga í baráttu lýðræðisþjóðanna. Ekki sje hirt um að geta þess, hve mikið íslendingar hafi framleitt af matvælum handa hinum stríðandi þjóðum. Ekki minnst á að þeir hafi neitt lagt í sölurnar við þá framleiðslu. Hitt sje þó vitað, að fórn íslendinga í mannslífum og skipatjón þeirra af völdum stríðsins þoli samanburð við sjálfar styrjaldarþjóðirnar. Vissulega eiga íslendingar kröfu til þess, að hlutur þeirra í baráttu lýðræðisþjóðanna sje ekki gerður minni en hann raunverulega er. Og það er von að íslendingum sárni, er þeir sjá þess eins getið í blöðum vinaþjóðar, að þeir hafi grætt fje á styrjaldarárunum, rjett eins og þetta sje eina „framlag” þeirra í þágu baráttu hinna sameinuðu þjóða. Auðvitað vita þeir, sem ráða málum hinna sameinuðu þjóða, að þannig er þetta ekki. En íslendingar vænta þess þá einnig, að hlutur þeirra verði ekki fyrir borð borinn, þegar til þess kemur^að meta hvað þjóðirnar hafi lagt af mörkum, hver um sig. , HAUSTIÐ 1946 eru 100 ár liðin síðan Bessastaðaskóli var fluttur í hið nýbygða Latínuskólahús í Ingólfsbrekku. Sumarið 1845 var smíði þess að vísu svo langt kom- in, að hægt var að halda þar hið fyrsta endurreista Alþing í Al- þingissal hússins, sem nú er sjaldan nefndur því nafni. Nemendur Mentaskólans hafa tekið sjer fyrir hendur að efna til söfnunar allskonar minja frá liðnum 100 árum Reykjavíkur- skóla, um starfsmenn hans, nem- endur hans og skólalífið alt. Hef- ir einn af núverandi nemendum skólans skýrt blaðinu frá, að safna eigi m. a. myndum af nem- endum skólans, gömlum árgöng- um skólablaðsins, drögum til sögu leikstarfsemi skólapilta og annars, sem verðmætt þykir og tekst að afla. Alt þetta safn verð- ur svo geymt á öruggum og góð- um stað. Eru það eindregin tilmæli þeirra, sem að söfnun þessari standa, að allir þeir, sem eiga eitthvað það, sem heima á í þessu skólasafni, afhendi það þangað til varðveislu. Fyrir 35 árum var gerð ráð- stöfun, sem mun koma þessari söfnun, sem nú er hafin, að miklu gagni. Þá Var til í skólanum í aUrriikilli vánhirðu talsvert safn af „skólablöðum" eins og þau tíðkuðust á eldri tímum. Þá voru þau ekki vjelrituð, eins og tíðk- ast hefir siðustu tvo áratugina. Þá voru „blöðin“ skrifuð inn í bækur og aldrei til af þeim nema hið eina skrifaða eintak. Mörgum nemendum ljek for- vitni á að kynna sjer, hvað og hvernig fyrirrennarar þeirra í skólanum höfðu skrifað. Þessi skrifuðu blöð eða bækur bárust út um bæinn og kom fyrir, að sumt af þeim hvarf. Til ]>ess að koma í veg fyrir, að þessar minjar frá skólalífinu týndu ekki tölunni, eða færu smátt og smátt forgörðum, var það ákveðið að afhenda alt safn- ið til varðveitslu í handritasafni Landsbókasafnins. Og þangað fór það alt, sem þá var til í skólan- um, með þeim forsendum þó, að hin gömlu skólablöð skyldu ekki vera þar fyrir almenningssjón- um, fyr en eftir ákveðinn tíma. Þessi drög að minjasafni Mentaskólans átti að geyma útaf fyrir sig í Landsbókasafninu. Og svo mun væntanlega vera enn í dag. Hin unga kynslóð, sem nú nýt- ur kenslu í Mentaskólanum, sýn- ir honum mikla ræktarsemi með þyí að gangast fyrir minjasöfn- un um sögu hans. En nemendur skólans, sem nú eru þar, sjá bæði og finna á marg an hátt, hve hin hundrað ára gömlu húsakynni skólans eru langt frá því að uppfylla nýtísku kröfur um skólahús. Þeir vilja líka sýna ræktarsemi sína við stofnunina með því að heimta nýtt skólahús. En þar geta ýms sjónarmið komið til greina. Því menn vilja ekki með nokkru móti, að hið hundrað ára gamla hús hverfi úr söguniíi. Húsið, þar sem Alþing var háð öll þing- mannsár Jóns Sigurðssonar, og þar sem svo að segja allir menta menn þjóðarinnar um langan ald ur sátu á skólabekk, mennirnir. sem síðari hluta 19. aldar og fram á þessa öld unnu mest og best að endurreisn íslands. Mönnum hefir dottið í hug að flytja mætti húsið, rífa það nið- ur, og byggja það upp aftur þar sem reist yrði útisafn í nágrenni höfuðstaðarirts. En þar yrði hið reisulega skólahús aldrei annað en svipur hjá sjón. Mentaskólinn á að vera þar sem hann er, og hús hans á að fá að standa eins og það er. En reisa þarf skólanum nýjar bygg- ingar, svo það hús, sém ætlað var 100—120 nemendum fyrir 100 árum, verði ekki ofhlaðið og heilsuspillandi fyrir nemendurna. Mentaskólinn þarf að fá um- ráð yfir lóðunum austanvið nú- verandi skólalóð. Þarf að fá oln- bo.garúm til þéss að geta vaxið og dafnað. Það væri hortum ein bésta afmælisgjöfin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.