Morgunblaðið - 18.08.1945, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 18.08.1945, Blaðsíða 1
32. árgangur. 183. tbl. — Laugardagur 18. ágiist 1945. Isafoldarprentsmiðja h.f, Fulltrúnr Japana fara til móts við Maclrthur í dag Helgi H. Eiríksson sat fundi samtaka nor- rænna iðnaðarmanna í Stokkhólmi HELGI HERMANN EIRIKSSON verkfræðingur er nýkominn heim.-úr Svíþjóðarför. Fór hann í boði sænska iðnaðarmanna- sambandsins, til þess að sitja 40 ára afmaelishátíð þéss og árs- þing í S1,okkhólmi dagana 5.—7. ágúst. 8. ágúst sat hann stjórn- arfund Norræna iðnsambandsins, en hann á sæti í stjórn þess sem formaður Landssambands iðnaðarmanna. 9. ágúst boð- aði hann til fundar í stjórn Iðníræðslusambands Norðurlanda, eh formaður þess hefir hann verið síðan 1939. Blaðið átti tal við Helga í gær og bað hann að segja frá fundum þeim, sem hann hafði setið. Afmælishátíðin. — Afmælishátíðin hófst 5. ágúst með hátíðlegum útifundi á „Skansen". Þar talaði Bertil Olin, sem vár verslunarmála- ráðherra Svíþjóðar á styrjald- afárunum og mun hjer mörgum kunnur, því að hann tók þátt í norrænu stúdentamóti hjer 1930. Að útifundinum loknum var h'aldinn hátíðafundur í ,,Stads- húset“. Þar báru fulltrúar er- léndra og innlendra iðnaðar- samtaka fram heillaóskir til sænska iðnaðarmannasambands ins og færðu því gjafir. Síðan vSr haldin mikil miðdegisverð- afveisla. 6: og 7. ágúst stóð árs- þtngið yfir. Stjórnarfundurirm. '— Á stjórnarfundi norræná iðnsambandsins var samþykt yfirlýsing þess efnis, að unnið skyldi að því að koma á sveina- skiftum milli Norðurlandanna og greiða fyrir því, að norræn- ir sveinar gætu komist til fram háldsnáms á Norðurlöndum utan heimalands síns. Þá var samþykt að aðalfundur sam- bandsins skyldi haldinn í Stokk hólmi á næsta ári. Loks var rætt urn norræna listiðnaðarsýningu og árlega verðlaunaveitingu fyrir besta sveinsstykkið á hverju Norðurlandanna. Stjórnarfundur Iðnfræðslusambandsins. — Fyrirhugað hafði verið að hajda norrænt iðnfræðslumót í Reykjavík 1944, en af því gat auðvitað ekki orðið. Boðaði jeg því til fundar í stjórn Iðn- fræðslusambands Norðurlanda, til þess að komast að því, hver væri vilji stjórnarinnar í þessu efni. Óskuðu allir stjórnarmeð- limirnir eftir því, að iðnfræðslu mót yrði haldið á næsta ári. Tók jeg fram, að ókleift myndi að hafa mótið í Reykjavík, vegna þess hve lítill tími væri til und- irbúnings. Auk þess voru talin tormerki á því að halda mótið hjer, vegna þess að gjaldeyris- vandræði myndu gera þátttak- endum erfitt að ferðast hingað. Ákveðið var því að halda mót- ið í Stokkhólmi næsta sumar, en þar á eftir á íslandi, senni- lega árið 1949. Sveinbjörn Jónsson byggingarmeistari, sem sæti á í stjórn Landssam- bands iðnaðarmanna, sat með mjer á þessum fundum, og var mjer að því mikill styrkur. Undirbúningur skóla- byggingar. — Auk fundasetunnar vann jeg að undirbúningi fyrirhug- aðrar iðnskólabyggingar í Reykjavik. Þór Sandholt arki- tekt dvelur nú í Stokkhólmi í sömu erindagerðum, og er hann væntanlegur til landsins um þessa helgi. Vinsemd Svía. — Svíar tóku mjer mjög vel og vóru þeir yfirleitt mjög vin- gjarnlegir í garð íslendinga. Indókína vill losna við Frakka London í gærkvöldi. FORSÆT1SRÁÐÍIERRA Indókína, seni nú er leppríki Japana, hefir sagt, að alt, kap]i yrði að leggja á það, að Indókína losnáði undan áhrif- um Frakka. Yrðu landsmenn að vera við því búnir að leggja Hfið í sölurnar fyrir föður- landið. Franska stjórnin koni sam- an á fund' í morgun til þess að ræða þessi umrnæli for- sætisráðherrans. •— Reuter. Petain í ævilangt fangelsi London í gærkvöldi. DE GAULLE hefir fallist á þá tillögu rjettarins. senr dænnli í má.li Fetains rnar- skálks, að dauðadómurinn, sem kveðinn var upp yfir Petain, verði ekki látilin koma 1 iI framkvæmda vegna aldurs hins dæmda, heldtir verði iion um breytt í æfilangt faiigelsi. Petain nmri nú hafá verið fluftur úr fangelsi r Pyrenea- fjöllunum til fangelsis r smá- bœ túnum í Suður-Frakklandi )>ar sem hann mun taka út; hegninguna. — Reuter. Sýndi lítinn áhuga Kaupmannahöfn í gær. Berlingske Aftenavis segir í tæplega hálfum dálki frá leiðara Morgunbláðsiris frá 13. júlí. Ræðir blaðið án athuga- semda umsögn leiðarans um ]>að, að íslendingum þyki mið- Ur kuldaleg framkomadanskra þlaða, og að blööin gætu skap að betri skilning Dana og ís- lendinga. Blaðið ræðir ýtar- legast rrmsögn leiðarans um Christmas Möller. •— Páll Jónsson. Japanar bergast enn afi hörku í Mansfáríu &g á Koreu London í gærkveldi. Einkaskeyti til Morgun- blaðsins frá Reuter. ENN EPiU FULLTRÚAR Japana ókomnir á fund Mac Arthurs hershöfðingja til Manila, en japanska stjórnin hefir tilkynt hershöfðingjanum, að hún hafi valið fulltrúa til þess að ræða við hann og muni þeir leggja af stað frá Tokio áleiðis til Manila á morgun (laugardag), eða degi síðar en áður hafði verið lofað. Bandamenn hafa sætt sig við þetta, en álitið er, að frekari tafir af hendi Japana verði ekki þolaðar. En ekki er þetta það eina, sem banda- menn verða að þola af Japana hálfu. Japanskar flugvjelar hafa gert árásir á flugvjelar bandamanna yfir Tokioflóa og' hersveitir Japana berjast í Mansjúríu af engu minni óbilgirni en áður, en hinsvegar hafa borist frjettir, að vísu ekki staðfestar, að lið Japana í Norður-Kína hafi lagt niður vopnin. Seðlavellan minkar í Danmörku Kaupmannahöfn í gær. SEÐLAVELTA þjóðbank- ans danska hefir minkað því- nær um helming, síðan landið var leyst úr hernámi. Hefir hún minkað lir 1700 milj. kr. og niður í 868 milj. Áttatíu niiljónum í gömlum seðlum var ekki skift. — Páll Jónssoo „Þjóðnýting óbifan- ákvörðun“ treenivood» inniicj(iivör&ur — (jr< London í gærkveldi. Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter. í NEÐRI málstofu breska þingsins var í dag haldið áfram umræðum um ræðu konungs við setningu þingsins. þar sem lýst var stefnu Verkamannaflokksins. í dag flutti Greenwood, inn- siglisvörður konungs, ræðu í neðri málstofunni. Sagði hann, að það væri óbifanleg ákvörð- un stjórnarinnar að þjóðnýta mikilsverðustu stofnanir og greinar atvinnulífsins. Eldsneyt ismálaráðherrann hefði þegar hafið viðræður við eigendur kolanámanna um þjóðnýtingu námanna. Greenwood sagði, að aðgerðir til að bæta úr húsnæð isvándræðunum með nýbygg- ingum gengju að óskum Áætl- anir um almannatryggingar væru svo umfangsmiklar, að þeirra væri vart að vænta fyrr en á næsta ári. Þá yrði hafist brigðismálanna, en hana hefði samsteypustjórnin gert tor- velda með undanlátssemi sinni við lækna. Námumenn ánægðir. Sijórn sambands kolanámu- manna í Énglandi hefir lýst því yfir, að hún fagnaði mjög þeirri ákvörðun stjórnarinnar að þjóðnýta kolanámurnar. Heitir sambandsstjórnin á námumennina að gera alt sem i peirra valdi stendur til þess rf auka kolaframleiðsluna og stuðla á þann hátt að aukinni út'lutningsverslun Breta. sem er eitt af aðalstefnumiðum rík- har.da um skipulagningu heil- I isstjórnarinnar. — Reuter. 12 fulltrúar komn- ir til Manila. Alls eru nú tólf fulltrúar Bandamanna komnir til Manila til þess að ræða við fulltrúa Japana um tilhögun uppgjaf- arinnar. Mountbatten lávarður hefir sent þangað 9 fulltrúa, Bandaríkjamenn 2 og Ástralíu menn 1, Blainey hershöfðingja. Bardagarnir í Mansjúrín. I útvarpi frá Moskva í kvöld er sagt, að hersveitir Japana berjist af hörku í Mansjúríu og Koreu. Vassilievsky, yfir- msður herja Rússa á þessu-n slóðum hefir sett Japönum úr- slilakosti. En þótt þeim kunni að verða tekið, þýðir það eng- en veginn, að allir japanskir hermenn muni leggja niður 1 \ opnin. Vafalaust munu marg- ir þeirra þverskallast. Japanska stjórnin hefir sent MaeArthur tilmæli þess efn's, að nann hlutist til um, að Rauði herinn hætti sókn sinni í Man- sjúríu. I Manila er á það bent, að japanska stjórnin hafi sjálf látið svo um mælt, að 6 dagar geti liðið, áður en hægt verði ■■ð fá hersveitirnar til þess að leggja niður vopnin, en á með- an hljóti Rússar að hafa rjett til þess að berjast áfram. Jap- arska stjórnin mun nú vera í þann veginn að senda erindreka til Mansjúríu til þess að fá her sveitir Japana til þess að hætta baráttunni. Árásin yfir Tckioflóa. í dag gerðu 10 japanskar or- ustuflugvjelar árás á fjögur risaflugvirki, sem voru í mynda tökuflugi yfir Tokioflóa. Auk þess var skotio á flugvirkin úr loftvarnabyssum. Tvær orustu flugvjelanna voru skotnar nið ur, en einu flugvirkjanna var grandað. Framh. af bls. 5.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.