Morgunblaðið - 18.08.1945, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 18.08.1945, Blaðsíða 7
Laugardagur 18. ágúst 1945. MORG UNBLAÐIÐ Síða sainbanðs ungra Sjálfstæðismanna. Ritstjórn: Sambandsstiórnin. Það er brosandi að þeim Það er broslegur leiðarinn, sem birtist í Þjóðviljanum á þriðju- daginn var. Það er helst á þeim að skilja Þjóðviljamönnum, að ungir Sjálfstæðismenn á íslandi sjeu í þann veginn að koma af stað striði milli vesturveldanna og Rússa, með því að gefa almenn ingi kost á að kynna sjer hin snjöllu rök próf. Hayek fyrir því, að fasismi og kommúnismi mundi leiða til þess sama, — ein- ræðis, ánauðar og kúgunar. Ungir menn hafa venjulega það heilbrigða álit, að þeir halda sig hafa mikið hlutverk í lífinu, og svo er vissulega um okkur unga Sjálfstæðismenn. Okkur þykir þess vegna nokkur uppörfun í því, að svo virðist sem Þjóð- viljinn sje þessu alveg sammála, og geri meira að segja nokkuð mikið meira úr hlutverki okkar ungra Sjálfstæðismanna en við gerum sjálfir, þegar hann gefur í skyn, að útbreiðslustarfsemi okkar muni leiða til alheimsstríðs. Á hitt skal svo Þjóðviljanum bent, að þar sem voldugri aðilar í heimspólitíkinni en ungir Sjálfstæðismenn standa fyrir út- breiðslu þessara skoðana, sem fara svo i taugarnar á Þjóðviljan- um, þá þarf meira en litla leikni til þess að hagræða sannleik- anum og staðreyndunum þannig, að kalla þá menn stríðsæsinga- menn, sem ekki ættu að hafa skoðanafrelsi. Þessir menn segja það sína skoðun, að bæði nasisminn og kommúnisminn leiði til einræðis. Þegar Þjóðviljinn segir, að það sje afleiðing þessarar skoðunar, að vesturveldin ættu að fara í stríð við Rússland, eins og farið var í stríð við Þjóðverja, þá gleyma þeir því, að þá fyrst var farið í stríð við Þjóðverja, þegar þeir fóru að ásælast lönd nágrannanna og brjóta lýðræðisþjóðir undir sitt þræl- dómsok. Þjóðverjar hófu þá styrjöld, sem nú er nýlega um garð gengin, og það verður ekki styrjöld milli vesturveldanna og Rússa, nema Rússar hefji leikinn. Sagan sýnir, að einræðisþjóðir hefja styrjaldir. Ef svo skyldi vera, að Þjóðviljinn eigi við það með skrifum sínum, að Rússar muni fara í stríð við vesturveldin, til þess að koma í veg fyrir að þeirri staðreynd sje á loft haldið, að sósíalismi hljóti allsstaðar og ávalt að leiða til ánauðar, þá mundi það stríð eða slík stríðshótun sanna einmitt, að það, sem Þjóðviljinn vill og berst fyrir, er ekki skoðanafrelsi og lýðræði, heldur skoðanakúgun og einræði. Rökunum er þannig ekki til að dreifa i þriðjudags-leiðara Þjóðviljans, og það væri synd að segja, að miðvikudags-leiðarinn sje nokkuð skárri. Þar reyna þeir í fyrsta sinn í umræðunum um „Leiðina til ánauðar" að svara ádeilunum á sósíalisma, en þeim er eins farið og smá-krökkum, sem er svo tungutamt að svara — „Af þvi bara“. „Röksemdafærsla**! miðvikudags-leiðarans er þannig, að fyrst eru talin upp lýðræðisákvæði hjer á íslandi,— og þau gagnrýnd í framKvæmd. Síðan eru talin upp „lýðræðisákvæði^! í Rúss- landi, en alveg gleymt að gagnrýna þau í framkvæmd. En það skyldi Þjóðviljinn vita, að «f hætta er á því í Reykjavík, þar sem margir vinnuveitendur eru, að verkamaður fái ekki atvinnu sakir skoðana sinna, þá er hættan orðin að bláköldum veruleika í Moskvu, þar sem aðeins er einn vinnuveitandi. Ef hætta er á því í Reykjavík, að ekki sje hægt að fá blað prentað, þar sem margar prentsmiðjur eru, þá er hættan orðin að bláköldum veru- leika í Moskvu, þar sem allar prentsmiðjur eru undir beinni yfirstjórn eins stjórnmálaflokks. Já, — það er brosandi að þeim, Þjóðviljamönnunum, fyrir slíkan málflutning í nefndum leiðurum. i ....... Oheppni Þjóðvilja ns í frjálsum ástum ~ * Það var síðustu dagana í júlí, sem lífsreyndur ungur maður, Einar Bragi Sigurðsson að nafni, skrifaði langa grein i Þjóð- viljann um kvenfrelsi og frjálsar ástir. Þar var hann að dásama skipun einkalifisins í sósíalistisku þjóðfjelagi, sem eftir hans lýáíngu var raunar lítið einkalíf, óg komst á éiiiú'trí stað svo sð orði: ,j i,Það mun rjett, að miðað við kreddur rótgróins auðvalds- Útdráttur úr bók próf. Fr. v. Hayek, Phe Road to Serfdom. Þýtt hefir Ólafur Björnsson dósent. Skipulagning og samkeppni geta aðeins samrýmst með því móti, að skipulagt sje í þeim tilgangi að skapa skilyrði fyrir samkeppni, en ekki ef skipulagt er á hennar kostnað. Skipulagn ing sú, sem hjer verður gagn- rýnd er skipulagning á kostn- að samkeppninnar. Staðleysan mikla. Það er ekki vafi á þvi, að i lýðræðisríkjunum standa ílest- ir þeirra, sem krefjast þess, að hið opinbera stjórni öllum at- vinnurekstri, í þeirri trú, að sósialisminn s&mrýmist frelsi einstaklingsins. Samt er langt síðan að margir hugsuðir gerðu sjer ljóst, að af honum stafaði frelsinu einhver alvarlegasta hættan. Fáir eru þess nú minnugir, að í upphafi sínu var sósialisminn yfirlýst einræðisstefna. — Hann kom opinskátt fram sem andóf gegn frjálslyndi frönsku stjórn arbyltingarinnar. Þeir frönsku höfundar, sem lögðu honum grundvöll, voru ekki i vafa um, að hugsjónir þeirra jnðu aðeins framkvæmdar af sterkri einræð isstjórn. Hinn fyrsti skipulagn- ingarsinni i nútíma skilningi, Saint-Simon, sagði að þeir, sem ekki hlýddu yfirvöldum þeim, er hefðu með höndum skipulagn ingu hans, skyldu „meðhöndl- aðir eins og skepnur“. Enginn sjer það betur, en hinn mikli stjórnmálahugsuður • de Tocin- ville, að lýðræði og sósialismi eru ósamrýmanlegar andstæð- ur: „Lýðræðið eykur svigrúm einstaklingsfrelsisins“, sagði hann. „Lýðræðið boðar helgi einstaklingsins“, sagði hann 1848, „þar sem sósialisminn skoðar einstaklinginn aðeins sem tæki, aðeins sem númer. Lýðræði og sósialismi hafa ekk- ert sameiginlegt nema eitt orð: jöfnuð. En takið eftir munin- um: þar sem lýðræðið leitar jöfnuðar í frelsinu, leitar sósí- I alisminn hans í þvingun og þrældómi“. j Til þess að vísa þessum ótta ( á bug, og til þess að beita fyrir vagn sinn þeirri kröfu, sem jafn an á mestu fylgi að fagna í stjórnmálum^— kröfunni um | í'relsi — tóku sósíalistar í vax- andi mæli að gefa loforð um J „nýtt. frelsi“. Sósíalisminn átti að tryggja „fi-elsi frá skorti“, en án þess var stjórmjiálalegt frelsi „einskis virði“. Til þess að þessi nýja krafa fengi undirtektir, var merkingu j orðsins frelsi breytt á lævísleg- an hátt. Áður var merking orðs ins frelsi frá þvingun, frá þvr að vera háður valdi annarra ' manna. Nú skyldi það þýða frelsi frá nauðsyn, að verða ó- 1 háður þeirri þvingun af hálfu umhverfisins, sem óhjákvæmi- lega hlýtur að takmarka val- 'frelsi okkar allra. Frelsi í þess- ari merkingu er auðvitað að- eins afinað orð ýfir vald eðh þjóðfjelags, er tiltölulega auðvelt að komast í hjónaband í ríki sósíalisinans, og einnig eru litlar hömlur á þá lagðar, sem rifta vilja hjúskap**. Það gexúst svo litlu síðar eða.nánar til tekið 8. ágúst 1945, að á kvennasíðu Þjóðviljans birtist grein eftir améríská blaða- konu um stöðu kvenfúiksins í Sovjet-Rússlandi. Amei’íska blaða- konan spvr: Hefir verið hvikað frá hinni sósíalistisku kenningu í þessum efnum, og svarar sjálf: Nei, það heíir ekkí verið gert. Grundvöllurinn er sá sami. En í umræddri gi-ein kemst hún m. a. svo að oi’ði: „Fóstureyðingar ólöglegar, skilnaðir erfiðari en í mörgum auðvaldslöndunum. Giftingar hátíðlegri en áður“. Einar Bragi talar þannig um ki’eddur við giftingar í auð- valdsþjóðfjelagi, sem ekki sjeu í ríki sósíalismans, þegar am- eríska blaðakonan talar um hátíðlegri giftingar en áður i Rúss- laridi. Eiriar talar um litlar hömlur á þeim, sem rifta vilja hjú- skap, þegar améríska blaðakonan segir, að skilnaðir í Rússlandi sjeu erfiðari' en í mörgum auðvaldslöndum. Það væri nú ekki úi* végi að óóheipíii fÞjóðviljinn‘'1 fakkaf skarið og tjái lesendum sínum, hvort' þeirra er ..rjétjttrú^ð,- Einar fyggi eða ameríska blaðakonan. '■ A, :i ■■:., ,j auð. Krafan um nýtt frelsi var þannig aðeins annað orð yfxr. hina gömlu kröfu um aðr-av. skiftingu auðsins. Sú skoðun, að áætlunarbn- skapur myndi auka framleiðslu., íú'köstin til muna miðað við af- köst samkepnisskipulagsins, á y, óðum minkandi fylgi að fagna ,. meðal þeirra, sem fást við aðr kynna sjex*’ þessi mál. Samt er- það þessi tálvon, sem öllu öðru,, fremur rekur okkur áfram á, brautinni til áætlunarbúskapar, Þó að loforð nútíma sósíal- ista um aukið frélsi sje gefið - j einlægni og af heilum hugv þá hafa þeir, er athugað hafa þessi mál á síðustu árum, ,hvex um annan þveran orðið snortn- ir af hinum ófyrirsjáanlegu af- jeiðingum sósíalismans og hinnii nánu líkingu, sem á mörgumi sviðum er milli kommúnisma og íasisma. Eins og rithöfundur- inn Peter Drucker sagði • árið 1939, hefir ,.sú staðreynd, að;> það reyndist fullkomin blekk- ing, að marxisminn gæti skap- að frelsi og jöfnuð, knúið Rúss- land inn á þá braut alræðis- skipulags með því ófrelsi og > ójafnrjetti, sem því Jylgir, sern , Þýskaland að undanföi’nu hef- ir gengið. Ekki svo að skilja, að kommúnismi og fasismi sjexi nákvæirilega það sama. Fasism- inn kemur til skjalanna, eftir það að kommúnisminn hefir reynst tálvon, og hann reynd- . ist sama tálvonin í Rússlandi ■ og i Þýskalandi fyrir valdatöku . Hitlers**.. Ekki er siður athvglisvert að,. bera saman hugarfar hinna ó- breyttu liðsmanna kommúnista . og fasistahreyfinganna í Þýska liindi f\TÍr 1933. Það var orðitJ, kunnugt, hve auðvelt var að bi-eyta ungum kommúnis’a í nazista og gagnstætt, og eng- urn var þetta kunnugra en á- róðursmönnum beggja flokk- anna. Kommúnistar 'og nazist- ar fiandsköpuðust meira inn- byrðis en við aðra flokka, af því að báðir biðluðu til manna með svipuðu hugarfari, og ■ beindu gegn hvor öðrum hatr- inu gegn þeim, sem höfðu ann- að hugarfar. Aðferðir þeirra sý odu hipn nána skyldleika þeirra. ,Báðir skoðuðu hinn, frjálslynda mann af gamla Pramh. 4 bls. 10.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.