Morgunblaðið - 19.10.1945, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 19.10.1945, Blaðsíða 6
I MORGTJNBLAÐTÐ Föstudagur 19. okt. 1945 Ötg.: H.f. Árvakur, Reykjavik. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Jón Kjartansson. Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: Ivar Guðmundsson. Auglýsingar: Árni Óla. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Sími 1600. Aíkriftargjald: kr. 8.00 á mánuði innanlandi, kr. 10.00 utanlands. 1 lauuuðlu 50 aura eintakið, 60 aura með Lccbók. Tímamenn hóta sölustöðvun landbúnaðarafurða Á FREMSTU síðu „Tímans” þriðjudaginn 16. október er stór lyrirsögn á þessa leið: „Stjettasamband bænda undirbýr sölustöðvun á landbúnaðarafurðum”. „Það krefst skaðabc'ta fyrir óheppilegar verðlagsráðstafanir”. Gleði Tímans er mikil og einlæg yfir því að geta flutt slíka frjett. Það er heldur ekki að furða eftir allt, sem á undan er gengið. í 17 ár rjeði Tímaliðið yfir öllum land- búnaðarmálum. Frá 1934 til 1942 hafði það verðlagsvaldið að fullu og öllu í sínum höndum. Á því tímabili var land- búnaðurinn ýfirleitt rekinn með halla og oft miklum halla. Það var í samræmi við bá hugsjón Tímamanna, að allir bændur eiga að vera smábændur og helst einyrkjár. Frá 1942—1945 hefir hagur bænda batnað að stórum mun. Verðlag afurðanna hefir orðið hátt og sú ráðstöfun að ríkissjóður trygði fast verð fyrir vörurnar til stríðsloka, hefir fært bændastjettinni mikið fje. ★ Breyting hlaut að verða á þessu hvenær sem stríðið hætti. Nú er að því komið. Stríðið er hætt fyrir nokkrum mánuðum. Að því hlaut þess vegna að koma, að bændur eins og aðrir framleiðendur yrðu að treys'ta á hinn eðli- lega markað innanlands og utan. Innlendi markurinn er að því levti betri en oftast endranær, að fjármagnsvelta er meirid en verið hefir að undanskildu síðasta ári. Kaup- get^ almennings því venjulega góð. Útlendi markaður- inn er mikið verri. Þar hefir verði á landbúnaðarafurð- um verið haldið niðri eins og Tímamenn hafa óskað að hjer á landi væri gert. Þó er þörfin fyrir okkar vörur óvenjulega mikil og brýn víða erlendis og markaðurinn því mikið rýmri, en ætla má að síðar verði. ★ Ríkisstjórn íslands tók verðlagningu landbúnaðaraf- urða að fullu úr höndum þeirra nefnda, sem Tímamenn höfðu sett. Þetta.var gert meðal annars vegna þess að fyrirfram 'var víst, að ef Tímamenn og fjelagar þeirra hefðu verðlagsvaldið þá mundu þeir sprengja markaðinn til að gera ríkisstjórninni og bændastjettinni tjón. Hags- munamál bænda átti að nota sem gjaldmiðil í hinni pó'lit- ísku verslun. Ríkisstjórn þurfti að falla. Bændum þurfti að gera tjón svo almenn óánægjualda risi meðal þeirra, ef verða mætti að þeir snerust allir í einum hóp gegn rík- isstjórninni. Þetta tókst ekki. Landbúnaðarráðherrann er vitur maður og góðgjarn. Hann sá við bragðinu og bjarg- aði málinu eftir því, sem unt var í bili. Verðlagsnefnd landbúnaðarafurða tefldi að vísu á tæpasta vað með verð- hæð, en fór sanngjarnlega í málið. ★ Tímamönnum gramdist að þeir skyldu tapa spilinu. Þeir byrjuðu tafarlaust að rógbera ráðherrann og nefnd- ina sitt á hvað. Bændum segja þeir að verðið sje alt of lágt, sem ákveðið var. Neytendum bæjanna segja þeir að það sje svo hátt, að þeir verði að spara kaupin á land- búnaðarafurðum „eftir fremstu getu”. Þeim hefir tekist að koma á hálfgildings-neytenda-verkfalli í sumum bæj- um, einkum á Akureyri. Bændum segja þeir, að enga hefði skift 10—20% hærra verð. Ríkissjóður hefði átt að kaupa allar vörurnar. Það sje rjettlætiskrafa o. s. frv. Ofan á allt saman. í viðbót við rógburðinn, söluspjöllin, hræsnina og ó- sannindin, vilja þeir svo bæta sölustöðvun — sölu-verk- falli. Stjórn stjettasambands bænda á helst að fá til að fullkomna verkið. Ef allt þetta getur ekki opnað augu bænda og bæja- manna: þjóðarinnar allrar, þá er meira en lítið bogið við dómgreindina. Því vissulega eru þeir merm blindir, sem ekki sjá, hvert stefnt er. ( ' ÚR DAGLEGA LlFINU Peningasamskot. HÚN GENGUR illa fjársöfnun Rauða Kross íslands til líknar bágstöddum íslendingum erlend- is. Þetta er leiðinlegt, en senni- lega ekki óeðlilegt, þegar athug- aðir eru málavextir og tildrög öll. Fyrst og fremst verða menn að gera sjer Ijóst, að það fer ekki hjá því, að menn sjeu orðnir sein þreyttir á hinum stöðugu fjár- söfnunum, sem ekki hefir lint hjer síðustu árin. Það mun láta nærri, að við sjeum búnir að skjóta saman 14.000.000 króna, Is- lendingar, til bágstaddra erlend- is. Ekki skal þetta fje/talið eftir og ábyggilega má slá því föstu, að það sjer enginn eftir þeim peningum, sem gefnir hafa verið í þessi samskot. En hitt er ekki nema eðlilegt, að einhversstaðar hljóti að vera takmörk fyrir gjaf- mildi landsmanna allra og þá Reykvíkinga fyrst og fremst, sem mest hafa lagt af mörkum. Lands söfnunin handa Dönum var mönn um sár vonbrigði. Fjenu var safn að af dugnaði og gefið af heilum hug. Menn hefðu orðið ánægðir með, að aldrei hefði verið minst á þetta meira. En miður smekk- legt umtal og athugasemdir, bæði innanlands og utan um söfnunina hefir valdið því, að erfiðara mun að safna hjer fje í slíka sjóði eft- irleiðis, en áður var. • íslendingar erlendis. ENGINN EFAST um, að erlend is sjeu íslendingar, sem eru illa staddir og þurfa aðstoðaF við. — Það eru heldur ekki efast um, að það sje vel gert af líknarfjelag- inu R. K. í., að gangast fyrir fjár söfnun til þess, að lina þjáning- ar og erfiðleika þessa fólks. En það eru vafalaust niargir þannig, að þeir hugsa með sjer: „hversvegna kemur þetta fólk, sem ekki hefir ofan í sig og á er- lendis, ekki heim til sín?“ Væri ekki nær, að safna fje, gera aðrar ráðstafanir til að koma þess um íslendingum heim til föður- húsanna, þar sem allir hafa nóg að bíta og brenna. — Guði sje lof — og þar sem margir atvinnu- vegir eiga erfitt uppdráttar sök- um skorts á vinnuafii, en að skjóta saman einhverjum pen- ingum til þess, að þessir íslend- ingar geti halþið áfram að búa eriendis við sult og seyru? • • Sjálfkjörln útlegð. FLESTIR þeir ísiendingar, sem erlendis búa, eru þar í sjálfkjör- inni „útlegð". Þeim er Irjálst að koma heim til sín, hvenær, sem þeim þóknast. En hinsvegar heyr ast raddir um, að það sjeu ekki allir jafnánægðir með að vera komnir heim og til sjeu þeir, sem vilja komast, sem fyrst aftur til útlanda. Hafa af einhverjum á- stæðum fest rætur og vilja þar heldur vera, en á gamla Fróni. Við þessu er ekkert að segja, nema það, að það er ekki hægt að búast við því af okkur hjer heima, að við styrkjum borgara annara landa til dvalar erlendis, jafnvel þó þetta hið sama fólk sje fætt hjer og jafnvel uppalið. • Falleg hugsun. 'ÞESSI ORÐ eru ekki rituð til þess að draga úr þeirri fjársöfn un, sem nú fer fram á vegum RKÍ. Starfsemi þess fjelagsskap- ar víðurkenna allir og það er á- byggilegt, að stofnuninni gengur ekki nema gott eitt til, áð efna til fjársamskota handa bágstöddum íslendingum erlendis. Það er með öðrum orðum falleg hugsun, sem þarna liggur á bak við. En myndi ekki ganga betur að safna fje til þess, að koma bág- stöddum íslendingum heim til sín, þar sem þeir geta fengið vinnu við sitt hæfi og orðið landi sínu og þjóð að gagni. Það dvelja vafalaust erlendis margir íslend- ingar, sem hafa fagþekkingu á ýmsum sviðum. Á slíku fólki þurfum við að halda við nýsköp unina. Við myndum bjóða þá fs- lendinga hjartanlega velkomna heim og ekki telja eftir okkur, að leggja eitthvað af mörkum til að gera þeim kleyft að komast hing að, þar sem þeir gætu svo sjeð fyrir sjer sjálfir og orðið að góðu liði. Skattar og skyldur. „HVAÐ VERÐUR af því fje, sem við borgum til hins opinbera í skatta og skyldur?“ spyr brjef- ritari nokkur í tilskrifi til „Dag- lega lífsins". Vitanlega er hjer ekki rúm til að skýra nákvæm- lega frá því, enda er hægt fyrir borgarana að kynna sjer það í opinberum skýrslum, sem allir eiga aðgang að. Þar er gert grein fyrir hverjum eyri, eða rjettara sagt, þannig á það að vera lög- um samkvæmt. En það eru tvær spurningar í brjefinu, sem hjer skal reynt að svara lítillega, vegna þess, að það mun vera al- gengur , misskilningur ríkjandi um þau mál. Fyrri spurningin er þessi: „Er það rjett, að kirkju- gjald, sem menn greiða til Há- skólans í stað þess að greiða þau til viðurkendra safnaða, renni til guðíræðideildar Háskólans?“ — Nei, gjöld þessi renna til Há- skólasjóðs, eða prófsjóðs Háskól- ans og fje úr þessum sjóði er var ið til almennrar háskólastarf- semi. T. d. hefir nokkuð af því fje runnið til stúdentagarðanna. Þeir, sem ekki vilja greiða kirkj unni skatt, eða einhverjum við- urkendum söfnuði, geta greitt sömu upphæð, sem þeim er gert að greiða í kirkjuskatt til þessa háskólasjóðs. • / Kirkjugarösgjaldið. HIN spurning brjefritara er um kirkjugarðsgjald svo kallað, sem qinstaklingum og stofnunum er gert að greiða. Gjald þetta renn- ur til kirkjugarðanna og er notað til viðhalds á þeim, en til þess þarf allmikið fje. • ■«•■■■■ ii p rav ra n ■■■■■■■■■■■■■■•»■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■•■•••*■ m • m s * BRJEF SEND MORGUNBLAÐINU . ........■■■■•■■■»••■•■•■......•■■■........ Herra ritstjóri! ÞEIR J. Bn. og Víkverji gera í gær í Mbl. nokkrar athuga- semdir við erindi mitt um dag- inn og veginn í fyrrakvöld og þykir mjer gæta nokkurs mis- skilnings hjá báðum. Það sem fyrir mjer vakti var m. a. tvennt. 1) að láta í Ijós óá- nægju mína og fjölmargra ann- ara á því, hve miklum tíma út- varpið ver til þess að segja frá íþróttakeppnum, þar sem ekki er um meiri afrek að ræða og öllum leiðist að hlusta á. 2) að vekja at- hygli almennings á því, hve hús- næðisskilyrði skóla í þessum bæ eru slæm. Það er ekki aðeins mis skilningur, að jeg væri að ráð- ast á íþróttirnar eins og J. Bn. segir. Jeg tók það fram berum orðum að „íþróttir sjeu í sjálfu sjer góðar, þegar þeim er beitt í hófi og af drenglyndi". En hinu vil jeg ekki leyna, að mjer finnst það sannast að segja ekki koma almenningi mikið við, þó að jeg eða aðrir stundi íþróttir mjer til hressingar og heilsubótar. — Og hinu „vil jeg heldur ekki leyna, áð jeg er heldur ekki sannfærð- úr um að íþróttakeppnirnar og metingurinn í sambandi við þær sjeu holl, hvort heldur er kepp- E ítið svar endunum sjálfum eða hinum sem horfa á, hvorki likamlega nje and lega. Jeg tel heilbrigði þjóðarinn ar lítil hollusta að t. d. knatt- spyrnukappleikjunum, þar sem 22 menn hlaupa sjer til óbóta, en hundruð og jafnvel þúsundir á- horfenda æpa eins og villidýr, oft skjálfandi af kulda. Og þó að um 20 þús. manns sjeu í íþróttafje- lögin og kannske eitthvert brot af þeim stundi íþróttir, þá skipta þó (jeg vil segja, því fer nú bet- ur), þeir ekki nema hundruðum, sem þjálfa sig til íþróttakeppni. íþróttir á að stunda sjer til heilsubóta, en ekki tjóns. J. Bn. furðar sig á því, að jeg skyldi ekki minnast á skíðaíþrótt ina og frjettir útvarpsins af henni. Pað er nú engin furða, þær frjettir hafa ekki ónáðað mig í sumar af eðlilegum ástæð- um, en jeg get sagt J. Bn„ að þær eru ekki síður hvumleiðar en hinar. Jeg segi það þó ekki af því, að jeg hafi skömm á skíða íþrótt. Það er síður en svo, jeg fer á skíði þegar jeg get á sunnu dögum á veturna ög hefi jafn mikla ánægju af því, þó að þess sje ekki getið í blöðurn nje út- varpi. En hvað viðvíkur orðum hans um „hærri staði“, verð jeg að játa, að jeg er svo ógáfaður, að jeg skil ekki þær dylgjur, og bið hann því að hringja til mín og segja mjer hvað hann meinar. Er svo útrætt um þetta mál af minni hálfu. Þökk fyrir birtinguna. Rvík, 17. okt. Einar Magnússon. • ÞAR sem afstaða kennarans til íþróttanna virðist orðin all-breytt frá því í útvarpserindinu, virðist Víkverja og J. Bn. ekki ástæða til þess að ræða málið frekar við hann. Bardossy leiddur fyrir rjett Moskva í gærkvöldi. í ÚTVARPI frá Moskva í kvöld var frá þ-tfí skýrt, að Lazlo Bardossy, fyrrverandi utanríkisráðherra Ungverja- lands, sem sakaður hefir ver- ið um; stríðsglæpi, muni verða leiddur fyrir herrjett 28. þessa mánaðar. — Bandaríkjamenn framseldu, Ungverjum Bar- dossy 15. október síðastliðinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.