Morgunblaðið - 19.10.1945, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 19.10.1945, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Föstuclagur 19. okt. 1945 Guðlaug í Ólafsdal í DAG er aldarárstíð Guð- laugar Zakaríasdóttur, hús- freyju í Ólafsdal, þVí að hún var fædd þann 19. okt. 1845. Það er ekki tilgangurinn með þessum fáu línum að gera minn ingu þessarar stórmerku konu nokkur skil, enda yrði það langt mál, ef vel væri gert, •— en óhæfilegt væri þó, ef hennar væri að engu getið í blöðum á þessum tímamótum, svo mikið á þjóðin henni að þakka. Allir fulltíðamenn munu kannast við To'rfa Bjarnason, skólastjóra í Ólafsdal, enda þótt minningu hans hafi ekki verið sýndur sá sómi, sem hann verðskuldar, en margir munu þeir vera, sem lítið eða ekkert kannast við konu hans, Guð- laugu Zakaríasdóttir, enda var hennar verkahringur þrengri en háns, svo sem jafnaðarlega er um konur, og því fór af henni minna orð út i frá en honum. En þeir, sem þekktu Ólafsdals- heimilið í þeirra tíð, af persónu legum kynningum vita það, að hún var engu minni skörungur heima fyrir, en bóndi hennar og, þarf þó langt til að jafna og | lengi að leita til að finna annan eins heimilisföður og Torfi var. Þa:u voru frændsystkini hjón in og kynntust ung hjá frænda sínum, bændaskörungnum Ás- geir Einarssyni, alþingismanni, sem kenndur er jafnan við Þing eyrar. Þar felldu þau hugi sam an og giftust haustið 1868. Reistu bú næsta vor að Varma- læk í Borgarfirði, en fluttu það an búferlum að Ólafsdal, vorið 1871 og hafði Torfi keypt jörð- ina. Þar bjuggu þau saman með an Torfi lifði, til 1915, og síðan bjó Guðlaug þgr til æfiloka — en hún dó 1937 — með Mark- úsi syni sínum. Frá 1880—1907 hjeldu þau skóla þar í Ólafsdal. Jeg segi þau með ráðnum hug, því að bæði var það, að Guðlaug átti á sína vísu þótt í stjórn búnað- arskólans í Ólafsdal og svo var hitt, að hún tók lengi stúikur til kennslu í hússtjórnarstörf- um og hafði hún þó í engan skóla gengið — nema á góðum heimilum, í æsku sinni — frem ur en Torfi — og er það eitt m. a. órækt vitni um þann heima- mund atgjörfis og mannkosta, er þau höfðu hlotið í vöggu- gjöf. Guðlaug var framúrskarandi bústjórnarkona, að ráðdeild og dugnaði og svo afkastamikil til allra verka, að fáar konur koma þar til jafns við hana. Til marks um vinnuafköst hennar er t. d. það, að þrátt fyrir umsvifamikil húsmóðurstörf, á fjölmennu fyr irmyndarheimili, skilaði hún meiri tóskap eftir vikuna, jafn- aðarlega, en vinnukonur henn- ar, þótt tóskapurinn væri þeirra aðalverk. Þetta er ekki þjóð- saga, heldur liggur það fyrir í vikulegum vinnuskýrslum, er Torfi ljet halda um allt það er unnið var á heimilinu, ekki að- eins talið í vinnustundum, held m ur og í- afköstum. sem töluleg- um mælingum varð á komið eft ir vikuna. Guðlaug var mikil skapfestu- kona — og það voru þau hjón bæði — en hún hafði ekki þá framúrskarandi lipurð og stjórn skapsmunanna, sem svo mjög einkenndi Torfa og gerðu hann svo ástsælan meðal allra þeirra, er nutu stjórnar hans. En um hana mátti með sanni segja að „hún væri drengur góður“ og þess nutu margir, Til marks um það hvers virði hún var manni sínum, er sú saga, að hún tók sjer eitt sinn hvíld frá heimilisstörfum og hugðist vera viku út í Breiðar- fjarðareyjúm, en vart var vik- an hálfnuð, er Torfi ljet senda eftir henni og ljet þau orð fylgja, að alt færi um þverbak á heimilinu ef hún kæmi ekki heim þegar. Þeim Ólafsdalshjónum varð 12 barna auðið og nutu þau hins ágætasta uppeldis og ment. unar, bæði heima og í skólum utan heimilis, eftir því senj þeim entist aldur til. En sú þunga raun var á foreldrana lögð, að sjá þeim á bak flestum og aðeins 2 dætur og einn son- ur lifðu móður sína. Þeim, sem vilja kynnast kvenskörungnum Guðlaugu í Ólafsdal nokkru nánar, af frá- sögn einnar þeirraf konu, er var í „skóla“ hjá henni, í æsku sinni, skal á það bent að flutt mun verða erindi um Guðlaugu í útvarpinu í kvöld. M. Stefánsson. Pingírjettir Á DAGSKRÁ Ed. var í gær frv. um hafnargerðir og lend- ingarbætur, þess efnis, að allar hafnargerðir og lendingarbæt- ur verði framvegis framkvæmd ar eftir sömu lögurrp Flutt af sj ávarútvegsnef nd. Form. sjávarútvegsnefndar, Guðm. I. Guðmundsson sagði, að samgöngumálaráðherra hefði sent nefndinni frv. með ósk um, að nefndin flytti ' það. Nefndinni hefði ekki annist tími til að athuga frv. nánar, en þetta væri samskonar lög- gjöf og gilt hefði um vita, vegi og' brýr. Flest öll almennu á- kvæðin. sem væru í hinum sjer stöku lögum, hefðu verið t/‘k- in upp í þessi heildarlög Ekki þyrfti að fjölyrða um, hve ó- heppilegt væri, að sjerstök lög giltu um hverja höfn. Samgöngumálaráðherra Em- il Jónsson mælti síðan nokkur orð og sagði, að öllum hafnar- 'lögum og lögum um lending- arbætur hefði verið safnað í eina heild, þannig, að þessi nýju lög yrðu einfaldari í fram- kvæmd. Samgöngumálaráð- herra benti á, að það væri ný- mæli, hverjar hafnir skuli vera styrkhæfar, en í 3. gr, frv. seg- ir, að „skilyrði fyrir styrkveit- ingu og ábyrgð ríkissjóðs er, að hafnargerðin eða lendingar- bæturnar sjeu framkvæmdar undir yfirumsjón vitamála- stjóra eða annars manns, sem samgöngumálaráðherra sam- þykti. Málinu var vísað til 2. umr, og sjávarútvegsnefndar. Á dagskrá Nd. voru 3 mál: Frv. um viðauka við .1. nr. 45, 1937, um bann gegn drag- nótaveiði í landhelgi. Sjávar- útvegsnefnd flytur frumvarpið að beiðni ajvinnumálaráð- herra. Er hjer lagt til, að heim- ilað verði að friða þau svæði, þar sem bestar eru uppeldis- stöðvar fyrir flatfisk. Þarf með mæla frá Fiskifjelagi íslands og fiskideild atvinnudeildar, til þess að slík friðun sje fyrir- skipuð. Frv. fór til 2. umr. Hin tvö málin voru um lend- ingarbætur og fóru til nefndar. Til fólksins á Sólheimum í Laxárdal: Mæðgur 50 kr. Til veiku stúlkunnar: S. B. 50 kr. G. Þ. 10 kr X. X. 20 kr. Skrifstofuvjelar Samlagningar-, marjL'öldunar- qg Ritvjel- ar. Nokkur , stykki fyrirliggjandi. Einar J. Skúlason ,, Brattagata 3B. K.+K** * ! ! 1. í l í ».‘WVV f I j A N Rjúpnadráp er stranglega bannað í eft- irtöldum löndum: Valla, Norður-Grafar, Þverárkots, Hrafnhólá og' Stardals í Kjal-* arneshreppi, og Fellsenda í Þingvalla- hreppi, ÁBÚENDUR. Saumavjelar Stígnar Singer heimilisvjelar og ein raf- knúin armvjel með hjólfæti, hentug fyr-. ir skinnasaum. , Einar J. Skúlason Bi’attagata 3B. ••• Perlur — Palliettur Kjólabúðin Bergþórugötu 2. 0 t $ •:• •:• l f. RAWL PLUGS Steinborar, Tappar nr. 8, 10. 12 14. Járn & Gler h.í. Laugaveg 70. — Sími 5362. X ,», % AUGLÝSÍNG ER GtTLLS ÍGILDI Írttwti n m—wmnffl-m a a SO l'M A rTTECTIVE! SO I CAN'T GET T14E LJ’/f-POWN ON ALL TWE5E ÍMYSTERIOUS TRAIN PELAYS ANP 1 TIE-UPS i_ e>AW! f-r- ---MURPERS 'ARE SIMPLER, X-9. NOW HERE'S A GIRL POUNP ON A LONELY ROAP. TWE CAILY THING IN HER PUR5B ^ANP WERE'S TWE W A SLIPE, HENNESSY. I WANT TO TAKE SOME SCRAPINGS PKOMl EJflr Robert Sform Z'M GOING BACK TO THE BUREAU ANP GET THESE ©CSAPINGS ANALYZEP. yOU CHECK WHETHER ANV PECENT WASHINGTON TRAIN5 WEÍ?E MVSTERIOUSLY 9ELAYEP. X-9: Jæja, sVo að jeg er leynilögreglumaður. Og jeg á að getað snapað uppi, hvernig þessar dular- fullu lestarstöðvanir verða, svei! — Hinn G-maður- inn: Morð eru auðveldari X-9. Nú, hjer hefir stúlku lík fundist á afskekktum vegi! Það eina, sem var í tösku stúlkunnar var ..... merkt jámbrautará- Washingtonlestina. X79: Lánaðu ipjer naglaskafa, ætlun. —; Hennessy, jeg ætla vð vi a hvpð er undir nöglunum X-;9: Upp ipeð haUinn þetta getur verið þáð, á henni. — Svö fe. je , . rannsóknarstofuna og læt sem jeg var að; bíða eftir. —•(I .líkhúsinu) Lög- . ranpsaka þetta, en þi! ... .hpgar,hvort eitthvert. at reglumaður: Hjerna er áætlunin, X-9, og merkt við hefir verið gert í' 'aah.ngtonlestinni á meðan.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.