Morgunblaðið - 15.01.1946, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 15.01.1946, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 15. jan. 1946 MORGUNBLAÐIÐ 5 VilLj 'álmur jft. Cjíófaóon: K A L H O L T LEIKRITIÐ SKALHOLT, eft ir Guðmund Kamban, héfir nú verið leikið hjer nokkrum sinn um við ágæta athygli leikhús- gesta, en nokkurra gagnrýni sumra leikdómara. Einn þeirra, Sigurður Grímsson, hefir látið svo um mælt, að þeir annmark ar væru á þýðingu leiksins, að hann „saknaði höfundarins“. Það sjest á öðrum orðum hans að þetta á að merkja það, að þýðingin beri um of mín merki og míns málfars, en ekki þess máls, og sjerstaklega ekki þess sautjándualdar máls, sem sje á öðru tilteknu verki Kambans, sagnaflokkinum Skálholt. — Ef ekki væri hjer um annað að ræða en einhvern smekkmun á þýðingu einstakra atriða, hefði jeg látið þessa athugasemd eiga sig. En af því að jeg hygg að hún gefi ekki einungis villandi hugmynd um þýðinguna, heldur sje hún einnig byggð á misskiln ingi á sambandi sögu og leikrits og á uppruna og eðli leiksins, þykir mjer rjett að leiðrjetta þetta. Ummæli Sig. Grímssonar eru reist á þeim tvennum forsend- um, að leikritið sje samið upp úr sögunni, og að höfundurinn hafi beitt sömu listtækni, sama málfari og stílsmáta, í hinu danska leikriti og í hinni ís- lensku gerð sögunnar og þess- vegna hafi átt áð taka samtöl orðrjett upp úr íslensku sög- unni og fella inn í leikritið. Þetta er hvorutveggja rangt. Guðm. Kamban hefir sjálfur tekið það skýrt fram (1934), að leikritið sje ekki samið upp úr sögunni, heldur sje það eldra en sagan. Honum vár það meira að segja mikið áhugamál að koma mönnum í skilning um þetta, láta ekki blanda saman sögunni og leikritinu. „Leikrit- ið ber á engan hátt að skoða sem „dramatiseringu“ á sögu minni Skálholt“, sagði hann, ,,heldur sem algerlega sjálfstætt leikrænt verk“. Og þegar hann nefnir augljósan og eðlilegan skyldleika samtalanna í sög- unni og leikritinu (skyldleika, sem hefir verið virtur í þýð- ingunni), segir hann jafnframt, að þeir, „sem beri skyn á þess- ar tvær listgreinar muni óðar sjá grundvallarmuninn á uppi- stöðu og tækni ritanna“. Annara vitna þarf að vísu ekki við um þessi efni, en höf- undinn sjálfan. Ummæli* hans sanna rjettmæti þess að leikrit- ið sje þýtt og flutt sem sjálf- stætt listaverk án þess að blanda því saman við söguna. En af því að menn hafa ekki annað en prentuðu sögurnar við að styðjast, en leikritin eru ó- prentuð, er rjett að skýra þetta dálítið nánar. Menn þurfa þá f jrst að gera sjer grein fyrir því, að Skál- holtsleikritið, sem nú er sýnt hjer, er ekki sama leikritið, sem áður var sýnt í Konunglega Jeik húsinu í Kaupmannahöfn, — (kringum 1930). Það leikrit „geltk ekki“, þrátt fyrir leik á- gætra listamanna. Það, sem því varð að fótakefli, með rjcttu eða röngu, var lengd þess og söguleg nákvæmni, ef svo má kveða að orði, sagan og 17. öld in, einmitt þessháttar atriði, sem leikdómarinn heldur að hann sakni úr seinni leiknum. Guðmundur Kamban rannsak- aði frumheimildirnar að sögu Brynjólfs biskups og samtíma hans af því kappi og með þeirri vandvirkni, sem verið hefði hverjum sagnfræðingi til sóma. Það var einmitt sögúáhugi hans, sem varð til þess að hann samdi skáldsöguna upp úr þeim drögum, sem hann byrjaði að safna í þeim tilgangi að skrifa leikrit. Það voru einnig sögufræðin, sem helst hömluðu gengi fyrra leikrits hans. Leiksviðsreynsl- an af því (Paa Skalholt) varð til þess að Kamban tók efnið til meðferðar á ný, stytti leikinn, breytti honum og samdi upp. 16. og 17. aldar leikrit á nútíma íslensku, án þess að sakna í því höfundarins, jafnvel ekki Shake speares. Söknuðurínn yfir pírumpári gamalla bögumæla væri ann- ars skemtileg saga út af fyrir sig. Sumir virðast halda að slíkt mál hafi verið sjerkennileg ís- lenska 17. aldarinnar. Málblend ingur og bögumæli voru til á 17. öld eins og á flestum öðrum öldutn, í stíl eins og þessum: „Dárinn, sem negliserar sínar studier, forblífur í sinni ignor- antie, utan sproks“. En á lif- andi íslensku 17. aldarinnar var þessi einfalda hugsun einnig orðuð hispurslaust þannig, að „þursinn heimskur þegja hlýt- ur, sem þrjóskast við að læra“. Sannleikurinn er sem sje sá, að munurinn á lifandi máli 17. aldarinnar og máli nútímans er ekki meiri en svo, að enginn þarf að finna til saknaðar eða A. G. Hammel pró- fessor látinn Það er þetta nýja leikrit, sem un(jrunar, þó að hann heyri 17. nú er leikið hjer í Reykjavík. Það hefir ekki verið leikið áð- ur og ekki prentað, en handrit Kambans að því var í vörslum bróður hans, hr. Gísla Jónsson- ar alþm., og eftir því handriti hefi jeg þýtt það að beiðni Leik fjelagsins. Þetta nýja leikrit er að ýmsu leyti frábrugðið því eldra. Samtölum er breytt og orðalagj þeirra. Heilar sýning- ar eru feldar niður. Allmörg- um persónum er alveg sleppt. En það, sem máli skiftir hjer, er þetta, að í frumriti danska leikritsins hefir ifamban ekki gert minstu tilraun til þess að setja danskt málfar 17. aldar- innar á samtal persónanna. Að þessu leyti er leikrtið ólíkt sögunni og sjerstaklega hinni íslensku gerð hennar, eins og Kamban tók sjálfur fram og fyrr greinir. Þó að samtöl falli stundum saman í sögunni og leiknum, þar sem efni er eins, er ekki einungis stílsmunur og máls á verkunum, heldur einn- ig víða talsverður orðamunur. Leikritið er skrifað á fallegu aldar fólk tala á leiksviði á venjulegu og vönduðu nútíma- máli. Ef leikrit getur ekki lifað á tungumáli þeirra leikhús- gesta, sem eiga að sjá það og heyra, ef það getur ekki lifað á list forms síns og á innra eldi persónulýsinga sinna og rökvísi atburða sinna, þá verð- ur því hvorki bjargað með íburðarmiklum búningum eða tjöldum, nje með gerfimeðul- um eins og krumsprangi blend- ingsmáls og bögumæla, sem eru hjáróma og utanveltu við efnið. Leikritið Skálholt þarf ekki á því að halda. Vilhj. Þ. Gíslason. Neita að skila skipunum LONDON: Argentínumenn hafa neitað beiðni Frakka um að þeir skiluðu aftur þrem frönskum skipum, sem þeir gerðu upptæk í Buenos Ayres sumarið 1943. Frakkar hafa mótmælt röksemdum þeim, sem og 400 smálestir að stærð. X Wcis teianaáafc Argentínumenn bera fram fyrir og hispurslausu dönsku nútíma Þess^ Skipineru ^10.800. 9900 máli, máli mentaðra danskra leikhúsgesta, án allrar fyrnsku eða málblendings. Eftir þessum einkennum frumritsins var ná- kvæmlega og trúlega farið í þýðingu minni, eins og jeg af- henti hana Leikfjelaginu. Fylgt var skýrum fyrirmælum höf- undarins sjálfs um það, að leik- ritið skyldi í sinni íslensku mynd vera sjálfstætt rit og sög- unni óháð. Þar, sem höfundur- inn sjálfur hefir viljað láta koma fram annarlegan eða út- lendan tón, er því haldið í þýð- ingunni, t. d. ávarpstitlum eins og matróna og hans herradóm- ur eða orðum eins og materia. Og þar sem höfundurinn hefir beinlínis notað gömul skjöl, eins og um eiðstaf Ragnheiðar, eru þau tekin í þýðinguna orð- rjett úr brjefabók biskups. Sá þýðingarháttur, sem notaður er á Skálholti, er í samræmi við það, sem tíðkast hefir í íslensk- um bókmentum. Góðir menn hafa látið sjer sæma, frá því á öldinni sem leið og fram á þenna dag, að þýða t. d. ensk HINGAÐ hefir borist sú sorg arfregn, að prófessor van Ham- el í Utrecht í Hollandi hafi and ast 23. nóv. s.l., 59 ára að aldri, eftir stijjta legu. <* Prófessor van Hamel átti fjöl marga vini hjer á Islandi, hafði komið hingað sumar eftir sum- ar með heilíHi hóp hollenskra stúdenta, er dvöldust hjer á ýmsum sveitabæjum og námu íslensku. 1935 var van Hamel prófessor hjer við háskólann í skiftum við mf^, er gegndi em- bætti hans í Hollandi. Varð mjer þá kunnugt, hvílíkra vin- sælda og álits hann naut í heimalandi sínu. Hann var lær- dómsmaður mikill bæði í ger- mönskum og keltneskum fræð- um og kendi hvorttveggja. Hef- ir hann samið fjölda vísindarit- gerða um ýmis efni, einkum málfræðileg og í goðafræði, gef ið út fornkeltnesk heimildar- rit, verið ritstjóri tímaritsins Neophilologus, samið kenslu- bók í gotnesku á hollensku og margt annað, er hjer verður ekki minst á. Hann var tví- mælalaust í hópi merkustu vís indamanna Hollendinga, var af ágætum ættum kominn og naut óskoraðs trausts og virðingar. Hann var mjög ástsæll af stú- dentum sínum. Bróðir hans, sem er nafnkunnur þjóðrjettar- fræðingur og prófessor, segir um hann í brjefi til mín: „Hann var afbragð annara manna og ágætur bróðir.-------Hann var tengdur órjúfandi böndum við ísland, er hann dáði mjög og hefir ritað svo fagurlega um. Jeg er viss um, að*fregnin um dauða hans muni vekja þar mikinn söknuð--------“. Hjer er vitnað til bókar þeirrar ísland, að fornu og nýju, er van Hamel birti á hollensku skömmu eftir 1930 og vinir hans í Hollandi nefndu „lyrikkina hans van Hamels“. Bók þessi er rituð af næmari skilningi á högum ís- lendinga og þjóðareðli, en mað ur á að venjast í erlendum rit- um um ísland. í þessari bók lýsir hann fallega m. a. áhrif- um víðernis íslenskrar nátt- Hálft steinhús í Austurbænum til sölu, 3 herbergi og eldhús, alt laust til íbúðar strax. Húsið er á hitaveitu svæðinu. Sanngjarnt verð. Nánari uppl. gefur Bankastræti 7. cjciaóa Sími 6063 aa vvvvvvvVvvvvvvvvvvv^rvvvvvv^WWVW*.*****/***** *iMi”i*,i‘*i”iMi**i**i‘*iM»»*íMÍ”i”i’*i*%*%’*i**i**iMi*,i%M«**i*%**iMi**i”»**i***”**’«** ! i I 1 ? Veggfóður Nýustu gerðir Upplímingu getur annast einn af bestu vegg- fóðrurum þessa lands. MÁLARINN Owvwv úru og ferðalífs í kafla, er nefn ist „á heiðum“ og verður hann bráðlega birtur á íslensku í þýð ingu Björgúlfs Ólaíssonar lækn is í riti því, er nefnist „Glöggt er gestsaugað“, en Menningar- og fræðslusamband alþýðu gef- ur út. Jeg fekk langt brjef frá þess- um látna vini mínum, sem er ritað nákvæmlega tveim mán- uðum áður en hann dó. Brjefið er ritað á íslensku og spyrst hann fyrir um ýihsa vini sína, m. a. Björgvin sýslumann. —- Síðan segir hann frá stríðinu og hörmungum þess. Fer hjer á eftir stuttur kafli úr þessu brjefi: „— Ungu mennirnir voru í miklu meiri vandræðum en við eldri mennirnir. Þjóðverjar ljetu þá, sem þeir náðu í, ann- að hvort vinna fyrir herinn (þ. e. a. s. beint á móti sinni eigin þjóð) eða fluttu þá austur í Þýskaland til þess að vinna þar í verksmiðjum. Oft og oft sá- um við margar þúsundir af ung um mönnum, reknar fótgang- andi og nærri því matarlausar austur til landamæra. Margir af þeim dóu á leiðinni, en það stóð á sama, fjándinn (óvinur- inn) fann nýja menn. — Að sjálfsögðu var ekkert lengur að gera í háskólanum. stúdentarn- ir voru annað hvort fluttir aust- ur eða orðnir að skógarmönn-” um. Af þeim voru þeir, sem Þjóðverjar náðu í, skotnir. — Fjándinn skaut margar þús- undir af mönnum hjer; áreið- anlegai' tölur um það eru enn ekki kunnar. Af kollegum hjer í háskólan- um voru engir skotnir nema þeir fjórir, sem voru Gyðingar. Áhverjumdegi heyrðum við um nýja menn, sem dóu á eymdar- legan hátt, bæði hjer og í ný- lendunum. Bróðir minn missti syni sína tvo, annar var skot- inn af Þjóðverjum, hinn var píndur til dauða í fangelsi í Þýskalandi. Og svona er í flest- um heimilum. En þjóðin hjelt höfðinu óhneigðu í allri kúgun og þjáningu, þeir, sem fórnuðu lífinu fyrir föðurlandið, dóu ekki til einskis og í leynilega stríðinu var aldrei hlje--“. Fáar þjóðir eiga eins um sárt að binda og Hollendingar eftir hörmungar stríðsins. Van Ham- el var einn af ágætustu son- um Hollands. Þegar loks fer að rofa til, er dagur hans að kvöldi kominn. Hans verður sárt saknað meðal ættingja og vina í Hollandi. En einnig hjer á landi mun margan setja hljóð an, er menn frjetta andlát hans. Alexander Jóhannesson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.