Morgunblaðið - 15.01.1946, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 15.01.1946, Blaðsíða 8
8 M0KGUNBLA8IÐ Þriðjudagur 15. jan. 1946 Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús ’Jónsson Ritstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: Ivar Guðmundsson Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Sími 1600. Áakriftargjald: kr. 8.00 á mánuði innanlands, kr. 12.00 utanlands. í lausasölu 50 aura eintakið, 60 aura með Lesbók. SVAR BÆNDA í SÍÐASTA tbl. Freys birtist athyglisverð grein eftir Árna G. Eylands. Greinin nefnist: Um hvað biðja bænd- ur? Segir þar, að hinn 1. desember s. 1. hafi legið fyrir hjá búnaðardeild S. í. S. beiðnir frá bændum um ýmis- konar búvjelar og hafi andvirði þeirra numið hátt á 11. miljón króna. Telur greinarhöf. eftirtaldar vjelar: 75 diesel-dráttarvjelar á skriðbeltum, með jarðýtum, plógum og herfum. 46 dráttarvjelar á járnhjólum með sláttuvjelum, plógum og herfum. 592 heimilis-dráttar- vjelar á gúmmíhjólum, með sláttuvjelum, plógum, herf- um, mykjudreifurum, heyhleðsluvjelum og vögnum. Þetta eru samtals 713 dráttarvjelar með ýmiskonar verk- færum. Ennfremur lágu fyrir beiðnir um eftirtaldar búvjelar og verkfæri: 88 hestplóga, 52 hestherfi, 75 áburðardreif- ara, 106 forardælur, 7 raðhreinsara, 24 kartöfluupptöku- vjelar og 8 flokkunarvjelar; 592 sláttuvjelar, 1015 rakstr- arvjelar, 221 múgavjel; 60 útungunarvjelar og 28 unga- fóstur; 286 pör vagnhjól, 250 prjónavjelar, 1607 sauma- vjelar, 184 strokkar. Ennfremur mjaltavjelalagnir í nokkra tugi fjósa af ýmsum stærðum. Þess utan sjeu ýmiskonar aðrar búvjelar, og megi full- yrða, segir Á. G. E., að bændur hafi hug á að kaupa bú- vjelar á hinu nýbyrjaða ári fyrir a. m. k. 12—15 milj. kr. it Vissulega ber að fagna þessum tíðindum. Því enda þótt ekki verði unt að fullnægja öllum beiðnunum á þessu ári, sýna þær greinilega stórhug bænda og að þeir hafa að engu úrtölur og barlóm Tímamanna. Ríkisstjórnin hefir oft skorað á bændur að styðja ný- sköpunina og gerast virkir þátttakendur í henni. Leiðtog- ar Framsóknarflokksins hafa hinsvegar gert alt til að draga úr bændum og fá þá til þess að hafast ekkert að. Þeir hafa reynt að teija bændum og öðrum landsmönn- um trú um, að nýsköpunin væri skrum og blekking, enda ekkert vit í að verja fje til kaupa á nýjum tækjum til framleiðslunnar, meðan dýrtíðin væri á hátoppi. Bændur hafa nú gefið sitt svar..Svarið var hið sama hjá þeim og hjá útgerðarmönnum og öðrum athafna- mönnum í landinu. Bændur hafa þegar gerst stórvirkir þátttakendur í nýsköpuninni. Það sýna best beiðnir þeirra Um margskonar búvjelar, sem þegar liggja fyrir. ★ Er Á. G. E. hefir lýst búvjela-pöntunum bænda, spyr hann: „En hvernig fer þetta í höndum bændanna, spyrja margir. Fer ekki mikið af þessum vjelum forgörðum vegna vanhirðu og þekkingarleysis?“ Og Árni svarar: „Ekki verður hjá því komist að kannast við að svo geti orðið, að einhverju leyti“. Hirðing búvjela hefir farið mjög fram í sveitum hin síðari ár. Sú var tíðin, að sláttuvjelar og rakstrarvjelar voru látnar standa úti á vetrum,- svo að þær ryðguðu og ending þeirra því mjög ljeleg. Nú mun þetta víðast hvar horfið og er það vel farið. Það er ekki skemtilegt að sjá bragga í sveitum, en sje þeim haganlega fyrir komið, geta þeir verið hentugir til þess að geyma í búvjelar. Munu margir bændur hafa hagnýtt sjer þssar byggingar á þenna hátt. Bændur hafa áreiðanlega komist að raun um, að það margborgar' sig að hirða vel búvjelar. Þeir munu því sjálfir kippa því í lag, sem aflaga hefir farið í þessu efni. En hitt á að'vera verkefni Búnaðarfjelags íslands, að sjá um að bændur fái nauðsynlega þekkingu í meðferð bú- vjela. Þetta starf hefir verið vanrækt til þessa, og sje ekki úr því bætt, getur það kostað bændur stórfje. Geta má þess að lokum, að núverandi landbúnaðarráð- herra hefir ráðið Árna G. Eylands sem fulltrúa í landbún- aðarráðuneytinu. Hjer er farið inn á nýja braut, að fá búfræðing í ráðuneytið, sem þessi mál heyra undir. Ætti þetta að verða landbúnaðinum til góðs. ÚR DAGLEGA LÍFINU Setur svip á bæinn. SJÁI..FSTÆÐISHÚSIÐ við Austurvöll ér að verða tilbú- ið. Það hús mun setja sinn svip á bæinn á næstu árum og það er svipur, sem bæjarbúar í heild geta verið hreyknir af. Á sunnu daginn var haldinn fyrsti fund urinn í hinu nýja húsi. 500 manns sátu þar í þægilegum sætum, en á þriðja hundrað manns urðu að standa. Þetta er í fyrsta sinni, sem 800 Reyk- víkingar koma saman í einum sal, þannig, að vel fari um þá. Hingað til hefir ekki verið til 1 bænum það stór samkomusal- ur. En þegar húsið verður full- gert, sennilega um mánaðamót- in febrúar og mars, geta enn fleiri komist í þessi húsakynni í einu, því að þessu sinni var ekki opnaður baksalur, sem tek ur alt að því 100 manns. Þeir, sem sóttu fund Sjálf- stæðisfjelaganna á sunnudag- inn var, munu hafa undrast, er þeir sáu þann glæsibrag, sem var á öllu í hinum nýja sam- komusal. Þó er salurinn ekki nema svipur hjá sjón ennþá, þar sem enn vantar svo að segja alt skraut í salinn. • Til ánægju fyrir alla Reykvíkinga. ÞAÐ ERU SJÁLFSTÆÐIS- FJELÖGIN í Reykjavík, sem gengist hafa fyrir byggingu samkomusalanna við Austur- völl. Fjelögin hafa ráðist í þessa byggingu fyrst og fremst til þess að fá eigin húsakynni fyr- ir starfsemi sína og vafalaust verður hin nýja bygging til þess að efla mjög fjelagsstarf- semi þeirra fjelaga, sem bygg- inguna eiga. En hitt er og aug- ljóst mál, að þessi salakynni koma öllum Reykvíkingum að gagni í framtíðinni. I ráði er að hafa þarna veitingasölu fýr- ir almenning. Yms fjelög munu sækjast eftir að fá leigt húsnæði fyrir starfsemi sína, skemtana- hald og þessháttar. Þar að auki er það sómi fyrir Reykjavík að eiga jafn glæsilegt veitinga- hús. Já, sjálfstæðisfjelögin eiga þakkir skyldar fyrir að hafa ráðist í þessa byggingu. Okk- ur vantaði slíkan stað hjer í bænum og nú er hann að verða tilbúinn. Um leið og sjálfstæðisfjelög- unum er óskað til hamingju með nýja húsið, má óska öllum Reykvíkingum til hamingju með hinn nýja samkomustað höfuðstaðarbúa. • Stórhugur og dugn- aður. ÞEIR, SEM frumkvæðið áttu að því, að ráðist var í bygg- ingu hins nýja samkomuhúss og húsbyggingarnefndin eiga miklar þakkir skyldar fyrir hið mikla verk, sem liggur á bak við það, að samkomuhúsinu var komið upp. En fyrst og fremst ber að geta þess stórhugar og þess dugnaðar, sem þarna lýsir sjer. Það var ekki nein hálf- velgja ekkert kák. Þeir, sem skoða samkomusalinn sjá, að það hefir ekki verið kastað höndunum til neins. Það hefir augsýnilega verið farið eftir þeirri reglu, að það besta væri ekki of gott og vissu lega er það hinn rjetti hugsun- arháttur. Húsameistararnir, smiðirnir, múrararnir og verka mennirnir, sem unnið hafa við bygginguna, geta verið ánægð- ir með sitt verk. Það hefir ver- ið vel unnið. A þessu sinni mun jeg ekki fara út í að lýsa hinu nýja sam komuhúsi Reykvíkinga. Það mun verða gert, þegar alt er til- búið og þá verða vafalaust og nefnd nöfn þeirra manna, sem lagt hafa hönd á plóginn til þess að hinn veglegi samkomu- salur hefir tekist eins vel og raun ber vitni. • Kosningaáhugi. ÞAÐ SÝNIR fátt betur áhuga almennings fyrir í hönd far- andi kosningum en einmitt fundarsóknin hjá sjálfstæðis- fjelögunum á sunnudaginn var. Á sunnudaginn var hjer ein- hver mesta stórrigning, sem komið hefir á vetrinum og veð- urhæðin var eftir því. Maður skyldi ekki hafa haldið, að menn nentu að fara út úr hlýj- unni heima hjá sjer á sunnu- degi til að hlusta á pólitískar ræður. En það var nú eitthvað annað. „Það var eiginlega heppilegt, að veðrið skyldi vera svona vont“, sagði maður í ganginum í Sjálfstæðishúsinu á sunnudaginn. „Það hefði orð- ið falleg ös hjer, ef veðrið hefði verið gott“. Og þetta var vafalaust rjett athugað hjá manninum. Það hefði orðið falleg ös. Og gaman er það fyrir sjálfstæðisfjelögin að fylla hin nýju húsakynni sín á fyrsta fundinum, sem hald- inn er í nýja húsinu, þrátt fyr- ir ófært veður. Sjálfstæðisdagur. Á LAUGARDAGSKVÖLDIÐ kom kunnur Sjálfstæðismaður í hús til kunningja sinna. Þar voru gestir fyrir og talið barst vitanlega að bæjarstjórnarkosn ingunum. Það er umræðuefni, sem gnæfir langhæst hjer í bæn um um þessar mundir. Þarna voru tvær blómarósir og telja þeir, sem til þekkja, að lítið hafi hingað til borið á stjórnmálalegum áhuga hjá þeim. En nú höfðu þær hrifist með og vildu fyrir alla muni verða að einhverju liði. Leggja fram sinn skerf, eins og það er kallað. Og alt í einu sneri önn- ur blómarósin sjer að Sjálf- stæðisforystumanninum og sagði: „Getið þjer ekki sjeð til þessj að við fáum eitthvað að hjálpa til á sjálfstæðisdaginn?“ Hún var farin að kalla kosn ingadaginn sjálfstæðisdaginn. Júní í janúar. í ERLENDU DANSIAGI, sem naut mikilla vinsælda hjer á árunum, er talað um „júní í janúar“, en þessi kynlega veð- urbreyting vísnahöfundarins var ekki nema líking og staf- aði af því, að hann var ástfang inn. Hann hafði „sól í hjarta og sól í sinni“ af þeim ástæðum. En því datt mjer þetta dæg- urlag í hug, að í gær var 14. janúar, en hvað veðráttuna snerti hefði það eins getað ver- ið 14. júní. Menn hafa að sjálfsögðu ekki neitt á móti veðurblíðu, eins og verið hefir til þessa í vetur, en hitt má heyra í sambandi við umræður um veðrið, að marg- ir eru kvíðnir um, að sumarið verði ekki eins gott og það þyrfti að vera, vegna þess, hve veturinn er mildur. ! MYNDIR ÚR BÆJARLlFINU ( : Tveir skélabræður Sala saman ÞEIR ERU vinir, Sólmundur og Jón, og hafa altaf haft á- nægju af að rí(ast, eins og ung um mönnum er títt, sem hugsa sjer að láta eitthvað til sín taka í lífinu. Þeir eru skólabræður. Þeir tala um pólitík eins og aðrir nú á tímum og hafa stund um mikið að segja hvor öðrum. — Geturðu þá ekki skilið, sagði Sólmundur, að hið taum- lausa sovjethatur Ihaldsins er til skammar? Hvað hafa Rúss- ar svo sem gert á hlut Islend- inga? Er þetta ekki kannske mikil menningarþjóð? Þú veist þó líklega, hve leiklist þeirra er á háu stigi, hljómlist þeirra og dans, ágætar kvikmyndir framleiða þeir. Það hefir mað- ur sjeð. — Þakka skyldi þeim, þó þeir gætu framvísað einhverj- um, sem skara fram úr, þjóð, sem hefir hátt á annað hundr- að miljónum úr að moða. — Hvað skyldu þeir að með- altali eiga mörg skáld og lista- menn, fyrir hverjar 130.000 manna, sem búa þar austur á víðáttunum, svo jeg leyfi mjer að gera samanburð á okkar litlu þjóð. En þegar þú minnist á hat- ur í sambandi við rússnesku þjóðina, þá skýtur þú framhjá markinu. — Nú? Er ekki altaf verið að tala um það hjer í blöðunum, hversu stjórnin sje svívirðileg í Rússlandi og ástandið þar bágborið í alla staði — og það í sjálfu „alþýðuríkinu“? segir Sólmundur og hækkar róminn. — Hversvegna er verið að minnast á þetta? — Já, hversvegna, segir Sól- mundur og kemur dálítill tauga titringur fram í málrómnum. Segðu mjer hversvegna? Það ert þú og þínir menn, sem eiga að svara því — en ekki jeg. — Þá skal jog segja þjer það, og gera mitt besta til þess að þú skiljir það. — Þú kannast við flokk, sem nefnir sig Sam- einingarflokk alþýðu — Sósíal- istaflokkinn. Þú ert, eftir því sem þú hefir sjálfur sagt mjer, innritaður í þann flokk, ert þar orðinn_,,númer“, kannske ekki sjerlega stórt númer. — Þessi flokkur þinn hefir ekkert far- ið leynt með það, að hann ætli að koma hjer á sovjetskipulagi, taka upp stjórnarhætti komm- únista, gera þenna hólma okk- ar að obbo-pínulítilli spegil- mynd af hinni miklu Rússíá, þar sem einn flokkur — og hann ekki sjerlega fjölmennur, Framhald á bls. 12

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.