Morgunblaðið - 31.01.1946, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 31.01.1946, Blaðsíða 10
30 MORGUNBLAÐIÐ Fimtudagur 31. jan. 1946 \lý framhaldssaga — Spennandi — Skemtileg ........................... ÁST í IVIEINUM »r = I Qt ir JJaytor Cta Íduje tl | lllimmilllllllillllllllllMIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIMIIIIMIIIMIIIIIIIIIIIIIIIMIMIMimil 5. dagur * „Kæri — kæri drengurinn minn“, muldráði Lindsey gamli. „Sestu hjerna hjá mjer, svo að jeg geti horft á þig“. Jerome svipaðist um eftir stól, og kom þá auga á Filip Lindsey, son Alfreðs. Hann hikaði. „Þú hefir stækkað heil- mikið, Filip“, sagði hann, og reyndi að gera rödd sína vin- gjarnlega. Hann hafði enga andúð á drengnum. Hann kendi í brjósti um hann og honum leið altaf hálfilla í návist hans. Einhverntíma hafði einhver sagt Jerome, að Filip líktist hon um. Hann hafði verið stór- hneykslaður. Hvernig gat nokkr um lifandi manni dottið í hug að segja, að þessi föli, vesaldar-, legi kryplingur væri líkur hon- um? Augun voru ef til vill svip uð — og Jerome hafði ekkert á móti því, að viðurkenna það — því að Filip hafði stór, dökk og tindrandi augu. Hann hafði einnig svart, hrokkið hár, mik- ið í sjer, eins og Jerome. En það var líka alt og sumt, sem líkt var með þeim. Jerome gætti þess ætíð að horfa ekki á krypp una á baki drengsins og reyndi að vera glaðlegur, þegar hann talaði við hann. Hann náði sjer í stól og sett- ist hjá föður sínum, og var þeg- ar búinn að gleyma nærveru drengsins. Filip færði sig frá þeim og settist út í horn, þar sem skugga bar á. William Lindsey virti fyrir sjer andlit sonar síns. Undir djarflegum, dökkum augunum voru drættir, sem bentu á svall samt líferni, og andlitssvipur- inn var þreytulegur. „Ertu vel frískur, Jerome?“ spurði hann blíðlega. „Já“, svaraði Jerome glað- lega. „En þú, herra?“ Hr. Lindsey leit á bogna fót- leggi sína og hendurnar, sem voru hnýttar af gigt. „Jeg er sæmilegur til heilsunnar núna. Jeg á bara dálítið erfitt með að hreyfa mig“. Hann brosti til Jerome. — Feðgarnir voru ekk ert svipaðir. Hr. Lindsey hafði grant og fölt andlit Nýja Eng- lendingsins. Hann var hlje- drægur og virðulegur í fasi, augu hans ljósblá, mild og blíð, og ynrbragð hans alt höfðing- legt. Hann var silfurhvítur fyr ir hærum. „Jeg er feginn, að þú skulir vera kominn heim, Jerome“, sagði hann blíðlega. ★ Heim. Jerome starði í eld- inn. Hann hafði altaf hatað þetta stóra hús. Þar ríkti röð og regla, ró og friður. Honum hafði altaf fundist hann vera að kafna, þegar hann var innan veggja þess. Nú var hann dá- lítið undrandi á þessu. Á þessu andartaki, að minsta kosti, hafði öryggið og hlýjan, sem andaði frá veggjum bókaher- bergisins, góð áhrif á hann.! Hann hafði jafnvel á tilfinning 1 unni, að hjer ætti hann heima. j Faðir hans hjelt áfram að, virða hann fyrir sjer. „Hvern- Fylgist með frá byrjun ig gengur þjer að mála, Jero- me?“ spurði hann. Jerome brosti, en ekki var laust við, að bros hans væri dá- lítið þvingað. „Vel. Jeg sel eng- in málverk, eins og þú veist. Jeg vil það ekki. Jeg gef vin- um mínum þau. Jeg kom með eitt með mjer, sem jeg ætla að gefa þjer. Þú færð að sjá það seinna“. Dyrnar opnuðust, og Alfreð og Amalía komu inn. Jerome hikaði af ásettu ráði, og reis síð an á fætur og bauð Amalíu að setjast i sæti sitt. Hún kinkaði kurteislega kolli og settist -— án þess að líta á hann. Alfreð sagði: „Jeg var að heyra, að þú hefðir engan kvöld verð fengið, Jerome, svo að jeg bað um, að þjer yrði færður matur hingað ínn“. „Þakka þjer fyrir hugulsem- ina“, svaraði Jerome. „En jeg vil heldur viský og sóda“. * Amalía sagði hægt, án þess að líta við: „Er ekki kominn háttatími fyrir þig, Filip?“ Þeir höfðu allir gleymt Fil- ip. En þegar Amalía ávarpaði hann, reis hann á fætur og gekk til þeirra. Hann hneigði sig fyr ir Lindsey gamla og Jerome, og síðan föður sínum og Amalíu. „Góða nótt, afi. Góða nótt, Je- rome frændi, pabbi og ungfrú Maxwell". Jerome brosti lítið eitt, þeg- ar hann heyrði, í hvernig röð Filip þuldi nöfnin, og horfði á hann með meiri ahygli. — Hafði vesalings kryplingurinn þá líka andúð á Amalíu? En svo sá hann, sjer til mikillar undrunar, að Filip starði á hana, einkennilegur á svipinn: Svipur hans var í senn ákafur og feimnislegur. Hún rjetti út höndina, og hann færði sig nær henni. „Góða nótt, Filip minn“, sagði hún blíðlega, um leið og hún dró hann að sjer, og kysti hann á kinnina. Hann hvíldi höfuðið andartak við öxl henn- ar og gekk síðan þegjandi út úr herberginu. Amalía horfði á eftir honum, hugsandi á svip- inn. En ekki var hægt að ráða af svip hennar, hvað hún hugs- aði. Alt í einu spurði Jerome: „Hvar er Dotty systir?“ „Hún liggur í rúminu — í kvefi“, sagði faðir hans. „Hún hlakkar áreiðanlega til þess að sjá þig“. „Jeg er búinn að gera henni aðvart um, að þú sjert kominn“, sagði Alfreð. „Hún biður þig að kotna upp til sín, þegar þú haf- ir lokið við að borða“. Þjónn kom inn með bakka, hlaðinn dýrindis krásum. Je- rome settist að snæðingi. Hann át með góðri lyst, hló og talaði í sífellu við föður sinn á meðan. Þegar hann hafði etið sig mett- an, bað hann um viský. Alfreð bað þjóninn að ná í það. Jerome blandaði sjer í glas og spurði síðan: „Vilja nokkrir fleiri?“ Honum til mikillar furðu sagði Amalía rólega: „Já, þakka yður fyrir“. Jerome leit af henni á Al- freð og glotti við. Alfreð var orðinn rauður í andliti og kipr- aði varirnar örlítið saman. Je- rome helti í annað glas og rjetti Amalíu. Hún kinkaði kolli, tók við glasinu og saup á því með sýnilegri ánægju. Jerome leit aftur á Alfreð og brosti illkvitnislega. En Alfreð sat grafkyrr og sagði ekki orð. Jerome hallaði sjer áfram í sætinu. „Prýðis viský“, sagði hann. „Þú ferð mikils á mis, Alfreð, við það að vera bindindismað- ur“. „Jeg fer sjálfsagt margs á mis“, ansaði Alfreð kuldalega. Rödd hans virtist hálfkæfð. „Já — þú ferð á mis við margt skemtileg“, sagði Jero- me. Hann þagnaði andartak. „Er það ekki rjett, ungfrú Max- well?“ Hún horfði beint í augu hans. „Jú — vissulega". Hefir hún enga hugmynd um, hvað velsæmi er?“ spurði Je- rome sjálfan sig. Hefir enginn sagt henni, að ósiðlegt er í meira lagi, að konur drekki á- fengi í návist karlmanna? Hvers konar manneskja var þetta eiginlega? Hún var verri en venjuleg götudrós, því að þær reyndu þó oftast að láta líta svo út, sem þær kynnu einhverja mannasiði. „Finst yður ekki viský vera styrkjandi fyrir magann, ung- frú Maxwell?“ spurði hann með djúpri alvöru. Hann sá út und- an sjer, að Alfreð kiptist við í sætinu. „Jú — mjög svo“, ansaði hún. „Það gerir lífið þolanlegt“, sagði Jerome. „Já — nærri því“, svaraði hún í sama tón og hann. „En það verður að drekka það reglulega, til þess að hin heilnæmu áhrif þess komi að fullum notum“, hjelt Jerome áfram. Hún setti glasið frá sjer og leit beint í augu hans. Það var djúp fyrirlitning í augnaráði hennar. „Jeg er því ókunnug“, sagði hún rólega. „En þjer þekkið það á« efa mætavel“. Lindsey gamli lyfti höfðinu og leit hægt af ungu stúlkunni á son sinn. Hann hnyklaði brýnnar lítið eitt. „Þjer þurfið þá ekki oft að flýja hinn þrúgandi hversdags- leika daglega lífsins, ungfrú Maxwell?“ sagði Jerome. Hún virti hann þegjandi fyr- ir sjer. „Jeg er engin bleyða“, svaraði hún því næst. „En það eru til menn, sem eru á sífeld- um flótta frá lífinu. Er það ekki rjett, herra Lindsey?“ Stríðsherrann á Mars ^jbrenefjaáapa Eftir Edgar Rice Burroughs. 126. Að lokum voru allir fangarnir lausir, nema einn, og þá fjell líka hurðin inn með miklu braki, og gulu menn- irnir rjeðust að okkur. „Upp í loftherbergin með ykkur“, hrópaði fanginn, sem- enn var ekki laus. „Upp í loftherbergin!“ Þar getið þið varið turninn fyrir öllum þeim her, sem til er í borginni. Látið mig ekki tefja ykkur, jeg veit ekkert betra en að falla í þjónustu Tardos Mors og prinsins af Helium“. En jeg myndi frekar hafa fórnað lífi hvers einasta af okkur, heldur en að yfirgefa einn einasta rauðan mann, — allra síst hetju þá, sem bað að vera ekki að hugsa um sig. „Höggvið hlekki hans“, kallaði jeg til tveggja hinna rauðu manna, „en víð hinir verjumst óvinunum á meðan“. Nú vorum við 10, sem börðumst gegn varðmönnunum, og það er jeg-viss um, að snarpari viðureign en þessa hefir hinn forni varðturn aldrei sjeð, orustu þá, sem nú var háð innan hinna gömlu veggja hans. Fyrsti hópurinn, sem ruddist inn, hopaði á hæli fyrir sverðum hinna bestu og reyndustu bardagamanna Heli- um. Hver af öðrum hnigu varðmennirnir dauðir, en hinir hjeldu áfram sókninni og komu stöðugt fleiri til, þeir æptu heróp sín og geystust fram gegn okkur. Og við mættum þeim þarna í dyrunum, hjuggum, lögð- um og stungum, og blönduð orustugnýnum og herópum hinna gulu manna, heyrðust aftur og aftur þessi dásam- legu orð: „Fyrir Helium. Fyrir Helium!“ — orð, sem aldatugum saman hafa hvatt hina hraustustu af öllum hraustmenn- um til hetjudáða, sem hafa valdið því, að frægð hetjanna í Helium hefir borist um allan þenna hnött. Nú var síðasta fanginn laus úr fjötrum sínum, og þrett- án saman mættum við með seiglu og harðneskju öllum áhlaupum varðmannanna. Varla var nokkur okkar ósár, en enginn hafði fallið af okkur enn. En útifyrir sáum við hundruð varðmanna koma þjót- l Wtj Rosenbloom var veikur og hafði í huga að vitja læknis, sem Moe Levinsky, gamall vin ur hans, þekti. Hann'fór heim til Levinskys og sagði: „Moe, jeg er veikur. Jeg ætti að láta lækni líta á mig“. „Jæja, hvers vegna ferðu ekki til hans Isaacson vinar míns?“ „Já, jeg gæti gert það. En er hann ekki skratti dýr?“ „Hann er auðvitað ekkert ó- dýr. Hann tekur 25 dollara fyrir fyrstu skoðunina, en eftir það aðeins þrjá dollara í hvert skifti“. Næsta dag fór Rosenbloom til læknisins. Um leið og hurð- in opnaðist og læknirinn kom inn, sagði sjúklingurinn: „Jæja, læknir, þá er jeg kom inn aftur“. ★ Tveir Gyðingar, Isaacs og Greenbaum, fóru í veislu. Is- aacs hafði lengi staðið í deil- um við Greenbaum, og þegar hann sá hann stinga silfurskeið niður í skóinn sinn, meðan set ið var undir borðum, varð hon um það ljóst, að dagur hefndar innar hafði loks runnið upp. Er borðhaldið var búið, bað hann sjer hljóðs. „Dömur og herrar“, sagði hann. „Jeg geri ráð fyrir því, að þið hafið öll heyrt getið um Hermann, töframanninn heims fræga. Við erum frændur, og jeg ætla að sýna ykkur töfra- bragð, sem er betra en öll brögð frænda míns. Jeg er hjer með silfurskeið í hendinni. Jeg sting henni hjerna í brjóstvasann. — Þið munuð finna hana í skónum hans Greenbaums“. ★ Negraprestur nokkur notaði orðið „furðuverk” í ræðu sinni, og að guðsþjónustunni lokinni spurði einn kirkjugesta hans, hvað þetta orð þýddi. Prestur kom sjer undan því að svara þessu strax, en gaf þessa skýringu á orðin næsta sunnudag: „Þó þú sjáir hest, þá er það ekkert furðuverk. Þó þú sjáir prest, þá er það ekkert furðu- verk. Og þó þú sjáir fugl, sem syngur, þá er það ekkert furðu- verk. — En ef þú sjerð hest halda á presti í fanginu og syngja, þá er það furðuverk“. ★ Ur söguprófi: — Veturinn 1620 var harður. Landbyggj- arnir dóu umvörpum og mörg börn fæddust. John Smith of- ursti bar ábyrgð á þessu öllu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.