Morgunblaðið - 30.04.1946, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 30.04.1946, Blaðsíða 8
a MOEGDNBLAöIÐ Þriðjudagur 30. apríl 1946 Utg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgCarxn.). Frjettaritstjóri: Ivar Guðmundsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald: kr. 8.00 á mánuði innanland*. kr. 12.00 utanlands. 1 lausasölu 50 aura eintakið, 60 aura með Leabðk. _________ _________________________________________-i___t Svar íslendinga / EFTIR ræðu Ólafs Thors forsætisráðherra á föstu- dagskvöld liggur stefna ríkisstjórnarinnar í utanríkis- málum greinilega fyrir. Beiðni Bandaríkjanna um her- stöðvar til langs tíma var svarað neitandi, en jafn- framt -dögð á það áhersla að1 ísland fengi upptöku- í bandalag hinna sameinuðu þjóða. Þetta er sá kjarni málsins í svari ríkisstjórnarinnar, sem öllu máli skiptir. ★ í þessu sambandi er rjett að minnast lítillega á sam- tök hinna sameinuðu þjóða. Þessi samtök eru ennþá ung. Þau fæddust í þann mund, sem heimsstyrjöldinni var að ljúka. Allar þjóðir, smáar og stórar, virtust vera sammála um það, að einungis með alþjóðasamtökum, verði friður og öryggi skapað í heiminum. Af þessari skoðun bergmála ræður allra helstu forvígismanna heimsins á sviði stjórnmálanna. En þrátt fyrir þetta hefir þó hið nýstofnaða bandalag þjóðanna átt við ýmsa örðugleika að etja í byrjun. Það þarf raunar engan að undra. Þjóðir þess eru misjafnlega lýðræðislega þrosk- aðar og tortrygnisöldur styrjaldarfárins hafa ekki enn- þá lægt. En þrátt fyrir byrjunarörðugleikana hafa þó samtök hinna sameinuðu þjóða áunnið sjer vaxandi traust, einnig meðal smáþjóðanna. ★ íslenska þjóðin er áreiðanlega sammála þeirri stefnu ráðamanna hennar að fremur beri að leita að öryggí til handa henni í alþjóðlegri samvinnu en með leigu eða sölu íslenskra landsrjettinda til einstakra stórv^Jda í austri eða vestri. Þessvegna fagnaði hún hinni drengi- legu yfirlýsingu forsætisráðherra um þessi mál og það engu að síður þótt hún líti á Bandaríkin, sem eina bestu vinaþjóð sína og vilji í framtíðinni hafa hina bestu samvinnu við þau. „En þegar þau beiddust þess“, eins og forsætisráðherra sagði í ræðu sinni, „sem íslending- ar engum vilja í tje láta, var ekki hægt að segja já. I slíku máli verða íslenskir hagsmunir einir að ráða.“ Um þessa skoðun munu fáir íslendingar vera ósam- mála. Hversvegna? Vegna þess, að hún er í samræmi við alla viðleitni þjóðarinnar og baráttu til þess að geta staðið frjáls og óháð. Og það verður aldrei hægt að sannfæra íslensku þjóðina um, að þessi skoðun sje orðin úrelt. Um leið og hún gerði það, væri orðið sjáJfstæði sjálft dautt og úrelt. ★ Yfirlýsing ríkisstjórnarinnar um herstöðvamálið ber það með sjer, að allir flokkar hennar hafa verið sam- mála um efni þessa máls, hið neitandi svar. Það verður þessvegna að teljast einkennilegt að blað eins stjórnar- flokksins, Sósíalistaflokksins, hefir undanfarið verið með allskonar aðdróttanir og dylgjur í málinu. Það hefir notað þá leynd, sem ríkisstjórnin hefir talið nauðsyn- lega um málið um skeið, til þess að þyrla upp um það moldviðri og bera Bandaríkin herfilegustu ásökunum. Slík framkoma er ekki drengileg og þeir sem hana temja sjer munu ekki vaxa af henni. Aðalfyrirsögn Þjóðviljans á laugardag var: „Svar íslands afdráttar- laust nei.“ Ritstjóri Þjóðviljans vissi vel um þetta svar, allt frá því að það var sent hinn 6. nóvember s. 1. Hann er alþingismaður, sem sat hina lokuðu fundi Alþingis um málið. Hversvegna hóf hann þá dylgjur sínar og hróp- yrði? Hann vildi reyna að nota þetta stærsta utanríkis- mál, sem komið hefir til úrlausnar íslenskrár ríkis- stjórnar og alþingismanna, sem áróðursmál fyrir flokk sinn, í skjóli þeirrar þagnar sem um það ríkti. Þetta er ófögur saga en sönn, því miður. ★ En það sem mestu máli skiptir nú, er, að þjóðin veit hið sanna. Veit það, sem hefir gerst og getur tekið afstöðu til þess, rólega og æsingalaust eins og borgurum í lýðræðisþjóðfjelagi sæmir. far: werii ihriýa ÚR DAGLEGA LÍFINU Framfarir. NÝLEGA HITTI jeg kunn- ingja minn, sem dvalið hefir langdvölum erlendis. Við geng- um saman um götur bæjarins og hann hafði orð á því, að Reykjavíkurbær hefði tekið miklum stakkaskiftum-frá því að hann'var heima síðast. Aðkomumenn, eða þeir, sem dvalið hafa lengi frá bænum sjá þetta betur en við, heimaln- ingarnir, sem sjáum framfar- irnar í smáskömmtum um leið og þær gerast. En þó að bænum okkar sje með rjettu hælt fyrir framfarir I megum við ekki ofmetnast af því og telja okkur trú um, að I það, sem þegar hefir áunnist sje nóg. Verkefnin eru enn æði mörg og þá fyrst og fremst verkefni einstaklinganna, sem bæinn byggja. Það vantar t. d. enn mikið á að hver-maður geri nógu vel hreint fyrir sínum dyrum. Skal hjer ekki að þessu sinni hafinn gamli söngurinn um meira hreinlæti og betri umgengni. Aðeins minst á, að nú er dagur orðinn langur og bjartur og sóðaskapurinn, þar sem hann fyrirfinnst, meira á- berandi, en þegar myrkrið hylur það, sem við vanrækjum á hreinlætissviðinu. • Góðir gestir. í SÍÐASTA BLAÐI er minst á listamenn, sem væntanlegir eru til landsins á sumri kom- anda — og eru þeir hreint ekki fáir, bæði innlendir menn og útlendir. ____ Þegar við tölum um heim- sóknir góðra listamanna kem- yr okkur fyrst í huga sú ánægja, sem þessir menn veita okkur með list sinni. En það er fleira, sem til greina kemur. Hvernig bera hinir erlendu listamenn, sem okkur sækja heim, söguna þegar þeir eru aftur komnir til síns heima- lands? Það er hreint ekki svo lítið atriði, því það er tekið eftir og tekið mark á orðum frægra listamanna. Yfirleitt megum við vera ánægð með þann vitnisburð, sem gestir vorir hafa gefið okk- ur, eftir dvöl sína hjer. • Góð landkynning. í FYRRAHAUST rjeði Tón- listarfjel. hingað góðan lista- mann, þar sem var Adolf Busch fiðlumeistari. Hann er þektur meðal tónlistarunnenda um all- j an heim. Nýlega bárust mjer frjettir af Busch og það voru um leið góð tíðindi fyrir okkur íslendinga, Busch hefir ferðast um öll Bandaríkin í vetur og haldið hljómleika á um sextíu stöð- um. Víðast hvar þar sem hann hefir komið hefir hann notað tækifærið til að minnast á ís- land og dvöl sína hjer á landi. Hefir- hann borið okkur söguna einstaklega vel og hælir ís- lendingum á hvert reipi. A betri landkynningu verður vart kosið. Það er því ekki að- eins til ánægju fyrir okkur hjer heima þegar við fáum heim- sóknir af góðum erlendum lista mönnum, heldur getur það og orðið hin ákjósanlegasta land- kynning. • Um grasbletti og áburð. GARÐEIGANDI skrifar eft'- irfarandi um málefni, sem garðeigendur munu hafa áhuga fyrir, einmitt núna. Brjefið er á þessa leið: Herra Víkverji! Jeg hlustaði í dag á erindi Sigurðar • Sveinssonar garð- yrkjuráðunauts, um blómgarða. Erindið var ágætt það sem það náði, t. d. lagði hann mikla áherslu á, að grasblettir garð- anna væri vel hirtir og falleg- ir, því þeir settu svip fallegan — eða ljótan, á hvern garð. En á þessu er mikill misbrestur hjer, því þeir eru ekki margir garðarnir- í þessum bæ, sem hafa fagra og vel hirta gras- bletti. Á hinum ber meira, þar sem allt er á kafi í grasi, og illgresi. Ráðunauturinn sagði, að grasblettirnir þyrftu eins mikinn áburð og besta tún. En hvaða áburð? Nú er bannað að bera kúa- mykju á blettina, af því að hún gefur lykt, sem hin málaða ilm- vatna kynslóð nútímans getur ekki þolað. Hvaða áburð á þá að bera á garðana svo þeir verði fallegir? Og hvernig stendur á því að vel hirtir gras blettir fyllast af mosa, en gras- rótin eyðilegst jafnframt? Hvaða ráð eru til gegn mosan- um? Jeg er viss um, að margir yrðu þakklátir garðyrkjuráðu- nautnum, ef hann vildi svara þessum spurningum. Garðeigandi. Bui-t með pestina. ÞAÐ ER EKKI gott að segja hverju garðyrkjusjerfræðingar kunna að svara við þessum spurningum. En ef brjefið á að vera dulbúinn áróður fyrir því, að^grasblettir hjer innanbæjar sjeu fyltir með kúamykju, eða öðrum daunillum áburði, þá1 segjum við, sem í bænum búa nei. Hvort sem við verðum köll uð „máluð ilmvatnakynslóð“ eða eitthvað annað. Það hlýtur að nægja að bera tilbúinn áburð á grasbletti inn- an bæjarins og þess er krafist að garðeigendur haldi sjer við ákvæði lögreglusamþyktarinn- ar um að bera ekki daunillan áburð í garða sína. Burt með pestina. Brjef garðeigenda ‘ gefur meira að segja tilefni til að minna á að varla sje ákvæðum lögreglusamþyktarinnar hvað áburð snertir fylgt sem skyldi. Úldinn fiskúrgangur á blettum og túnum við bæinn bendir m. a. til þess. | Á ALÞJÓÐA VETTVANGI 3 ------------------------...— i . Sagt er að sagan endurtaki sig í SÆNSKA tímaritinu „Obs“ birtist nýlega grein um utan- ríkismál, er heitir: Sem á Hitlers dögum. Þar eru rifjuð upp ýms atriði í alþjóðamálum í dag, sem bera óneitanlega nokkuð mikinn svig af aðstöðunni, sem var á valdadögum Hitlers. I grein- inni segir m. a. á þessa leið. Heimsyfirráð. 1. í mörg ár áttu Bretar leynt og ljóst í baráttu við aflmesta ríkið á meginlandinu, Þjóð- verja.. Þeir heimtuðu nýlend- ur, þóttust bera hag blökku- fólks í nýlendum Breta fyrir brjósti. Ásetningur þeirra var að sprengja breska heims- veldið. Aftur er komin upp tog- streita milli Breta og aflmestu þjóðarinnar á meginlandinu. Meginlandsþjóðin þykist enn bera hag nýlenduþjóðanna fyr- ir brjósti, og ógnar nú við- kvæmum samgönguleiðum hins breska heimsveldis. Ólík.ar stefnur og sjónarmið. 2. Ríki Hitlers var stjórnað með bláköldu einræði, svo stjórn hans var í fullri and- stöðu við hið breska lýðræði og frjálsræði vestrænna þjóða. En vel má minnast þess, að Naz- istarnir hjeldu því fram með miklu offorsi, að þeir væru lýð- ræðissinnar, frjálslyndari en ,,höfðingjaklíkan“ í London. Enn er andstæðingur Breta einræðisþjóð með stjórnarfari og hugarfari fjarskyldu því, sem vestrænum þjóðum fellur í geð. I Moskva er einráð valda- klíka, einsog var meðal Naz- ista, sama flokkseinræðið. Nýjar Quislinga- deildir. 3. í baráttunni milli Breta og Hitlers vann Hitler á fyrsta sprettinn. Því Bretar beittu úr- eltum aðferðum. Nazistar komu sjer upp Quislingaflokkum með öðrum þjóðum, en Bretar gerðu ekki annað en benda á lýðræð- ishugsjónir og frelsiskenning- ar. Hitler gerði samninga, til þess að halda þá eins lengi og hann taldi sjer hag í. En Bret- ar gerðu samninga eins og þeirra var siður með það fyrir augum að halda þá eins lengi og þeim var frekast fært. Eru ekki sömu árekstrarnir nú, á milli tveggja gerólíkra stjórnarkerfa. Annars vegar er hið vestræna lýðræði. Hinsveg- ar hið austræna einræði Rússa, er róa öllum sínum árum eins og Nazistar á sinni tíð, til á- hrifa út um lönd, m. a. með sínum „quislingaflokkum". Þegar miðstöðin í Moskva gef- ur ,,línuna“ sýnist manni ekki betur, en kommúnistaflokkar út um Evrópulönd séu álíka hlýðin verkfæri og hinir 600 ríkisþingsmenn Hitlers í Kroll- óperunni. Orðasennur. 4. Þegar Bretar og Þjóðverj- ar áttu í orðakasti á dögum Hitlers, þá voru Bretar oft orðhvassir, en kurteisir, en Þjóðverjar notuðu óþveginn munnsöfnuð og kölluðu valda- menn Breta öllum illum nöfn- um, ekki síst „stríðsæsinga- menn“. Sama orðbragð kom nýlega upp í Moskva gagnvart Churchill. Hann er nú kallað- ur þar „stríðsæsingamaður“. „01nbogarúm“. 5. Taláð var um hið auðuga Bretland gagnvart hinum fá- (Gjörið svo vel að fletta á bls. 11., 3. dálk.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.