Morgunblaðið - 07.08.1946, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 07.08.1946, Blaðsíða 10
10 ‘P'Sl IÍOBGUNíIÍAÐIÐ Miðvikudagur 7. ágúst 1946 éssjm 21. dagur gæta sín. Haldið er að annar þeirra hafi særst, er Danton for ingi skaut á þá---- Og svo var sagt frá því, að afleiðingin væri, sú, að hótað væri að hengja og skjóta borg- arbúa. Það voru ráð hershöfð- ingjafrúarinnar. Tom Bedloe glotti. Það var ekki aðeins landhreinsun að losna við Lucius M. Willock, heldur var mannkyninu gerð- ur greiði með því að ryðja hon- um úr vegi. Þetta var refur og þjófur, kominn hingað til þess gramsa í meðan alt gekk á trje- fótum. Og Marcus B. Danton hafði gott af þessari áminn- ingu. Hún gæti máske lægt í honum hrokann. Tom vissi nú að út af þessu var uppistandið heima hjá hershöfðingjanum kvöldið áður. En svo var eins og alt í einu rynni upp ljós fyrir honum, að hann gæti sjálfur haft gagn af þessu, og komið sjer betur inn undir hjá barónsfrúnni. Hann fjekk sjer ritföng og skrifaði: „Jeg sá ekkert í gær- kvöldi. Jeg veit ekkert. Þjer skuluð vera alveg róleg“. Hann skrifaði ekki undir, en sendi brjefið með sjerstökum scndi- boða til barónsfrúar de Léche. Svo gekk hann út í góða veðrið. Það gat svo sem verið að fyrir- boðarnir kvöldið áður yrði góð ir, þrátt alt. •;* Allan fyrsta daginn, sem þær frænkurnar voru í bátn- um, rjeri Cesar kappsamlega móti straumi fljótsins. Hann hjelt sig sem næst landi, þar sem skógurinn skygði á, enda var straumurinn þar minni. En hitinn var nær óþolandi því að engin gola var þarna í skjóli skógarins. Báturinn var þung- ur undir árum og hvað eftir annað tók hann niðri á sand- eyrum. Þetta tafði fyrir. Á klukkustundar fresti tók Cesar sjer ofurlitla hvíld ti lað kasta mæðinni og batt þá bátinn við trjágrein. Tam frænka sat andspænis honum, keiprjett og hjelt sól- hlífinni yfir Agnesi svo að sól- in brendi ekki hina viðkvæmu húð hennar. Agnes svaf alltaf. Gamla konan var þreytt, en hún var seig og þetta nýja æf- intýri hresti hana, Alt, sem hún sá, var nýtt, skógurinn, krókó- dílarnir, stórar skjaldbökur, mávaflokkar, krákur, vatns- snákar. Það, var eins og skóg- urinn væri lifandi. Hún var farin að hrósa happi yfir því, að San Christobal hafði ekki komist lengra, því að skipið hefði siglt upp eftir miðju fljótinu og þá hefði hún ekki fengið að sjá neitt af þessum náttúrunnar undrum. Hún var líka stundum að hugsa um svertingjann, hvað hapn hafði reynst þeim trúr og dyggur. Henni fanst hann eins og tryggur hundur. Stundum reyndu þau að tala saman, hún á stórbjagaðri frönsku, en Cesar á graut úr þremur málum. En þennan dag tókst með þeim innileg vinátta. Stundum, þeg- ar ekkert var sagt, leit hún brosandi til hans, og hann svar- aði með því að brosa út undir eyru, svo að skein í báða skjall- hvíta tanngarðana. Og þau töl- uðust við með augunum og aug- un sögðu: En hvað heimurinn er fagur og dásamlegur, alt er hjer svo fagurt og fult af lífi, ------fuglarnir, krókódílarnir, skógurinn, jafnvel fljótið, sem er komið alla leið frá Iowa og Illinois og Ohio og Kentucky og Tennessee! t Stundum gerði Cesar að gamni sínu á sínu hrognamáli: „Sko gömlu frú skjaldböku hvar hún rogast með húsið sitt á bakinu og er að reyna að flýta sjer ofan í ána, eins og hún sje hrædd við krókódílinn. En það er óþarfi því að monsjör krókódíll hefir mestu skömm á henni“. Krákurnar kallaði hann „afa“ og gerði sig blíð- an í máli við þær, eins og þær væri náskyldar honum. Og frænka brosti til hans og reyndi að leggja á minnið alt, sem hann sagði, svo að hún gæti seinna fært það inn í dagbók- ina sína. Annars var þetta skrítið. Henni fannst nú sem hún hefði altaf verið jafn hand gengin dýrunum og þótt jafn vænt um þau, eins og Cesar, enda þótt hún hefði aldrei haft taékifæri til að láta það í ljós. Hún og ættingjar hennar höfðu ætíð hugsað mest um litinn á fjöðrum fuglanna, hver væri nöfn þeirra á latínu og hvernig þeir höguðu ferðum sínum og hve mörg egg þeir ætti. En nú fanst henni hún vera andlega skyld þeim, og henni þótti vænt ,um þá. Og önnur breyting hafði líka orðið á gagnvart Agnesi. Tam hafði áður aðeins þótt vænt um hana vegna frænd- semi, en nú fann hún til hins andlega skyldleika þeirra, og það var miklu meir um vert. Hún var þægileg þessi tilfinn- ing að vera andlega skyld Agn- esi, Cesar og öllum heiminum, jafnvel hinum Ijótu skjaldbök- um og krókódílum. * Undir kvöld sú hún hvar skip kom niður eftir fljótinu. Það barst aðeins fyrir straumi, því að logn var og seglin hengu á ránum. Hún bentí Cesar á skip- ið. Hann hofði á það um stund, en reri svo inn á milli trjánna, eins langt og hann komst, svo að ekkert skyldi sjást til báts- ins. Hún spurði hvers vegna hann gerði þetta, og svaraði hann því, að nú væri stríðs- tímar og það væri ómögulegt að segja hvort á þessu skipi væru vinir eða óvinir. Hann kvaðst hafa heyrt, meðan hann dvaldist á Kúba, að alls konar óþjóðalýður hefðist við á fljót- inu, á eyjum í því og á bökk- um þess. Þetta voru ræningjar og strokumenn, strokuþrælar og kynblendingar. Það gæti svo sem vel vfrið að slíkir þokka- piltar væri á þessu skipi. Hann sá að hún varð hálf- hrædd og því flýtti hann sjer að draga úr: „Þjer hafið ekkert að óttast. Treystið Cesar. Þetta er mitt land og mitt fljót. Ces- ar þekkir hjer hvern krók og kima. Jeg skal koma ykkur heilum á húfi til New Orleans". Eftir hálfa stund hafði skipið hrakið svo langt niður fljótið að það var horfið í móðuna, sem jafnan liggur þar yfir. Ces- ar tók þá aftur til ára og hjelt áfram móti straum. Um nónbil sá Tam frænka annað skip. Það var gufubátur* sem þeytti úr sjer kolsvörtum reykjarstrók. Og öðru sinni leitaði Cesar skjóls inn á milli trjánna. Skipið sigldi fram hjá þeim, og Tam frænku sýndist það vera fallbyssubátur, en hún gat ekki sjeð hvort hann hafði uppi fána norðanmanna eða sunnan- manna. Ef norðanmenn hefði átt hann þá var þeim borgið. Og þó — henni fanst ekkert liggja á því að láta bjarga sjer. Um sólarlag kom á hafgola. Cesar batt bátinn við trjágrein og skimaði vandlega í allar átt- ir. Svo leysti hann bátinn og lagði út á fljótið. Þau bar nokkuð undan straum, og það var eins og Cesar hefði gert ráð fyrir því, að minsta kosti ljet hann bát- inn enn reka um nokkur hundr uð metra eftir að hann hafði náð hinu landinu. En svo lagð- ist hann alt í einu sterklega á árarnar og reri beint inn í skóg inn, inn á milli trjánna. Og eftir stutta stund voru þau komin inn á stöðuvatn, sem var hreint og tært. Cesar brosti og leit íbyggi- lega til Tam, eins og hann vildi vekja athygli hennar á því hvað hann hefði verið ráða- góður. Svo sagði hann: „Við verðum hjer í nótt — á lítilli eyju, sem er lengra inni í vatn- inu“. Hann rjeri nú þvert yfir vatnið og síðan í gegnum mjótt sund. Þar fyrir innan var ann- að vatn og frumskógur alt í kring. Voru trjen geisihá; þau stóðu djúpt í vatni, en efst voru þau orðin mosagróin og var mosinn eins og hærur á koll- um þeirra. Um leið og þau komu inn í þessa skógar og vatnaborg, vaknaði Agnes. Hún var fyrst aiveg rugluð og gat ekki áttað sig. „Jeg hefi dáið, jeg er komin í annan heim“, hugsaði hún. Og ekki rankaði hún við sjer þótt hún sæi þau Cesar og Tam frænku hjá sjer. „Þau hafa sjálfsagt druknað líka“, hugsaði hún. Þá spurði Tam frænka: „Hvernig líður þjer, kæra mín!“ Hún herti sig þá upp og svaraði: „Mjer líður vel. Hvar erum við?“ Þau sögðu henni það. Hana langaði ekkert til þess að tala. Hún vildi helst teygja úr sjer og velta sjer. Og svo fann hún að hún var svöng, hafði aldrei á ævi sinni verið jafn svöng. Báturinn rendi nú að litlum hólma í vatninu. Þar var þó fast land. En hólminn var vax- inn eikitrjám, er stóðu svo þjett, að enginn gróður gat þrif ist milli þeirra, þar var aðeins ber moldin. ..... „Hjer veríhm við að vera í nótt“, sagði Cesar. BEST AÐ AUGLÝSA í MORGUNBLAÐINU Sagan af Kristi með krosstrjeð á herðunum EINU SINNI var voldugur kóngur í ríki sínu. Hann var kristinn og þjóð hans, en næstu lönd voru heiðin. Ekki er þess getið, að kóngur ætti önnur börn en eina dóttur. Hún var allra kvenna fríðust og efnilegust að öllu leyti, enda urðu mjög margir til að biðja hennar, en kóngi þótti allir biðlarnir of ótígnir, svo að þeir fengu allir hryggbrot. Þó neitaði hann engum bein- línis, heldur lagði hann þrautir fyrir biðlana, og áttu þeir að fá kóngsdóttur, ef þeir ynnu þær, en þrautirn- ar voru svo vondar viðfangs, að enginn treysti sjer til þess að eiga við þær. Einu sinni kom ákaflega voldugur höfðingi úr næsta landi og bað kóngsdóttur. Kóngur var ekki fjarri því að gefa honum dóttur sína, en bið- illinn þorði ekki að fást við þrautirnar, og þá var ekki að tala um ráðahaginn. Margir jarlar voru í ríki konungs. Skammt frá einni jarlshöllinni bjó karl og kerling. Þau áttu einn son. Þau hjón voru bláfátæk og lifðu af því, að karl barði fisk og bar út ösku hjá jarlinum. Karlssyni var fátt vel gefið. Hann var bæði þjófóttur og lyginn, en naut- heimskur og allra manna ragastur þar á ofan. Það var hvort tveggja, að strákur var ekkert eftirlætisbarn, enda unni hann lítið foreldrum sínum. Karl og kerling áttu líka einn hest. Það var meri, sem aldrei komst úr spor- unum og var bæði hölt og hringeygð. Strákur heyrði, eins og aðrir, um fegurð kópgsdóttur, og kom honum í hug, að gaman væri að fá hennar. Þetta var nú að vefjast fyrir honum nokkurn tíma, þang- að til hann lagði af stað'eina nótt, tók merina og ætlaði að halda heim í kóngsríki, en hann hafði ekki farið víða um dagana, svo að hann viltist. Þegar bjart var orðið, var strákur kominn inn í skóg. Hann reið nú um skóginn nokkra stund og gekk illa, því að hann gat varla komið merinni úr sporunum. Þegar minnst að vonum varði, heyrði strákur skarkala og gauragang og sá Clyde Miller, prófessor við Columbia University, losar sig á skemtilegan hátt við leiðin- legar bækur, sem honum eru sendar til umsagnar. Hann sendir kunningjum sínum þær, ásamt brjefi, sem hann lætur líta svo út, að það sjer frá höf- undi bókarinnar. Brjefið er eitthvað á þessa leið: „Jeg vona að þjer takið það ekki illa upp, þótt jeg minnist á yður í þessari bók, og að það, sem um yður er ritað, falli yð- ur í geð“. Millir segist hafa mikla á- nægju af því, að fylgjast með því í huganum, er kunningj- arnir lesa bækurnar spjaldanna á milli, til að finna staðinn, þar sem minst er á þá. ★ Áhrif nautnalyfja geta ver- ið hin einkennilegustu. Þannig er sögð saga af þrem mönnum, sem komu að hliði himnaríkis og voru allir „undir áhrifum“ — einn var drukkinn, annar hafði reykt ópíum og sá þriðji hafði notið hinna sjerkennilegu en sterku áhrifa marihuana eiturlyfsins. Áhrifum þessara þriggja nautnalyfja er best lýst með framkomu þeirra, sem höfðu notið þeirra, er þeir komu að hliðinu læstu. „Við brjótum það niður“, sagði sá drukni. „Blessaðir verið þið ekki að þessu, strákar,“ sagði þá, sem reykt hafði ópíumið, „við leggj- um okkur bara hjerna, þangað til þeir opna“. „Og hvers vegna skyldum við vera að því?“ spurði Mári- huanareykjandinn undrandi. „Komið þið hjerna — við skríð- um í gegnum skráargatið“. ★ „Heyrðu þarna“, hrópaði maðurinn reiðilega á blaðasölu- strákinn, „hvað meinaðru með að hrópa „Stórkostleg svik —• sextíu sviknir“. Jeg sje ekkert um það hjerna í blaðinu“. „Stórkostleg svik“, hrópaði strákur enn hærra, „sextíu og einn svikinn“. ★ Breskur blaðamaður sendi Bernhard Shaw nokkrar spurn ingar, þegar hann varð níræð- ur. Ein spurningin var svona: „Hafið þjer nokkurn sjer- stakan boðskap að færa heim- inum við þetta tækifæri, eða lítið þjer þannig á, að þessi boð skapur hafi þegar komið fram í skrifum yðar?“ Shaw svaraði: „Nei. Jeg er of óupplýstur — of ungur í raun og veru — til að gerast spámaður“. it Múhameðstrúarmenn notuðu fyrst kaffi til að halda sjer vakandi, meðan á 1 öngum helgiathöfnum stóð. ,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.