Morgunblaðið - 05.09.1947, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 05.09.1947, Blaðsíða 8
8 MORGUÁ BLAÐ1& Íostudagíir 5. sept. 1947 Fimm mínúfna krossgátan Lárjett: — 1 tala — 6 ber — 8 gubb — 10 tveir eins — 11 vörur — 12 fangamark — 13 frumefni — 14 óhreinindi — 16 hæsti. Lóðrjett: — 2 kennari — 3 þórp á ísl. — 4 hús — 5 manns nafn — 7 bitið — 9 í rúmi — 10 elska — 14 fjelagaform •— 15 tveir eins. Lausn á seinustu krossgátu: Lárjett: — 1 horfa — 6 far — 8 ós — 10 ur — 11 skímuna — 12 tó — 13 G.K. — 14 ógn — 16 rónar. Lóðrjett: — 2 of — 3 raf- magji — 4 fr. — 5 hósti — 7 hraka — 9 skó — 10 ung — 14 Ó.Ó. — 15 na. — Atvinnumögu- leikar (Framhald af bls. 2). hjartarsonar var vísað til bæj- arráðs. Sigfús Sigurhjartarson mint- ist á í sinni ræðu, að bærinn hefði stundum verið nokkuð seinn á sjer með úthlutanir byggingalóða. Borgarstjóri svaraði því til, að bæjarfulltrúarnir vissu vel, hve það væri kostnaðarsamt, að gera lóðir byggingarhæfar, eins og þegar það kostaði á 2. miljóna króna, að geta úthlut- að um 100 lóðum á Melunum. Auk þess hefði einn af flokks- mönnum Sigfúsar bent á, að það gæti verið varhugavert að út- hluta allt of mörgum lóðum, eins og á hefur staðið. Með því væri viðbúið að bvrjað yrði á alltof mörgum húsum, sem ekki væri hægt að ljúka við. — Samvinnu - lýðræði Framh. af bls. 5 forrjetlinda-aðstöðu í verslun landsmanna Með því að draga til sín sem mest af vörum von- ast þeir til að tengja hið póli- tíska fylgi, sem hefir verið svo samtvinnað kaupf.ielagsskapn- um, fastar við sig en áður. Það þekkja allir hina tvo tígulkónga Framsóknarmanna og þeirra sjónarmið. Samkvæmt fenginni margra ára reynslu er sjóndeildarhringurinn svo sem á við fimmeyring og andinn flýgur ekki hærra en upp í stjórnarráðið. Aftan og framan við tjöldin. Það er ekki óeðlilegt að mest- ur fjöldi þess fólks í landinu, sem hefir gert sjer að trúar- atriði hvar það eigi. að versla, horfi aðeins á það, sem það sjer framan við tjöldin en ómaki sig ekki við að skygnast aftur fyrir þau. En ef það væri gert mundi sjást hvernig kaupfjelags verslunin er og hefu.r verið not- uð af einstökum mönnum til pólitisks hagnaðar. Hinar nýju kröfur um forrjettindi um inn- flutning var eru ef til vill ekki síst sprottnar af stjórnmálaleg- um rótum. Ef til vill liggur dýpsta skýring þessara fráleitu krafna einmitt í stjórnmálun- um. En hjer munu stjórnmála- mennirnir reikna dæmið skakt og þá aðallega af tveimur á- stæðum. I fyrsta lagi vill almenning- ur í þessu landi alls ekki að einum verslunaraðila verði sköpuð svo sterk viðskiftaað- staða að nálgist einokun um sölu margra vörutegunda. Landsmenn hafa fyr og síðar kynst slíkum einokunum og yfirgnæfandi meiri hluti allra manna er fylgjandi sem hafta- minstri verslun. I öðru lagi mundi slík versl- unaraðstaða kaupfjelaganna rýra svo mikið tekjustofna þess opinbera, eins og bent hefir ver- ið á, að ekki væri viðhlýtandi. Þessvegna eru hinar nýju kröfur og slagorð um lýðræði ekkert annað en vindhögg, sem barin eru af mönnum, sem eru því vanir, eftir margra ára valdaaðstöðu, að þurfa ekki að gera greinarmun á rjettu og röngu, ekki greinarmun á sann- girni og ósanngirni og ekki mun á frelsi og ófrelsi. Þeir minnast hinsvegar hinna gömlu kjötkatla og langar aft- ur að sömu hlóðunum. Óperukvötd Eiitars Kristjánssonar EINAR KRISTJÁN SSON, óperusöngvari, hjelt hljómleika í Gamla Bíó s.l. miðvikudags- kvöld. Hvert sæti var skipað í húsinu og fögnuður áheyrenda mikill, svo að söngvarinn varð ýmist að endurtaka lögin eða að syngja aukalög. Blómvendir bárust svo að segja á eftir hverju lagi og voru þó viðfangs- efnin 11 á söngskrá. ' Söngvarinn kaus að þessu sinni að flytja áheyrendum sín- um eingöngu aríur úr klassisk- um óperum og var það mjög á- nægjulegt, þótt hljómsveitar- undirleik vantaði, enda leysti undirleikarinn, dr. Victor von Urbantschitsch sitt hlutverk af hendi með miklum ágætum. — Ljek hann að auki einleiksverk eftir sjálfan sig, Capnce mignons úr óp. „Hans og Greta“, eftir Humperdinck. Vandlega samið verk, með ljettleik Vínarbúans. En meðal hinna klassisku óperu- tónskálda, allt frá Hándel til Puccini, mun margur hafa sakn- að Mozarts. Um Einar Kristjánsson og söng hans er óþarfi að fjölyrða. Við hlið Stefans Islandi, er hann okkar besti og frægasti tenor- söngvari. Aðalsmerki Einars er öruggur skóli og samviskusam- leg vinna. En öll túlkun hans ber vitni hinum gáfaða og mennt aða manni. Allt þetta nær beint til áheyrandans svo að hann nýtur listflutnings í fullkomnu öryggi. Víkar. Minning Sigurðar Símonarsonar í HELGIREIT hjartans búa margir leyndardómar, er fáir skilja eða gera sjer far um að skilja til hlítar. Svo hefir sjálf- sagt verið um hann, sem við nú erum að kveðia., í honum bærðust leyndardómar, sem fá- um tókst að kanna til hlítar, en hin innri fegurð hjartans duldist þó ekki þeim, er bektu hann best. Sigurður Símonarson, Baróns stíg 28 andaðist að heimili sínu 28. f. m. eftir stutta legu en langa vanheilsu. I dag verður hann jarðsunginn Hann var fæddur í Miðey í Austur-Landeyjum 2. febr. 1877. Ólst hann þar upp, en misti ungur foreldra sína. Ar- ið 1895 fluttist hann að Fossi í Grímsnesi með Árna Isleifs- syni frá Kanastöðum. Dvaldi þar til vorsins 1901, að hann fluttist til Reykjavíkur og varð því aðal lífsstarf hans hjer. Árið 1905, hinn 28. okt. kvæntist hann Ingibjörgu Páls- dóttur, Gíslasonar prests Thor- arensen og stóð brúðkaup þeirra í Klausturhólum á heimili brúð urinnar. Stofnuðu þau þegar heimili hjer og áttu lengst af heimili á Barónsstíg 28. Sigurður stundaði hjer ýms störf og var um hríð við versl- un, en merkust og eftirminni- legust urðu þó störf hans sem fylgdarmanns erlendra ferða- manna á sumrum, um langt skeið. Leiðangri landmælinga- mannanna dönsku fylgdi hann mörg sumur, allt frá Horna- firði til Snæfellsness. Hann ferð aðist hjer með protessor Heksl er og undirbjó leiðangur Koch til Grænlands og var mjög lagt að honum að verða með í þeirri för en varð að hafna því m. a. vegna vanheilsu. Hlaut Sigurð- ur miklar vinsældir í þessu starfi og naut æfilangrar trygð ar og vináttu margra þeirra merku erlendu ferðamanna er hann hafði alltaf leitt heila í höfn. Má þar rrieðal annara nefna prófessor Heusler og Koch. Allt líf hans og starf var far- sælt, enda svo skapi farinn að hann lofaði aldrei meiru, en hann gat fyllilega efnt. Hjónabandið og heimilislífið var örugt og farsælt. Þeim hjón um varð 5 barna auðið, einnar dóttur og 4 sona sem öll eru á lífi og hin mannvænlegustu. Einn sonurinn hefir um hríð dvalið í Grænlandi. Barnabörri- in eru orðin 7. Hvíldin er góð þeim sem þreyttir og vanheilir hátta. Jeg óska þjer góðrar heim- ferðar. Þú geymist í heigireit hjart- ans. Steindór Gunnlaugsson. — MtM annara orða Framh. af bls. 6 lands og Pakistan eru á fundi í Lahore og ræða, hvað gera skuli til að draga úr þessum ógnum. Þeir hafa stungið upp á mörgu sem ætti að hafa áhrif, en þegar á að fara að beita því taka hinir óðu flokkar lítið til- lit til þess. UPPREISN I EQUADOR Lima í Peru í gær. Uppreisn hefur brotist út í Equador gegn núverandi forseta landsins Manuel. Uppreisnarmenn hafa náð á sitt vald hafnarborginni Guaya- quil, og munu á næstunni hefja herför að höíuðborginni Quito. Iðeins 4 söludognr eftir í 9. flokki — Huppdrættið x-i ék ák Effír Roberf Slorm N0U ^AW TME FRALE 5KIR oyr on THi whv, vve — WMV, V0J DlRTY, ZCH'Y NÖ’W* UVER-UPð- ^ CJUÍO PUSK i ASD V0J DOS'T 8REAK. OL'T iM T0LD MB TMAT V0J / &U51ER5 —I CAí-J Kalli: Hvað segirðu? Sáuð þið stúlkuna út á látið lífið. Kalli: Bölvaður þorparinn þinn! Þú Kalli. Jeg get skýrt .... Kalli: Þetta færðu fyrirj veginum. Shifty: Jeg reyndi að neyða’ hana sagðist hafa skotið hana. Jói: Vertu nú rólegur, allar þínar skýringar. inn í bílinn. Hún hljóp fyrir bíl og hefur sjálfsagt '

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.