Morgunblaðið - 05.09.1947, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 05.09.1947, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 5. sept. 1947 ÆVIRAUNIR MAIV 0’ NEILL cftir J4all Ci aine GULLNI SPORINN 18. dagur „Kvíddu engu, barnið mitt“, sagði hann. „Alt lagast. En hvað þú ert hraustleg! Og hvað þú hefir stækkað! Ósköp held jeg að henni mömmu þinni þyki vænt um að sjá þig“. Jeg stamaði: „Hvernig líð- „Já, guði sje lof, hún er lif- andi“, sagði hann, „og svo lengi er von sem líf“. Ferðinni var nú haldið rak- leitt áfram og við komum til Blackwater um kvöldið. Þar settumst við upp í járnbrautar lest, því að nú gengu eimlestir til Ellan. Við ókum um fagra dali, sem áður höfðu verið grasi grónir, en nú var allri jörð þar um bylt. Vagn föður míns beið okkar á járnbrautarstöðinni heima. Ökumanninn þekti jeg ekki. Sjera Dan spurði hann hvernig li<Si heima, en hann ypti aðeins öxlum, og á því þóttist jeg vita, að mömmu liði ekki betur. . Við komum heim undir rökk ur. Það var verið að kveikja á rafmagnsljósum, er sett höfðu verið meðfram veginum heim að húsinu. Jeg mundi vel hvar húsið sást fyrst af veginum, og jeg mintist þess er jeg hafði horft til mömmu þaðan í seinasta sinn. Nú starði jeg, til þess að sjá gluggann hennar aftur, og sjera Dan starði líka — til þess að sjá hvort gluggatjöldin væri dregin fyrir. Bridget frænka tók á móti okkur í anddyrinu. Sjera Dan spurði undir eins hvernig móð ur minni veslingnum liði, og hún svaraði: „Henni líður ver, miklu ver. Hún þekkir varla nokkurn mann. Þetta ferðalag hefir því ekki verið annað en óþarfa kostnaður og fyrirhöfn“. Jeg fór ekki úr yfirhöfninni en rauk þegar upp á loft og til svefnherbergis mömmu. Jeg minnist þess enn hve þungt loft kom á móti mjer, þegar jeg opnaði dyrnar. Jeg man það að mjer sýndist her- bergið miklu minna og lægra unöir loft heldur en áður. Jeg man að jeg sá litla rúmið mitt og í því allskonar föt, sem jeg átti þegar jeg var litií, og brúð urnar mínar. Ókunn kona í hjúkrunar- kvennabúningi var þar fyrir. Jeg gat ekki sjeð mömmu fyrst í stað, en svo sá jeg á náfölan vanga hennar í sængurfötun- um, og hún sýndist svo lítil, að það færi ekkert íyrir henni. A eftir mjer komu þeir sjera Dan og Conrad læknir, svo Bridget frænka og seinast pabbi. Jeg man að hann var á milliskyrtunni og hafði penna á bak við eyrað. Sjer Dan tók nú í hendina á mjer og leiddi mig að rúmi móður minnar. Hann laut nið- ur að henni og sagði lágt en skýrt: „Dóttir mín! Dóttir mín! Hjerna er hún Mafy litla. Hún er komin til að sjá þig“. Aldrei gleymi jeg þessari stund. Mamma opnaði augun og leit á mig eins og í draumi. En alt í einu breyttist svipur hennar, augun verða skær eins og ljós, og svo reis hún upp í rúminu og breiddi út faðminn á móti mjer og sagði hátt og með annarlegri rödd: „Mally veen! Ó, Mally veen!“ Jeg fleygði mjer í faðm henn ar og jeg veit ekki hve lengi við föðmuðum hvor aðra. Jeg heyrði að sjera Dan sagði, eins og hann væri að tala við barn: „Ertu nú ekki ánægð?“ „Jú, jú, nú er jeg ánægð“, sagði mamma. „Nú óskar þú einskis frem- ur?“ „Einskis — einskis!" Þá sagði pabbi: „Jæja, nú hefirðu fengið barnið þitt, ísabel. Þig langaði til að sjá það, svo að við send- um eftir því, og nú er það komið“. „Þú hefir verið mjög góður við mig, Daníel“, sagði mamma. Hún kysti mig á ennið og grjet af gleði. Þegar jeg reis á fætur sá jeg að sjera Dan var í mikilli geðs hræringu. Hann sagði við Con rad lækni: „Sáuð þjer þetta? Jeg skyldi hafa gengið á knjánum alla leið frá Blackwater, aðeins til þess að fá að sjá það“. „Jeg hjelt að þetta gæti ekki skeð“, sagði læknirinn. „Já, við erum öll börn og guð lætur ályktanir okkar verða að engu. Kraftaverk hans eru óteljandi. En mesta dásemd frá hans hendi er móð urástin“. ,Við skulum lofa þeim að vera einum“, sagði læknirinn. „Hún er nú eins og hún á að sjer, en ....“ „Já, við skulum lofa þeim að vera einum“, sagði sjera Dan lágt. Og svo rak hann alla á undan sjer út úr herberginu (mjer sýndist Bridget frænka vera súr á svipinn) og steig sjálfur svo varlega niður, eins og það væri heilög jörð, sem hann gengi á. Þegar allir voru farnir klapp aði mamma á hendina á mjer og sagði: „Segðu mjer nú alt sem á þína daga hefir drifið“. Jeg reyndi að lýsa fyrir henni lífinu í klausturskólan- um, sagði henni frá abbadís- inni og nunnunum og lærling- unum (öllum nema Angelu og Ölmu). Jeg sagði henni frá Maríusálminum og mörgu öðru. Jeg talaði og talaði og tók ekki eftir því að augu mömmu höfðu lokast aftur og að hönd hennar varð köld og þvöl. Að lokum sagði hún: „Er orðið dimt, Mary?“ Jeg sagði henni að nú væri kvöld og það logaði á lampan- um. „Er ljósið þá að deyja?“. sagði hún. Jeg sagði nei, en það var eins og hún heyrði það ekki. Svo varð alger þögn, og jeg heyrði ekkert nema tifið í klukkunni á arinhillunni, hund gá í fjarska og þungan andar- drátt móður minnar. Jeg var orðin hálfhrædd að sitja þarna, en í því kom hjúkr unarkonan. Hún ávarpaði mig glaðlega, en þegar henni varð litið á móður mína brá henni mjög og hún fór og sótti þá Conrad lækni og sjera Dan. Jeg heyrði að læknirinn tal- aði eitthvað um breytingu og sjera Dan flýtti sjer þá út alt hvað af tók. Hjúkrunarkonan sagði að best væri að fara með mig í annað herbergi, en lækn irinn sagði: „Nei, það þarf ekki, litla stúlkan okkar er stilt og hug- rökk“. Svó leiddi hann mig út í horn og hvíslaði að mjer að nú væri guð að senda eftir mömmu og jeg yrði að vera ró- leg og mætti ekki gráta. Jeg fór þá úr kápunni og lagðist upp í gamla rúmið mitt. Læknirinn hjelt um hönd mömmu og þreifaði á slagæð- inni. Hjúkrunarkonan breiddi hvítan dúk á borðið og setti þar á fimm kertaljós. Jeg man að þessi orð hljóm- uðu í eyrum mínum: „Guð er að senda eftir henni mömmu þinni“. Og jeg var að hugsa um það, að ef þau þýddu sama sem að hún yrði látin í kistu og grafin, þá væri það óttalegt, en verið gæti að hann hætti við það ef jeg bæði heitt og innilega til hinnar heilögu meyjar. Jeg byrjaði snöktandi: „Ó, heilaga mey, þú sem ert svo góð, þú sem ert svo misk- unsöm .... “ En í því sagði hj úkrunarkonan: „Nú koma þeir“. Jeg leit út um gluggann og sá þá ekki ósviþaða sjón og á jólunum forðum. Nokkrir menn komu þar í hóp og báru kyndla og meðal þeirra gekk sjera Dan, með eitthvað hvítt í fanginu. Jeg vissi undir eins að þetta var hið blessaða sakrament handa móður minni. Rjett á eftir kom sjera Dan inn og sagði: „Friður sje í þessu húsi!“ Svo lagði hann hvítan kasSa á borðið og fór úr kápunni. Sá jeg þá að hann var í presta- skrúða. Síðan kom alt heimafólk, nema faðir minn, inn í herbergi mömmu. Bridget frænka kraup með krosslagðar hendur þar sem skugga bar á, en þjónustu fólkið kraup fram við dyrnar. Sjera Dan ávarpaði mömmu og hún vaknaði. Um leið og hún lauk upp augunum byrjaði hann að lesa. Röddin var veik, og það var eins og honum svelgdist á stundum. Þegar mamma hafði meðtek ið sakramentið smurði hann augun, sem ekkert ljótt höfðu sjeð um ævina, og varirnar, sem aldrei höfðu talað Ijótt orð og fæturnar, sem ætið höfðu gengið á guðs vegum. Meðan á þessu stóð var al- gerlega hljótt í húsinu og heyrðist ekkert nema þrammið í pabba niðri í stofu og sjáv- arhljóð í fjarska. Það var eins og mömmu hefði Ijett við þetta. Hún spurði hvar jeg væri. Henni var sagt að jeg væri í gamla rúminu mínu. Þá sagði hún: „Farið þið nú öll að hátta. Okkur Mary líður vel hjer“. Fáum mínútum seinna vor- um við tvær einar í herberg- inu. Þá bað hún mig að koma upp í rúmið til sín. Hún faðm aði mig að sjer og jeg grúfði andlitið að hálsi hennar. Þetta var heilög stund og jeg man alt eins og það hefði gerst í gær. BEST AÐ AUGLÍSA t MORGUNBLAÐINU Eftir Quiller Coucku 81. Pottery gekk á röðina og hafði eitthvað furðulegt að segja um hvern einasta þessara dauðadrukknu manna. Hann nam staðar við þann síðasta í röðinni. „Sjáið þið nú þennan hjerna — hann er alveg óskiljan- legur. Stundum drekkur hann mest allra um borð, stund- um minnst. Hann kallar sig Ned Masters, en heitir í raun og veru Edvard Masters og var prófessor í guðfræði við Cambridge háskóla. Hann kom einu sinni inn á veitinga- hús til að ræða um Adam og Evu við einn starfsbróður sinn, og þegar náunginn vildi ekki vera honum sammála, rak Ned hníf í magann á honum, og varð svo suðvitað að „hverfa“ og fara til sjós. „En nú skuluð þið fá að sjá almennilegan náunga ....“ Með þessum orðum sleppti hann vatnsfötunni og gekk aftur í skut skútunnar, þar sem hann benti á háan, grá- hærðan mann, sem stóð við stýrið. „Gabriel Hutchins, hvað ertu gamall?" „64 ára,“ svaraði maðurinn skrækri rödd. „Og hvernig líður þjer í dag?“ „Jeg er fullur.“ „Hvað fullur?“ „Mjög fullur.“ „Geturðu staðið hjálparlaust?“ „Ha, ha! Hefi jeg nokkurn tímann getað annað? Jeg, vesalings maðurinn, sem aldrei get orðið ærlega drukk- inn. Eða hvenær hefi jeg getað lagt mínar gráu hærur á gólfið og sagt: Nú er nóg komið, nú er jeg fullur? Segðu mjer það, skipstjóri góður.“ „En þú vonar það besta, Gabriel.“ „Já, jeg get ennþá vonað.“ Sá gamli andvarpaði dapurlega, en við gengum burtu. „Þetta er minn besti maður,“ sagði Pottery. Eina leiðin til að frúin hitti inn í skúrinn. ★ Maður var á ferðalagi í frum skóginum og ljón var nokkra stund búið að vera á hælunum á honum. Þá klifraði maðurinn upp í trje og ljónið beið eftir honum fyrir neðan. Þá datt manninum alt í einu í hug, að hann hafði heilan pakka af sjúkrabaðmull í öðr- um jakkavasanum, og hann fór að rífa baðmullina í smátætlur og ljet það falla yfir ljónið. Innan skamms var ljónið dáið, svo að maðurinn gat klifrað niður. — Ur hverju .dó ljónið? — Það hjelt að þetta væri snjós ogdó úr kulda. ★ Og svo var það siðferðislög- reglan, sem kom til stúlku á baðströndinni og sagði, að hjer væri ekki leyfilegt að vera í tvískiftum baðfötum. — Nú? sagði hún, hvorn hlut ann á jeg þá að taka af mjer? — Hvenær á jeg að vekja yður prófessor? — Takk, jeg hringi, þegar jeg vil láta vekja mig. ★ — I nótt datt botninn úr rúminu meðan jeg var sof- andi. — Já, þetta hef jeg altaf sagt. Þú sefur altof fast. ★ Drengur kemur í búð: Jeg átti að spyrja frá pabba, hvort jeg gæti ekki fengið hjer teikni bólu handa honum til þess að halda upp um sig öðrum sokkn um. — Halda upp um sig sokkn- um með teiknibólu? — Já, hann hefir trjefót. ★ Viltu borða kvöldverð með mjer? Já, með mestu ánægju. Jæja, við skulum þá segja klukkan hálf sjö heima hjá Þjer. Lobkowits-biblían, sem er virt á miljón tjekkneskar krón ur fanst nýlega í bókasafni nasista eins í Bayern. Hann hafði stolið henni úr safninu í Brno. ★ Drengurinn: — Mamma, þú þarft ekki að vera hrædd um að missa af skipinu, því að pabbi var að flýta klukk- unni um einn klukkutíma. r

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.