Morgunblaðið - 09.09.1947, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 09.09.1947, Blaðsíða 11
7 Þriðjudagur 9. septr. 1947 MORGUNBLAÐIÐ 11 - BRJEF SEND MORGUNBLAÐINU - Sorgleg sannindi Herra ritstjóri: NÚ ER það orðið kunnugt al- þjóð þessa lands, að eftir þau góðæri, sem gengið hafa yfir hjer á landi, hvað efnahag og af- komu fólksins áhrærir, er nú þann veg komið gjaldeyrisaf- komu þjóðarinnar, að undan- farna mánuði og það sem af er þessu ári, hafa bankarnir hjer, sem hafa á hendi gjnldeyrisaf- greiðcluna, hjer á landi, ekki getað afgreitt smávægilegustu upphæðir, hvorki í sterlings- pundum, dollurum, eða annarri útlendfi mynt, þótt menn hafi haft gjaldeyrisleyfi frá fyrrver- andi Viðskiptaráði í höndunum. Það hefðu þótt ótrúleg tíð- indi fyrir tveimur árum síðan og sá ekki þótt spámannlega vaxinn, sem þá hefði spáð því, að nú, árið 1947, yrði svo illa komiþ gjaldeyrisástandi þjóðar- innar, að ekki væri til nauðsyn- legur gjaldeyrir fyrir venjuleg- um og nauðsynlegum vörum, þjóðinni til handa. Fyrir tveimur árum átti ís- lenska þjóðin 500—600 milljónir króna innstæður í itlendum bönkum, en nú virðist þessi álit- legi gjaldeyrisforði, sem þjóðin átti til góða í stríðslokin, vera að öllu eða mestu leyti uppaus- inn og það svo gjörsamlega, að nú er ukaupsýslumenn hjer, sem , pantað hafa smávægilegar sendingar af góðum og nauð- synlegum vörum, gerðir að ó- merkilegum vanskilamönnum, vegna þess, að enginn gjaldeyrir er fyrir hendi, til að innleysa þessar vörur með jafnvel hversu litlar upphæðir sem um er uð ræða og hversu nauðsynlegar sem vörurnar eru og þó brýn vöntun sje á þeim. Jeg býst við því að kommún- istar og aðrir ábyrgðarlitlir lýð- skrumarar segi það skaðlaust þó að heildsalar og aðrir brask- arar, eins og þeir munu orða það, fái ekki að innleysa vörur, sem þeir hafa glæpst til að panta á síðustu mánuðum, stundum kanski án þess að hafa áður fengið gjaldeyris- og inn- flutningsleyfi og jafnvel þó þeir hafi haft fullkomin leyfi fyrir vörunum, þegar þær voru pant- aðar. En hjer er um miklu al- varlegra mál að ræða en komm- únistar og aðrir fáfræðingar á sviði verslunar og viðskípta halda. Iljer er um það að ræða, að íslensk verslunar- og við- skiptastjett, sem með starfsemi sirmi hefur byggt upp efnalega afkornu þessarar þjóðar, síðan verslun varð frjáls og innlend hjer á landi og sem hefur með starfi sínu skapað þessari þjóð traust og álit annarra þjóða, er nú með aðgerðum þeirra, sem nú hafa farið með æðstu mál vjð skipta- og fjármála út á við, stimplaðir sem vanskilalýður og þjóðin sem vanskilaþjóð, sem engu sje treysandi, hvað við- skipíi og fjármál snertir. Sá raunveruleiki, sem hjer hefur skapast á síðustu mánuð- um getur í framtíðinni orðið þjóðinni dýr og hættulegur. — Eins og nú horfir við er ekkert útlit fyrir að útlend verslunar- fyrirtæki fáist til þess að af- greiða hingað vörur, hverrar teg undar sem er, nema að greiðsla fyrir vöruna hafi verið að fullu leyst af hendi, áður en varan er afgreidd. Allir, sem þekkja verslun og viðskipti, eins og það hefur gerst á undanförnum ár- um vita hversu mikla erfiðleika og kostnað það skapar í viðskipt um þessarar þjóðar vfirleitt, ef ekki verður hægt að fá allar al- gengar vörur afgreiddar gegn greiðslu hjer á staðnum, eins og átt heíur sjer stað, að mjög miklu leyti undanfarin ár. Að jeg nú ekki tali um, að þeir kaup sýslumenn hjer, sem hafa skap- að sjer það traust hjá erlendum viðskiptavinum, að það væri ó- hætt að afgreiða til þeirra vörur í opinn reikning, eða á annan hátt gegn síðari greiðslu, eru nú vegna þess slæma ástands, sem hjer ríkir, á sviði gjaldeyris- mála algjörlega útilokaðir frá slíkum viðskiptum. Jeg býst við því, að það þætti illa stjórnað og illa komið gjald- eyris- og viðskiptamálum þjóð- arinnar, ef 1-caupsýslumenn hefðu stjórnað þeim svo illa, sem nú er raun á orðin hjá þeim ráðum og nefndum, sem hjer hafa um fjallað. Jeg býst við að þá muni hvína í skjáum komm- únista og annarra óheillamanna, sem jafnaðarlega þenja gúla og kenna kaupsýslumönnum um flest það er illa fer í fjármálum og viðskiptum landsins. En nú vill svo til, að kaupsýslumenn hafa ekki verið spurðir ráða á undanförnum árum, um þessi mál, heldur hafa alveg óreyndir angurgapar og . hagfræðingar helst verið látnir fialla um þessi mál, enda hefur reynslan orðið eftir því. Nú er búið að keyra gjaldeyr- is- og viðskiptakreppu yfir þjóð- ina, sem útlit er fyrir að verði henni mjög hættuleg og erfið. Og víst er um það, að ekki verð- ur sú kreppa þjóðinni ljettari eða hættuminni, ef að því verð- ur jafnframt unnið, að eyði- leggja það lánstraust og álit, sem íslendingar hafa til þessa skapað sjer hjá öðrum þjóðum. En að því er unnið markvíst, ef nú verður lengur látið svo til ganga, að þeir menn og verslun- arfyrirtæki, sem hjer eiga liggj- andi góðar og gagnlegar vörur, án þess að þær fáist innleystar, vegna gjaldeyrissynjunar. Jeg á hjer við, þar sem um það er að ræða, að menn hafi fengið hing- að sendar vörur, sem baéði eru gagnlegar og nauðsynlegar og sem pantaðar hafa verið sam- kvæmt venjulegri borf og nauð- syn. Aftur á móti, ef um það er að ræða, að einhverjir hafi án pokkurs leyfis pantað og það kanski í stórum stíl vörUr, sem engin þörf er fyrir og jafnvel vörur, sem meiningarlaust er að nota gjaldeyrir þjóðarinnar fyr- ir, er sjálfsagt að gera nú þegar ráðstafanir, þær bestu sem kost- ur er á, til að þær vörur verði endursendar á kostnað þeirra, sem þar eiga hlut að máli. En að láta allt þessum málum við- Framh. á bls. 12 »■ Herra ritstjóri: UNDANFARNA raánuoi hef- ur mátt lesa í ísl. cg erlcndum blöðum um vaxandi aflatregðu, sem orsakast af minkandi íiski- magni í sjónum. Þetta er mjög alvarlegt fyrir framtíð íslend- inga allra, jafnt þeirra, sem í landi eru og þeirra, sem á sjó- inn sækja. Eftir hina riýafstöönu styrjöld var t. d. rnjög góð veiði í Norðursjcnum, en nú, eítir að- eins 28 mánuði er veiðin orðin svo treg að þau skip, sem þar hafa veitt, leita til ar.nara miða. Fari fslandsmiðin sömu leiðina, hvar erum við þá stödd ? Vil jeg leyfa mjer að nefna t. d. greinar Mr. Withakers í Llb!., tvívegis, og grein i Lecb. Mbl. 31. ág. þ. á. „Rányrkjan í sjónum“. Það er eítirtektarvert ao hið fyrsta tölublað I. árgangs mán- aðarr. „Ægir“ sem hr. Matthías Þórðarscn ræost í að gefa út, ár- ið 1905, á cgin ábyrgð (eítir mis heppnaðar tilraunir til þess ao hefja útgáíuna með samtökum útvegsmanna), skuii einmitt taka þeíta mál til meðferðar, með hvatningu til fiskimanna um að hefjast handa með að klekja úr ííski* samtímis með veiðunum. Álít jeg rjett að taka greinina upp eins og hún er rituð upphaflega ug segir þar svo: FISKIKLAK „í hinu cnska Fishermans „Nautical Almanak", tcm gcfið er út í Grirn. þy, stendur á ári hverju grein sú, sem hjer íer á eftir. Þar eð hún felur í sjer þýðingarmiklar bendingar til allra fiskimanna, ætlúm vjer þess þörf að íslendingar fui að kynnast innihaldi hcnnar. Fiskinum fækkar og fcer margt til þess: Fyrst og íremst þær þrautstunduðu botnvörpuveioar. Smáseiðin eru vcidd cg drep- in, en verCa þó ekki höfð til mat- ar. Fiskurinn er veiddur á hrygn ingartímanum. Þetta hcfur vald- ið áhyggjum fyrir LamtíO íiaki- veiðanna og efatemdir uu fram- för og þrif þessarar atvinnu- greinar framvegis. Mörg'fisld- svið er áður voiu auðug er nú þuraúsin. Mörg ráð hafa mcr.n hugsað upp til þecs að stcmrna stigu fyrir þessu, en ekkcrt clug- að. Fiskimennirnir geta þó sjálf- ir ráðið nokkrar bætur á þessu, — Fiskimennirnir, cern glo.ðlcú hafa að því að trufla náttúrunn- ar eðlilegan cang í haíinu, hafa það í raun og veru á tínu valdi að bæta fyrir gcroir sínar eí þeir fylgja eítiríarandi bending- um. Menn geta á rr.jög einfaldan og auðveldan hátt látio.fickinh hrygna á hrygningartímanum, ef hann aceins kemst lifandi 'in:i í bátinn. Drepið hendinni liðlega á kvið fiskjar og látið hrognín.og mjölk ina renna í gegn um gotraufina. LátiO þetta rer.na 1 ker hálffylí með hreinum rjó. — Best er að hleypa mjóikinni fyrst út og hræra Ciwcin gætilegá í rriéð hcnd inni uns sjórinn lítur út eins og dauf mjólkurblanda. Hleypið því næst hrognunum niður í kerið og hrærið síðan alt saman gæti- lega með hendinni. Eftir nokkr- ar mínútur er meiri hluti eggj- anna frjóvguð. Hellið svo inni- haldi kersins aftur í sjóinn. Nátt úran sjer um það sem eftir er. Hafið sjúlft er besta klakstöð. Reyna má nothæfni þessarar aðferðar á þenna hátt. Nokkur frjóvguð hrogn (egg) eru látin í ílösku fulla af hreinum sjó. Skifta skal oft um sjóinn. Úr eggjunum kemur síðan fiskung- viði, sem fyrst er gagnsætt, og sjest aðeins 1 sjónauka, en síðan með berum augum, Klekja má alveg i.t í ílöskunni. Hitinn í flöskunni á að vera venjulegur sjávarhiti'. Ef einstök egg verða gagnsæ og.hvít, er eggið dautt. Slíkum eggjum ber að rýma úr flöckunni scm fyrst. Þetta er rnjög skemtilegt starf. Ef fislámenn viidu leggja það á sig að fylgja framanritaðri að- íerð, og spilla ekki hrognunum úr öilum þeim fiski, er þeir fá liíandi á skip, þá myndi árang- urinn verða mikill, cn þeir sjálf- ir hafa yndi og ánægju af starf- inu. Með þessu móti gæti einn maður hæglega á 10 rnínútum, hleypt meiri fiski, að tölunni, í sjóinn aftur, cn þau 100 þús. tonn, sem árlcga koma á fiski- markáðinn í Grimsby. Margar milljónir af fiski eru látnar í hafið á ldákstöovunum í Noregi, Anieríku',’og Kanada cg Nevv- foundlandi og öðrum löftdum. — Fiskimcr.n reka sig ofl á niergð af smáfiski á þessum stöðum, þar sem áður cn klakið hófst var engir.n íiskur. V jcr hyggjum að gera fiskút- veginum grcíða ir.eð því a3 gefa strandbúunum þessar upplýsing- ar. Það gleddi oss mjög, ef þess- ar be-ndingar yrSu til þess að rner.n gerou slikar tilraunir t. J. á þoroltveiðum í byrjun vors á Ifr.'gi'.Iugartírnar.urn, og til- raunir þessar heppnuðust og hvettu til að lergja r.íund á þctta í stccrri stíi. Iljer endar þectí grcin, sem ,ck:itiö cr í „Ægi“ íyrir 42 ár- um. En í framhaldi af þessu vil jeg skora á alla formenn og skip stjóra, að vera búna að skipu- leggja þetta starf fyrir næstu vertíð, undir eftirliti og leiðbein- irgum frá fiskifræðingum okk- ar. Eg er viss um það, að þetta starf myndi verða ísJensku fiski mönnunum jafnvel til meiri á- nægju í tregu fiskiríi, því þá væri komin vonin í betri afla síðar. Þetta væri því eins konar innlegg á banka. Það þætti ekki fyrirhyggja af bændum ef þeir tækju upp á því að slátra öllum ánum íyrir burð. í einurn þorski (hrygnu) er talið að vera muni um 9 mil- jónir eggja. Ef t. d. 100 bátar og skip tækju þó ekki væri nema 10 hrygnur til frjóvgunar, eða sam- tals 1000 hrygnur, þá gerir það 9 þúsund milljónir eggja (eða 9 milljarða). Með því að klekja út í stampi þá má gera ráð fyrir því að það sjeu meiri líkur til þess að egging frjóvgist, heldur en ef frjóvgunin fer fram í hinni miklu víðáttu sjávarins, og betri klakstöð er ef til vill ekki til en einmitt Faxaílói. Ennfremur er vert að athuga það að svo kann að vera, að þeg- ar þorskurinn er kominn í Faxa- flóa eða hrygningarstað annars staðar, að hann kunni að finna hita sjávarins of mikinn, og færi sig þaðan í leit að hentugri stað, en svo kann þá að fara að hann finni hann ekki og hrygni þar af leiðandi þar sem hann er staddur í lok hrygningartímans, en þær slóðir kunna að vera fyr- ir utan venjuleg veiðjsvæði. — Þangað mun svo hinn uppvax- andi fiskur leita aftur síðar. Ef hinsvegar einhver lJuti þess fiskjar sem aílast á venjulegum veiðisvæðum væri tekinn til klaks má þá gera ráð fyrir því að sá fiskur leiti aftur þangað, sem hann vex upp. Ifinar nefndu tölur fjölgunar- innar eru svo stórkostlegar að það er vert að veita þessu máli .alvarlega athygli, og hafa þeir formenn og togaraskipstjórar, sem jeg hefi fært þetta mál í tal við, tjáð sig fúsa til þess að hrinda þessu máli í framkvæmd á næstkomandi vertíð. Ólafur Þórðarson. £ ° ises'gja ibÉð í [jóðu' stcinhúsi til sölu. Uppl. gefur. ilARALDUR GUÐMUNDSSON, f löggiltur fasteignasali, f Hafndrstræti 15, | símar: 5415 og 5414, heima. 1 ireinlegtir eldri maiíur § óskast scm r.áðhúsvörður. Upplýsingar á skrifstofu f NÝJA LíÓ. í i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.