Morgunblaðið - 28.08.1948, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 28.08.1948, Blaðsíða 12
' VEOURÚTLmÐ: Faxaflói: Síin lingskaldi S-austan og síð- an sunnan. Rigning._ ; — - - Breyting á skólahverfa- mörkum Austurbæjar- °g Breytingin nærtiium 130 barna FRÆÐSLURÁÐ Reykjavíkurbæjar hefur ákveðið að breyta mörk t:m skólahverfs Austurbæjar- og Miðbæjarskóla, þannig að tak- mörk skólahverfis Miðbæjarskólans færast austur að Frakkastíg. Eöm á skólaskyldualdri, -sem búa við Frakkastíg og við götur véstan Frakkastígs, eiga í vetur að sækja nám 1 Míðbæjarskól- enum. Mörkin færð um eina götu * Jónas B. Jónsson fræðslufull- [ trúi Reykjavíkurbæjar, skýrði i blaðamönnum frá þessu í gær. Sagði fræðslufulltrúinn að rnörk *n hefðu verið færð um eina götu til austurs, því áður voru skólahverfamörkin miðuð við Klapparstíg. Fræðsluráð ákvað, að þau börn, sem búa á þessu nýja svæði, og eiga nú eftir tvo vetur f barnaskóla, skulu geta sótt riám áfram við Austurbæjar- skóla, ef þau óska þess. Önnur börn verða flutt í Miðbæjar- barnasklóann og undanþágur á þeisu verða ekki veittar. — Á þessu viðbótarsvæði Miðbæjar- skólans búa 130 börn, sem flutt verða á milli skólanna. óumflýjanleg ráðstöfun Jónas B. Jónsson fræðslufull- trúi sagði, að fræðsluráði væri ljóst, að þessi ráðstöfun myndi ekki verða vinsæl, en hún var svo knýjandi, að ekki varð und- an komist. Það hefur komið í Jjós, að börnum í Miðbæ Reykja víkur fer fækkandi með ári hverju og flytja börnin yfirleitt í úthverfi bæjarins. Austurbæj- arskólinn er þegar svo setinn, að ekki er unnt að bæta neinu þar við. Aukningin I barnaskólunum Með stöðugt vaxandi tölu í- búa í Reykjavík, leiðir það af sjálfu sjer, að með hverju ári eykst nemendafjöldi barnaskóla bæjarins. — Á hausti komandi munu um 850 börn bætast við tölu hinna skólaskyldu barna, en þessi börn eru fædd árið 1941. Samkvæmt athugun sem gerð var við manntal 1945, kom í Ijós, að tala þeirra barna, sem fædd eru árið 1943 og skóla- skyld verða árið 1950, nemur um 1130. Jónas B. Jónsson fræðslufull- trúi gat þess að lokum, að á s.l. vetri hafi því sem næst 5.303 börn stundað nám í skólum hjer í bænum. Af þeim munu um 500 hafa stundað nám í einkaskól- um. Róleg! í Burma Rangoon í gær. SKÆRULIÐARNIR í Burma hafa sig nú mest í frammi í aiisturhluta landsins, en rólegt. hefur verið í nágrenni höfuð- borgarinnar og flutningar til hennar halda óhindrað áfram. — Reuter Baðhús Reykjavíkur opnað aftur BAÐHÚS REYKJAVÍKUR verður opnað á ný í dag, eftir að það hefir verið lokað í mánuð vegna viðgerðar. Hefir baðhús- ið verið málað alt að innan' og lítur einstaklega vel út, enda hefir verið lögð sjerstök rækt við að halda því vel við og hafa það sem snyrtilegast í alla staði. Baðhúsið er mjög vinsæl stofnun. Aðsókn að því er svo mikil, að ekki er hægt að anna öllum umsóknum um böð. En húsið er heldur ekki stórt. Þar eru tvær kerlaugar og sex steypibaðsklef-ar auk almenn- ingsklefa fyrir sex. Baðhúsið er opið frá klukkan 8—20 virka daga. Aðsókn er mikil alla daga, en mest um helgar. Hefir komið fyrir að 180 gestir hafa komið á einum degi, en með góðu móti er varla hægt að afgreiða fleiri en 160 manns. Bað hús Reykjavíkur er orð- ið altof lítið og ef vel ætti að vera þyrfti að hafa almennings- baðhús á þremur stöðum í bæn- um og talsvert stærri en þetta eina baðhús, sem er ein af elstu bæjarstofnunum, reist 1907, þegar bæjarbúar voru að- eins rúmlega 4000. Barnaskólarnirfaka til sfarfa 1. sepf. BARNASKÓLAR Reykjavík- urbæjar taka til starfa 1. sept. n. k. Þann dag eiga að mæta í skólanum öll börn á aldrin- um 7 til 10 ára, þ. e. börn fædd á árunum 1938 til 1941. Læknisskoðun barnanna í skólunum hefir verið ákveðin sem hjer.segir: Fyrir börn sem sækja eiga Miðbæjarbarnaskóla þann 1. sept. Börn í Austurbæj- arskóla skulu koma til læknis- skoðunar 2. sept. Laugarnesr skóla börn 3. sept. og börn úr Melaskóla 4. sept. ’ Síðar mun verða tilkynnt um hvenær hver aldursflokkur byrjar nám. ., | Nýr forseti í Paraguáy. I. j Asuncion -— Nýr forseti hefur vCjr- iS kosinn í Paraguay. Tók hann ny- lega við embætti og heitir Gonsales. Lögreglan kom lil hjálpar Ofveður mikið gerði skyndilega á Suður-Englandi fyrir skömmu og urðu mikil flóð. Á baðstað einum þurfti að aðstoða gestina og hjálpuðu lögregiuþjónar tM þess, eins og sjest hjer á myndinni, sem tekin var við það tækifæri. Sáum á Ólympíuleik- imurn að ísl. frjéls- íþróltamenn eru ágætir Kaupmannahöfn í gær. Einkaskeyti til Mbl. FINNBJÖRN Þorvaldsson, Óskar Jónsson, Sigfús Sigurðs- son og Torfi Bryngeirsson taka þátt í afmælismóti íþrótta- fjelagsins „Sparta“ í Kaup- mannahöfn, sem fer fram á sunnudag og mánudag. Einnig taka þátt í mótinu 11 amerískir íþróttamenn og nokkrir Svíar auk Dana sjálfra. „Nationaltidende“ skrifar m. a. um mótið: „Ameríkanarnir hafa yfirburði. Framkvæmda- nefnd mótsins óskaði einnig eftir erlendum þátttakendum, sem gætu veitt bestu dönsku íþróttamönnunum harða keppni án þess þó að þeir stæðu þeim miklu framar. Is- lendingarnir eru hæfilegir mót stöðumenn bestu Dana. Við sá- um það á Olympíuleikunum að íslenskir frjálsíþróttamenn eru ágætir“. Byrjað á smíði Lang- holfsskóla SVO sem kunnugt mun vera, ákvað bæjarráð, samkvæmt til- lögu fræðsluráðs, að láta reisa barnaskóla í Langholtshverfi. Það standa vonir til, að á hausti komandi verði hægt að byrja á byggingu þessari. Fræðslufulltrúi bæjarins, skýrði Mbl. frá þessu í gær. Sagði hann, að um þessar mund ir væri verið að ljúka teikning- um að skólabyggingunni. Ráð- gert er að skóli þessi verði fyr- ir 540 börn. Enn hefur ekki endanlega verið ákveðinn stað- ur fyrir skólann, en um það hefir verið rætt nokkuð, að láta hann standa við Holtaveg í Kleppsholti. Reykjavikurbær, hefur feng- ið byggingarleyfi og fjárfest- ingaleyfi fyrir skólahúsinu. Heyskapur hefur genglð vel um land allt „ÞAÐ mun vera alment svo i sveitum landsins að fyrrri slátt- ur er nú fullþurkaður", sagði Steingrímur Steinþórsson búnað armálastjóri, í viðtali við Mbl. í gærkvöldi. Þó vorið væri kalt og túna- sláttur hæfist seinna en vant er, mun heyfengur bænda yfir- leitt vera vel í meðallagi og verk un ágæt, enda hefur heyskap- artíð um land allt verið mjög hagstæð s.l. tvo mánuði. Bænd- ur hafa margir hverjir náð öll- um fyrri slætti í hlöðu, en aðrir eiga hey sín að einhverju leyti í göltum. Um nýtingu engjahey- skaparins taldi búnaðarmálastj. of fljótt að ræða. Vegna þess hve hey bænda nú eru góð, eru taldar horfur á, að fóðurmjölsþörfin á vetri kom- anda verði minni, en t. d. í fyrra. Um öflun fóðurbætis sagði búnaðarmálastjóri að bændum væri fyrir löngu orðið Ijóst, að skurtur yrði á síldarmjöli. Af því eru nú nær 5000 smál til í landinu. Um öflun fóðurbætis frá útlöndum kvaðst búnaðar- málastjóri lítið geta sagt að svo stöddu, en víst væri að hin til- finnanlegi dollaraskortur myndi valda erfiðleikum við útvegun hans. Innbrof hjá SIS og I Varðarhúsið í FYRRINÓTT voru inn- brotsþjófar á ferð hjer í bæn- um og brutust þeir inn á tveim stöðum. í skrifstofur Sambands ísl. samvinnufjelaga við Sölv- hólsgötu og í Varðarhúsið við Kalkofnsveg. Þjófarnir brutust inn í skrif- stofu SÍS, sem er á fyrstu hæð skrifstofubyggingarinnar. Þar var rótað til í skrifborðum og skápum og stálu þjofarnir ein- um sjálfblekung og einhverju af skömmtunarmiðum fyrir hreinlætisvörum. EFTIRTEKTARVERÐ brjcfíí skifti Stalins og Tito. — Sjá bls. 7. í Lítil síldveiði í gær LÍTIL síldveiði var fyrir Norð- urlandi i gærdag, alt fram á kvöld. Veður var gott á vestur- svæðinu, en strekkingur austur! með landi. Nokkrar síidartorfur sáust út af Rifstanga í gær og biðu mörg skip þar eftir að lægði. Síldin, sem kom upp í fyrra- dag á Grímseyjarsundi og við Sijettu reyndist stygg og erfitt að kasta á hana, þó fengu all- mörg skip nokkra slatta og sum sæmilegan afla. — Frjettaritari Morgunblaðsins á Siglufirði sím aði í gærkvöldi, að aðfaranótt j föstudags hafi komið mörg skip með frá 100 upp í 350 tunnur. ( Um miðjan dag í gær nam sölt- jun næsta sólarhring 'á unöan 4557 tunnum og 1920 annarsstað ar á landinu. Giskað var á, að í gær hefðu verið saltaðar um 4000 tunnur í Siglufirði. Til bræðslu bárust til Siglu- fjarðar á sama tíma 2000 mál. Þessi slld veiddist öll á Gríms- eyjarsundi. RAUFARHÖFN Til Raufarhafnar bárust í fyrrinótt og í gærmorgun um 6000 mál til bræðslu og nokkur hundruð tunnur í salt. Þar hafa landað í dag eftirtöld ’ skip og er afli þeirra mældur í hektólítrum: Ásbjörn 378, Gull- faxi 237, Valþór 546, Víðir Akra nesi 500, Hafnfirðingur 400, Þorsteinn, Reykjavík 400, Vík- ingur, Seyðisfirði, 267, Keflvík- ingur 250, Goðaborg 1050, Stíg- andi 1060, Snæfell 600, Ester 450, Björg 150, Von 240, Pjetur Jónsson 240, Víðir Eskifirði 660, Brimnes 333, Þorgeir goði 585, og auk þess nokkrir smáslattar. Skærur í Indó-Kína Hajpong í gær. FRANSKA herstjórnin í Indo- Kina gaf nýlega út tilkynningu um að skærur væru að hefjast þar í landinu. Þykir líklegt að það eigi að vera samræmdur þáttur hemaðaraðgerða komm- únista í Austur-Asíu. — Reuter.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.