Morgunblaðið - 16.10.1948, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 16.10.1948, Blaðsíða 9
Laugardagur io. oat. 1948. '‘ MORGtJNBLAÐIÐ 0 8IMÁÞJOÐIRNA AST RÆÐUMENN, sem tekið hafa þátt í bessum umræðum hafa hvað eftir annað haft orð á því, hve andrúmsloftið sje þrungið af þungum áhyggjum og erfið- leikum, sem steðja að okkar nýbyrjaða starfi. En við hverju var að búast, eftir að svo marg- ar fagrar vonir hafa hrunið í grunn •— og enn stöndum vjer gagnvart mörgum óleystum vandamálum. Ef jeg nú spyr sjálfan mig: Hvernig er hugum háttað á þessu þingi — eða hvað liggur í loftinu? Jeg mundi svara — því miður er svo að sjá, sem andrúmsloftið sje mótað af skiln ingsleysi því, sem gjört hefur klofning í S. I>. og hefur það djúp víkkað og breikkað. Jeg hika ekki við að segja þetta, þó það sje ef til vill það sorg- legasta, sem fyrir hefur komið og þótt sú hugsun sje alvöru- þrungnari eh öll önnur mál. Því fjelagsskapur sem þessi er ein- göngu hugsanlegur og fram- kvæmanlegur ef athafnir hans eru byggðar á, ekki aðeins umburðarlyndi, heldur á sönn- um skilningi á sjónarmiði ann- ara aðila. Herra Bevin, utanríkísráð- herra Breta, sagði hjer í gær — og jeg get ekki endurtekið það eins vel og hann sagði það — að'lönd hinnar vestrænu menn- ingar og lýðræðis — 5 klass- iskri merkingu þess orðs — geta ekki álasað sjer fyrir neitt. Það erum vjer, vestrænu þjóðirnar, sem viljiun frjálsar samgöngur; það erum vjer, sem leggjum aðaláherslu á hugsana- frelsi og frjálsan hugmynda- flutning; það erum vjer, sem erum reiðubiinir að leggja öll stjórnmál, athafnir og tilgang, undir rannsókn og dóm almenn ings. Ekkert Jámtjald í vestrinu. Það eru ekki við, sem er- um innilokaðir á bak við Járn- tjald; vjer viljum komast í gegnum það, til að fá vitneskju um hvað er að gjörast þar fyrir handan, og þegar vjer höf- um fengið skilning á því, að náigast þá, sem þar eru og ná samstarfi við þá. Hitt er engum vafa bundið, að þeim megin, sem rússnesku Ráðstjórnarríkin eru, þar er enginn skilningur á vestræna heiminum. Ræða herra Vishin- sky, vara-utanríkisráðherra Sovjetríkjanna, í gær sannaði það ennþá einu sinni. Ef til vill þvkir það yfirlætis legt af fulltrúa smáríkis, sem Belgíu, að svara yfirlýsingum Ráðstjórnarríkjanna. En vera má, að það sje fullt eins heppi- legt að smáríki svari hinu míkla rússneska ríki, því engin leið er að leggja slíkt út sem æsing. Það væri allt of hlægilegt, að hugsa sjer að litla Belgía vildi ráðast á Sovjetríkin! Það er aðeins unnt að skilja ræðu herra Vishinskys á tvo vegu: annaðhvort er hún áróð- ur og annað ekki — eða hún er í einlægni töluð. Hvort held- ur er, þá er ræðan svara- verð. Því ef hún er áróður, þá höfum vjer rjett til að nota þennan ræðupall til gagnáróð- urs. Ef hún hinsvegar er ein- TEF bS/4 Útdráttur úr ræðu Paul Henri Spaak á Alsherjarþingi S. Þ. í París RæSa sú, sem Paul Henri Spaak forsætisráöherra líelgíu fíutti á þriSja alsherjarþingi SameinuSii þjóð anna, 28. f.m* vakti alheimsathygli. Þar íaiaöi stjórn málamaður smáþjóðar einarðíega til Rússa, sem htngað til hafa tafið fyrir og skemt sarnstarf Sþ. Iíjer á eftir fer útdráttur úr ræSu Spaaks, fyllrl en hægt var að hafa í frjettunum af ræðunni. læglega töluð, þá ber hún vott um svo gjörsamlegt skilnings- leysi á hugsunarhætti og sjón- armiðum vestrænna þjóða, slíkri vanþekkingu á því hvað vestrænar þjóðir vilja og hvernig þær hugsa, að það verður ekki hjá því komist að ieitast við að leiðrjetta'þá van- þekkingu og að gefa Rússlandi kost á, að kynnast því, til þess að það megi byggja stjórnmála- stefnu sína á rjettri þekkingu um það. hvernig hugsað er og hvað gjörist í þessum hluta veraldarinnar — í löndum Vestur-Evrópu. Jeg ætla mjer ekki að deila um kommúnisma. Skoðun mín er sú, að ef til vill muni fyrir- komulag kommúnismans geta átt við sumstaðar í heiminum — en að hinn vestræni heimur geti vel verið án hans. Jeg vil geta þess, án þess að fara frek- ar út í að ræða um stjórnmála- stefnur, að í síðustu styrjöld börðumst vjer Belgíumenn á móti fasisma og Hitlerisma — og vjer ætlum ekki að leggjast undir neina tegund af einræðis- kenningum eða ofbeldi. Vjer stöndum með lýðræði; það er að segja, vjer trúum á — af öllum vorum sannfæring- armætti og af öllum hug — að nauðsynlegt sje, að stjórnmála- samfjelag sje byggt á hugsana- og málfrelsi, á ritfrelsi og á frelsi til funda- og samkomu- halda. Vjer viljum frjálsar kosn ingar; stjórn, sem ber ábyrgð gagnyart fólkinu; virðingu fyr- ir göfugleika allra manna — og "ík‘i, sem þjóna,r manninum, ekki menn, sem eru látnir þjóna ríkinu — því síður menn, sem verða að þjóna einum flokki. Herra Vishinsky talaði mik- ið um stríðsæsinga herferðir, sem ættu að eiga sjer stað í Bandaríkjunum, Bretlandi og — hann hikaði ekki við að segja það — í Frakklandi, Belgíu, Luxemburg og Hollandi. í einlægni sagt, hvað mínu landi viðvíkur, þá þekki jeg ekki einn einasta ábyrgan stjórn málamann nje stjórnmálaflokk, nje heldur nokkurn mann, sem áhrif hefur til að móta almenn- ingsálit, sem er stríðsæsinga- maður. Jeg hef aldrei heyrt, sjeð nje lesið í blöðum lands mins eina einustu setningu, sem gæti verið skilin svo, að Belgía hefði hug á .að hefja árásar- strið á nokkra þjóð. Paul Henri Spaak Greinarmunur. Það má ekki ganga fram hjá því, að gjöra greinarmun á hug- myndum. Ekki má rugla sam- an þeirri hugmynd, að vera við- búinn því, að ef til vill kunni stríð að skella á — og hinni, að vilja stríð. Það verður að at- huga, að ekki er sama að búa sig undir hugsanlegt stríð og hinu, að leitast við að koma því af stað. Enginn efi er á því, að Rúss- lands megin er stórlega ýkt það, sem menn lesa í blöðum Vest- urlandanna. Þegar jeg las aft- ur yfir ræðu herra Vishinskys varð mjer það ljóst, að hann lagði alltof mikið uppúr blaða- greinum, sem í vestrænum lönd um mundi engin athygli veitt. Herra Vishinsky hrópaði upp — og með hvílíkum ofsa — út af greinum, sem birst hefðu í amerískum blöðum og tiltóku vegalengdina frá lofthöfnum Vesturlandanna til vissra staða á Rússlandi. En þær upplýsing- ar, herrar mínir! Eða sá stríðs- æsingur að nefna mílufjöldann á milli Moskva og London! Mig langar til að spyrja hátt- virtan fulltrúa Ráðstjórnar- ríkjanna einnar spurningar: Getur hann fullvissað mig um, að herstjórn Sovjetríkjanna hafi aldrei reiknað út vega- lengdina á milli Moskva og London? Og hvort álítur hann hættulegra fyrir friðinn í heim- inum: leynilegan út^eikning herstjórna — eða landabrjef, sem birt eru í almennum ame- rískum tímaritum og gefa upp- lýsingar um jafn einstæðar nýj- ungar og vegalengdina á milli tveggja stórborga? En það er nú.fleira, sem úm er að ræða en stríðsæsingar. Það er lika Fimmvelda-sátt- málinn, Brussel-samningurinn! Þeir, sem gjöra þannig lagað- an samning með sjer, segir! herra Vinshinsky, og s.kipu- leggja þannig samtök, fylgja stefnu, sem á ekkert sameigin- legt með friðar- og öryggis- stefnunni, heldur eggja þeir til ósamkomulags og skipuleggja nýja styrjöld! Þessi rök eru ekkert sjerstak- lega djúpsæ. Með öðrum orðum, þegar Rússland myndar sam- tök með löndum þeim, sem liggja að landamærum þess, þegar það semur við Pólland, Tjekkóslóvakíu, Júgóslavíu og svo mörg önnur Austur Evrópu lönd, þá er það friðarstefna. En þegar Holland og Belgía mynda bandalag með Frakk- landi og Bretlandi, þá er það ófriðarstefna! Úrslitarök. Herrar mínir, jeg hef tvenns konar rök til að afsanna áróð- ur, sem þennan og er hvoru- tveggja úrslitarök. Þegar vjer undirrituðum Fimmvelda sátt- málann gjörðum vjer ekkert . annað en að fara nákvæmlega , eftir 31. grein stofnskrár Sam- I einuðu þjóðanna. Þar segir svo: ..Ekkert í þessari stoínskrá skal hefta rjettinn til sjálfsvarnar, ^hvort heidur einstaklinga eða : samtaka“. Þessi stofnskrá, sem Sovjetríkin undirrituðu, ásamt Austur-Evrópuríkjum, um leið og vjer, veitir oss rjett til að | sameinast og skipuleggja lög- lega vörn, einstaklingslega eða sameiginlega. Á þessum grund- velli og engum öðrum, samein- uðumst vjer til að fullgjöra sátt mála vorn. | ÞesSi lagalegu rök eru nóg, (út af fyrir sig. En er nokkur maður hjer inni, — eða i heim- inum —, sem trúir því, að Luxemburg, Holland og Belgía hafi hug á árásarstríði? Sovjet-fulltrúinn þarf ekki að íeita að flóknum rökum fyr- ir stefnu vorri. Jeg skal segja hreinskilnislega — ef til vill óvægilega — hvað það er, sem liggur til grundvallar fyrir stefnu vorri. Það eru aðeins smáþjóðir, sem geta leyft sjer að tala svo hreinskilnislega. | Viíið þjcr á hverju stefna vor , byggist? Það er ótti við ykkur ótti sem ótti við síjórn ykkar | við stjórnmálastefnuna | þið fylgið. I Vitið þjer hversvegna vjer | erum hræddir? Vjer erum j hræddir vegna þess, að þjer tal- j ið svo oft um heimsveldisstefnu, eða einveldi. Hvað er heims- veldisstefna? Það er þegar þjóð, venjulega stórþjóð, leggur und- ir sig önnur lönd og eykur þannig veldi sitt í heiminum. Heimsveí disstefna Rússa. Hvað eru söguleg sannindi síðustu ára? Það er aðeins eitt ríki í heiminum, sem kom út úr síðasta stríði sem sigurveg- ari annara landa. Það var Sovjet-Rússland. Það var meðan á stríðinu stóð að Balkanlöndin voru innlim- uð í Rússland; það var meðait á stríðina stóð og vegna þess, að þjer hirtuð sneið af Finn- landi; það var meðan á stríð- inu stóð og vegna þess, að þjer tókuð hluta af Póllandi. Það er vegna 5rðar óskammfeilnu og undirferlislegu stjórnmálaað- ■ ferða að þjer nú eruð öllu ráð- andi í Varsjá, Prag, Belgrad Bukarest og Sofíu; það er yðar stefnu að þakka, að þjer nú hafið setulið í Vín og Berlín og ætlið ekki þaðan burt; það er samkvæmt yðar stefnu að þjer gjörið nú nýjar kröfur viðvíkj- andi Ruhr. Horfandi á þessar aðfarir og yðar mikla ríki, sem nú breiðir úr sjer alla leið frá Austurlöndum til Eystrasalts og frá Svartahafi til Miðjarðar- hafs — og nú vitum vjer að þjer girnist líka Rínarlönd — og þjer spyrjið oss út af hverjtx vjer sjeum áhyggjufullir! Sannleikurinn er, að utan- ríkissteína yðar er nú yfir- gangssamari og hefur sett sjer stærri markmið en utanríkis- stefna keisaratímabilsins. Vjer óttumst líka aðferðir þær, sem þjer hafið tekið upp á þingi hinna Sameinuðu þjóða. Vjer erum hræddir við hvernig þjer notið — og sjerstaklega hvernig þjer misnotið rjettinn, sem yður var veittur í San Fransisco. Vjer óttumst hvernig þjer notið og misnotið neitun- arvaldið. Vjer erum hræddir vegna þess, að á þessu þingi hafið þjer gjörst talsmenn kenningarinn- ar um algjör yfirráð einstakra þjóða og vjer spyrjum cjálfa oss hvernig alþjóðleg stofnun fái uppfyllt skyldur sínar, ef þessi úrelta og afturhaldssama kenning fær að halda velli. j Alþjóðleg stofnun getur að- ! eins uppfyllt skyldur sínar og orðið til gagns, ef allar þjóðir — smáar, miðlungs og stórar —- hafa fullkomlega áttað sig I á því, að fyrir ofan þeirra ein- staklingsvilja eru til alþjóða- lög. Hvenær sem eitt land leit- ast við að láta sinn vilja gilda, án tillits til vilja meiri hluta þjóðanna, þá getur þessi stofn- un ekki veitt oss það, sem vjer allir ætlumst til af henni. ! Samstarfsneitun Sovjetríkjanna. Það var ekki eingöngu að þjer notuðuð og misnotuðuð neitun- arvaldið. Yður nægði ekki held- ur að setja yfirráð einstakra þjóða ofar alþjóðalögum. Þjor hafið yfirleitt fylgt þeirri stefnu að neita aö starfa með Sam- einuðu þjóðunum í hvert sinn og samkomulag varS f S. Þ. um eitthvað þaS, sem ekki var i samræmi x'JZ yðar girndir eða ráðleggingar. Það er auðvelt mál, að benda Framh. á bls. 10

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.