Morgunblaðið - 05.02.1950, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 05.02.1950, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 5. febrúar 1950. Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) ]j|£J| Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ristjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Lesbók: Árni Óla, sími 3045. Áskriftargjald kr. 12.00 á mánuði, innanlands, í lausasölu 50 aura eintakið, 75 aura með Lesbók, kr. 15.00 utanlands. J' s + » + Evropuraoiö og kommúnistar Á S.L. HAUSTI flutti ríkisstjórnin tillögu til þmgsályktunar um að ísiand gerðist þátttakandi í hinu svokallaða Evrópuráði, Sfcm þjóðir Vestur-Evrópu hafa stofnað með sjer og boðið ís- íendingum að gerast aðili að. Utanríkisnefnd fjekk þessa til- Jögu til meðferðar og hefur nú skilað um hana áliti. Leggja full- trúar lýðræðisflokkanna þriggja til að hún verði samþykkt, en fulltrúi kommúnista er henni andvígur. í nefndaráliti lýð- ræðisflokkanna er m. a. komist að orði á þessa leið: Það verður að sjálfsögðu ekki um það dæmt á þessu stigi, hver verði afrek Evrópuráðsins, en markmið þess að koma á r ánari einingu þátttökuríkjanna til tryggingar friði, sem bygg- ist á rjettlæti og alþjóðasamvinnu, svo og til þess að stuðla að framförum á sviði efnahags- og fjelagsmála, hlýtur vissulega að vera í samræmi við utanríkismálastefnu íslenska lýðveldis- ins. ísland á ekki að sitja hjá í þessu samstarfi lýðræðis- og menningarríkja álfunnar. Er þess að vænta er stundir líða fram, að Evrópuráðið geti örðið öflugt tæki til þess að greiða fyrir framkvæmd þeirra hugsjóna, er það hefur sett sjer að mark- miði.“ Það er óhætt að fullyrða að þorri íslendinga sje sammála þessari skoðun meirihluta utanríkismálanefndar Alþingis. ís- lendingar hafa öðlast skilning á því að þeim ber brýn nauðsyn til þess að taka þátt í alþjóðlegu samstarfi, sem miðar að sköpun aukins öryggis í heiminum á sviði efnahags- og fjelagsmála. Þjóðir heimsins hafa færst saman með þeirri stórbyltingu, sem orðið hefur í samgöngumálum síðustu árin. Allir hugsandi menn sjá, að þær eiga í vaxandi mæli sameiginlegra hagsmuna að gæta og að friður og öryggi byggist á aukinni viðleitni til sam- starfs á sem flestum sviðum. \Jihar ólniar: 1 \T II T. 3T /f j? ÚR DAGLEGA LÍFINU Biðröð við bíó ÞAÐ var löng biðröð fyrir ut- an Austurbæjarbíó í gærmorg- un, þegar dyrnar voru opnað- ar. Þar stóð myndarlegur borg- arahópur og heið eftir því með óþreyju að komast augliti til auglits við afgreiðslustúlkuna í miðasölunni. En þetta var ekki líkt því eins stilltur hópur og maður á að venjast frá baslbiðröðum síðustu ára. Það var til dæmis áberandi, að löngu áður en dyrnar á bíóinu voru opnaðar, voru þeir, sem aftast stóðu í biðröðinni, farnir að kalla til þeirra fremstu og spyrja, hvort ekkert bðlaði nú á dyraverð- inum. • Cowboyhetja og undrahestur SANNLEIKURINN er nefni- lega sá, að elsti borgarinn í þessari biðröð var varla meir en tólf ára. Þarna voru barna- skólabörn á ferð, og þau voru að bíða eftir því að kaupa að- göngumiða á bíómynd, þar sem hetjan er ekki óklárari karl en Roy nokkur Rogers cowboy- kappi. Hann er eiginlega kald- astur allra cowboykarla, og svo á hann undrahest, sem heitir Trigger og kemur á harða sþretti, þegar eigandi hans blístrar út í loftið. • Engin hætta á ferðum MJER er það vitanlega hulin ráðgáta, hversvegna börnin voru komin að bíódyrunum, löngu áður en þær voru opn- aðar. Austurbæjarbíó er stórt bíó og það var engin hætta á því, að allir aðgöngumiðarnir seldust upp á svipstundu. Hitt er svo annað mál, að jeg veit það af eigin reyslu, að strákar hafa ekki frið í sínum beinum, þegar Roy cowboy- kappi Rogers hampar marg- hleypunum sínum í splúnku- nýrri bíómynd. En í þá daga hjet cowboy- kappinn reyndar Tom Mix og undrahesturinn Tarsan. • Þungur og silalegur ÞAÐ eru allir að bera sig upp undan skammdeginu, rjett eins og það sje eitthvað nýtt fyrir- brigði á Islandi. Vinur minn hafði við orð um daginn, að hann væri „eitthvað svo þung- ur og silalegur“, og aðrir hafa vafalaust sömu sögu að segja. Það er hreint enginn áróður, að skammdegið getur orkað þannig á bestu menn, að það stelur af kjarki þeirra og þrótti, spillir vinnugleði þeirra og slettir gráum svartsýnisblett- um á bjartsýnustu sálir. • Birtan er að koma EN nú er sá tími, þegar hrak- yrði um bölvað skammdegið eru eins sjálsögð og sólin, senn á enda. Janúarmánuður, sem jeg hef fyrir satt að sje höfuð- óvinur skammdegisfjendanna, er farinn og búinn og sjest ekki aftur fyr en 1951. Og febrúar og mars færa okkur birtuna, og apríl ýtir duglega á eftir, og maímánuður kippir okkur eig- inlega.í einu hendingskasti inn í blessað sumarið. En svo er mjer sagt, að sum- um mönnum sje alveg bráðilla; við björtu næturnar, en það er önnur saga. • Alltaf sömu svörin „BÆJARBÚI" sendir Daglega’ lífinu nokkrar línur í tilefni árangurslausra tilrauna (f rá- þvi í júlí í fyrra) til að fá skó-' hlífar á fæturna. Allan þennan- tíma, segir hann, hefur hann. verið að hringja í skóverslanir og spyrjast fyrir um þessa> Vöru, en alveg árangurslaust. Hann hefur fengið sömu- svörin á víxl: 1) Vltum ekki; hvenær skóhlífarnar koma; 2) þær eru allar búnar; Jafnvel síðastliðinn miðviku dag. hringdi hann í tiltekna verslun og fjekk þá svar núm-' er eitt; og þegar hann hringdi enn tveimur dögum seinna — fjekk hann svar númer tvö. „Bæjarbúa“ þykir þetta slæ- leg framkoma og Daglega lífið tekur undir með honum. • ..Hið örsmáa ísland“ í ÚRKLIPPU, sem Morgun- blaðið hefur fengið úr bresku blaði, er vakin athygli á ’af- rekum íslendinga á sviði fisk- veiðanna. Þarna er vitnað í skýrslu frá Sameinuðu þjóðun- um, þar sem segir, að árið 1947 hafi fiskafli „hins örsmáa ís- lands“ verið meiri en allra ríkjanna í Suður-Ameríku til samans. iciliiliiiniiiiiiliiiiniiiiliii niiiiiiiiiMiiiiiiiiiiiiiimmnmnuiiMimiiiiiiiiiiiinvH MEÐAL ANNARA ORÐA . . . . Vnillllllllllllllll IIIIIIIIIIII lllll9lllllllllllllllllli«IIIIIIMIIIIIIII 111111111111111 Afstaða kommúnista er hinsvegar skiljanleg. Þeir vilja koma í veg fyrir alla samvinnu okkar við þessar þjóðir. Þeir vilja eyðileggja viðskiptamöguleika okkar meðal þeirra og einangra okkur frá þeim þjóðum, sem okkur eru vinsamlegastar og skyld- astar að uppruna og hugsunarhætti. Þeir sjá ekkert nema hina austrænu ofbeldisstefnu, sem ógnar öryggi þjóðanna í Vestur- Evrópu og hefur m. a. knúð þær til náinnar samvinnu um vernd þeirra og varnir. Það er af þessum ástæðum, sem kommúnistar berjast gegn þátttöku íslands í Evrópuráðinu. Bresku kosningarnar ÞANN 23. febrúar n.k. fara fram almennar þingkosningar í Bretlandi. Vekja slíkar kosningar í þessu öndvegisríki lýðræðis og þingræðis alla jafnan mikla athygli. Breski Verkamannaflokkurinn vann stórsigur í síðustu þing- kosningum og hefur stjórn hans farið með völd í landinu síðan. Hefur hún verið all umsvifamikil á sviði löggjafar og fram- kvæmt ýms stefnuskráratriði sósíalista, þar á meðal þjóðnýtingu sumra aðalatvinnugreina bresku þjóðarinnar svo sem kolaiðn- aðinn og mestan hluta allra samgöngutækja. Hún hefur einnig ákveðið að þjóðnýta stáliðnaðinn en framkvæmd þess hefur verið skotið á frest. Aðaldeilurnar milli stjórnarinnar og and- stæðinga hennar hafa staðið um þjóðnýtínguna, sem mjög hefur verið gagnrýnd og talin skaða atvinnulíf og efnahag landsins. Um úrslit kosninganna verður að sjálfsögðu engu spað. Margt bendir til þess að tiltölulega mjóu muni muna milli tveggja stærstu flokkanna. Verkamannaflokkurinn hefur ekki tapað neinni aukakosningu á öllu kjörtímabilinu og bendir það til þess að hann muni halda velli. En hann hefur tapað verulega í atkvæðamagni í þeim flestum. Erfiðleikar þeir, sem breska þjóðin á nú við að etja og andstæðingar stjórnarinnar kenna henni óspart, munu gera Verkamannaflokknum þungt undir fæti. Kosningaósigrar sósíaldemókrata í Ástralíu og Nýja Sjá- landi munu einnig hafa nokkur áhrif. Heimurinn fylgist með áhuga með þessari kosningabaráttu þessarar þroskuðu lýðræðisþjóðar. Leiðtogar flokkanna hafa hlýtt messu. Síðan leggja þeir af stað i kosningaleiðangra sína, og þjóðin á valið. Skæðir eifurtyfjasmyglarar herja Egypfaland Eftir frjettamann Reuters SUEZ: — Fyrir skömmu kom til bardaga milli eiturlyfja- smyglara og strandgæsluliðs í Sinai-eyðimörkinni sem varla þykir í frásögur færandi þar um slóðir. Þegar bardaginn skall á, voru smyglararnir á leið á arðbærasta markað ná- lægra Austurlanda — til Egyptalands. Voru þeir í grend við Suezskurðinn, er strand- gæsluliðið varð þeirra vart. • • MARIJUANA OG OPIUM SKOTIÐ var á báða bóga, og stóð bardaginn í 4 stundir. — Loks voru smyglararnir neydd ir til undanhalds, en þeir skildu eftir marijuana og opium, sem var yfir 100,000 pund að verð- mæti Marijuana fæst úr hamp jurtinni. Getur eitur þetta ver ið misjafnlega sterkt, og geng- ur undir ýmsum nöfnum í við- skiptum gmyglara og eiturlyfja sala. • • VIRÐULEG VÖRUMERKI í UMRÆTT skipti hafði nokk- ur hluti eitursins vörumerkið „Churchill", en nokkuð af vör- unni kallaðist „Nahas Pasha“, en svo heitir leiðtogi egypska wafdistaflokksins og forsætis- ráðherra landsins. Meðal ann- arra vörumerkja, sem notuð hafa verið, er „Hitler“ og „Bernadotte greifi". Marijuana kemur til Egypta lands mestmegnið frá löndun- urti fyrjr botni Miðjarðarháfs- ins. Áætlað hefir verið, að í landinu sje varið allt að 100,000,000 punda árlega í eit- urlyf. Ríkir jafnt og fátækir neyta þeirra. • • LEITA TIL ARABA BANDALAGSINS SVO mikil brögð eru nú orðin að ósóma þessun\> að egypska stjórnin hefir farið þess á leit við Arababandalagið, að það beiti áhrifum sínum í þá átt, að stöðva „þessar fjandsam- legu og óhæfilegu aðgerðir“ frá hendi landanna fyrir botni Mið jarðarhafsins í garð frændþjóð- ar. Sá hagnaður, sem sala mari- juana færir þessum ríkjum og þá einkum Lebanon, er Egypt- um dýr. Fjármunir, heilsa, sið- gæði, allt lýtur í lægra haldi fyrir vágestinum. • • MIKIÐ EFTIRLIT EKKERT skortir á aðgæslu egypskra yfirvalda l viðleitni þeirra til að hindra smygl eit- urlyfja til landsins. Stundum er hægt að klófesta vöruslatta, en það er ekki nóg, þvi að meg- inþorri eitursins kemst alla leið — til borganna og þorpanna í Egyptalandi. Landmæraverðir á úlföldum eigra um eyðimerkurnar og strandgæsluvörðurinn vakir yf- ir siglingaleiðunum, einkum Suezzskurðinum, til að hafa hendur í hári smyglaranna. — Stundum verður þeim ágengt, eri mikið kemst á leiðárerida, Eiturlyfín fcru éinkum flutt á úlföldum til Egyptalands, en þau eru líka flutt með skipum og bifreiðum og þess eru dæmi, að þau hafi verið flutt flugleið- is. — • • FER VAXANDI ÁHÆTTAN er mikil, en það er hagnaðurinn lika. „Þeir hafa mikið umleikis, þessir, sem sjá um dreifingu eiturlyfjanna. Þeir halda ráð- stefnur í Kairo öðru hverju, þar sem rætt er, á hvern hátt vörunum verði best komið inn í landið og rætt um öflun nýrra markaða. Stundum eru emb- ættismenn í þjónustu smyglar- anna, og það gerir starf yfir- valdanna vitaskuld hálfu flókn ara. — í svipinn fer þessi óleyfilega verslun vaxandi, og nægir í því sambandi, að benda á, hve miklu meira af smyglvörunni hefir náðst að undanförnu, en áður var. Lundúnabúar ferðast meira en fyrr LONDON, 4, febr. — Lundúna búar ferðast þriðjungi meira nú en árið 1939 að sögn formanns samgöngumálanefndar borgar- innar. Kvað hann þenna vöxt eiga rætur sínar að rekja til þess, að fólk byggi lengra frá vinnustað en fyrr, íþróttaiðk- anir færi í vöxt, og fólk hefði ríflegra: skotsilfur en áður. — Reuter,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.